Alþýðublaðið - 03.08.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.08.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐÍÐ | AL»tÐUB9|A9IÐ ! kemur út h hverjum virkum degi. J Atgreiðsla í Alpýðuhúsinu við ! Hvertisgötu 8 opin frá kl. 9 íird. J til kl. 7 síðd. < Skrifstofa á sama stað opin kl. J Qi/a — io»/s árd. og kl. 8 — 9 síðd. í Simar: 988 (aígreiðslan) og 1294 ! (skrifstofan). ) Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á J már.uði. Auglýsingaverö kr. 0,15 < hver mm. eindálka. ! Prentsmiðja: Aipýðuprentsmiðjan < (i sama húsi, sömu simar). I sömia spoFgim. Hugsandi menn og sanngjarnir íhafa iengi séð, hve feikna-rang- lát kjördæmaskipunin hér á landi er. 1 fjölmennum kjördæmum, sér- staklega 'hér í Reykjavik, fær hver kjósandi ekki nema brot af kosn- irigarétti sínum i hlutfalli við kjósendur í fámunnu kjördæm- unum. Þetta ætti öllum mönn- um, sem opin liafa augu og eyru og óskert vit, að geta skilist að er herfilegt ranglæti. Það er lík- legt, að þeir sjái það, sem vilja sjá; en afturhaldsliðið stritar samt á móti og virðir rétt fjöldans að vettugi. Sannast á þeim mönnum og flokkum, er berjast þannig á móti pví, sem þeim er sjálfum augljóst að er sjálfsögð réttlæt- iskrafa, en leita sér að tyllisök- um- gegn henni, að „sjáandi sjá peir ekki og heyrandi heyra þeir ekki né skilja.“ íhaldsflokkurinn hefir hamast gegn öllum umbótum á kjör- dæmaskipuninni, siðan h-inn fyrst skaut upp koili. Svo gerðist pað loks núna upp úr kosningunum, að Kristján Albertsson gat ekki lengur orða bundist, pegar hann sá, -að nokkuð af ranglætinu kom niður á ihaldsflokknum sjálfum, og pá skrifaði hann pessa játn- Sngu í ,,Vörð“: „Gallar hinnar úr- eltu kjördæmaskipunar koma glöggt í ljós við pessar kosn- ingar.“ Þetta var iíka alveg satt hjá Kristjáni. „Mgbl.“-hersingin hélt, að óhætt væri að segja petta líka, úr pvfað pað hefði staðið í ,,Verði“. Og svo át pað viðurkenn- íngu ranglætisins eftir. — En hvað gerðist? Kr. Alb. fór í ferðalag, og undir eins kemur yfirlýsing í- haldsforkólfanna um, að fokkur- ■inn sé andvígúr breytingum á kjördæmaskipuninni. Pa’ð er ráð- ist.á skoðun ritstjórans á málinu að honum fjarstöddum í pvi blaði, sem hann ber ábyrgð á, pótt annar maður annist rit- stjórn pess fýrir hann til bráða- birgða, __ skoðun, sem hann hefir vafaiítið háldið fram í beirri trú, að foringjar flokksins hlytu að sjá hið sama og hafa nú lært af reynsiunni.. Kr. Alb. hefir oft skrifað um drengskap og heið- arlega .blaðámen&ku og látið eins og ihaldsflokkurinn væri prýdd- ástur peim dyggðum. Nú kemst hann að áþreifanlegri raun um, hve fófystu’ið flokksins er stút- fult af peim. Mætti hann og haía pað í huga, pegar hann skrifar næst um „Varðar“-drenglyndið til samanburðar við önnur blöð, nema hann læri svo vet af pessu atviki, að hann fái komið auga á, að hann getur unnið íslenzkri menningu meira gagn á annan hátt en pann að stjórna íhalds- blaði. „Mghl.“ þagnaði fljótlega og miritist <*kki framar á ranglæti kj ö r d æ ma sfci p u n a:r í n nar. Þ a ð ihaf ð i fengið pata af því, að rödd Krist- jáns var ekki rödd flokksstjórnar- innar. Þó að íhaldsliðinu sárnaði ósigurinn við kosningarnar, pá xeyndist flokkurinn ófáanlegur til að snúa við í réttlætisáttina. Til pess er hann of fastheldinn við pað, sem er, ekki sízt, pegar pað mál er ilt og heimsku’egt. Blöðum hans hafi or’ðið pað á að kalla rangiætið galla; en þá þoldi harn ekki lengi yið. Hann beit sig aft- ur á kaf í rangindin. Sannaðist þannig á honum spakmæli ritn- ingarinrar, er svo hljóðar: „Hund- urinn snýr aftur til sinnar spýju og pvegið svín til leirveltunnar." Drangeyiarsunö Eriings. Sauðárkróki, FB., 2. ágúst. Erlingur sundkappi lá hér í gær og hvíldi sig eftir Drangeyjar- sundið, en er nú hress og hita- laus. Hann svam polskriðsund og hvíldi sig aldrei á leiðinni og fékk enga hressingu fyrr en viö kom- um í Reykjalaug og pá heita mjölk. Auk okkar sunnanmanna voru í leiðsögubátnum Bjarni Drangeyj- arformaður Jónsson, Lárus Run- óifsson formaður, Sigurður Gísiá- son sjómaður, Guðmundur Ste- fánsson frá Reykjum og Einar Ásgrímsson, unglingspiltur. Umræðuefni dagsins eru nauð- syn á sunclskyldu við al’a skóla landsins og sundhöll í Reykjavík, sem við vonum að verði fullgerð 1930. -- Förurn héðan i dag. — Á- gætar viðtökur hjá Skagfirðing- um. Benno. Garala Bíó opnað. í gærdag kl. 4 hafði P. Peter- sen, eigandi og forstjóri Gamia Biós, boðið ýmsum bæjarbúum til skemtunar í hinu nýja og glæsi- lega kvikmyndahúsi sínu við Ing- ólfsstræti, sem pá var öpnað. Til skemtunar var: hljömleikar, kór- söngur, einsöngur Guðrúnar Á- gústsd. og kvikmyndasýningar. P. Petersen ávarpaði gestina og bauð pá velkomna og pakkaði öllum, sém höfðu á einhvern hátt imnið að byggingunni. Næstum öll sæti voru setin, og litu marg- ir forvitnislega í kring um sig, þegar inn kom. Siíkan glæsileik í húsabyggingu hafði enginn séð fyrr á pessu sviði hér á landi. Héldu ‘sumir jafnvel, að peir væru koínnif í glæsileikhús einhverrar erlendrar heimshorgár, qg áttuðki peir sig ekki fyrr en þeir heyrðu tónana af pjóðsöignum ísleiizka, „Ó, guð vors lands.“ Hér er ekM rúm tii að lýsa húsaskipun a’lri innan dyra, enda munu margir brátt sjálfir sjá pað. En eitt skal tekið fram, að Gamla Bíó er að öllu leyti svo pœgilegt fyrir kvikmyndaunnendur, að slíku hefir enginn peirra átt að venjast hér fyrr. Sætunum er pannig fyrir komið, að hver bekkur hefir 21 sæti, sem svo skiftist í prent með tveim- ur göngum í milli. Er þetta að mun pægilegxa en áhorfendur hafa átt að venjast. Að pessu leyti er skipulagið eins bæði uppi og níðri. Niðri í salnum eru 399 sæti, en uppi 203, par af eru 40 stúkuræli fyfir framan pallsætin. Við suðurvegginn uppi er svið, •sem er ætiað til smáveitinga; eru par smáborð og stólar. Það- an sér inn á leiksviðið. P. Petersen forstjóri hefir gert ait sitt ítrasta til að gera húsið sem allra bezt úr garði. Kvikmyndaiistin er enn pá kornung, að eins rúmlega 30 ára gömul, en hún þefir prátt fyrir æsku sína unnið geysistarf í pá'gu mentunarinnar. Hún hefir Iagt drjúgum til að auka víðsýni og framsókn meðal mannkynsins. Ýmsir dæma kvikmyndalistina illum dómum og líta hana óhýru hornauga tortryggni og aftur- halcls. Svo mun alt af verða um það, sem eitíhvað má vera til bóta. Hitt skal viðurkent, að kvikmyndalistina rná misnotaeins og flest annað. Margar kvikmynd- ir hafa verið gerðar, sem betur hefði verið, að aldrei hefði verið hreyfð hönd að. T. d. var ógrynni fjár eytt í pað á stríðsárunum að bva til æsingakvikmyndiT. Voru pær svo sýndar, og afleiðingin varS“: meiri æsingar — fleiri á vígvölllnn —. Þegar listir verða gróðafíkn einstakra manna að bráð, bera pær ekki góðan ávöxt, heldur illan. — Það er nú svo, að fólk sækist mest eftir , spennandi“ myndum, t. d. ryskingamyndum. Það er pví vandi að velja kvik- myndir pannig, að góðar séu og að borgi sig að sýna pær. Þeir Bjarni Jónsson, forstjóri Nýja Bíós, og*P. Petersen hafa sýnt, að peir eru starfi sínu vaxnir, pyí að kvikmynclir, sem hér hafa verið^sýndar síðustu prjú árin, hafa flestallar verið göfgandi, mentandi og skemtandi, en pað prent á að vera takmark góðrar kvikmyndar að uppfylla. Eitt er pó, sem á skyggir, og pað er verð aðgöngumiða. Þeir eru of dýrir til pess, að alpýð- an geti sótt kvikmyndahúsin. Verð peirra verður að ’iækka sem fyrst. Um dagltsss ©g Næturlæknir er í nótt Ó’afur Þofsteinsson, Skókibrú 2r, sínri 181. Fjórar stúlkur lögðu í gær af stað norður á Akureyri. Ætla pær að fara land- veg úr Borgarnesi á hjólhestum. Verður pessi för stúlknanna áreið- anlega erfið mjög, og sýnir ætlun peirra áræði mikið, pví að pað bum vera í fyrsta skifti, sem stúlkur ráðast í að fara péssa leið á slíkum fararskjótum. Stjórnarskiftiii. Konungur hefir sent skeyti til miðstjórnar „Framsóknar“-flokks- ins, — en formaður hennar er Magnús Kristjánsson — og ósk- að pess, að flokkurinn myndi stjórn hið fyrsta, par eð hann er stærsti flokkur pingsins. Magn- ús Kristjánsson kemur hingað til Reykjavíkur í kvöld eða á morg- un. Veðrið. Hiti 13—12 stig. Hægviðri, víða logn, en annars staðar sunnan- andvari. Regn á Akureyri. Ann- ars staðar víðast purt. Grunn loft- vægislægð fyrir norðaustan land og önnur fyrir suðvestan pað. Út- lit: Hægviðri. Hér á Suðvestur- landi pokuloft, en lítil úrkoma víða um land. Síldveiðin nyrða. Síðast liðna rúma viku hafa verið saltaðar 60 púsund tunnur silclar á Siglufirði og Eyjafirði. Síldveiðin er gífurlega mikil, og éru menn komnfr í vétndræði með bræðsluna. Verksmiðjurnar neita að taka síld af öðrum en peiin, sem pær eru samningsbundnar við, og hafa pær reynt að fá pá, sem pær eru bundnar við með samningum, til pess að fara ann- að með síldina. Menn óttast, að í prot komist með tunnur. Þó munu pær vera á leiðinni frá útíöndum. — Gufubáturinn „Blá- hvalur" var í gær búinn aÖ veiða 5 púsund tunnur síldar. Þar af 800 tn. í salt. Sú frétt er eftir símtali í gær. Skipafréttir. f fyrra kvöld fór „Nova“ héðan norður um land til Noregs. Þann dag kom kolaskip til h. f. „Kola & Salts". I gærmorgun fór „Suð- urland" í Borgamessför. I gær- kveldi kom „Alexandrína drottn- ing“ úr Akureyrarför. „Esja“ kom í dag vestan um land úr strand- ferð. Hún fer aftur vestur um á priðjudaginn. „Gullfoss“ er vænt- anlegur hingað í fyi'ra málið. „ípróttablaðið.“ Júlí- og ágúst-heftið er nýkom- ið, flytur að pessu sinni auk: margra merkilegra greina qg' margs konar fróðleíks töfiur, er sýna -afstöðu íslenzkra íprótta- meta til heimsmeta og meta ým- issa landa. Það er hollur og gagn- legur lestur fyrir unga menh, að kaupa „ípróttablaðið“ og lesa pað. Það fær menn til pess alveg ó- sjálfrátt að Ííta upp og hærra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.