Tíminn - 30.12.1953, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.12.1953, Blaðsíða 6
 iT’'r 'Wtv»t TIMINN, miðvikudaginn 30. desember 1953. 295. blað. Æ'í, mrnFÉmm, ^REYKJAVIKDR^ PJÓDLEIKHÚSID Ég biíí a& hcilsa Sýning í kvöld kl. 20.00 Aðeins tvær sýningar eftir. Piltur «í| stúlha Sýning nýársdag' kl. 20.00. Upiiselt. Næsta sýning sunnudag kl. 15.00. Harvey Sýning laugardág kl. 20.00 [ Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13.15—20.00. Sími 82345, tvær línur. óli fyrir j skattgreiðendur í Gamanleikur í 3 þáttum. f j ★ í Aðalhlutverk: Alfreð Andrésson. | ★ I Syning 1. jan. (Nyarsdag) j kl. 20.00. ★ Aðgöngumiðasala kl. 4—7 í ! dag. Sími 3191. 1 _ i AUSTURBÆJARBIO I GrímuUIœdili ritldarinn f Glæsileg, viðburðarík og spenn- | andi, ný, amerísk mynd í eðli- jlegum litum, um ástir og ævin- jtýri arftaka greifans af Montej | Christo. John Derek, Anthony Quinn, Jody Larrance. Sýning kl. 5, 7 og 9. NYJA BIO Davíð og Batseba ? Amerísk stórmynd í eðlilegumj llitum samkvæmt frásögn biblí-j j unnar um Davíð konung og| | Batsebu. Aðalhlutverk: Susan Hayivard, Gregory Peck. Sýning kl. 5, 7 og 9. TJAENARBÍÓj Litli Mjóm sveitarstjórinn (Prelude to Fame) jHrífandi fögur og áhrifamikil, jbrezk músíkmynd. Aðalhlutverk: Guy Rolf, Kathleen Byron, Kathleen Reyn, Jerny Spencer. Sýning kl. 5, 7 og 9. Tea For Tivo j Bráðskemmtileg og fjörug, ný, | jamerísk dans- og söngvamynd! |í eðlilegum litum. Vinsælasta dægurlagasöng j kona heimsins: Doris Day, S. Z. Sakall. Sýning kl. 5, 7 og 9. i GAMLA BÍÓ 1 i Caruso (The Great Caruso) [Víðfræg amerísk söngmynd í litj !um. Tónlist eftir Verdi, Puccini, iRossini, Leoncavallo, Rossini, (Mascagni, Donizetti o. fl. Aðalhlutverk: Mario Lanza, Sýning kl. 5, 7 og 9. TRiPOLI-BÍÓ Limelight (Leiksviðsljós) í Hin heimsfræga stórmynd Char- ] jles Chaplins. Aðalhiutverk: Charles Chaplin, Sýnd kl. 5,30 og 9. Hækkað verð. Þjwðlcikliúsið (Framhald af 5. síðu). á sviðinu er í fullu lagi. Per- sónur standa alloft í hálf- rökkri, svo að svipbrigði grein ast trauðla. — Óeðlileg eru hin hraðfara ský og hringfara í blækyrru veðri síðustu sýn- ingar. Leiktjöld frá hendi Lárusar Ingólfssonar eru ágæt. Urbáncic stjórnar lítilli hljómsveit, þar sem hin fall- egu lög Emils eru vafin í þekka hljóma. — Ónærgætni er það við höfund vísnanna, j Jón Thoroddsen, og leikhús- j gesti, að prenta ekki hin; stuttu kvæði í leikskrá. Söngv urum okkar flestum er annað betur gefið en að bera skýrt fram texta í söng. Forseti íslands og frú hans, voru viðstödd sýninguna. Jónas Þorbergsson. e ! jBÆJARBÍÓi — HAFNARFERÐI - Þjóðvegnr 301 [Óhemju spennandi ný amerískl j mynd, byggð á sönnum viðburð- ] í um. Stewe Cochan Virginia Grey Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. i HAFNARBÍÓ 1 Siglingin mihla | (The World in his arms) j ! Mikilfengleg og feikispennandi | j amerísk stórmynd í eðlilegum lit j j um eftir skáldsögu Rex Beach. I |Myndin gerist um miðja síðustu j Pjöld í San Francisco og Alaska. < T j Gregory Peck, Ann Blyth, Antliony Quinn. Sýning kl. 5, 7 og 9. XSERYUS GOLDX^ fiySjL_ 1= ampep % Kaflajrrnlr — ViSgrérKir Rafteikningar Þlngholtsstræti 21 Bími 81 558 I 0.10 HOLLOW GROUHD 0.10 —■ mm YELLOW BLADE mm < rakblöffin hcimsfrae^a. & Gcrist Gskrifendur aS simanum ttbreiðíð TiraaiiiLÍ (Jtbrclðið Tímaiui Pearl S. Buck: 00. Dularblómið Saga frá Japan og Bandaríkjunum á síðustu árum. Eííir jólin (Framhald af 5. síðu.) nokkra sanna og áreiðanlega fræðslu, sem því væri óhætt að treysta, um gildi og höfuð einkenni hverrar bókar, sem út kæmi og vert væri að geta, þá gæti jólagjafatízkan með bækur oft orðið að tals- verðu liði. En það er nú öðru nær að sé völ á slíkum leiðbein- ingum. Liggur við að því ó- merkilegri, sem bókin er þess íburðarmeira sé skrumið, sem fólkið fær í blöðunum um hana. Þó tekur út yfir, þegar a. m. k. tveir af þeim rithöf- undum, sem þjóðfélagið er á ári hverju að verðlauna (með milligöngu svokalíaðs ,,Menntamálaráðs“) hæstu rithöf undastyrkj unum, skuli ganga á undan öðrum í lofi eða skrumi um lítilsnýtar og ómerkilegar bækur. Er á- stæða til að almenningur trúi að einhverju leyti þeim, sem viðurkenndir eru þannig árlega af þjóðfélaginu sem he.lztu rithöfundar íslands. En aðrir, er hafa nokkuð ríkt Tómasareölið í sér, telja að þessir rithöfundar séu fengn ir af útgefendum til þess að skrifa skrumið. Og minnir það á gömlu vísuorðin: „Þeir sem leigðir lifa á því að ljúga ár og síð“. En þetta minnir líka á það, hve dýrmætt væri fyrir al- menning, ef eitthvert dag- blaðanna tæki sig fram um það, að geta rétt og óhlut- drægt um helzt allar nýút- komnar bækur, sem vert væri aö geta að einhverju, — segði í höfuðdráttum en þó oftast ■í stuttu máli, aðalkosti þeirra og lesti — og gerði útlæga úr dálkum sínum alla skrum ritdóma. Það dagblað myndi vinna sér inn hlýleika, þakklæti og traust fjölda manna um land allt — hvaða flokki, sem það kann að fylgja í stjórnmálum. Og berðist það sama blað á móti misnotkun jólanna, þ. e. á móti jólagjafafarganinu og móti því að gera þessa fornhelgu sólarhátíð og minn ingarhátíö um mannkyns- frelsarann að mestu pranghátíð ársins þvert í gegn boðskap og kenn- ingum jólabarnsins, er fædd ist fyrir 1953 árum, þá ynni það blað að þörfu máli, því að jólagjafafarganið og jóla prangið er að verða að hvum leiðri árlegri plágu. V. G. CJíbreiðið Tíraann hennar var reyndar alveg eins lítið gefið um þennan ráða- hag og þér, mamma. Hann kærði sig ekkert um mig fyrir tengdason af því að ég var ekki af hans þjóð, heldur hvítur. Hún lét sig það engu skipta. Hún gat enga hugmynd gert sér um Sakai lækni. Hann horfði hugsandi niður á rauðu gólfábreiöuna. — Frú Sakai var miklu betri, sagði hann. Hún er japönsk í húð og hár, hún er ljósmyndabrúður. Móðir hans leit snöggt upp. — Ljósmyndabrúöur, hvað er það? Hann yðraðist að hafa sagt þetta. — Það var fyrir löngu. Innflutningsyfirvöld okkar bönn- uðu þá Asíufólki að koma til landsins, og japanskir menn hér í landi urðu að velja sér konur eftir ljósmyndum, sem þeir fengu að heiman. Síðan kvæntust umboðsmenn þeirra hinum japönsku konum fyrir þeirra hönd heima, og eftir það fengu þær að koma til manna sinna í Ameríku. — Hún getur þá ekki verið af sérlega góðri fjölskyldu, sagði móðir hennar kuldalega. Hún lét sig slíka villimanna- siði engu skipta. . Hann hallaði sér fram, studdi olnbogum 'á hnén og leitaði eftir ofurlitlum ljósgeisla í svip hennar. — Segðu eitthvað, mamma. Hún leit í augu hans. — Þú segir, að þetta sé um garð gengið? 4 — Já, það er um garð gengið. — Þá er eina ráðið að....Hún þagnaði í miðri setningu og hristi síðan höfuðið. — Hvað ætlaðirðu að segja, mamma? Hún vildi ekki halda áfram. — Það var ekkert, aðeins heimskuleg hugmynd, sagði hún. — En mamma. Allt í einu hrópaði hún áköf: — Nei, Allen, lofaðu mér að vera í friði um stund. Ég verð að fá að ræða um þetta við föður þinn. Þetta verður honum miki áfall. Við höfðum vonað, að þú mundir kvænast ein- hverri góðri stúlku hér heima, kannske Cynthíu, og okkur mikið áfall. Við höfðum vonað, að þú mundir kvænast ein- í þessu húsi. Þetta er svo stórt hús. Ég átti aldrei eins mörg börn og ég óskaði mér. — Það getur vel verið, að við eignumst börn, maiiima mín. Hann sagði þetta í því skyni að hughreysta liana^ en hann sá þegar, að hann hafði gert mikið glappaskot. Nú gat hún ekki haft stjórn á sér lengur. — Nei, nei, Allen. Hún hrópaði þessi orð og spratt á fætur. — Mamma. Hann hrópaði líka og flýtti sér til hennar. Hún hné grátandi í faðin hans, og ekkert, sem hann gerði eða sagði, gat létt ekka hennar og grátsog. Hann hafði aldrei séð hana gráta, því að hún hafði aldrei fyrr beitt vopnum táranna gegn honum, og hann vissi, að hún beitti þeim ekki heldur nú af yfirlögðu ráði. Hann hélt um hönd hennar og tautaði hvað eftir annað: Mamma, þú mátt ekki, þú mátt ekki. Þú skalt sjá til. En hún sleit sig úr faðmi hans og hljóp út úr stofunni. Þegar herra Kennedy kom heim af morgungöngu sinni, varð honum þegar ljóst, að ekki var allt með felldu. Morgun- gangan var honum venja, sem hann hafði haldið síðan faðir hans dó og skildi hann eftir sem einasta erfingja að miklum eignum, sem hann hafði grætt á baðmull í Tennese og hesta- uppeldi í Kentucky. Þegar eftir morgunverð hvern dag g_ekk Kennédy út og heimsótti kunningia sína, en þó aldrei sama kunningjann tvo daga í röð, oe með bví að ræða við þá og hlusta á þá, hafði hann orðið allra manna kunnugastur öllu, sem gerðist í bænum og héraðinu. Þessi kunnugleiki og góð greind hans hefði vafalaust gefið honum færi á að bjóða sig fram til þines, en hugur hans hafði aldrei staðið til þess að notfæra þékkingu sína í því augnamiði að bera hana á borð fyrir aðra. Ef hann hefði alizt upp í einhverri annarri fjöl- skyldu, er ekki ólíklegt, að hann hefði orðið prófessor í heim- speki, og hefði hann verið málhagur maður, hefði hann getað orðið skáld. Nú var hann aðeins hæglátur borgari, vel látinn af öllum, hinn mesti vísdómsbrunnur, sem hann jós aldrei af en haut sjálfur í kyrrð og hlédrægni. Hugur hans var svo næmur, að hann skynjaði bað þesar, er hann steig yfir þröskuldinn heima hjá sér. að eitthvað hafði borið við þennan fagra dag laust fyrir hádeeið. Hann gekk hljóðlega inn í fordyrið og tók af sér yfirhöfn og hatt, hengdi hvort tveggja hægt upp á sinn stað. Síðan lieyrði hann fótatak sonar síns og sá hann koma niður stigann, —- Það var gott, að þú komst svo fljótt heim, sagði Allen, er hann stóð á neðsta stigabrepinu. Éú vissi ekki, hvar ég ætti að leita þín. Ésr hefi nú bví miður valdið móður minni mikilli sora'. Hún hefir farið inn í herbergi sitt og læst að sér. Þeir horfðust í augu. — Ég veit varla, hvernig ég á að segja bér frá því. saeföi Allen. — Ég held*að ég viti, hvað þú ætlar að segja, sagði faðir hans. : | Hann úekk á undan syni sínum inn í mannlausa stofuna og settist þar. — Ég vissi, að þannig hlaut að fara fyrr eða síðar. Við höfum vitað það um sinn, að þú hafðir bundið tryggðir við stúlku í Japan. Kona hershöfð........ Allen tók þegar fram í. — Pabbi, það, sem mest fékk S)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.