Tíminn - 19.03.1954, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.03.1954, Blaðsíða 5
■65. blað. TÍMINN, föstudaginn 19. marz 1954. 5 Föstud. 19. marz Aldrei meira á dagskrá en nú Næsta furðuleg tíðindi bár nst hingað frá Danmörku í fyrradag. Efni þeirra var á þá leið, að í tilefni af synjun íslenzku stjórnarinnar á tillögum dönsku stjórnarinn ar um sameign handritanna, hafi Hedtoft forstætisráð- herra lýst yfir því á fundi utanríkismálanefndar danska þingsins, að ríkis- stjórn hans liti svo á, að „sþurningin um afhendingu hinna íslenzku handrita væri ekki lengur á dagskrá“. Það fylgdi svo, að fulltrúar stjórnmálaflokkanna hafi lýst sig samþykka þessari stefnu rikisstjórnarinnar. Svo virðist af þessu, að danskir ráðamenn álíti, að þeir geti þannig með ein- hliða yfirlýslingu ráðið því, hvort handritamálið sé á dagskrá eða ekki. Það sé al- veg á valdi þeirra einna að ákveða það. Sú var að vísu tíðin, að Danir gátu svarað íslanding um því, að ýmsar réttlætis- kröfur, sem þeir gerðu, væru ekki á dagskrá. Þá höfðu Danir vald til að láta kné fylgja kviði í þeim efnum. Reyndin varð samt sú, að aldrei tókst Dönum alveg að fá þessi mál tekin af dag- skrá, heldur voru þau tekin upp á nýjan og nýjan leik af íslenzkum forustumönn- um, unz Danir urðu ekki að- eins að taka þau á dagskrá, heldur að láta undan siga. Eftir þessari reynslu virð- ast danskir ráðamenn ekki muna, heldur lifa enn í end urminningum um það, þegar Danir gátu fyrirskipað ís- lendingum, hvaða mál væru á dagskrá og hver ekki. Það er sorglegt að vita til þess, áð enn skuli danskir ráða- menn haldnir þessum stór- danska hugsunarhætti. Danir eiga hinsvegar eftir að sjá það, að það er ekki á þeirra valdi einna að á- kveða það, hvort handrita- málið sé á dagskrá eða ekki. íslendingar munu fylgja fram kröfum sínum um af- hendíngu handritanna með sömu festu og þeir hafa gert um önnur hliðstæð mál í skiptum sínum við Dani. Þeir munu hamra á handritamál inu við hvert tækifæri, sem gefst, og ekki hætta fyrr en Danir hætta að beita þá þeim siðferðilega órétti að halda fyrir þeim mestu þjóö ardýrgripum þeirra. Sú ósvífna yfirlýsing danskra stjórnmálamanna, að handritamálið sé ekki á dagskrá lengur, gefur því miður glöggt til kynna, hve skammt ná skálaræður sumra manna, þegar þeir eru að tala um norræna samvinnu og norrænan bróðurhug. Sumir þeirra manna, sem að þessari yfir- lýsingu standa, þykjast alveg sérstatV’r fylgjfendur nor- rænnar samvinnu, en í verki birtist sú stefna þeirra þann ig', að þeir neita minnstu norrænu þjóðinni um rétt- mætt tilkall til helgustu þjóð ardýrgripa sinna og telja það alls ekki á dagskrá að ræða þaö mál. ERLENT YFIRLIT: Stjórnmálin í Bretlandi Klofiiiiig'uriiin í Yerkaiiiaiinaflokkmim síyrkir stjórn ílialdsmanna Það virðist ljóst af aukakosn- ingunum, sem nýlega hafa farið fram í Bretlandi, að íhaldsflokkur- inn hafi mun meiri hylli kjósenda en Verkamannaflokkurinn. í einum 6—7 aukakosningum til þingsins, sem hafa fram farið að undan- förnu, hefir íhaldsflokkurinn fengið hlutfallslega meira fylgi en í aðal- kosningunum 1951. Þátttakan hefir hins vegar verið minni í aukakosn- ingunum en aðalkosningunum, svo að þessi samanburöur er því ekki að öllu leyti sambærilegur. Þess ber hins vegar að gæta, að það er yfirleitt venja í þingkosningum í Bretlandi, að stjórnarflokkurinn fái verri útkomu í aukakosningum en aðalkosningum. Þá hefir það og oftast verið svo, að íhaldsflokkur- inn hefir grætt tiltölulega meira á aukinni kjörsókn en Verkamanna- flokkurinn, því að áhugaliö þess síðarnefnda viröist vera mun fjöl- mennara. Af forustumönnum Verkamanna- flokksins er það nú líka yfirleitt viðurkennt, að flokkur þeirra myndi standa fremur höllum fæti, ef til kosninga kæmi að sinni. Af þeim ástæðum hafa þeir verið öllu hófsamari í stjórnarandstöðu sinni á þinginu að undanförnu og ekki stofnað til neinna meiriháttar á- taka þar. Churchill og Eden treyst bezt í utanríkismálunum. Sitthvað er talið valda því, að íhaldsflokkurinn hefir byr _ meö sér, eins og stendur. Ríkisstjórn flokksins, sem nú er búin að fara með völd í 2 ár, hefir hagað fjár- málastefnu sinni þannig, að hún hefir ekki aflað sér verulegra óvin- sælda verkamanna, en hins vegar bætt fyrir sér hjá millistéttun- um. Flestar þær umbætur, sem jafnaðarmenn komu fram í stjórn- artíð sinni, hafa verið látnar hald ast. Eina löggjöf jafnaöarmanna, sem íhaldsmenn hafa num- ið úr gildi, er löggjöfin um þjóð- nýtingu stáliðnaðarins. Afnám þessarar þjóðnýtingar virðist hins vegar síður en svo hafa spillt fyrir stjórninni og virðist það m. a. leiða í ljós; að þjóðnýtingarstefnan á miklu minna fylgi en atkvæða- magn Verkamannaflokksins r.æti bent til. Þannig virðast t .d. verka- menn hafa takmarkaðan áhuga fyr- ir henni. Þeir láta sér mestu skipta, að atvinnan sé næg og komið sé fram ýmsum félgslegum umbótum, en hirða minna um, hvort það er gert á grundvelli þjóðnýtingar eða einkareksturs. Þá er það áreiðanlega mikill styrkur fyrir íhaldsmenn, að al- menningur virðist yfirleitt treysta handleiðslu þeirra Churchills og Edens í utanrikismálunum. Forusta Verkamannaflokksins nýtur minna trausts í þeim efnum, m. a. vegna átakanna í flokknum um þau mál. Stefna hans í þeim málum er því nokkuð á reiki og jafnvel stundum erfitt að sjá, hvað er.danlega verö- ur ofan á hjá flokknum í þeim efn- um. Þetta sést m. a. á afstöðu hans til endurvopnunar Þjóðverja. Sennilegt er, að hér sé þá líka komið að því atriði, sem veldur mestu um það, að Verkamannaflokk urinn nýtur nú minni hylli kjósenda en íhaldsflokkurinn. Átökin í flokkn um veikja tiltrú hans, en litlar lík- ur virðast til þess, að þeim ljúki fyrst um sinn. Klofningin í Verkamannaflokknum. i Astandið í Verkamannaflokknum hefir litlum breytingum tekið að undanförnu. Attlee og Morrison og fylgismenn þeirra hafa enn | traustan meirihluta í þingflokknum og í verkalýðshreyfingunni, en hún l kýs meiri hluta flokksstjórnarinnar. * Meðal kjósendahóps Verkamanna- flokksins hafa þeir líka meira fylgi. Hins vegar hafa Bevan og fylgis- menn hans meira fylgi í mörgum \ flokksfélögunum, en í þeim er ekki nema litill hluti af kjósendum flokksins. Þetta gefur Bevanistum hins vegar mikinn styrk. Af átökum þeim, sem nýlega áttu sér stað i þingflokknum um endur- vopnun Þjóðverja, drógu ýmsir þá ályktun, að fylgi Bevanista þar væri að aukast. Sú stefna, sem Attlee og Morrison beittu sér fyrir, að ílokk- urinn léti af andstöðunni gegn end urvopnun Þjóðverja, sigraði með ör- litlum meirihluta. Ástæðan var r,ú, ‘ að miklu fleiri þingmenn flokksins 1 en Bevanistar eru andvigir endur- vopnuninni, þar á meðal sumir ein- dregnustu andstæðingar Bevans. Af þeirri atkvæðagreiosiu verður því ekkert dæmt um fylgi Bevans. 1 í málum þingflokksins hefir það annars gerzt sögulegast nýverið, að þingmenn þeir, sem eru í tengslum við verkalýöshreyfinguna, hafa end urskipulagt samtök sín innan flokks ins og valið sér nýjan leiðtoga, George Brown að nafni. Hann er fertugur að aldri og þykir vænlegt foringjaefni. Margir spá því, að þessi samtök geti í framtíðinni orðið' lóðið á vogarskálinni í þingflokknum. Brown er andstæöingur Bevans, en fylgismaður Hugh Gaitskell, fyrrv. fjármálaráðherra, en hann þykir líklegastur til að' keppa við Bevan um formennsku flokksins, þegar Attlee dregur sig í hlé eða fellur frá. í greln, sem elnn af þingmönnum Verkamannaflokksins, Denis Hea- ley, hefir nýlega skrifati um þessi mál, heldur hann því fram, að Verkamannaflokkurinn hafi ekki von um að vinna þingkosningar í náinni framtíð, nema honum takist að verð'a samhentari og geti gert kjósendum það' ljóst, að hverju þeir ganga, ef þeir fela honum umboö sitt. Hjá ýmsum hlutlausum biaða- mönnum gætir sömu skoð'unar. Þeir telja, að Bevanisminn valdi flokkn- um miklu tjóni. Hann afli flokkn- um ekki neins fylgis, er hann hefði ekki hvort eö er, en hins vegar skapi Við því mátti aö vísu allt- af búast, að Danir yrðu nokk uð tregir til að afhenda öll handritin strax og íslending ar þyrftu að sýna nokkra þol inmæði í þeim efnum. Vin- samlegar yfirlýsingar tveggja danskra ríkisstjórna (fyrver andi stjórnar Eriks Eriksens og .núverandi stjórnar Hans Hedtofts), gáfu hinsvegar til kynna, að vilji væri fyrir hendi til aö vinna að lausn málsins. Þessvegna kemur það eins og þruma úr heið- skíru lofti, þegar danskir ráðamenn lýsa því yfir, aö máliö sé ekki á dagskrá leng ur eða m. ö. o. að þeir ræði það ekki við íslendinga vegna þess, að vissum tillög um frá þeim hafi verið hafn að. Slík framkoma á ekki að þekkjast í samskiptum milli vinaþjóða. Hún þekkist hins vegar í skiptum yfirráðaþjóð ar við nýlenduþjóðir. Með henni færa danskir ráða- menn sambúð íslendinga og Dana á svipaðan grundvöll og hún var á fyrir 1918. íslendingum er þessi fram koma danskra stjórnmála- manna hin mesta vonbrigöi. Vel má þó vera, að þrátt fyr ir allt veröi hún samt til góSs. Handritamállð mun hér eftir verða eitt helzta dagskrármál íslendinga og í sambúð íslendinga og Dana mun það verða meira á dagskrá en nokkru sinni fyr. Þeirri baráttu mun ekki linnt fyrr en sá lausn er fengin, sem ein samrýmist sambúö sannra vinaþjóöa og hún er heimflutningur allra íslenzku handritanna. CHURCHILL hann ágreining og sundurlyndi, er fæli frá flokknum kjósendur til íhaldsflokksins. Hvenær hættir Churchill? Meðal ýmsra ráð'amanna hjá Verkamannaflokknum virðist ríkja nokkur von um það, að það kunni að geta bætt aðstæð'ur flokksins nokkuð, ef Churchill léti af stjórn- arforustunni og drægi sig í hié. Churchill er nú orð'inn 79 ára og varð fyrir nokkru áfalli s. 1. sum- ar, svo að heilsu hans er talið hætt. Talsvert umtal er um það, að hann ætti að draga sig í hlé íljótlega og hafa sum blöðin gert kröfur um það, þar sem hann sé ekki fær um að' gegna því starfi. Önnur blöð, eins og „Manchester Guardian" hafa eindregið mótmælt þessu, þar sem Bretar hefðu ekki öðrum hæf- ari forystumanni á að skipa en Churchill, þrátt fyrir aldur hans. Flest bendir líka til, að andlegum þrótti Churchills sé ekki tekið að hraka, þótt líkamlega sé hann far- inn að láta á sjá. Nú í vetur hefir hann sizt reynzt óslyngari í um- ræðum í brezka þinginu en áð'ur fyrr. Ýmsir telja, að það’ kunni nokkuð að veikja íhaldsflokkinn, ef Churc- hill lætur af forustu hans, því að hann hafi fylgi allmargra kjósenda, er eingöngu sé bundið' við hann per- sónulega. Þess er þó að gæta, að' Anthony Eden, sem er talinn sjálf- kjörinn eftirmaður hans, er einnig mjög vinsæll. Vafasamt er því, að þessi foringjaskipti breyttu miklu um fyigi flokkanna. Fram aö þessu mun Churchill ekk ert hafa látið uppi um, hvort hann hugsar sér til þess að fara að draga sig í hlé eða ekki. Þeir, sem bezt þekkja hann, telja hann óliklegan til þess að' leggja niður forustuna fyrr en í seinustu lög. Nokkur áhrif kann það að hafa á þetta, hvort efnt verð'ur til þing- kosninga fljótlega eða ekki. Þrjú ár eru enn eftir af kjörtímabilinu, en stjórnin hefir hins vegar aðstæður til að efna til kosninga hvenær, sem hún telur það nauðsynlegt. Fyr ir íhaldsflokkinn getur það verið girnilegt að efna til kosninga með- an fylgi hans virðist traust, en eitt- hvert tilefni verður hann þó að' hafa. Þess vegna rej^iir Verka- mannaflokkurinn nú að hafa stjórn arandstöð'u sína sem mildasta, svo að hún skapi ihaldsmönnum ekki slíkt tilefni. Ef eínt yrð’i til kosninga, telja ýmsir það’ sterkara fyrir íhalds- flokkinn að skipta um foringja áð- (Framhald á 7. síðu.) Knattleikanámskeið í mörgura skólum Axel Andrésson sendikenn- ari Í.S.Í. og fræöslumálastjórn ar hefir haldið námskeið í vet ur í eftirtöldum skólum: Gagnfræða- og barnaskóla Sauðárkróks, Hólaskóla, Hvanneyrarskóla, Reykholts- skóla og Reykjaskóla í Hrúta firði. Alls voru nemendur í þessum skólum 457 piltar og stúlkur. Kennslan fór fram bæði úti og inni. Árangur var með ágætum. Næsta námskeiö sem Axel heldur veröur í Núps skóla í Dýrafirði. Hugvekja um húsnæðísmál Grein Guðmundar Þor- steinssonar frá Lundi, sem birtist hér í blaðinu 13. þ. m. er athyglisverð hugvekja um húsnæðlismálin hér á landi a. m. k. um einn þátt þeirra. Vera má, að einhverjum þyki Guðmundur kveða full fast að orði sumstaðar, en aðal- atriðið er, að hann hefir hér hvatt sér hljóðs um efni, sem flestir, er um húsnæðis mál f jalla, veigra sér við að ræða, eða fara í lcringum, þegar húsnæðismál bera á góma. Meginefnið í grein Guð- mundar er að sýna fram á það, að allt of mikið hafi ver ið byggt af stórum íbúðum, og að íbúðir við hæfi fjöl- skyldu með venjulegar vinnu tekjur hafi af þessum ástæð um setið á hakanum. Guð- mundur kallar þetta „of- læti“ Hann segir m. a. í þessu sambandi: „Ég full- yrði, að ef ekki hefði verið byggt strerra en nauðsyn krefði á undanförnum árum, .væru mjög fáir eftir nú, sem hefðu haft möguleika á að jbyggja, en vantar húsnæði enn án þess að þjóðin hefði þurft nokkru meir til að kosta en gert var. Er ekki mál til komið að gera eitt- hvað við svo heimskulegri öfugþróun“. Urn þetta segir Guðmund- ur ennfremur í sömu grein: „MkiII áróður hefir verið meðal alþýðu um útþennslu iíbúða og hefir þá óspart ver ið hampað slagorðinu „mann sæmandi“ o. fl. slíku í and- stæðu við „kotungsbrag“ — |—. Þessa óhófsstefnu tel ég verulega orsök þess, hversu seint gengur að rnæta vax- andi íbúðaþörf“. | Höfundur bendir á, að í I stórar íbúðir þurfi mikið af húsgögnum og öðrum innan stokksmunum, eða að fólki finnist svo a. m. k. Hús og húsbúnaður verði því mörg- um ofviða fjárhagslega, jafn vel þeim, sem séu í sæmileg- 1 um efnum hvað þá hinum, sem af fjárhagslegum van- efnum ráðist í að halda heim ili í alltof stórri íbúð. Um hinar stóríu íbúðir segir hann m. a: „Ekk'j eru þessar nýtízku íbúðir innbyggðar með þeim hætti, að komið geti til mála, að hægt sé að koma þar fyrir þeim börnum, sem alin hafa verið upp við óhófshús rými, þegar þau fara að gift ast. — Skjóta má því hér inn aðj því mið’ur eru þess tíð dæmi, þráfit -fyrír óhóflega stærð íbúða, að þar sé eng- inn krókur inni, sem börnin megi dvelja í hVersdags- lega með sín viðfangsefni og hugðarmál — svo rúmfrek eru þessi skurðgoð nútím- ans, sem húsgögn heita, að börnin' verður vægðarlaust að reka út á götuna þeirra vegna og húsmóðirin að fórna þeim óhóflegum hluta tíma síns og orku“. G. Þ. telur ástæðulaust, að gefa 520 rúmmetra íbúðir ,,frjálsar“. Nóg hefði verið að miða við 60 flatarmetra „en lofa hinum ríku um að bít- ast um leyfin fyrir óhófs- íbúðunum“ eins og hann kemst að orði. Hvað sem þessu líöur, þá er það víst, (að í Reykjavík og víðar í ^kaupstöðum er eins og sakir standa nóg til af stórum í- 1 (Fr.'inhald á 7. síðu> .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.