Tíminn - 04.07.1954, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.07.1954, Blaðsíða 3
146. blað. TÍMINN, fcunnuðaginn 4, júlí 1954. 3 íslands-dagskrá í útvarpi og á í Osló í vor vakti mikia atti Blaðinu hefir nýlega bor- izt tímatit, sem Bennett-! ferðaskrifstofan gefur út og nefnist Bennett-posten. Þar er íslands minnzt að nokkru, í tilefni af íslandskvöldinu,' sem efnt var til í Osló í fe-, brúar í vetur, eins og blaöið' hefir áður skýrt frá. Grem-, inni fylgja tvær fallegar myndir frá íslandi, önnur af Þingvöllum og hin af fimm íslenzkum stúlkum í þjóðbún ingum. Forstjóri Bennett- íerðaskrifstofunnar í Osló er Giæver Krogh, sem er ný- lega orðinn ræðismaður ís- j lands í Osló, og hefir hann þegar sýnt, að hann liggur ekki á liði sínu fyrir ísland. Hann hafði ásamt Bjarna Ás geirssyni, sendiherra unnið mjög að unairbúningi móts- íns. Slvert sæti skipað. Þaö var norræna félagið fcem gekkst fyrir þessu ís- landskvöldu en það gekkst binnig fyrir finnsku, sænsku og dönsku útbreiðslukvöldi í vetur i Osló. í umsögn Ben- nett-posten um íslandskvöld tð segir m. a. á þessa leið: „í febrúar var haldið ís- landskvöld í Aula-sal Há- Bkólans í Osló. Hvert sæti! .var skipað i hinum stóra sal pg meðal gestanna voru sendi iherrar margra erlendra ríkja pg starfsmenn sendiráða. Vel VKkr vandað til dagskrárinn- P-'r. í ljósu og mjög yel sömdu prindi gaf Bjarni Ásgeirs- pon, sendiherra íslands í Os- iló, skýra mynd af ísland. eins pg það er í dag, og það er ó- h83tt að segja, að erindið yakti ekki sízt áhuga ferða- tnanna. Svo fengu menn að Bjá 15 mínútna litmynd af jslandi, og var hún í senn í'ögur og lærdómsrík. Á dagskrá kvöldsins var pinnig kynning íslenzkra listamanna. Þar söng Stefán íslandi, hinn heimsþekkti tenórsöngvari við Konung- ?.ega leikhúsið í Kaupmanna þöfn. Hinn ágæti ungi píanó- leikari, Jón Nordal, lék einn ig. Það mátti heyra hvaöan- seva, er gengið var út úr saln pm, að mönnum hafði getizt yel að dagskrá íslandskvölds |ns og fannst það skemmti- legt og lærdómsríkt. Ánægjulegt útvarpskvöld. En þetta er ekki eina kynn ingin, sem þeir Bjarni Ás- geirsson og Ivar Giæver Kl'ogh unnu að í Osló í vet- íir og vor. í sambandi við Jiina fyrirhuguðu forsetaheim Eókn í Osló í vor hafði verið ráðgert að flytja ýmislegt jefni um ísland í útvarp. IÞessu varð að breyta vegna þess að forsetaheimsóknin íórst fyrir af orsökum, sem þllum eru kunnar, er Martha prinsessa Norðmanna lézt og Horegur allur syrgði tignustu Itonu sína. i í stað útvarps frá hátíöa- höldum við forsetamóttök- Sma var gerð dagskrá um ís- Jand, og þótti hún takast vel. Þar fluttu þeir Bjarni Ás- geirsson sendiherra og Ivar .Giæver-Krogh ræðismaöur Joáðir erindi, og voru þau svo ísnjöll, að athygli vakti í Noregi og mátti sjá bergmál jþess í dagblöðunum næstu 'Öaga. Umsögn blaðsins Vort ©g Ivssr Gi- BJaral .Ísgcii*$soD, sendifcci*r; æver-íírogh ÍSuttn [í;sr erimlS, sem vé'ktu óvenjulega eftlrtekt alMíemilngs ©g Ma^a land var t. d. á þessa leið: „Meðal þeirra dagskrárliða, sem varð að breyta var ís- landsdagskráin. í stað út- varps frá hátiðahöldunum við forsetakomu fengu hlust endur að heyra erindi ís- lenzka sendiherrans í Osló, Bjarna Ásgeirssonar, um framfarirnar á íslandi á tíma síðustu kynslóða. Þótt fyrirhuguð hátíðadagskrá yrði að víkja, fengu menn að heyra frásögn, sem var bæði hátíðleg og ævintýraleg. Margir okkar vita því nær ekkert um ísland, en hér fengum við í samandregnu yíirliti gnægð upplýsinga um þjóð, sem er á svo stórsitgu íramfaraskeiði, aö undrun sætir, Þar eru gerðir vegir, flugvellir og nýtízku íbúða- byggingar. Þar eru auðlind- ir náttúrunnar beizlaðar, og tæknin leggur undir sig land búnaðinn. Flugfélög og skipa félög eru í örum vexti, og há skóli, sem rúmar 600 stú- denta hefir verið reistur í Reykjavík. Og þetta afrekar þjóð, sem ekki er nema 150 þúsundir manna. 2* Neisti menningarerfða? Kannske er skýringuna á þessu ævintýri að finna í þeim andlega neista máls og menningarerfða, sem þjóðin hefir varðveitt frá tímum sögualdarinnar. Bjarni Ás- geirsson, sendiherra, lagði að minnsta kosti áherzlu á þá sérstöku köllun, sem íslenzka þjóðin hefði að gegna, í því efni að halda opnum útsýn- isglugga inn í fortíðina. Klæjar af ferðalöngun. En okkur öllum, sem jafn- an klæjar af ferðalöngun, varð sú löngun nær óbæi'i- leg, eftir að hafa heyrt er- indi Ivars Giæver-Krogh um möguleika íslands sem ferða mannalands. Það þarf varla annað en nefna hin hljóm- ríku nöfn — Hekla, Gullfoss, Geysir, Þingvellir — og okk- ur langar mest til að hlaupa af stað til að kaupa okkur farmiða til íslands. í stuttu máli sagt: Öll ís- lands-dagskráin varð frábær ferðamannaáróður fyrir ís- land, en það skal tekið fram, að þetta var sett fram með þeim hætti, að við. getum ekki annað en glaðzt og þakk að fyrir að hafa fengið að heyra það.“ Af þessum ummælum og ýmsum fleiri, sem sjá mátti í norskum blöðum í vor, er augljóst, að þessar íslands- dagskrár hafa vakið mikla athygli almennings og blaða í Osló, jafnvel svo að ó- venjulegt má teljast. Hér var einnig um frábær erindi að ræða. Margvisleg kynning Bjarna Ásgeirssonar á ís- lenzkum málum í Noregi síð an hann varð sendiherra er alkunn, og með hinum nýja ræöismanni íslands í Osló, Ivar Giæver-Krogh, má segja aö vel sé séð fyrir hlut fs- lands í Osló, svo að fá lönd eru þar betur sett og er þaö í góðu samræmi við gömul og ný vinuáttu- og menningar- Ejarni Asgeirsson, sendiherra Ivar Giæver-Krogh, ræðismaður tengsl þessara fræncpj óða. Segja má. að fána íslands sé ekki heldur í kot vísað í borg inni. A sendiráði íslands j blaktir hann og ber hátt við j Stórþingsgötuna, og á miðri| Karls Jóhanns-götu blaktir hann -á skrfistofubyggiirgu hins nýja, íslenzka ræðis- manns, og rnun ræðismanns- skrifstofa íslands vera eina erlenda ræðismannsskrifstoí an í Osló, sem aðsetur hefir við þá höfuögötu, Karl Jó- hann, enda sjást þar ekki aðrir erlendir fánar en hinn íslenzki. mafiiia a imi Saigon, 2. júlí. — Undan- haldi Frakka á Rauðársléttu sunnanverðri er nú lokið. Misstu þeir aðeins 209 menn fallna cg sær'ða meðan á því stóð. Uppreicnarmenn gerðu litla tili'aun til að torvelda þeim undankcmuna, en lrafa nú ha’dið inn á mikinn hlutaj hins yflrgefna svæðis. Frakk i'ar C7ji'-'c'öu hernaSar-mann- jvirki, en sprengdu e!;ki upp ! brýr. - e vegi af . Franski •hlífð' v;j almen: iherinn hefir tekió iér stöðu !á v-,..::. ..u, sem er 100 km löng og 50 km breio rneöfram járnbrautinni, sern liggurj milli Kanoi og Haiphong. bf m y -. ■ :fjþ 9$f . „Sigrari dauðans sanni" e Eins og líf Jesú og kenning hafa orðið mönnunum j til hjálpræðis og leitt þá til sannari skilnings á Guði j og vilja hans, þannig hefir dauði Krists einnig haft j sína sérstöku þýðingu. Dauði Krists hefir meira að i segja orðið miðdepill hins kristna trúarkerfis, burð- j arás byggingarinnar. í myrkri Golgata-morgunsins j hefir kviknað það Ijós, sem varpar birtu sinni bæði j fram og aftur, svo að hvorki líf Krists né upprisa j hang verður skilip án þess, að krossinn sé hafður I fyrii- augum. j „Ave crux, :;pes unica“. Þannig hafa kristnir menn j ávarpað krosstáknið, eða réttara sagt hinn krossfesta. j En ef vér eigurn að gera fulla grein fyrir því, hvers j vegna dauði Krists hefir þýðingu fyrir mannkynið, j verða fyrir oss vandaspurningar, sem örð'ugt er úr að j leysa. Guðfræðingar hafa á öllum öldum leitað fyrir = sér ;im svörin, og hafa þeir ekki orðið allir á eitt sátt- j ir. Þó má segja, að crðið hafi til þrjár til fjórar megin- | kenningar, sem nútímaguðfræðingar halda fram. j Þessar kenningar þurfa engan veginn að vera hver \ annarri andstæðar, heldur er hér um að ræða ólíkar j skýringarleiðiv. eftir því, hvað er aðallega lagt til i grundvallar af hinum biblíulegu hugtökum, sem úr 1 er að velja. Við þá tilraun, sem hér verður gerð til i þess að gera gvein fyrir þessu vandasama máli, veröur 1 ekki stuðst við' neina eina stefnu. Hitt mun ég leitast i við að gera, að draga fram nokkur aðalatriði með hlið- [ sjón af ríkjanai skoðunum vísindamanna. Mörgum j spurningum verð'ur ósvarað. i Áður hefir verið rætt um baráttuna milli góðs og i ills, er fram cer í tilverunni. Á máli Nýja-testamentis- i ins, er þessi barátta einnig kölluð barátta milli Ijóss | og myrkurs, lifs og dauða, og er hún hugsuð sem fram- i hald þeirrar baiáttu, sem hófst í sjálfri sköpuninni, i þar sem. annars vegar er vilji hins skapandi Guðs, en j hins vegar þau öfl, sem vilja rifa niður, eyðileggja, | tortíma, sundta og deyða. Sköpun og óskapnaður (kaos) j eru andstæður. j Heimurinn ar skapaður af Guði, en hið vonda hefir I náS svo miklu valdi í heiminum og mönnunum, að j þess verður slls staðar vart. Enginn maöur er svo í góður, að hann falli ekki aftur og aftur flatur fyrir j hinu illa, og þaö sem verst er, gangi sjálfur hinu illa I á hönd. Þannig hefir heiminum stundum verið líkt j viö hernumið !and, þar sem óvinaherinn fer báli og I brandi um byggðir og ból, og stundum lítur út fyrir, I að hinn oigin.'egi landsdrottinn ætli aö tapa styrjöld- i inni. Loks kemur þó að úrslitaorrustunni, sem gerir út j ura sigurinn. Á Golgata fer hún fram. Það má skýra í þann atburð út, frá sögulegu sjónarmiði sem úrslitá- j baráttu milji fátæks rabbí norðan úr Galileu, og höfð- I ingjanna í Jerúsalem. Og eins og vænta mátti, bíður j rabbíinn ósigur fyrir yfirvöldunum, sem áttu sér bak- | í hjarl í umboðcmanni erlends keisara. En trúfræðin | | sér annaö og meira. Hún sér í atburðinum á Golgata | j hvorki meira né minna en viðureign milli Guðs og tor- j j tímingaraflan n a. Á krossinum hangir hinn syndlausi j j guösscnur, og í honum er alkærleiki Guðs sjálfs að j I verki. Á móti honum eru ekki aðeins nokkrir blindir | I þjóðarleiðtogar, heldur beinist nú gegn honum allur j | þunpi hins ilia í tilvelunni. En kærleikur hans er | | yíirsterkari. j j Einhver kynni að segja, að það sé ekkert sérstakt j | í mannkynssögunni, að maður deyi fyrir góðan mál- | 1 stað. Slíkt hafl oft komið fyrir, bæði fyrir og eftir j | Krists daga. Satt er það. En hinir mannlegu píslar- | I vottar hafa það allir sameiginlegt, að eiga einhverja | j hlutdcild í hinu illa sjálfir. Sumir þeirra börðust meira | j aö segja af fu’Ju hatri gegn óvinum hins góða mál- | | staöar, svo lengi sem þeir höfðu mátt og aðstöðu til. § j — Menn, sera dóu fyrir hugsjónir sínar og lögðu sjálfa | I sig í sölurnar ryrir málstað jafnaðar, bræðralags, rétt- I j lætis, trúar o. s. frv., áttu samt sem áður til eitthvað | 1 af ójöfnuði í rari sínu, hatri, ranglæti, vantrú. Þeir j | voru meðsekir, þrátt fyrir allt, sem þeir lögðu í sölurn- | j ar. — En á Golgata er það sjálfur heilagleikurinn, | | Framhald á 4. siðu. | ■jllllllllllllllllllMIIIHIIflNIIIIIIIIIIMIIIIIIItlllllltllllllllllllllllllllllllllllllllKIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUnilllllllllIinillllll iiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiK«iMiiiiir^*viiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiimmiiuiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiniiiimaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiii niiiimmiiiiiiimiiiiiiiiiiiimmiiiiiminimimiiiiimuHiiimiiimiiiimiiimiiiiiiiuiMiiiiiiimiiiiiiiiimiiimmiimuiiiiiiiiimiiiuimmmiiiiia

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.