Alþýðublaðið - 30.07.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.07.1927, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐÍÐ 3 Sparar fé, tfma ofl erglðl. AðvðrBm til allra, sem tara um reið» veginuo Þjegar reiÖvegurinn i kring um Elliðavatn var opnaður í vor, skýrði ég frá, að heimilt væri að á medfram honum frá Vatns- enda að Elliðavatni, en bannað væri: að á frá Elliðavatni að Baldurshaga, að fara upp í Rnuð- hóla og ao fara suður eða austur fyrir hæðirnar, sem liggja í kring um Elliðavatn. Þrátt fyrir petta er hestamannafélaginu skýrt svo frá, að mjög oft sé út af pessu brotið af vegfarendum. Sumt fólk fari mjög út fyrir hin settu tak- mörk, rífi upp girðingar, fari yfir engjar og haga, og stundum verði að elta það til þess að varna því, að það skemmi og eyðifeggi. Það er hart til þess að vita, að full- tíða fólk 'skuli hegða sér svona, og lýsir litlum menningarbrag. Það má dæmalaust heita, að fólk skuli ekki geta látið sér nægja að fara eftir góðum og skemtileg- um reiðvegi, þegar það getur áð meðfTam honum í ágætum án- ingarstöðum, og að hafa svo leyfi til að fara um alla Hólmsheiði, heldur skuli það fara þeim mönn- um til meins og baga, sem hafa verið svo velviljaðir og dreng- lundaðir að leyfa að leggja reið- veg um lönd sín án endurgjalds. Hver sá, karl eða kona, sem fer um reiðveginn framvegis, og fer út fTá settum reglum, sem áður eru tilgreindar, verður tafarlaust kærður og sóttur til sekta. Jafn- framt þessu vil ég vara gangandi fólk og hjólandi við þvi, að fara eftir reiðveginum, sem mjög hefir farið i vöxt i sumar. Vitanlega er þessu fólki vorkunnarmál, þó að það flýi bifreiðarnar á þjóð- veginum, en á honum eru þó fyr- irskipaðar reglur fyrir umferð- inni, sem ekki er á reiðveginum, þvi hann er að eins gerður fyrir ríðandi fólk; og 6vo er á hitt að líta, að gangandi og hjólandi fólk er i mikilii hættu á reiðvegin- um, t. d. ef maður tapar valdi á mjög viljugum hesti, eða ef hestur fælist. Og þetta getur kom- ið fyrir; og hlytist slys af, myndi gangandi maður eða hjólandi réttlaus að lögum í slíkum til- fellum. Reykjavík, 27. júlí 1927. F. h. hestamannafél. „Fákur“. A. 3. Johnson. Innlend fíðlndi. Akureyri, FB., 27. júli. Frestafundurinn norðlenzki. Prestafundinum á Akureyri var lokið 22. júlí. Stóð hann yfir í þrjá daga og hófst með guðsþjón- ustu. Sigurður prófessor Sivert- sen og séra Ásmundur Guð- mundsson skólastjóri fluttu sitt erindið hvor fyrir almenning í kirkjunni. Mörg mál voru fyrir fundinum. Hann fór fram hið bezta. Geir vigslubiskup stýrði honum. Borgarnesi, FB., 29. júlí. Tíðarfarið er ágætt, og eru menn nú sem óðast að binda inn töðuna, sem er hirt jafnóðum, en stöku menn eru komnir á engjar. Á harðvellis- engjum er illa sprottið vegna þurkanna í vor. Vegagerðir. Talsvert er unnið að vegagerð- fum í héraöinu. Við Norðurárdals- brautina vinna yfir 20 menn, og er búist við, að brautin komist fram undir Hvamm í sumar. Þá vinnur og ámóta stór hópur að vegagerð yfir síkið hjá Ferjukoti, en eins og kunnugt er varð veg- urinn fyrir miklum skemdum af flóðum úr Norðurá og Hvitá í vetur. Vegur þessi er orðinn dýr, enda reynst erfitt að ganga svo frá lagningu hans, að dugað hafi. Á nú að lengja brúna og ertdur- bæta veginn, og vona menn, að nú verði svo frá gengið, að flóðin fái eigi grandað veginum. Hallgeirsey, FB., 30. júlí. Úr Rangárvallasýslu. Heyskapur hefir gengið vel, en betur í lágsveitunum en fjalla- sveitum; úrkoma tíðari í fjalla- sveitunum, Fijótshlíðinni og und- ir Eyjafjöllum. Margir hverjir eru nú að Ijúka við að hirða af tún- um sínum. — Sjódeyður á hverj- um degi. — Vegagerðir eru eigi miklar i sýslunni; er helzt að nefna viðgerðina á Holtaveginum, sem er svo gagngerð, að kalia má, að endurlagning sé. Annars smávæ.gilegar viðbætur og við- gerðir á sýsluvegum. — Ferða- ’mannastraumurinn er ákaflega tmikill hér austur, sérstaklega í Fljótshlíðdna og ínn á Þórsmörk. Uias dagian ©gj væglnn. Næturlæknir er i nótt Katrín Thoroddsen, Vonarstræíi 12, sími 1561, og aðra nótt Niels P. Dungal, Sóleygjar- götu 3, sími 1518. Næturvörður er næstu viku í lyfjabúð Lauga- vegar. Sunnudagslæknir er á morgun Sveiim Gunnars- son, Öðinsgötu 1, sími 1775 (í stað Guðmundar Guðfinnssonar). Messur á morgun: I dómkirkjunni kl. 11 séra Bjami Jónsson. í fríkirkj- unni kl. 5 Haraldur prófessor Ní- telsson. 1 Landakotskirkju og Spi- talakirkjunni í Hafnarfirði kl. 9 f. m. hámessa. í Aðventkirkjunni kl. 8 e. m. séra W. E. Read. — I Sjómannastofunni kl. 6 e. m. guðsþjónusta. — í húsi K. F. U. M. guðsþjónusta kl. 8i/2 e. m. Séra Bjarni Jónsson predikar. All- ir velkomnir til beggja guðsþjón- ustugerðanna. — I Hjálpræðis- hernum verða samkomur kl. 11 f. m. og 8V2 e. m. og sunnudaga- skóli kl. 2. 1 ■ h,t ■ n Skemtiferð Jafnaðarmannafélags Islands. Allir, sem verða með í skemtiför- inni á morgun, verða að vera komnir að Alþýðuhúsinu kl. 8 stundvislega. Þátttáka er mjög góð. Kappróðurinn hefst í kvöld kl. 6V2. Tveir bát- ar frá ,,Fyllu“ og tveir íslenzkir taka þátt í kappróðrinum. Veð- ur er hið ákjósanlegasta, og verð- ur því óefað fjölment áhorfenda. — Bátur verðut í förum frá Stein- hryggjunni. Veðrið. __ Hiti 14—9 stig. Hæg norðlæg og austlæg átt. Þurt og gott veð- ur. Útlit: Sama veður, nema á Austurlandi verður dálítið regn í nótt. Loftvægislægð við Vestur- Skotland á leið til norðausturs. „ Veslingarnir.“ Fjórði hluti þessarar sögu eftir stórskáldið Victor Hugo, „Draum- Klilpp selur Karlmannaföt á kr. 29,00 settið, alls konar nærföt mjög ó- dýr. — Góðir silkisokkar svartir og mislitir fyrir kr. 2,25 parið Kaupið góðar og ódýrar vörur. <»Komið í Klðpp. ur og dáð“, er byrjaður að koma tát í „Lögréttu". Fp. Valtýr brá sér vestur og norð* ur með ,,Gullfossi“. Var hann einm þátttakenda í skemtiferðinni. Sendtíi hann skeyti til blaðs síns í gær og í dag. Eitthvað ,,rykugt“ er við þau skeyti. Valtýr skrifar undir þau sitt rétta nafn, F(jólu)- p(abbi). Hann gegnir því nafni.. Skemtiskipið pýzka fór héðan í fyrri nótt, og síð- degis í gær fór það inn á ísa- fjarðardjúp. Nú er það fyrir Norðurlandi. Til Svalbarða (Spitz- bergen) kemur það 2. ágúst. Til Þýzkalands kemur það aftur 17. ágúst árdegis — til Bremerhaven. Hefir þá ferðin alls orðið 4966 sjómilur. Meðal ferðafólksins eru margir mentamenn, þar á meðal yfir tylft lækna. Tveir fram- kvæmdastjórar félagsins eruiför- inni, annar frá Bremen, hinn frá New York. ítalskur prinz er einn- ig meðal farþeganna. Margir ferðamannanna tóku fram, að 'þeim þætti leiðinlegt, hve þeir hefðu haft rangar hugmyndir um Island. Sýndu margir þeirra góð- an skilning á íslenzkri menningu, og mjög þótti þeirn yfirleitt gaman að sjá glímurnar, sem fóru fram undir stjóm Jóns Þorsteins- sonar. Á Þingvöllum stóð einn farþeginn upp í hrifningu og þakkaði fyrir hönd þeirra allra, ferðamannanna. Margir þeirra riðu út hér um nágrennið, til Hafnarfjarðar og víðar. — Kkki varð úr því, að flogið væri til Vestmannaeyja, en flugvélin var báða dagana í stuttum ferðum. I bazarnum seldust einkum póst- spjöld og hvítar gærur, en ekki var salan þar mikil, et,da var ekki við því búist, því að svo er v ekki að jafnaði við slík tækifæri, en slíkar sölusýningar eru og eiga áð vera til þess að efla þekkingu ferðafólks á íslenzkum munum, og jafnframt eru þær þvi til þæg- inda. Skipafréttir. „Lyra“ fór utan í fyrra kvöld. „Nova“ kom í morgun norðan um land frá Noregi. Hún fer aftur sömu leið héðan á mánudags- kvöldið kl. 6. „Suðuríand" kom í dag úr Breiðafjarðarför. „Goða- foss“ fer kl. 6 i kvöld til Bret- lands og Þýzkalands. ,,Gullfoss“ kom um hádegið i gær til Isa- fjarðar; fór þaðan um miðnættið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.