Tíminn - 15.07.1954, Side 4

Tíminn - 15.07.1954, Side 4
I TÍMINN, fimmtudaginn 15, júlí 1954. 155. blað. Löggjöfin veröur í hvívetna að stefna að aukinni verndun jarövegs cg gróðurs Frá aðalfundi Skógræktarfélags íslands að Hallormsstað Aðalfundur Skógrsektar- félags íslands árið 1954 var naldinn í Húsmæðraskólan- um á Hallormsstað 2. og 3. Júií siöastiiöinn. Fundinn satu 43 fulltrúar frá 18 héraðsskógræktarfé- lögum, stjórn Skógræktarfé- lags íslands, skógræktarstj óri og nítján gestir. Fundinum stjórnaði for- maður félagsins, Valtýr Stef ánsson, en fundarritarar Há- kon Guðmundsson, Baldur Þorsteinsson og Björn Þórð- arson. Áður en gengið var til dag- skrár minntist formaður Þor steins Þorsteinssonar sjúkra- samlagsgjaldkera á Akureyri, en hann var alla ævi áhuga- samur ræktunarmaður og einn af ötulustu félögum Skógræktarfélags Eyfirðingo. Sat hann flesta aðalfundi Skógræktarfél. íslands sem fulltrúi þess. Fundarmenn heiðruðu minningu hans með því að rísa úr sætum sínum. Skýrsla framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri félags- ins. Hákon Bjarnason, skóg- ræktarstjóri flutti ýtarlega skýrslu um starfsemi félags- ins á liðnu ári og um fram- tíðarhorfur í skógræktarmál- um. Tillögur aðalfundarins 1953 höfðu allar fengið af- greiðslu og má þar meðal annars geta þess að efnt var til sérstaks fundar á síðast- liðnum vetri með fulltrúum frá 17 skógræktarfélögum. Á þeim fundi var ákveðið um h slztu framkvæmdir félag- anna á þessu vori og starfs- aðferðir samræmdar. Kvað skógræktarstjóri fund þenn- an hafa orðið til mikils gagns og sjálfsagt að fram- hald verði árlega á slíkum fundum. Þá benti skógræktarstjóri á að ein tillaga aðalfundar- ins 1953, þar sem héraðsskóg ræktarfélögin voru hvött til þess að útvega sér a. m. k. 30 ha land til þess að koma sér upp samfelldum skógi. hefði strax borið árangur, þar sem væru kaup Skógrækt arfélags Árnesinga á jörð- inni Snæfoksstöðum í Gríms nesi, en þar er kjarllendi mikið. Af öðrum störfum stjórn- arinnar milli aðalfunda gat skógræktarstjóri þess m. a. að undirbúningi að skipti- ferð milli Noregs og íslands hefði. veríð að fullu lokið, er Norðmenn urðu að hætta við hana af óviðráðanlegum or- sökum. Þá vék skógræktarstjóri að fjárþörf skógræktarinnar í landinu og þá alveg sérstak- lega að uppeldisstöðvunum. Nú væri uppeldi trjáplantna komið í eina milljón plantna en markið væri tvær milljón- ir árlega, en til þess skorti tilfinnanlega aukið rekstrar- fé til uppeldisstöðvanna. Hef ir stjórn félagsins unnið öt- ullega að því að fá úr þessu bætt og orðið nokkuð ágengt, en hvergi nærri svo nægi. Starfsemi skógræktarfélaganna. Gjaldkeri félagsins, Einar G. E. Sæmundsen. las upp reikninga Skógræktarfélags íslands og Landgræðslusjóðs fyrir árið ‘1953, og voru þeir síðan bornir undir atkvæði og samþykktir. Formaður lýsti þvínæst til lögum, sem fram höíðu kom ið og urðu nokkrar umræð- ur um þær, en þeim síðan vís að til allsherjarnefndar. Þá fluttu fulltrúar héraðs- skógræktarfélaganna skýrsl- ur um starfsemi félaga sinna. Kom ljóst fram, að öll hafa ifélögin stóraukið framkvæmd ir sínar á þessu ári og mörg tvöfaldað tölu gróðursettra trjáplantna eins og t. d. Skóg ræktarfélag Suður-Þingey- inga, sem á þessu vori gróð- ursetti 67 þúsund trjáplönt- ur, en girðingar þar í sýslu munu vera um 100 bæjar- jskóga. Fundurinn sendi stjórn ! Kaupfélags Borgfirðinga jþakkir fyrir hið myndarlega játak í þágu skógræktar, er ’ félagið samþykkti á sl. vori ' að minnast 50 ára afmælis síns með því að láta gróður- setja um 50 þúsund trjáplönt ur árlega í Norðtunguskógi næstu 10 ár undir umsjón Skógræktarfélags Borgfirð- inga. Skógræktarfélag Eyfirðinga gróðursetti á þessu vori 94 þúsund plöntur, en Skóg- ræktarfélag Reykjavíkur um 125 þús þúsund. Þessi félög starfrækja einnig uppeldis- stöðvar sem kunnugt er. Skóg ræktarfélag Borgfirðinga hef ir líka farið inn á þá braut og er nú að koma á fót upp- eldisstöð í Norðtunguskógi. Af skýrslum félaganna má greinilega ráða að áhugi fyr- ir skógrækt fer hvarvetna vaxandi og sjálfboðaliðsstarf- ið er orðið svo mikið á veg- um þeirra að ekki mun óvar- legt að meta það allt á 700 þúsund krónur sé miðað við núverandi kaupgjald. Að loknum skýrslum félag anna síðari fundardaginn skilaði allsherjarnefnd áliti um framkomn&r tillögur. Framsöguma'íi'ir var Ármann Dalmannss^n. Aðrar áiyktanir. Samþykkt var svohljóðandi tillaga um gróðurvernd: Aðalfundur Skógræktarfé- lags íslands. haldinn að Hall ormsstað 2. og 3. júlí 1954 skorar á Alþingi að stefna í hvívetna í löggjöf að aukinni verndun jarðvegs og gróðurs 'og að taka stefnuskrárákvæði þess efnis í stjórnskipunar- lög lýðveldisins. Tillögunni fylgdi svohljóðandi greinar- gerð: Jarðvegur og gróður lands- ins eru verðmæti, sem vel- ferð hverrar kynslóðar bygg- ist á. Þessi verðmæti, sem í- búum landsins eru fengin í hendur frá náttúrunni, er hverri kynslóð skylt að varð- veita og skila þeim í hendur niðja sinna. Veðráttu og jarð vegi er þannig háttað hér á landi, að sérstök ástæða er til þess að staðið sé vel á verði um verndun jarðar- gróðurs. Af þessum sökum er eðlilegt og æskilegt að sett sé í stjórnarskrá íslenzka lýð veldisins stefnuskrárákvæði um eðlilega og skynsamlega notkun gróðurs landsins. Samþykkt var áskorun til CROSLEY kæliskápar fræðslumálastjórnarinnar um að aukin verði fræðsla um skógrækt í skólum landsins 'og að varið verði tilteknum thva á vcri hverju til gróð- ursetningar. | Þá voru samþykktar tillög- ur um að Skógræktarfélag iíslands vinni að því að ung- lingar á aldrinum 13—15 ára vevði ráðnir á vori hverju 4 —6 vikur til skóggræðslu og ennfremur að fara þess á leit við viðkomandi yfirvöld að hluti af verkefni vinnuskol- anna verði jafnan gróður- setning trjáplantna. I Þá voru samþykktar sér- stakar tillögur um fjáröflun fyrir skógræktina og stjcrn félagsins falið að vinna að þvi má’i. i Fundurinn mælti með því að uppeldisstöð í Vestfirðinga fjórðungi verði veittur fjár- hagslegur stuðningur, þegar er aukin fjárveiting gerir það mögulegt. I Hallormsstaðarskógur. | Úr stjórn félagsins áttu að ganga Einar G. E. Sæmund- sen og H. J. Hólmjárn, en jvoru báðir endurkostnir. Aðr ir í stjórn félagsins eru Val- týr Stefánsson, Hermann „ónasson og Haukur Jörunds: son. í varastjórn var endur-1 kjörinn Ingvar Gunnarsson. Endurskoðendur voru endur- kjörnir þeir Halldór Sigfús son og Kolbeinn Jóhannsson. | Báða fundardagana var farið um Hallormsstaðarskóg ur.dir leiðsögn Guttorms Páls sonar, skógarvarðar og Sig- urðar Blöndal. skógfræðings. Gaf þar að-líta ýmislegt af ^ því, sem merkilegast er í ' skógræktarmálum landsins. Höfðu margir f ulltrúanna ' ekki komið þarna áður, og 'undruðust mjög hinn mikla iþroska, sem erlendur barr- 'gróður ýmissa tegunda hefir náð. En þeir fulltrúanna, er 'sátu aðalfund Skógræktarfé- jlags íslands árið 1948 á Hall- ormsstað, kom öllum saman um að gróskan í síberíska lerkinu í Guttormslundinum hafði farið fram úr öllutn vonum. Lerki þetta var gróð ursett 1938 og er hæsta tréð nú 7,70 m. en meðalhæð 4,51 m. Hið sama má reyndar segja um aðra lundi erlendra trjá- tegunda. Vöxtur þeirra er svo öruggur og jafn að undrum sætir, ekki sízt þegar haft er í huga að sumurin 1948— 1953 hafa verið óvenjuköld og hvert vorið öðru verra á Austurlandi. Ferðir þessar um Hallormsstaðarskóg voru því fulltrúunum sannkölluð opin berun og munu áreiðanlega efla þá til enn meiri dáða í skógrækt. Ný gerð - Model LFT IVýtí veriS kr. 6 100. Frystihólf yfir skápin þveran Tvær liillur í hurð. Allar gerðir af CROSLEY kæliskápum eru til sýnis og sölu í raftækjadeild firma okkar í Hafnarstræti 1 — GjjörUS sví» vel n& líta inna, O. Johnson & Kaaher h.f. S5íííí{í5í5í5í5SSSa5J5í55SK5S5S5SS5íí5íí55ííí555í5í5S5!SS!5SS5ÍSÍJa gSgSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSi^SSSaasssssssasssaasœyaMœraiMggT^TTrgy* Skrifstofur okkar verða lokalSar frá ©g’ mcð 1S. jjúlí íil 3. ágúst nsestkom., vegna snmarleyfa. Heíldverzlun Árna Jónssonar h.f. Aðalstrœti 7 TRULOFUN- ARHRINGAR Steinhringar Gullmen og margt fleira Póstsendi Lokað vegna sumarleyfa frá ©j»* mcð 19. 1». m. til 6. ágúst. Efnalaugin Glæsir llafnarstrætf 5 Lanfásvegi 19 SSSÍBSSSSSSSSSSsaSSSSSÍÍSSSSSSSSSSSSÍSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSÍÍSSÍSSS «SSS55SSSSSS5555^3S5S5S5SS55SSSS55SSSSS5SS55SSSS5SSSSSSS5SSS55SS$SC5SS3» KJARTAN ÁSMUNDSSON gulismiður Aðaistræti 8. Sími 1290. Reykjavík. Háskólastúdentar sem hafa í hyggj u að sækja um garðvist næsta vetur eru minntir á að umsóknir þeirra þurfa að vera komn- ar í hendr.r garðstjórr.ar fyrir 15. ágúst. Stjúmi stúdentagarðanna Dragið ekki að greiða blaðgjaldið

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.