Tíminn - 27.04.1954, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.04.1954, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, þriðjudaginn 27. apríl 1954, 93. blað. Forseiaheimsóknin í Svíþjjóð: Lítil stúlka dró að ser athyglina við móttökurnar á járnhrautarstöðinni SÍSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSI segir Aftonbladet. I»aö var dóttir Helga P. Briem scndiherra klædd ísk kiiningi MYNDIR Heimsókn forseta /slands til Sví þjóðar varð' sænsku blöðunum drjúgt umræðuefni, og spöruðu þau hvorki til Iangar frásagnir og litskrúðugar né stórar myndir. Tímanum hafa borizt nokkur sænsk blöð með fí ásögnum af þessu. Dagens Nyheter, stærsta blað Svía, birti nær heiisíðu mynd af móttökunni og ýtarlega frásögn fyrsta daginn. Fer frásögnin hér á eftir í aðaidráttum og lauslegri þýðingu: Konungshjónin tóku á móti ís- lenzku forsetahjónunum, Ásgeiri Ás geirssyni og Dóru Þórhallsdóttur á aðaljárnbrautarstöðinni. Sú mót- taka var með miklum glæsibrag, eins og við á um opinbera heimsókn, og um vinarþelið í kveðjunum var ekki að efast. Skrúðfylkingin ók svo hratt um borgina, að Stokk- hólmsbúar höfðu varla ráðrúm til að hrópa húrra, þegar hún fór hjá. Sumarsól og vorblóm fögnuðu ís- lenzku forsetahjónunum á sumar- daginn fyrsta. íslenzku fánalitirnir ljómuðu í blómum á brautarstöðinni og Lovísa drottning hyllti gestina með fögrum fjólum í hatti sínum. Dóra Þórhallsdóttir kippti til minka feldinum, þegar lítil stúlka klædd ís- lenzkum búningi kom fram úr röð- um áhorfenda með fagran blóm- vönd. Það var Sylvia Briem, dóttir ís lenzka sendiherrans i Stokkhólmi. Gústaf konungur, sem fyrr um morguninn hafði komið frá Osló, var kominn tímanlega út á brautar pallinn, þar sem hann kannaði hinn hvíthjálmaða heiðursvörð ásamt Dyrssen aðmírál. Strengurinn um- hverfis rauða renninginn svignaði eins og venjulega. Það voru þrengsli og eftirvænting, þvi að sagt hafði verið, að Ásgeir Ásgeirsson, forseti væri mjög fyrirmannlegur maður. Hinn eftirvæntingarfulli fólksskari vildi helzt gera úr honum kvenna- gull (charmör). Hljómsveit hersins lék, og síðan tók konungsfólkið að fylkja sér á > rauða renninginn ásamt nær allri ríkisstjórninni, forseta þingsins og , fleira stórmenni. Konungurinn, sem | klæddur var gráum generalsbúningi, | liafði brugðið sér inn í biðsalinn, og sótt Lofísu sína. Fjólurnar henn i ar vöktu glaðværan klið hjá mann- | íjöldanum. Sybilla prinsessa var Útvarpið Útvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. 20,30 Erindi: Tímatöl í jarðsög- unni; fyrra erindi (Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur). 21,00 Tónleikar Sinfóníuhljómsveit arinnar (útvarpað frá Þjóð- leikhúsinu). Stjórnandi: Olav Kielland. Einleikari: Gísli Magnússon píanóleikari). 21.50 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Framhald hljómsveitartónleik anna í Þjóðleikhúsinu. 22.50 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. 20,20 íslenzk málþróun (Halldór Halldórsson dósent). 20.35 íslenzk tónlist: Píanólög (pl.). 20.50 Vettvangur kvenna. Erindi: Vor og gróður (eftir frú Sigur laugu Árnadóttur; frú Sigríð- ur J. Magnússon flytur). 21,15 Með kvöldkaffinu. Rúrik Har aldsson leikari sér um þáttinn. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Útvarpssagan: „Nazareinn" eftir Sholen Asch; III. 22.35 Undir ljúfum lögum. 23,05 Dagskrárlok. Sylvia litla Briem, sem dró alla at- hyglina að sér, lieilsar forsetahjón- unum á brautarstöðinni í Stokk- hólmi. Gústaf konungur í miðið. svartklædd, en Margaretha græn- klædd, Vilhelm prins í aðmíráls- búningi. Að baki sást Erlander, sem hafði átt annríkan morgun eins og konungshjónin og Sibylla og ekki haft tíma til_jnorgunverðar í Söder- tálje. Dálítið Jjreyttur. Svo rétti heiðursvörðurinn svolitið betúr úr bökunum, dálitil ölduhreyf ing varð aftan við strenginn og hljómsveitin tók að leika íslenzka þjóðsönginn. Lestin rann inn á stöð ina, og fólk fékk að lokum að sjá hinn fyrirmannlega íorseta og Dóru Þórhallsdóttuf- frú hans. Ofurlítil vonbrigði urðu samt meðal fólksins, sem beið, því að forsetinn var tölu- vert lægri en sænski konungurinn, hann var alveg eins gráhæróur og var oiurlítið þreytulegur að sjá. En augu hans voru blá og augnaráðið hlyiegt, og þegar hann hlo, hiogu aiur. Dóra Þórhallsdóttir var mjög in- dæi og góðieg að sjá og brosti glatt við öiium fagnaðarkveöjunum. Inni legasta handtakið fékk hún þó hjá íslenzku sendlherrainio.nl í Stokk- hóimi, Doris Briem, og hugljúfustu kveójuna írá dóttur hennar, Syiviu Briem, sem færði lienni lítinn vor- blómavönd, hneigði sig, hló og sveifl aði bláa pilsinu sinu. Forsetimi sveifiaði svarta pipuhattinum sin- um og að baki honurn stóó Bertil prins keikur í kommandörbúningi við hlið íslenzkrar kammerjungfrúr ineö hvítan vorhatt og sendiherra Islands í Stokkhólmi og sendifulltrúi Svía í Reykjavík, Leiís Ohrwall. Þar var og Kristinn Guðmundsson utan ríkisráöherra Islands. Konungurinn endurtók liðskönnun sína í íylgd hins borgaraklædda íorseta, og hljómsveitin lék þætti úr þjóðsöngn um, unz drottningin og biskupsdótt irin og allt hitt lólkið héldu inn í biósaimn. Framan við járnbrautarstöðina hrúguðust stúlkur út í glugga Ess- Cznrdasdrottningm Austurbæjarbíó sýnir nú þýzka kvikmynd með Maríu Rökk í aðal- hlutverki og nefnist myndin Czar- ! dasdrottningin (Die Czardasfurst- ;in). Myndin er byggð á samnefndri ’ óperettu eftir Emmerich Kálmán ’ og tekin í Agfalitum. Fyrsta myndin, sem María Rökk lék í hér, vakti mikla aðdáun, en næsta mynd með henni var ekki eins góð. Aftur á ' móti hefir stjarna hennar hækkað á ný með þessari mynd og er það gott, þar sem konan er prýðilegur j leikari og allra handa járn á leik- ! sviði, svo að það munar hana engu | að fara úr akrobatik beint í gerfi j austurþýzkrar kvenhugsjónar, sem . hefir hjartað í hálsinum og tárin í Jaugunum (glycerin). Lögin í mynd I inni eru tekin úr stórsnjallri óper- ■ ettu Kálmáns, og voru það vinsælir 1 slagarar í eina tíð, þegar eldri kyn- slóðin var á rúntinum. Saga mynd- 1 arinnar er sú sama og finna má í þriðja flokks leikritum, þar sem einn er trúlofaður, en elskar aðra og vinur hans miskunnar sig yfir kærustuna, svo að hinn geti snúið sér að elskunni sinni. Nokkuð er um væmin atriði í myndinni, eink- um á það við um ástarsenurnar, en frumlegt er að koma til elskunnar sinnar í helikopter og ættu þeir að taka það til athugunar í Vestur- Evrópu, því aö fleira en bombusmíð er markvert. Einkennilegt er hið mikla uppáhald á skemmtilegri vit- leysu, sem fram kemur í myndinni og raunar öðrum myndum frá þess um slóðum. Bendir það á nokkurt áhyggjuleysi og hvergi sé þörf á 1 gagnrýni eða gagnrýni sé útilokuð. Er það hart fyrir jafn rauðhærða i konu og Maríu Rökk að fá ekki i betri jarðveg til að vinna úr en þennan. LG.Þ. elte-hússins, sem var fánum skreytt. Lögregluþjónar og herskólapiitar héldu vörð fram með ökuleiðinni, unz bláu riddararnir létu klárana brokka út á Tegelbacken og fylgdi vagninn með konunginum og forset anum fast á eftir. Húrrahrópin dundu, og var hljómur þeirra ekki fullkomlega sænskur. Það var meira um manninn þarna en siðast þegar Danir komu hingað, en íslendingar eru nú líka dálítil nýlunda. Frolsgatan glcymdi að skreyta. Verzlanirnar við Fredsgötuna höfðu fána við hún, en engin þeirra skreytti glugga með íslenzkum litum eða myndum eða munum. Fi-itzes sýndi ferðabækur frá Spáni, Portú- gal og Ítalíu, Hallbergs heiðraði heimsóknina ein. Tv'ær stórar mynd ir af íslenzku forsetahjónunum voru í aðalsýningarglugganum. Á Gustavs (Framha-d á 7. siðiÞ 'Æ ok&ar AUKAFERÐ til Kaupmannahafnar Gullfaxi fer aukaferð frá Reykjavík til Kaupmanna- hafnar þriðjudaginn 18. maí kl. 18. Æskilegt er að væntanlegir farþegar hafi samband við skrifstofu vora sem fyrst. Flugfélag íslands h. f. $$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$ ?$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$v$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$! Tilkynning um loöahreinsun Samkvæmt 10. og 11. gr. Heilbrigðissamþykktar fyrir Reykjavík er lóðaeigendum skylt að halda lóðum sínum hreinum og þrifalegum. Lóðaeigendur eru hér með áminntir um að flytja burtu af lóðum sínum allt, er veldur óþrifnaði og óprýði og hafa lokið því fyrir 15. maí næstkomandi. Hreinsunin verður að öðrum kosti framkvæmd á kostnað húseig- enda. Upplýsingar í skrifstofu borgarlæknis, sími 3210. Reykjavik, 26, apríl 1954. HEILBRIGÐISNEFND. Sétarastarf i Lauganeshverfi er laust til umsóknar nú þegar. Laun samkvæmt 11. launaflokki bæjarins. Upplýsingar gef- ur varaslökkviliðsstjóri. Slökkviðilstjórmn í Reykjavík sssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssss* Skrifstofa flug- málastjórnarinnar á Reykjavíkurflugvelli er lokuð frá hádegi í dag vegna jarðarfarar. S5SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS4SSSSSSSSSSSSSSSSS4SSSSI Land í Safamýri til sölu Ca. 52 hektarar af véltæku áveitulandi í Safamýri er til sölu. Aðstaða til nýbýlisstofnunar getur komið til greina. Semja ber við undirritaðan eiganda, er gefur nánari upplýsingar. Ölvir Karlsson, Þjórsártúni. Góð jörð í GRÍMSNESI TIL SÖLU. Laus til ábúðar í næstu fardögum eða fyrr. 700 hesta tún, að mestu véltækt, og geysimiklir ræktunarmöguleikar. Sauðfé og naut- gripir geta fylgt jörðinni. Lax- og silungsveiði. Húsa- kostur sæmilegur. Bílvegur heim á hlað. Upplýsingar hjá Guðmundi Ásmundssyni, hdl., Sambandshúsinu, símar 7080 og 82723 (eftir skrif- stofutíma). Systir mín ARNÓRÍNA ÁGÚSTA GUÐMUNDSDÓTTIR, sem a?(daðist 19. þ. m., verður jarðsett frá Fossvogs- kirkju miðvikudagirm 28. þ. m. kl. 3 síðdegis. Kristbjörg Guðmundsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.