Alþýðublaðið - 05.08.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.08.1927, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLASIÐ Löfn, ti! þess að taka á aiótí sundgBrpinum, Erlingi Pálssyni. Þenna dag árið .1397 telja sumir verið haía fæðingardag Jóhanns Gutenbergs, sem fann að mestu upp prent- listina. Áður voru að visu til sam- felluprentanir, þar sem hver'blað- síða um sig var skorin út eða fctungin í eir. Slík prentun var að vonum bæði sein og dýr, enda voru prentaðar bækur þá mjög fátíðar. Gutenberg fann upp á að steypa hvern bókstaf sér, svo að hægt væri að raða þeim eftir vild. par með var aðaivandinn leystur. Dánai'dagur Brynjólfs biskups Sveinssonar fer í dag. Hann andaðist árið 1675. Talið er, að sálmur séra Hall- gríms Péturssonar, „Alt eins og blómstrið eina“, hafi verið sung- inn í fyrsta sinni við greftrun yfir moldum Brynjólfs biskups. Meistaramót. . I. S. í. hefir falið Iþróttafélagi Reykjavíkur að gangast fyrir því, áð haldið verði meistaramót hér í borginni. Úrvalsmenn úr íþrótta- féiögunum taka þátt í mótinu. Mótið hefst annað kvöld kl. 8 á íþróttavellinum og endar á sunnu- daginn. Veðrið. Hiti 13—11 stig. Hægt og þurt veður. Útlit: Víðast þurt veður. Á Vestur- og Norður-Iandi léttir til, og verður þar sennilega þurk- ur á inorgun. — Grunn loftvæg- islægð yfir Austurlandi, en hæð yfir Grænlandi. Áheit á Strandarkirkju, afhent Alþbl. frá G. V. kr. 10,00. Heilsufarið hér í Reykjavík er yfirleitt gott Dreigir og stúlknr, sem vilja selja Alpýðublað- ið á götunum, komi í afgreiðsluna kl. 4 daglega. Afgreiðl allar skó- og gummí-viðgerðir bezt, fljótast og ódýrast. —• Að eins handunnið. Sigurgísli Jónsson, ________Oðinsgötu 4.______ nú, en þó dálítið um kvefsótt, segir Friðrik Björnsson læknir, sem gegnir störfum héraðslækn- is á meÖan hann er ekki heima. Kjördæmaskipunln og „Mgbl.“. „Mgbl.“ vill ekki miða kjördæmi við fólksfjölda, heldur að því er virðist við víðáttu landsvæðis. Samkvæmt því ættu Vatnajökull og Ódáðahraun að hafa miklu fleiri þingmenn en Reykjavík, því að þau eru miklu viðiendari. Skyidi Jón Kjartansson vera að hugsa um að verða þingmaður Vatnajökuls samkvæmt nýrri í- haldslöggjöf, úr því að fólkid í Skaftafellssýslu vill hann ekki? Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund............kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 122,11 100 kr. sænskar .... — 122,23 100 kr. norskar .... — 117,95 Dollar.....................— 4,56 ’ 4 100 frankar franskir. . . — 18,07 100 gyllini hollenzk . . — 183,16 100 gullmörk þýzk ... — 108.62 Hjálparstöð „Liknar“ í Sambandshúsinu er opin mánu- daga kl. 11—12 og 3—4, þriðju- daga ki. 5—6, miðvikudaga kl. 3 til 4, föstudaga kl. 5—6 og laug- ardaga kl. 5—6. Magnús Pétursson læknir verður fyrst um sinn við- staddur á mánudögum og mið- vikudögum kl. 3—4, en ekki á laugardögum. AusturSerðip WW Sæbergs. — Til Torfastaöa mánudagja og laug- ardaga frá Rvík kl. 10 árd. og frá Torfastöðum kl. 4 samdægurs. I Fljótshlíðina mánudaga og fimtudaga frá Rvík kl. 10 árd. og heim daginn eftir. Sæberg. - Sirai 784. — - Simi 784. - Bæknr. Rök jafnadárstefnunnar. Útgef- andi Jafnaðarmannafélag Islands. Bezta bókin 1926. Bylting og íhald úr „Bréfi til Láru“. Deilt um jafnadarstefnuna eftir Upton Sincliair og amerískan I- haldsmann. Byltingin í Rússlandi eftir Ste- fán Pétursson dr. phil. Höfudóvinurinn eftir Dan. Grif- fiths með formála eftir J. Ram- say MacDonald, fyrr verandi for- sætisráðherra í Bretlandi. Kommúnista-ávarpid eftir Kari Marx og Friedrich Engels. Fást í afgreiðslu Aiþýðublaðs- ins. í heildsölu hjá Tóbaksverzlim Islands h.f. Nokkrir röskir og áreiðanleg- unglingar óskast til að selja Handbók Heykjavíknr á götunum. Komi á Laugaveg 4 kl. 10—11 í fyrramálið. Mjólk fæst allan daginn í Al- þýðubrauðgerðinni. Veggmyndir, fallegar og ódýr- ar, Freyjugðtu 11. Innrömmun á sama stað. Sokkar — Sokkar — Sokkar frá prjónastofunni Malin eru ís- lenzkir, endingarbeztir, hlýjastir. Hólaprentsmiðjan, Hafnarstræti 18, prentar smekklegast og ódýr- ast kransaborða, erfiljóð og alla smáprentun, sími 2170. VerzllB vid Vikar! Þati verfiur notadrjjgst. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Hallbjörn Halldórsson. Alþýðuprentsmiðjan. Siegerkranz: Æfintýri herskipaforingjans. t en 1 íka hryggð. Það gekk í gegn um merg og bein hins góða sjóliðsforingja. Þetta varaði að eins sekúndu; en nú vissi hann, að hún þráði hann, að hún gladdist yfir nærveru hans, og einnig, að hún hrópaði á hjáip hans! Af hverju? Paterson hafði ekki hugmynd um, að hún var á valdi Deiarmes. Hann hafði aldrei sett hana í samband við þann æfintýra- niann, og Dubourchand hafði aidrei minst á neitt því viðvíkjandi. Hvers vegna var hún svona hrygg? Hún var þó augnsýniiega glöð yfir því að sjá hann aftur og yfir því, að hann hafði ekki gleymt henni, því að nú bar hún rós- irnar að vörum sér. Paterson fékk hjartslátt, þött hann vildi ekki viðurkenna það-fyrir sjálfúm sér. Salurinn uppljómaðist í sama bili. Skær birta Íjósakrónunnar, sem kveikt var á í miðju iofti, varpaði geislum yfir áhorfend- urna. Þeir voru að masa sarnan, eta sæl- gæti og athuga hverir aðra gegn um sjón- auka sína. Hljöðfæraslátturir>>i hófst nú. Stúkuhurðin við hlið Patersons opnaðist með miklum hávaða og inn kom — herra Thornby og ungfrú Giadys! Paterson hefði helzt kosið að hverfa niður úr gólfinu. En í þess stað vafð hfanp aC< heilsa þeim kurteislega. Gladys hló illgirnisiega, en Thornby hneigði sig lítið eitt háðslega. „Nei, þetta var nú óvænt,“ sagði yfir- maður hans. ,.Ég er, svei mér! alveg saklaus að því að eiga nokkurn þátt í því að við hittumst hér. Ég veit, að atvik í lífi ungu mannanna geta •verið þannig, að þeir séu ekki yfir máta fegnir að hitta yfirmenn sína. Giadys vildi endilega að við sæjum hina fögru ungfrú Dalanzieres —hann gerði sér upp hósta. „Gott kvöid, herra Paterson!" Gladys rétti hönum höndina. ,,Já; við komum nú heldur seint. En hvernig líður skrifaranum, vini yðar?“ Paterson sagði brosandi, að hann hefði fengið mislinga eöa rauða hunda á síöustu < stundu og heíði því neyðst til að vera kyrr uppi í sveit. ,,Jæja, iautinant góður!“ Gladys leit ert- andi á hiánn. ,,Svo nú látiö þér yður nægja að dást að hinni fögru ungfrú Adéle!“ Paterson kinkaði kolli. Hann hugsaði með sjálfum sér, hvernig í þremlinum Gladys hefði komist á snoðir um, að hann hefði farið þangað. Hann vissi sern sé ekki, að eftir að hann var. farinn frá hótelinu, hafði hún útvegað sér eitt ein- tak af „Figaro" og fundið þar auglýsing- una, sem hafði gagntekið athygli hans í kaffihúsinu. Gladys hafði auk þess gott mdnni, og Paterson hafði óvart mist út úr sér nafnið „Adéle" um morguninn, er þau voru að tala um Delarmes. Svo að frá hennar r bæjardyrum séð var þetta ekki svo erfitt. Paterson hrökk upp úr hugsunum sínum viö það, að þjónn opnaði hurðina að stúku hans og benti honmn með fjólubláu korti, sem hann hafði í hendinni. „Afsakið mig augnablik!“ Paterson reis upp og gekk að hurðinni. „Þetta er til yðar, herra minn!“ hvíslaði maðurinn og. stakk bréfi í lófa hans. ,,Það er líklegast frá skrifaranum, vini yðar!“ sagði Gladys striðnisleg. Thornby horfði á víxl á dóttur sína og Paterson, kíminn á svip. Paterson opnaði brófiö. Það var frá Adéle, eins og hann. hafði búist við. „Komið í 'búningsherbergi mitt, eftir fyrsta þátt. Verð að tala við yður. A.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.