Tíminn - 19.03.1954, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.03.1954, Blaðsíða 2
TÍMINN, föstudaginn 19. marz 1954. ~ SCT 65. blaS. Fann upp skipaskrúfuna, en fékk ekki viðurkenningu í lifanda iífi Á öllum öldum hafa verið uppi menn, sem valdið hafa ( byltingu á einhverju sviði, svo sem á sviði lista, vísinda eða trúmála. Allir kanuast við Michael Angelo, Leonardo da Vinci og Charles Darwin, sem segja má að sagan hafi borið á höndum sér. Úr hópi þeirra manna, sem fleygt hafa vís- indunum fram um áratugi, verður ein?i gerður að umtals- efni í þessari grein. Það er John Ericsson. Hann fæddist í júlí 1803, á þeirri öld, er sívaxandi kröfur voru gerð- ar til hraðans. Það hefir ekki orð- ið þróun, heldur stökk í vísindaleg um framfönrm og hyllir ekki enn þá undir endann á því. í upphafi 19. aldarinnar urðu menn að sætta ' sig við að mjakast fram á landi1 með 10 km. hraða á klst. Enda þótt Fulton væri um þetta leyti kominn á rekspöl með tilraunir sínar á1 gufuskipum, var það vindurinn, sem bar menn yfir hafið eins og það var á dögum Föníkumanna. En við dauða Ericssons voru menn rétt í þann veginn að hagnýta sér sigur- inn á fjarlægðunum, og var það að þakka framlagi hans til vísind- anna. TJndrabarnið. Ericsson var í heiminn borinn í Vármalandi í Svíþjóð. Foreldrar hans lifðu á handiðnaði. Á þeim árum þegar börn eru vön að leika sér að gullum, var drengurinn allur í vélum. Faðir hans starfaði við undirbúninginn að Gautlandsskurð inum mikla og var sonurinn tíður gestur á teiknistofunni þar. Ekki voru efni á að kaupa teikniáhöld, svo að hann varð að búa þau til sjálfur. Þegar Ericsson var 9 ára gamall, tók hann að gera fyrirmynd að sögunarmyllu, þótt hann hefði aldrei séð slíka myllu, en yrði ein- göngu að notast við lýsingu föður síns af henni. Búinn einíöldum tækjum, sveifarnafar og vasahnif, gerði hann fullkomna fyrirmynd að myllunni. Ári síðar hafði hann einnig lokið mjög flóknu móti aí vatnsdælu, sem nota skyldi til þess að dæla vatni upp úr námugöngum. Vindmyliu notaði hann til þess að knýja dæluna. Mörgum árum siðar, er vinir Ericssons hvöttu hann til að gera skrá yfir verk sín, setti hann þessi bernskuverk sín efst á listann. Þann ig leið æska Ericssons við sífelldar tilraunir og uppfinningar. Hann gekk aldrei í skóla, en hann frædd- ist, sem honum var unnt, af öllum, sem nokkra vitneskju gátu veitt honum. Hann fékk einkatilsögn í algebru, efnafræði, rúmmálsfræði og ensku, en þakkaði hamingjunni fyrir það, að hann gekk ekki í neinn þeirrar tíðar skóla, sem voru mjög Útvarpið Útvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. 20.20 Lestur fornrita: Njáls saga; XVIII. (Einar Ól. Sveinsson). 20.50 Dagskrá frá Akureyri: í bað- stofunni í Lóni — blandað efni. 21.20 Náttúrlegir hlutir: Spurning- ar og svör um náttúrufxæði Sigurður Pétursson gerlafr.). 21,35 Tónleikar (plötur). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Passiusálmur (29). 22.20 Útvarpssagan. 22,45 Dans- og dægurlög (plötur). 23,00 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Fastiiyiiðir eins og venjulega. 12.50 Óskalög sjúklinga. 17.30 Útvarpssaga barnanna. 20.30 Tónleikar (plötur). 21,00 Leikrit: „Blátt og rautt í regn boganum" eftir Walter Bauer, í þýðingu Tómasar Guðmunds sonar. Leikstjóri: Indriði Waage. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Passíusálmur (30). 22,20 Danslög, þ. á m. leikur dans- hljómsveit Þórarins Óskars- sonar. 02,00 Dagskrárlok. íhaldssamir í öllum tæknilegum efnum. Bjó til eimreið. Þegar Ericsson var 23 ára gamall fluttist hann búferlum til Englands | og settist að í London. Gerði hann fjölda tilrauna næstu 3 árin og hóf þar brátt þá tilraun, sem síðar afl- aði honum heimsfrægðar. 75 árum eftir tilraun James Watts með gufu orkuna hafði mönnum tekizt að framleiða mjög ófullkomnar eim- reiðar, sem voru aðeins notaðar til flutr.inga á þungavörum á ctutt- 1 um leiðum. En nú bar svo við, að 1 félag eitt í Englandi efndi til sam- I keppni um smíði á eimreið, sem færi 16 km. á klst., vægi ekki yfir 10 smálestir og gæti borið 20 smá- 1 lesta þunga 110 km. vegalengd. Verð launin, sem heitið var fyrir þessa uppfinningu, voru 10 þús. kr. Fimm menn tóku þátt í samkeppninni, en baráttan stóð á milli Stephenssons og Ericssons. Hinn síðarnefndi hafði aldrei gert tilraun með eimreið fvrr en þessi nýja eimreið hans náði samt 50 km. hraða á klst. Ekkert mannlegt sköpunarverk hafði náð slíkum hraða fyrr. f fyrstu reynsluferðinni þaut eim reið Ericssons fram úr hinni eins og örskot, og á einu andartaki hafði hann nærri unnið þann sigur, sem gert hefði hann stórmenni í heimi tækninnar. En nú vildi óhappið til. Það hafði ekki unnizt tími til að reyna gufuketilinn, og í þriðju ferö inni sprakk hann í loft upp. Það var afleiðing yfirsjónar, sem auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir. Úr- skurði dómaranna varð ekki áfrýj- ’ að. Það er Stephenson, en ekki Ericson, sem er faðir eimreiðarinn- ar. Skipsskrúfan kmur til sögunnar. John Ericson voru vel ljósar tak- markanir hjólskipa. í sjóorustu var slíkt skip ákaflega viðkvæmt og þungt í vöfum. Það gat að vísu siglt á móti vindi, en til vöruflutn inga var það alltof hægfara. Á með an hann braut heilann yfir þessu, minntist hann þess, að á bernsku- árunum hafði hann oft hugsað um það, hvaða orka það væri, er leyst- ist úr læðingi við hinar skáhöllu hreyfingar fuglsvængja og fisk- sporða. Þessar hugmyndir fengu smámsaman fastmótað form og leiddu til þess, að hann fann upp regluna, sem skipsskrúfan byggist á. Aðrir höfðu velt þessu fyrir sér á undan honum, en hann var sá fyrsti, sem hagnýtti regluna í reynd inni. Árið 1837, er hann var 34 ára gamall, var hann reiðubúinn að kunngera uppfinningu sina. Nú var hann þess fullviss, að hamingjan veitti honum umbun erfiðisins. Ericson bauð fulltrúum frá flota- málaráðuneytinu að vera viðstadda, er skrúfan skyldi reynd í fyrsta sinn. Hann hafði komið henni fyrir í Francis B. Ogde, 14 m. löngu jkipi. Ferjumenn á Themsfljóti höfðu ver ið svo forviða að sjá skipið þjóta upp eftir ánni, að þeir höfðu skírt það „Djöfulinn fljúgandi". Ogde dró stóran pramma upp fljótið og til baka aftur, eins og ekkert væri, en það vakti engar hræringar hjá þeim góðu herrum frá ílotamálaráðuneyt inu, sem stigu á land með þakklæti á vörum fyrir þssa athyglisverðu „tilraun". Enginn hafði minnstu hugmynd um, að þeir hefðu veriö viðstadair sögulegan atburð. Enn einu sinni hafði Ericson staðið við dyr frægðarinnar, en þær lokizt aft ur að nýju. Þýzkt knatí- spyrnulið (Framhald af 1. síðu.) nesingum í sumar, en hann hefir haft allan veg og vanda að undirbúningi fararinnar, svo og komu þýzka liðsins hingað. Yöllurinn lagaður. í viStali við blaðamenn í gær, sagði Guðmundur Svein björnsson, form. ÍBA, að þessi heimsókn hefði reynzt ókleif, nema með góðri sam- vinnu við Knattspyrnuráð Reykjavikur, en bandalagið hefði notið sérstaklega góðr- ar fyrirgreiðslu þess. Sagði Guðmundur einnig, að mikill áhugi væri ríkjandi á Akra- neiít vegna þessarar heim- sóknar. Knattspyrnumennirn ir æfa mjög vel, og völlurinn hefði verið lagfærður mikið, m. a. komið fyrir áhorfenda- pöllum. Þess má geta, að Ríkarður Jónsson hefir nú algjörlega náð sér eftir meiðslin, sem hann hlaut s. 1. sumar. Húsfreyjur Haldið elli og þreytu I hæfilegri fjarlægð. — Látið „Veralon“, þvottalöglnn góða, létta yður störfin. jgsssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssa Sími 7698 NOTA STAÐGREÍÐSLA Ver/I. Bísafoss, Grettisgötu 44. Reykjavík 1954 99 Dætur Nílar” flutt ar í sjúkrahús Kairó, 18. marz. — Hinar 7 „dætur Nílar“ og ameríska blaðakonan Charlotte Well- er, sem undanfarna 6 daga hafa fastað í blaðamanna- klúbbnum í Kairó, og krefj- ast pólitísks jafnréttis fyrir egypzkar konur, voru í dag fluttar á sjúkrahús, enda að- þrengdar orðnar af hungri. Doria shafik, sagði, er hún fór á sjúkrahúsið, að þær mundu halda sveltinu áfram þar. Egypzkar kynsystur þeirra gefa baráttu þeirra lítinn gaum og stjórnmála- mönnum þar virðast kröfur þeirra og háttalag ýmist hlægilegt eða hættulegt nema hvorttveggja væri. Heimsmetið í 100 m.jafnaÖ Sydney, 18. marz. Ástralski spretthlauparinn Hector Hog- an hljóp s. 1. laugardag 100 m. á 10,2 sek., og jafnaði þar með heimsmet Jesse Owens, en fleiri hafa einnig hlaupið á þeim tima. Ericson fékk aldrei þá viðurkenn- ingu í lifanda lífi, sem honum bar, en skipsskrúfan hans ríkir á heims- höfunum, og sú fræðilega regla, er liggur henni til grundvallar, er not uð í hreyflinum, er klýfur loftið heimsskautanna á milli. /^s» Marz 10 Örugg oé ánægð með tryggingurta hjá oss An: 2 m. Rayon gabardine, 115 cm. br. @ 23,50 Tölur og Tvinni Kr. au. 51,00 3,00 54,00 S. E. & O Þetta er nægilegt efni í eina karlmannsskyrtu með kraga og löngum ermum. Ef viðkomandi er óvenju stór er vissara að taka 2y4 m. Til í mörgum litum. Biðjið um það, sem yður vantar af vefnaðar- og smá- vöru. Afgreiðslu og verði má treysta. — Póstsendum. Virðingarfyllst, Dísafoss. Jarðir til sölu á Suðurnesjum, Rangárvallasýslu, Dala- sýslu og Húnavatnssýslu. Rannveig I*orsteinsdóttir9 — Fasteigna- og verðbréfasala —• Tjarnargötu 3. — Sími 82960. Húnvetningafélagið heldur dansskemmtun í Skátaheimilinu við Snorra- braut, laugard. 20. marz n. k. og hefst hún kl. 9 e. h. Danshljómsveit Bjarna Böðvarssonar leikur. Aðgöngumiðar seldir við innganginn. Stjórnin. ’VAAWA.VAW/AWA.’VVWVVWVVWW^WAW.WV1/ ? 5 Þau öll, sem sendu mér kveðjur, gjafir og vottuðu mér I; hlýhug á áttatíu ára afmælinu, þakka ég af hjarta og I; ■; bið Guð aö blessa þau öll og endurgjalda. ■ ■* í Guðrún Brandsdóttir, Óðinsgötu 14. v é ■" rrtWWWWWWH^WMiWWWWWWWWWWWl ;■ .. í ■; Ollum nær og fjær, er sent hafa okkur stórgjafir og vottað hafa hluttekningu sína á einn eða annan hátt, I; sendum við hjartans þakkir, og biðjum Guð að launa 5j í ykkur öllum þegar mest á liggur. í Sauðárkróki, 14.3. 1954, í ■: ; Fjölskyldan frá Heiði. |< í v' V.W.W.W.W.W.W.V.V.V.WW.WAWWAWWrt Þökkum hjartanlega .llum þeim, sem sýndu okkur sam úð og vinarhug og hjálpsemi, við andlát og jarðarför konu minnar og móður okkar KRISTJÖNU BJÖRNSDÓTTUR, Grjóti. Eiríkur Ólafsson og börn. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.