Tíminn - 13.02.1954, Síða 2

Tíminn - 13.02.1954, Síða 2
2 TÍMINN, laugardaginn 13. febrúar 1954. Sfi.blag. Fornir farmenn höfðu áttavita og fundu stefnu eftir sól og pólstjörnu f blaðinu Aftenposten í Osló, sem kom út 8. febr. s. 1. er skýrt frá því, að í rústum Benediktína-klaust urs í Siglufirði á Norður-íslandi hafi fundizt eikarkringla, sem á eru merktar áttir og hafi kringla þessi verið notuð af fornum vík- ingum og sæförum á Norðurhöf- um. Þá segir, að fornleifagröftinn f klaustri þessu hafi annazt danski fornleifafræðingurinn dr. C. L. Ve- bæk og hafi fundur þessi orðið sumarið 1951. Nú er það svo, að ekki er vitað til þess af fornum heimildum, að norður í Siglufirði hafi nokkru sinni staðið klaustur, hvað þá Benedictinaklaustur, og ekki er heldur vitað um slíkan fornleifa- fund þar sem hinn forna átta- vita. Af því að auðséð var, að hér hlaut að vera eitthvað málum blandað, hafði blaðið tal af Krist- jáni Eldjárn þjóðminjaverði í gær, ef vera kynni, að hann vissi ein- hver deili á þessu. Sagði Kristján, að dr. Vebæk væri Grænlandsfræð ingur og hefði annazt mikla forn- leifarannsókn þar. Hingað til lands mundi hann ekki hafa komið og engan fornleifagröft haft hér með höndum. Hins vegar myndi hann ekki betur en dr. Vebæk hefði graf ið í rústir Benedictínaklausturs í Grænlandi og væri líklegt, að hið norska blað ruglaði þessu saman. Þótt skakkt sé frá skjrt um að fundur þessi hafi orðið hér á landi, er hann allmerkilegur og snertir íslendinga, þar sem svo virðist, sem hann hafi orðið í hinum fornu byggðum íslendinga í Grænlandi, og skal þess vegna nokkuð frá hon- um skýrt og þeirri vitneskju, sem hann veitir. Höfðu þeir áttavita? Gat í miðju. Höfðu hinir fornu víkingar eða farmenn meðal Norðmanna og ís- lendinga nokkurn áttavita, er gat vísað þeim leið yfir höfin eða hjálp að þeim til að halda réttri stefnu á vegum úthafsins Hvernig fóru þeir að því að sigla slíka langvegu með slíku öryggi, sem sögur greina írá? Þessar spumingar hafa vakað fyrir mörgum, en engin svör feng- izt fram til síðustu ára. En nú virðist hægt að gefa jákvæð svör við þeim á grundvelli vitneskju, sem hinn merki fornleifafundur i Grænlandi veitir. Dr. Vebæk fann undir fúnum gólffjölum hins forna klausturs nokkur brot af fornum vei'kfærum úr járni og tré. Á þeim mátti lesa nafn eigandans, sem skráð var rún- um. Meðal þessara muna fannst helmingur eikarkringlu og við nánari athugun kom í ljós, að hér var um að ræða fornan áttavita. Frá því um 1200. Það þótti og Ijóst, að kringla þessi var frá því um 1200, eða jafn- vel enn eldri. Þessi fundur er tal- inn varpa nýju ljósi á þá spurn- ingu, hvernig fornmenn rötuðu réttar leiðir um úthöfin. Nansen fuilyrti á sínum tíma, að þeir hefðu aðeins siglt eftir sól, og enskir sagnfræðingar hafa álitið, að forn- Útvarpið íltvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. 17.30 Útvarpssaga barnanna: „Vetr- ardvöl í sveit“ eftir Arthur Ran some; V. (Frú Sólveig Eggerz Pétursdóttir þýðir og flytur). 19.25 Tónleikar: Samsöngur (pl.). 20.30 Tónleikar (plötur). 20.50 Leikrit: „Feigðarflugan" eftir Svein Bergsveinsson. — Leik- stjóri: Þorsteinn Ö. Stephen- sen). 22.10 Danslög (plötur). — 24.00 Dagskrárlok. ir farmenn hafi aðeins getað glöggv að sig á höfuðáttum og siglt eftir þeim, aðeins þekkt norður, suður, austur og vestur. Þeir sem slíku hafa haldið fram, hafa ekki kynnt sér nógu vel fornar íslenzkar og norskar héimildir. Átta áttir. í Konungsskuggsjá er sagt, að sólin gami hring sinn yfir átta „æ.tir“ og í islenzkum ritum er talað um 16 „ættir‘“ eða stefnur. Það er og auðvelt að gera sér í hugarlund, að sá, sem hafði gert sér grein fyrir fjórum höfuðáttum, gat einnig fjölgað þeim í átta, með því að skipta hverri í tvær og síðan í 16 með því að skipta hverri í f jóra hluta. Það er i sjálfu sér ekkert undarleT, þótt menn hafi til forna gert sér slikar hugmyndir um skiptingu sjóndeildarhringsins, en hitt hefir fram að þessu verið mönnum ráðgáta, hvernig farmenn gátu á hagnýtan hátt beitt þessu áttakerfi sínu til þess að rata rétt- ar leiðir um úthöfin. Eikarkringlan, sem fannst i klausturrústunum, hefir verið all- stór og á hana merktar 32 stefn- ur, og sé hverju bili skipt í tvennt fá menn þau 64 stefnimerki, sem finna má á nútima áttavita. Gat í miðiu. Á eikarkrin; lunni hefir verið gat í miðju, og þar má sjá, að á henni hefir verið handfang. í handfang- ið yfir miðri kringlunni hefir verið festur lóðréttur teinn, líklega úr beini, og þegar kringlunni hefir verið haldið á réttan hátt móti sólini, hefir hann varpaö skugga á kringluna. Við handfangið mun einnig hafa verið festur vísir, sem snúa mátti um kringiuna. Þennan áttavita mátti þá nota á þann hátt að halda kringlunni móti sól .í hádegisstað og snúið þannig, að skugginn af teininum félli á merkið, sem sýndi hásuð- ur á kringlunni. Síðan var vísin- um snúið að því áttamerki, sem sýndi hásuður á kringlunni. Síð- an var vísinum snúið í þá átt. Þann ig var réttri stefnu haldið á úthaf- inu. Að næturlagi mátti miða þann ig, að teininn, norðurmerki á kringl unni og pólstjörnuna bæri saman, en sú stjarna var til forna kölluð leiðarstjarna. Þannig var hægt að halda stefn- unni, en þegar himinn var skýj- aður sólarhringum saman, kárn- aði gamanið, og þá lentu menn í hafvilium. Sólmyrkvl (Framhald af 1. síðu.) Rannsóknir vísindamanna snúast aðallega um það að ákveða nákvæmlega tíma- lengd myrkvans og finna út afstöðuna. Fást þannig mjög mikilvægar upplýsingar, sem vísindamenn geta hagnýtt sér við margvíslegar athugan ir, bæði stjarnfræðilegar og landfræðilegar. Staðarákvörðun íslands. í sambandi við þessar rannsóknir má allt eins vel búast við því, að ný og ná- kvæmari staðarákvörðun finnist fyrir ísland og hægt sér með meira öryggi en áð ur að marka afstöðu þess til annarra landa og legu. Rauverulega er Iega ís- lands illa ákveðin og óná- kvæm. En aukin þekking á þessu efni getur haft nokk ur áhrif á margvíslcgar upplýsingar um þau atriði, sem snerta breytingar þær, sem verða á jörðinni í sam Signrlaug Jósefs- dóítir frá Gifs- bakka áítræð 1 i Áttræð er í dag Sigurlaug Júsei'adóttir, fyrrum hús- freyja á Gilsbakka í Öxar- firtíi. Sigúrlaug’ er fædd í Krossavíkurseli í Þistilfirði. Var það heiðarbýli og er talið að þaö hafi verið fyrir- mynd Jóns Trausta í sögunni Heiðabýlið. Seytján ára að aldri fór Sigurlaug að heim- an og réðst sem vinnukona til föðursystur sinnar, merkis konunnar, Sigurlaugar Benja mínsdóttur að Snartarstöð- um. Þar kynntist hún manni sinum, Sigvalda Sigurgeirs- syni og fóru þau að Hóli í Kelduhverfi 1894. Giftust þau 3. desember það ár og þar fæddist ári siðar elzta barna þeirra, Benjamin Sig- valdason, fræðimaður. Þau hjón fluttust frá Hóli vorið 1896 að Ásbyrgi í Keldu- hverfi. Bjuggu þau þar í 5 ár. Vorið 1901 fluttust þau að Gilsbakka í Öxarfirði og bjuggu þar eftir það. Þau hjón eignuðust tólf börn og eru ellefu á lífi. Barnabörn eru orðin þrjátíu að tölu og barnabarnabörn sj ö. Mann sinn missti Sigurlaug árið 1929. Eftir að hún missti mann sinn, tók Sigurlaug fósturbarn til viðbótar við barnahópinn og ól hún það barn upp að öllu leyti. Árið 1931 hætti hún að veita bú- inu forstöðu og lét jörðina í hendur börnum sínum, hef- ir hún síðan dvalið hjá þeim til skiptis. Sigurlaug er nú til heimilis hjá dóttur sinni í Efstasundi 78 hér í Reykja- vík og er enn við furöu góða heilsu. i I. G. Þ. Fár í kúiii ! (Framhald al 8, síðu.) valda mestu um, að gras spratt úr sér í vor sem leið og er því ekki fullgilt fóður. j Þetta fár í kúnum virðist ekki bundið burði og virðist geta gripið þær hvenær sem er að vetrinum, þótt vana- lega hafi fárs gætt undir vor. í athugun. Bændur á því svæði, sem hefir orðið fyrir þessum bú- sifjum af fárinu, óska ein- dregið eftir rannsókn. Frétti blaðið í gær, að þetta væri í athugun og myndi allt verða gert til að komast að einhverri niðurstöðu um or- sakir fársins og einnig að ráða bót á því, ef mögulegt ! reyndist, eða forða áfram- haldandi kúgadauða. Einangrun< Nýkoiliið í 1 ÍOSE41M1I, toimmi, 3|a íoimrni o fsykkítmi. V 1 K U Höfuiu vikui'plötur f arkork 1 ;y l V2, jjj Sf 4ra tonimiilu -i * ■ : *• ( R : yrirl iggjamll 1J i 5,7 og 9 em. jiykkium. < KORKIÐJAN H.F. i SkélaSStn 57. - Sfmi 42SI ! 1 Orðsending i til Isænda og aniiari*a, $ein áhiiga u hafa á landbeinaðarmálipm Arbók landbúnaðarins hefir nú komið út í ár og áskrifendum hefir fjölgað jafnt og þétt. Nú þeg . 4 ar ákveða þarf eintakafjölda upplagsins fyrir næsta ár er nauðsynlegt að allir þeir er hugsa sér að gerast áskrifendur á þessu ári geri það sem fyrst. Áskriftagjaldið er kr. 25,00 á ári. Áskriftum veitt' móttaka í skrifstofu vorri Austurstræti 5. FramleLðsluráð lan.dbúnaðarLn.s I { Hdíeigssöfnuður % að lokinni messu n. k. sunnudag 14. þ. m. verður al- mennur safnaðarfundur í hátíðasal Sjómannaskól- ans. Fundarefni: Rætt um fjáröflun til kirkjubyggingar. Sóknarnefnd LEIFUR B. BJARNASON, framkvæmdastjóri Sambands ísl. samvinnufélaga í New York fórst í bíl- slysi í New York þ. 12. þ. m. Aðstandendur bandi við gang himin- tunglna, þó að í smáum stíl sé. Það skal að lokum tekið fram, að árangur vísinda- lefra rannsókna í sambandi við sólmyrkvann er alveg kominn undir því, að veður verði bjart og heiður him- inn, sem sagt að stjörnubjört nótt verði rétt fyrir hádegið hinn 30. júní, sem ber upp á miðvikudag i sumar. Eiga hvorki kaffi né orðprýði Tímanum barst í gær eftir- farandi bréf frá Sambandi smásöluverzlana varðandi þurrð þá, sem orðin er hér á óbrenndu kaffi og Tíminn minntist á í gær: „Hr. ritstjóri. Vegna ósæmilegra dylgju- skrifa Tímans í dag í garð kaupsýslumanna, viljum vér taka fram eftirfarandi: Sökum frétta í dagblööun- um undanfarið um yfirvof- andi hækkun á kaffi á heims markaðinum, hefir eitthvert kaupæði gripið almenning og hefir því nokkra undanfarna daga verið um mjög mikil kaup á kaffi að ræða í verzl- unum. Samkvæmt því, er vér höfum fengið upplýst, eru birgðir af óbrenndu kaffi þrotnar eða á þrotum í smá- söluverzlunum og alveg þrotn ar hjá innflytjendum. Dylgj- ur blaðsins um að kaupsýslu- menn liggi á birgðum — í von um hækkað verð — eru al- gjörlega úr lausu lofti gripn- ar. Vér óskum vinsamlegast eftir því, að þér birtið þessa athugasemd vora í blaði yð- ar. Virðingarfyllst f. h. Samb.. smásöluverzlana, Lárus Pjetursson.“ Blaðið vill taka það fram, að ekki hefir verið um néitt I „kaupaæði“ almennings að Iræða, enda var kaffið þorrið j áður en til slíks kæmi. Skýr- ing sambandsins er ófullnægj andi og æskilegt að um yrði bætt. Blaðið vill og benda á, jað engin ástæða er til að láta skorta orðprýði, þótt kaffið sé þrotið. i * Cemia-Desinfector ! i ('er vellyktanal sótthrelnsandi' [ vökvl nauösynlegur á hverju^ heimlll til sótthreinsunar Á munum, rúmfötum, húsgögnum,( -simaáhöldum, andrúmslofti o.( ( i ,8. frv. — Fæst í öllum lyfjabúö-, ( ium og snyrtivöruverzlunum. Auylfetíí TímffHum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.