Alþýðublaðið - 30.07.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.07.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ | 4LÞÝBUBLABIB [ J kemur út á hverjum virkum degi. [ | Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við í < Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ► J til kl. 7 síöd. ► j Skrifstofa á sama stað opin kl. ; 1 9Vs—10Vs árd. og kl. 8—9 síðd. \ ; Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► J (skrifstofan). t ; Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ► í mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 | ; hver mm. eindálka. ( < Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan t J (í sama húsi, sömu simar). ; Verklýðshreyfmgin innan lands og utan. Rakarar og hárskerar i Kaup- mannahðfn. Undan farna þrjá mánu'ði hefir staðið yfir verkbann í rakara- og hárskera-iðninni í Kaupmanna- höfn. Um 400 rakarar og hársker- ar urðu atvinnulausir af völdum þess. Þeir hafa nú tekið upp það Táð að setja nokkrar stórar rak- arastofur á stofn víðs vegar um borgina, sem þeir svo reka fyrir sinn eigin reikning. Hefir þetta gefist mjög vel hjá sveinunum, en komið „meisturunum“ í kiíþu. Nokkuð af stúlkum hefir stund- að þessa iðn undan farið við hárskrýfingu og drengjakollinn. Fyrir U/s ári gengu þær aliar í stéttarféiag sveinanna, og hafa síðan barist við hlið þeirra í bar- áttunni fyrir hagsmunum stéttar- innar. Pegar samningar stóðu yfir næst síðast, gerðu „meis;arar“ þá kröfu, að faun stúlknanna yrðu lægri en sveinanna, en þeir neit- uðu því a'gerlega og hé!du því fram, að í fyrsta lagi aíköstuðu þær jafnmikilli vinnu og þeir, og i öðru lagi, að ef gengið yrði að þessari kröfu, þá myndi karl- mönnum verða útrýmt úr iðninni, en kvenfólk kæmi í staðinn. Kröfðust þeir því sömu launa fyrir stúlkurnar og sjálfa sig, og varð það að síðustu að samkomu- lagi. Launin voru fyrir verkbannið 63 krónur á viku fyrir h.vor tveggja. Nú kröfðust meistararn- if 13 króna lækkunar á viku. Að því gátu sveinarnir ekki gengið, og hófu , meistararnir" þá verk- bann. f þessu sambandi er rétt áð geta fé'agsskipulags stéttarinnar. lðgjald félaganna er 2 kr. 75 aur- ar á viku; gengur sumt af því til að greiða kostnað þann, sem af féiagsskapnum leiðir, nokkuð í atvinnuleysissjóð, sem einnig nýt- ur styrks bæjarfélags og ríkis, log hitt í aðra sjóði félagsins, svo sem sjúkrasjóð, greftrunarsjóð o. fl. Á meðan ó \erkbanni eða verk- falli stendur, fá félagarnir 20 kr. á viku til styrktar sér. Gildír sá styrkur í þrjá mánuði, en þegar sá tími er út runninn, fer styrkur- inn lækkandi. Öreigar i ðllum löndum! Sameinist! Sveitaverkamenn í Danmörku héldu nýlega þing. Var þar rneðal annars samþykt, að samband þeirra skyldi ganga í „Alþjóða- samband sveitaverkamanna". — Samband danskra sveitaverka- manna hefir aukið félagatölu sína um 1 200 s. 1. tvö ár, og þrátt fyrir mjög mikið atvinnnuleysi meðal þessarar stéttar hefir fé- lagsskapur hennar aukist mikið og þroskast á þessum tveimur árum. — í sambandinu eru nú 11 000 félagar . „Mikil álagniug.44 Eggert Kristjánsson heildsali og Björn Þórðarson smásali hafa orðið óónægðir yfir því, að ég fann að álagningu kaupmanna. Sérstaklega hneykslast þeir á um- sögn minni um kartöfluverðið. Það er rétt, að ég hefi sagt rangt frá, að það væri 7 sh. á poka hér. Auðvitað átti það að vera 7 sh. pokinn í Leith eða hér komnar 20—21 eyri kílóið;held ég, að það sé ráttur reikningur, og þetta verð hafði ég eftir sannorðum manni. Eggert segir, að ekki hafi verið hægt að kaupa ódýrara en 10 sh. pokann hér á höfn, og kann það satt að vera. Það verð er um 24 aura kílóið, og hefi ég þá ekki logið ýkja miklu. Björn Þórðarson segir skozkar kartöflur slæmar. Eg held, að þær séu tæplega mikið lakari en ho!- lenzkar kartöflur, og held, að Birni væri alveg öhætt að. reyna ödýru, skozku kartöflurnar líka; þær fæla tæplega frá honum við- skiftamenn. Um hveitiverðið er það að segja, að ég hefi sjálfur séð til- boð á hveiti til afgreiðslu í þ. m. á sh. 24/10 fyrir poka, 63V2 kg„ hveiti nr. 1, og er það verð hér á höfn komið. Reiknast mér það ekki langt yfir 40 aura kg. Brigzlyrði þeirra Eggerts og Björns er mér sama um; — þau hvorki hækka mig né lækka. Fyrir mér vakti að eins að gera tilraun til að knýja fram verð- lækkun, og hefir það þegar borið nokkurn árangur. Kartöflumar eru nú seldar á 40 aura kílóið, en voru áður 70—80 aura, og hveiti er nú boðið á 50 aura bezta teg- und, sbr. auglýsingu Hermanns Jónssonar. Væntanlega lækkar margt fleira í verði, t. d. mjólk og smjör. Barnakarl. Eftir kosuingarnaF. Heyrast óp og eynidaihljób með alls kyns hrópi’ og nuddi. íhaldsglópum íslands þjóð út í hópum ruddi. Engum bakar ánauð, senn auðvalds-k lakahnyð jan. Ef þið vakið, verkamenn! vel mun takast iðjan. Á. J. „Frá VestfJISrðtim ttl Vestril»yggðar.“ Miðheftið. Þess var getið fyrir nokkrum dögum, að miðheftið af bók Öl- afs Friðrikssonar um Grænlands- för Friðþjófs Nansens væri komið út. Það hefur á því, þegar þeir félagar stigu fyrst fótum á Græn- land eftir langa hrakninga. Og þá voru þeir auðvitað glaðir og reifir. „Þegar bátarnir rendu að landi, stukku þeir félagar upp úr þeim eins og unglingar, sem eru að leika sér; svo kátir voru þeir yfir því, að kornast nú loks á land í Grænlandi. Þeim þótti hreint og beint yndislegt að ganga á grjóti, og þeim fanst dásamlegt að tína mosatægjur og strá af jörðinni. Smáblóm, sem þeir fundu, gerðu þá æsta af fögnuði; — svo mikil voru viðbrigðin. Lapparnir urðu svp' kátir afð koma á land, að þeir þutu langt upp í fjall, og Norðmennirnir vissu urn tíma ekkert, hváð af þeim hafði orðið." Friðþjófur Nansen lofaði jafnvel fyrstu mýflugunum að gæða sér á að sjúga blóð úr hönd hans. Hann var svo glaður, að hann gat ekki fengið af sér að reka þær burtu. Nú voru þeir komn- ir á Grænlandsströndu heilu og höldnu. Sú þraut var leyst. Baltó var guðhræddur, þegar hann var í lífshættu. Þá bölv- aði hann heldur aldrei. Aftur á móti varð honum það á, þegar hann hafði þurt land undir fót- um og engin hætta virtist ná- læg. Þá var hann líka alt í einu tekinn að herma predikun eftir presti norður á Finnmörku, en það gerði hann aldrei, þegar hætta var á ferðum. Hann hafði geymt Nýja testamentið á lapp- nesku fyrir Ravna, félaga sinn, á meðan þeir voru í sjóhrakning- unum, en skiíaði því, þegar sjó- ferðinni norður með Grænlands- ströndum var lokið. i trúmálum og fleiru var hann bam líðandi stundar. En hann hafði ósvikna réttlætistilfinningu. Ekki vildi hann pretta Skrælingjana og fanst ein saumnál engin borgun vera fyrir gnægðir af kjöti, þótt þeir væru sjálfir ánægðir með þá verzlun. Óefað hafa margir, ekki sízt unglingar, gaman af að lesa frá- sagnirnar um Grænlendingana, bæði þegar þeir hópuðust kring um ferðamennina „baulandi af undrun, svo iíkast var eins og þegar komið er inn í fjós með heymeisa, þar sem margar svang- ar kýr eru“, eða þegax lýst er tjaldbúð þeirra og heimilishátt- um. Ekki á þó frásögnin um kTyppIinginn síður athygli skilið. en hana getið þið lesið á bls. 72. Hann sparaði ekki að erfiða til þess að reyna að verða ferða- mönnunum að liði, þegar þeir höfðu náð hylli hans og hann þóttist geta gert þeirn greiða. Hann hefir þó sjálísagt orðið von- svikinn af þeim viðskiftum. Ellefta kaflanum lýkur með sannmæli, sem vert er áö gefa gaurn. Það er þannig: „Þeim þykir þreytan góð, sem fengið hafa hana af starfi, sem þeir höfðu áhuga fyrir, þó öll áreynsla. er áhugann vantar fyrir, se bölv- un.“ — Nú verandi þjóðskipulag,, sem skipar vinnulýðnum á bjarg- arstritsbása, en spyr sjaldan um langanir og þrár verkafólksins, réttir því steina fyrir brauð, bölv- un nauðungarstrits í staðiim fyrir starfsgleði. — Heftið er ekki langt, en fjörugt ritað og vel frá gengið. I því eru 11 myndir með skýringum. „Reyhiavlker Fremdenblatt“ heitir blað, ritað á þýzku, sem K. K. Thomsen gaf út 27. júlí s. 1. af tilefni komu skemtiferða- skipsins „Stuttgart" hingað. Því virðist vera ætlað að gefa farþegum skipsins nokkrar upp- lýsingar um ísland. Ritstjórar blaðsins eru þeir taldir: Halldór Jónasson og Lárus Sigurbjörns- son. Aðalgreinina í blaðið ritar Lárus Sigurbjörnsson (ís'and in alten und neuen 'Zeiten). Engum vafa er það bundið, að útgáfa blaðs, undir kringumstæð- um sem þessum, er heppileg leið til þess að gefa hinurn útlendu gestum nokkra hugmynd um land og þjóð. En því leiðara er það, að hinní þýzku tungu, móðurmáli farþeg- anna, skuli vera svo mjög mis- iþoöið í blaðinu. 1 g;rein Lárusar Sigurbjörnssonar úir og grúir af málfræðilegum og réttritunar-vill- um; sömuleiðis í smágreinum þeim, er birtast nafnlausar á öft- ustu síðu blaðsins, sem einnig' virðast vera eftir L. S., því að grein Halldórs Jónassonar (Is'and als Turistenland) er skrifuð á sæmilegu rnáli. Ekki virðist það ösennilegt, að hægt hefði verið að fá einhvern þýzkuskrifandi mann til þess að yfirlíta greinar L. S. og leiðrétta þær, áður en þær voru settar í blaðið, þó að hitt hefði vitan- lega verið æskilegra, að blaðið íhefði ritað maður með fullkomna þýskukunnáttu. Ekki skal þó L. S'.. Iegið á hálsi fyrir það, að hann. drki skrifar rétt þýzkt mál, en vlð* hinu mátti búast, að honum væri það sjálfum ljóst. Verður blað þetta sízt til að auka álit hinna þýzku ferðamanna á mentunarástandi hérlendis, þar sem eðlilegt er, að þeir geri ráð fyrir því, að færustu menn Reykjavikur í þýzkri tungu hafi verið fengnir til að sjá um rit- stjóm blaðsins. P.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.