Tíminn - 01.05.1954, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.05.1954, Blaðsíða 2
t TIMINN, laugardaginn 1. mai 1954. „Frumskógur og íshaf” - afbragðskvikmynd og ágæt bók, afrek Per Höst kynnt hér Frú Guðrún Brunborg, sem mest og bezt hefir unnið til að safna fé til að auka samskipti /slendinga og Norðmanna á undanförnum árum, svo að árangur þess starfs sést nú m. a. í því, að á hinum nýju stúdenta görðum í Osló hafa íslenzkir náms- menn nú aðgang að tíu ágætum herbergjum, er ekki af baki dottin. Næstu daga kemur út á hennar veg um ágæt bók, og mun hún senn hefja sýningar á kvikmynd, sem fræg er orðin víða um lönd. Bókin og kvikmyndin eru eftir hinn heimsfræga kvikmyndatöku- mann Per Höst. Nefnist bókin á norsku „Hvað verden viste meg“ og hefir að geyma frásagnir og myndir af Choco-Indíánum í Mið-Ameríku og selveiðum í norðurhöfum. Eru í bókinni 116 afbragðsmyndir, sumar í litum, og frásögnin er mjög góð. Hjörtur Halldórsson, menntaskóla- kennari hefir þýtt bókina, sem er yfir 20 arkir. Kvikmyndina, sem fjallar um sama efni, ’sýndi frú Brunborg frétta mönnum og fleiri gestum í gær. Er hún búin að fá mjófilmu af henni,1 en mun síðar fá breiðfilmu og sýna hana viða um land. Er myndin af- bragðsgóð og lýsir einkum hinni sér stæðu, gömlu menningu Indíánanna sem nú eru að deyja út og dýralífi írumskógarins. Mynd þessi hefir að undanförnu verið sýnd víða um lönd og hlotið svo góða dóma, að hún er af mörgum talin fullkomin fyrir- mynd slíkra mynda. Er enginn vafi á, að hér mun þykja að henni mikill fengur, og fólk mun keppast um að sjá hana eins og í öðrum löndum. Æviferill Per Höst er mjög merki- legur. Hann -er meðal víðförlustu Norðmanna, og tók m. a. þátt í leið- angri Hqyerdahls til Galapgoseyj- anna. Hin stórmerka starfsemi frú Guð- rúnar er verð allrar athygli og að- stoðar íslendinga, því að auk til- Guðrím Oriinborg byrjar sýningar á Jíess- ari fceimsfrs£gu mynd og gefur fcókina út Frú Guðrún Brunborg og Per Ilöst skoða bókina „Frumskógur og íshaf“. ! JCiL MYNDIR Útvarpíd Útvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga. 18,30 Útvarpssaga barnanna. 20,20 Hátíðisdagur verkalýðsfélag- anna: a) Ávörp flytja: Stein- grímur Steinþórsson félags- máiaráðherra, Helgi Hannes- son forseti Alþýðusambands ís lands og Ólafur Björnsson for . maður Bandalags starfs- manna ríkis og bæja. b) Kór- söngur: Söngfélag verkalýðs- samtakanna í Reykjavík; Sig j ursveinn D. Kristinsson stjórn , ar. -c) Upplestur: Kaflar úr sjálfsævisögu Theódórs Frið- rikssonar, „í verum" — Arnór Sigurjónsson býr til flutnings. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,05 Danslög (plötur). 01,00 Dagskrárlok. ‘Árnað heilla '.frúlofanir. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Dóra Jóhannsdóttir, * starfsstúlka á Kaffi Höll og Guðjón Sigurðsson, bifreðiarstjóri á BSR. Á súmardaginn fyrsta opinberuðu trúlofun sína ungfrú Auður Jónas- dóttir, Neðri-Hól, Staðarsveit, og Friðjón Jónsson, Efra-Hóli, Staðar- sveit. Hjónabönd. Nýlega voru gefin saman I hjóna band af séra Þorgrími Sigurðssyni, Staðarstað, ungfrú Þuríður Krist- jánsdóttir frá Hoftúni í Staðarsveit og Jóhannes Jóhannesson frá Glaumbæ í sömu sveit. Nýlega voru gefin saman í hjóna- band af séra Þorgrími Sigurðssyni ungfrú Ásgerður Halldórsdóttir (fyrrverandi sýslumanns), Reykja- vik, og Jóhannes Guðjónsson, Gauf, Staðarsveit. Skrautbúnir Chooo-Indíánar. gangsins býður hún upp á það, sem verulegur menningarauki er að. Mun bókarinnar verða getið nánar hér í blaðinu, þegar hún er komin á markað, svo og myndarinnar, þeg ar sýningar hefjast á henni. A. K. Þ jóðhát í ðarneí ndin tekin til starfa Hinn 23. íebrúar s. 1. skip- aði bæjarráð Reykjavíkur 8 menn, þar af 4 samkv. til- nefningu íþróttábandalags Reykjavíkur, í nefna til að undirbúa liátíðahöld hér í bænum 17. júní n. k. Nefnd- armenn eru þessir: Þór Sand holt, formaður, Friðjón Þórð arson, Erlendur Ó. Pétursson, Björn Vilmundarson, Gísli Halldórsson, Böðvar Péturs- son, Jens Guðbjörnsson og Sigurður Magnússon. Nefnd- in tók þegar til starfa. Var fyrsti fundurinn haldinn 10. marz s. 1. Eins og kunnugt er verður hið íslenzka lýð- veldi 10 ára á þessu vori, þ. e. hinn 17. júní 1954. Þarf því að vanda undirbúning hátíðahaldanna sem bezt, svo að þau geti orðið öiium ánægjuleg og þjóðinni til sóma. Sólskin í Róm Nýja bíó sýndi ágæta ítalska mynd er nefndist Sólskin í Róm og fjall- aði um nokkra æskumenn, nokkurs konar kunningjahóp, er skapast í götu eða hverfi í borgum og bæj- um og má þar margur muna til sinna daga um slíkan samsærisflokk. Myndin var prjðisvel leikin og fynd in á köflum, þótt nokkurra harma kenndi í henni að lokum. Var mynd in byggð á sannsö, u’egum atburð- um og frásögn nilts, sem nú er orðin kunn kvikmyndastjarna suður þar, af unglingsárum sínum og leikur hann aðalhlutverkið, — sig sjálfan. Þar sem þessi umgetning er nokk uð siðborin (hætt er að sýna mynd ina), einkum vegna þess að myndin gekk óvanalega stutt, skal getið þeirrar myndar, sem bíóið sýnir nú um helgina. Er það frönsk mynd, er gerist á hátíðisdegi í París, tekin af þeim, er gerði Hringekjuna (La Ronde) og ebr nokkurn keim af henrii. Hildigarde Neff leikur í mynd inni og Dany Robin, en þær tvær eru nokkurns konar Mai-ylínur meg inlandsins. Lætur Frakkinn ýmislegt gerast í myndinni, eins og honum er lagið, sætt og súrt, satt og logið. I. G. I>. Karlakórinn Fóstbræður. KVÖLDVAKA annað kvöld kl. 9. — Gamanþættir. Eftirhermur. Gam- anvísur. Söngur o. fl. — Dansað til kl. 1. Aðgöngumiða má panta í síma 81567 í dag. Aðgöngu- miðasala verður í Sjálfstæðishúsinu á morgun frá kl. 2. Sími 2339. Borð tekin frá um leið. Bezta skemmtun ársins. Basar verður hjá Framsóknarfélagi kvenna í Reykjavík á mánudaginn 3. þ. m. kl. 2 e. h. í Góðtemplarahúsinu, uppi. Nefndin. ISílastöð (Framhald af 1. síðu.) sínum sem bezta þjónustu og er þetta myndarlega framtak þeirra stórt sþor í þá átt. Sigurgeir Guðmundsson teiknaði húsið, en Finnbogi Hallsson, Jón Guðmundsson og Þorvaldur Sigurðsson sáu um byggingu þess. / 7menm Kapp er bezt með forsjá 3AMviiwimKm©iiw<aAa «5455455555544555555545555444454544545545555545455544555554555555555553 ®5444444S444444444Í44S44444544SS454444S55444444444444S4444444#SS4455SS5SS Tilkynning um atvinnuleysisskráningu Atvinnuleysisskráning samkvæmt ákvörðun laga nr. 57 frá 7. maí 1928, fer fram á Ráðningarstofu Reykjavík- urbæjar, Hafnarstræti 20, dagana 3., 4. og 5. maí þ. á. og eiga hlutaðeigendur, er óska að skrá sig, samkvæmtlög- unum, að gefa sig þar fram kl. 10—12 f. h. og 1—5 e. h. hina tilteknu daga. Óskað er eftir, að þeir, sem skrá sig, séu viðbúnir að svara meðal annars spurningum: 1. Um atvinnudaga og tekjur síðustu þrjá mánuði. 2. Um eignir og skuldir. Reykjavík, 30. apríl 1954. Borgarstjórinn í Reykjavík. Þ votta vélin; BJÖRG fer sigurför ura allt land Þið, sem rafmagnslaus eruð, ættuð að reyna hana. Það væri ógerningur að birta öll þau lofsamlegu ummæli, sem hún hefir fengið hjá notend- ; um. Hér eru aðeins þrjú. | „Ég undirrituð hefi notað þvottavélina BJÖRG, sem Björgvin Þorsteinsson á Selfossi hefir fundið upp og framleiðir. •— Mitt ^ ; álit á vélinni er þetta: Hún er alveg ótrúlega afkastamikil og þvær. vel. Mjög létt í notkun svo hver unglingur getur þvegið í henni.j Ég álít, að hvert einasta heimili þurfi að hafa slika vél til afnota" Fljótshólum, 2. 5. 1953. Guðríður Jónsdóttir". „Þvottavélin BJÖRG reynist prýðilega. Hún þvær betur en ég þorði að gera mér vonir um, og er tiltölulega mjög létt. Þvottur- inn tekur einnig mikið styttri tíma. Það er ósegjanlega mikill munur að hafa svona þvottavél, þar sem ekki er rafmagn. Kálfholti, 24. 11. 1953. Guðleif Magnúsdóttir". „Ég undirrituð hefi notað þvottavélina BJÖRG í fjóra mánuði, og líkar hún í alla staði prýðilega. Hún þvær þvottinn fljótt og vel, sé réttilega með hana farið. Hún léttir þvottinn ótrúlegt mikið. Vil ég hvetja húsmæður, sem ekki n*fa rafmagn eða fá. það á næstunni, að fá sér þessa vel. Eftir því munu þær ekki sjá, svo mikill léttir er að henni. ■< •• • Árhvammi i Laxárdal, 26. jan. 1954. Regína Frímannsdóttir".1: Þvottavélin BJÖRG er sterkbyggð, ryðfrí og ódýr og fæst hjá framleiðanda. Björgvin Þorsteinssyni HAMRI, SELFfflSSI. SÍMI 23. K$45445444m44444Wi»m<454»5»»»»»»(tC4544444544f4444t<<4444t4544445

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.