Tíminn - 27.04.1954, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.04.1954, Blaðsíða 7
93. blaff. TÍMIXN', þriðjudaginn 27. apríl 1954. 11 Frá hafi til heiba Hvar eru skipin Sambandsskip: Hvassafell er á Reyðarfirði. Arfiar fell er á Seyðisfirði. Jökulfell fór frá Leith 25. þ. m. áleiðis til Rvíkur. Dísarfell er á Húnaflóahöfnum. Blá fell er í Gautaborg. Litlafell fór frá Hvalfirði í gærkveldi áleiðis til Ak- ureyrar með olíu. Ríkisskip. Hekla fer frá Rvík á fimmtudag austur um land í hringferð. Esja fór frá Rvík í gærkveldi vestur um land í hringferð. Herðubreið fer á morg- un austur um land til Bakkaf jarðar. Skjaldbreið fer á morgun vestur um land til Akureyrar. Þyrill var í Hvalfirði í gærkveldi. Baldur á að fara frá Rvík í dag til Gilsfjarðar- hafna. Eimskip: Brúarfoss fór frá Hull 23. 4. til Rvíkur. Dettifoss kom til Rvíkur 23. 4. frá Sandi. Pjallfoss fer frá Akur- eyri í kvöld 26. 4. til Flateyrar og Rvíkur. Goðafoss kom til Rvíkur 26. 4. frá N. Y. Gullfoss kom til Kaupmannahafnar 1 morgun 26. 4. frá Leith. Lagarfoss kom til Vent spils 21. 4. Fer þaðan til Aabo, Hels ingfors og Hamina. Reykjafoss kom til Bremen 25. 4. Fer þaðan til Ham borgar. Selfoss er í Rvík. Tröllafoss kom til N. Y. 22. 4. Fer þaðan vænt anlega 29. 4. til Rvíkur. Tungufoss fór frá Antverpen 23. 4. til Rvíkur. Katla fór frá Rvík 21. 4. til Ham- borgar og Antverpen. Skern kom tii Rvíkur 24. 4. frá Antverpen. Kat- rina fer væntanlega frá Antverpen 27. 4. til Hull og Rvíkur. . Úr ýmsum áttum Edda, millilandaflugvcl Loftleiða, er væntanleg til Rvíkur kl. 11 í fyrramálið frá New York. Gert er ráð fyrir að flugvélin fari héðan áleiðis til' Stafángurs, Oslóar, Kaup- mannahafnar og Hamborgar. Millilandaflug. Flugvél frá Pan American er vænt' anleg til Keflavíkur frá Helsinki uin Stokkhólm og Osló í kvöld kl. 18,45 og heldur áfram til New York. Munið fund Kvenréttindafélags íslands að Aðalstræti 12 kl. 20,30 í kvöld. i Einar Sæmundsscn skógarvörður! flytur erindi um skógrækt og sýnir kvikmynd. Esperantistafélagið Auroro heldur fund i Breiðfirðingabúð (uppi) í kvöld kl. 8,30. Félagið minn ist á þessum fundi 10 ára afmælis síns, sem er um þessar mundir. Happdrætti íslenzkra getrauna. Úrslit leikjanna á happdrættis- seðlunum urðu þessi: Bunrley 1 — Bolton 1 x Cardiff 0 — Blackpool 1 2 Charlton 1 — Manch. Utd. 0 1 Liverpool 4 — Middlesbro 1 1 Manch. City 1 — Chelsea 1 x Portsmouth 1 — Arsenal 1 x Sheff. Utd. 1 — Sunderland 3 2 Tottenham 2— Preston 6 2 Birmingham 2 — Nottingham 2 x Derby 2 — Doncaster 0 1 Leeds 2 — Luton 1 1 Lincoln 1 — Everton 1 x Vinningar veröa greiddir fyrir 12, 11 og 10 rétta leiki. Skrá yfir vinn- inga veröur birt næstu daga. 1330 kr. fyrir 11 rétta. Bezti árangur í 16. leikviku varð 11 réttir leikir, sem komu fyrir x kerfisseðli, sem hlýtur alis 1330 kr. Vinningar skiptust þannig: 1. vinningur 925 kr. f. 11 rétta (1) 2. vinningur 61 kr. fyrir 10 rétta (15) 3. vinningur 10 kr. f. 9 rétta (89) Á næsta seðli nr. 17 eru 10 norskir og ssænskir leikir og er staðan í Noregi og Svíþjóð birt á bakhlið seðilsins þátttakendum til hagtæöis. Sveitir Árraanns sigruðu í sveit- arkeppnum Síðastliðinn sunnudag fóru fram sveitarkeppnir. í þriggja manna sveitarkeppni sigraði A-sveit Ármanns með átta sttigum, áttu fyrsta, annan og fimmta mann. Hlaut sveit in bikar, sem Eggert Krist- jánsson hefir gefið. Önnur varð sveit ÍR, hlaut fjórtán stig. í fimm manna sveitar- ,keppni sigraði sveit Ármanns með fimmtán stigum og jhlaut bikar, sem Jens Guð- j björnsson gaf, \f;galeíigd var 2,2 km. I rslitin í Indó-Kina verða afdrifarík Washington, 26. apríl. Eis- enhower forseti sagði í ræðu, sem hann hélt á fundi bandarískra kaup- sýslumanna, að úrslit styrj- aldarinnar í Indó-Kína gætu haft hinar afdrifarík- ustu afleiðingar fyrir Bandaríkin. Ef kommúnist- ar vinna landið, mun það hafa áhrif á örlög milljóna manna í þeim hluta heims. Framtíð Japans er nátengd framvindu mála í Suðaustur Asíu. Þar eru helztu við- skiptalönd þess og hvernig gæti lýðræðisleg stjórnskip un þróazt í Japan, ef þessi lönd verða kommúnistum að bráð, spurði forsetinn. Varnir gegn kjarn- orkuárásum NTB—Osló, 26. apríl. Á fundi í félagi hermanna í Osló, sem haldin var í kvöld, hélt Auðunn Öfjörð, verkfræðing ur, ræðu um varnir gegn kjarnorkuárásum. Fyrirles- arinn sagði m. a. að í Noregi hefði lítið verið gert til verndar fólki gegn hugsan- legri kjarnorkuárás. Orsök þessa . er annars vegar sú, að margir teldu slika árás lítt sennilega og hins vegar sú trú, að varnir séu gagns- lausar. Hvort tveggja er þó rangt, sagði fyrirlesarinn. Að vísu væri þeim dauðinn vís, sem væru mjög nálægt sprengjustaðnum, en þegar fjær dregur kæmu ýmsar varnir að haldi. Hættan staf ar þar aðallega af tvennu: Hinum feiknalega loftþrýst- ingi og geislaverkunum. Beztu vörnina gegn þessu hvort tveggja taldi fyrirles- arinn nægilega öflug loft- varnabyrgi. Fyrsta ferðin (Framhald al 8. síðu.) benzín og olíu með sama hætti. Einnig fara bifreiðar landssímans með efni til við- gerða í Öræfum og Suðursveit og vegagerð ríkisins hyggst flytja efni í brýr þessa sömu daga. Munu því verða um tíu bílar með drif á öllum hjólum í þessum flutningum næstu daga. Takist þeir sæmilega, lækkar það flutningskostnað Öræfinga verulega. Nokkur hætta er þó talin stafa af hlý indunum þessa daga og getur vaxið í vötnum. ÓJ. Brctar neiia (Framhald af 8. BÍðu.) veitt Frökkum öllu meiri að- stoð í Indó-Kína, nema hún gerist beinn hernaðaraðili, en það vill hún að minnsta kosti ekki fyrr en vonlaust er um samkomulag á Genfarráðstefn unni. Bretar neita um hjálp. Brezka stjórnin tilkynnti formlega í morgun, að hún gæti ekki orðið við þéirri beiðni að veita Frökkum hern aðaraðstoð í Indó-Kína. Lítur út fyrir, að Dulles hafi farið þess á leit við Eden, er þeir ræddust við í París fyrir helg- ina, að Bretar tækju þátt í styrjöídinni i Indó-Kína á svip aðan hátt og þeir gerðu í Kór- eustyrjoidinni. Væri þetta fyrst og frernst gert til að sýna kommúnistum, að hinar frjálsu þjóðir stæðu einhuga um að hindra framgang þeirra í Asíu. Vopnahlé til að koma brott særðum. Bidault utanríkisráðherra sendi í dag út áskorun til allra þjóöa heims, um að þær stuðl- uðu að því að uppreisnarmenn féllust á að gera vopnahlé meö an særðir menn væru fluttir brott frá virkinu. Mörg hundr uð særðra manna liggja í neð anj arðarskýlum við hinn versta aðbúnað. Krafðist Bid- ault þess, að uppreisnarmenn færu að alþjóðalögum í þessu efni. Ðro að sér athygliua (Framhald af 2. slðu.) Adolfs torgi lagði sólin sig fram. Þetta var eins og hásumardagur, þótt stinningskaldi þendi fánana. Þar var ekki margt fólk að sjá. Húrrahrópin heyrast um alla Norr bro, en þar fólkið svo fátt eða feimið til að taka við. Skrúöfylkingin ekur fram hjá þöglum Stokkhólmsbúum alveg heim að höllinni. En forsetinn brosir og heilsar. Hann er berhöfðaö ur. Þykkt, grátt hár hans er sem skreyting við hlið fjaðrahatts kon- Ungsins. Drottningin veifar. Hún ber fá- breyttan búning, gráa kápu og dimm (bláan hatt. Dóra Þórhallsdóttir for setafrú er klædd brúnum loðfeldi og gráum hatti. Hún er indæl og svo- ! lítið hikandi að sjá. ) Við Skepsbron er fleira fólk. Við Logardstrappan leikur hljómsveit hersins. Á Slottsbacken hafa bygg ingaverkamennirnir gert hlé á störf um við símahúsið. Þeir horfa á þetta föruneyti frá vinnustöðum sínum. Skrúðfylkingin sveigir heim að vestri hallarálmunni. Hljómsveit líf varðarins leikur íslenzka þjóðsöng- inn. Fánarnir blakta og sólin skín. Nú er komið á leiðarenda. Nú er kominn tími til að skipta um föt eft ir ferðina og fá sér svolitla hvíld, því að klukkan 13 býður konungur upp á hádegisverð. í Aftonbladet þennan dag er bver síðufyrirsögn: Lítil stúlka dró að sér athyglina við móttökurnar á járnbrautarstöðinni. Er þar átt við litlu dóttur Helga P. Briem, sendi- herra, sem færði forsetafrúnni bló:n vönd, „lítil, brúnlokkuð stúlka í fögr um íslenzkum þjóðbúningi með skær um litum“. Vorblómiit (Framhald af 8. síðu.) blómskrúð mikið sumar hvert. Síðustu tvö árin hefir bærinn látið setja þar upp spjöld með nöfnum skraut- jurtanna. Er það mjög til bóta, því að margir vilja vita hvað blómin heita og læra að þekkja þau. Spjöldin hafa að vísu verið af vanefnum, en mjór er mikils vísir. Verða vonandi sett myndarleg spjöld hjá jurtunum I sum- ar á Austurvelli og víðar. En hvenær koma merkispjöld í Hellisgerði og Lystigarðinn á Akureyri? Athugandi væri að setja dálítinn blómafleka á Reykjavíkurtjörn í sumar. Flekann má gera á einfaldan og ódýran hátt úr staurum eöa tunnum og leggja við stjóra, þar sem ekki er mikill öldugangur. Á fleka þennan skulu svo settir kassar með sumarblómum, eða til dæmis dagstjörnu og sverðlilju, sem báðar þola vel raka. Hin fag urrauðu blóm dagstjörnunn ar mundu sóma sér prýðilega á fleka nærri landi. Mikið er nú rætt og ráð- gert um grasgarð í Reykja- vík, og vonandi tekst að koma honum á fót áður en langt um líður. Wh uinincýcirópf öíct Gerd Grieg (Framhald af 1. síðu.'* smáborgarans og þeirri ó- gæfu, sem fylgir í spor þeirra k!*afna, þegar þær eru born- ar fram einstrengingslega. Með hlutverk fara Valur Gíslason, Jón Aðils, Lárus Pálsson, Gestur pálsson, Reg- ína Þórðardóttir, Katrin Thors, Arndís Björnsdóttir, Indriði Waage, Róbert Arn- finnsson, Klemens Jónsson, Ævar Kvaran, Baldvin Hall- dórsson, Valdemar Helgason, Lárus Ingólfsson og Þorgrím ur Einarsson. Lárus Ingólfs- son málaði leiktjöld. — Sagði frú Grieg að samstarfið hefði verið hið ágætasta. sm/r é kœtir khreimr\ Gécujfá&i&id Mauilr dU, »1 pefu fylgtr bitngunwfi frá SIGURÞÓR, HafnarstraeU Margar gerBlr fyrirliggjanca. Bendum gegfi póatkröfu. ■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiimii „HerðÉreið" Tekið á mótiú flutningi til Vestmannaeyja daglega. <•111111111111111*1111111111111111111111111111111111111111111111111111 | Plötur á grafreiti | | Útvegum áletraðar plötur 1 I á grafreiti með stuttum I 1 fyrirvara. Upplýsingar á | i Rauðarárstíg 26, simar: | §6126 Og 2856. | (iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiii, EMILERAÐAR 1 Miðstöðvar- ( eldavélar fyrirliggjandi Lágt verð 1 Konráð Þorsteinsson | Sauðárkrók * - iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiniiiiHnM Blikksmiðjan GLÖFAXI 'IHRAUNTEIG 14- SÚtfl 73M.O IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII1IIIIIIIIUUMM - — Vörubíll 1 G.M.C. ’46 | | 3—4 tonna til sölu. Mjög I I lítið keyrður. í fyrsta I Ifiokks standi. Mjög sann-I Igjarnt verð. Upplýsingar | Ihjá Þórarni Sigmundssyni I {Mjólkurbúi Flóamúanna 1 | og í síma 82168. llllllllllll■llllllllllllllllllmilll■lltmll•'mlmllllllllmnr I Jörðin Fjarð- I | arhorn 1 | í HRÚTAFIRÐI f æst til á- f I búðar frá næstu fardög- 1 | um. Uppl. veitir séra Ein- | |ar Guðnason, Reykholti. | l Z íiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiitiiuniiuu Húseign til sölu á stað á Akranesi Húseignin Akurgerði 15, Akranesi er til sölu nú þeg ar. f húsinu eru 2 íbúðir, og gæti komið til greina að selja aðra þeirra eða báðar. Allar upplýsingar gefur Bjarni Bjarnason Akranesi, sími 248, og sé tilboðum skilað til hans fyrir 10. maí næstkomandi. A ★ A KHflKI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.