Alþýðublaðið - 03.04.1920, Síða 1

Alþýðublaðið - 03.04.1920, Síða 1
Grefið tít at Alþýðuilokknum. 1920 Laugardaginn 3. apríl 74. tölubl. Danmerkur-tíðindiri Khöfn miðvikudag 31. marz kl. 81/* e. h. Lieberáðuneytið er aðeins bráða- birgðaráðuneyti (Forretningsminist- erium) þar til þjóðþingskosning- arnar eru um garð gengnar og þingið komið saman aftur, sem væntanlega verður eftir sex vikur. íhaldsflokkurinn og vinstri menn hafa tjáð ráðuneytinu stuðning sinn. Radikali flokkurinn (Zahle- flokkurinn) og socialistar og syndi- kalistar eru á móti. Allsherjarverkfallið, sem boðað hafði verið, var samþykt í dag af sambandsfélagi verkalýðsins Og gengur í gildi á þriðjudaginn kem- ur (þriðja f páskum); það nær ekki til þeirra manna sem starfa við vatnsveitur, gasveitur, sjúkrahús og lögreglu. Búist er við að Liebe kalli sam- an þingið, þó búið sé að rjúfa það án samanköllunar, frá páska- leyfi að telja. . ÁUsherjarverkfallshótunin í gær og ákvörðun verkamannasam- bandsins í dag er nú það, sem allir hugsa og tala um. Fólk birgir sig að matvælum í stórum stfl. Herlið hefir skipað sér um Am alfuborg. Borgarafundir á götunum á hverri nóttu, og jafnframt óspektir. Frestað hefir verið, fram yfir páska, að senda herliðið til Suð- urjótlands. Extrablaðið, fylgifiskur stjórnar- blaðsins Politiken, segir, að verði úr allsherjarverkfallinu, sé hið nýja ráðuneyti úr sögunni innan fárra daga, og muni draga konungdóm- inn með sér f fallinu. Sfðustu tfðindi, þingið er sent heim. Þjóðþingið rofið 22. aprfi. Kosningar 23. aprll. Khöfn miðvikudag 31. marz kl. 11,40. Verkalýðurinn hefir stöðvað öll skip Sameinaða eimskipafélagsins. Niðarós lagði af stað í morgun áður en bannið kom. Bakarar hafa þegar hafið verk- fall, en allsherjarverkfallið byrjar ekki fyrir alvöru fyr en á þriðju- dagsmorgun. Khöfn, föstudag 2, apríl kl. 10 e. h. Það er opinberlega tilkynt nú, að þjóðþingið sé rofið frá 21. þ. m. og að kosið verði þ. 22. > Þingið er kvatt saman þann 14. Ráðuneytið segist ekki ætla að ráða fram úr neinu máli, sem flokkarnir séu ekki samdóma um. Engin blöð, nema jafnaðar- manna og syndikalista. Engin blöð koma út í Khöfn, nema Social-Demokraten og Soli- daritet. Sjómenn, liafnarverkamenn, raf- uppsetningarmenn, prentarar, múr- arar, trésmiðir, vindlagerðarmenn og ýmsar fleiri stéttir hafa lagt niður vinnu. Nýja ráðuneytið í samningum. Ráðuneytið er að reyna að semja við jafnaðarmenn, radikala flokkinn og fulltrúa verkamannasambands- ins, sem heimta að þjóðþingið sé kvatt saman á mánudag og að launakröfum verkamanna sé full- nægt og að öllum pólitízkum af- brotamönnum (Syndikalistunum) séu gefnar upp sakir. Verði kröf- um þessum fullnægt, muni alls- herjar verkfallinu verða létt af; þó aöeins ef meirihluti verka- mannafulltrúa samþykki að svo skuli vera. - Skýrsia frá danska sendi- herranum hér. Rvík 2. apríl ipko. Bráðabirgðaráðaneyti það sem myndað hefir verið í Danmörku undir forystu Liebes, hæztaréttar- málaflutningsmanns, hefir mætt mjög misjöfnum dómum hjá hin- um ýmsu flokkum. Blöð íhalds- flokksins og Vinstrimanna fagna því að Zahleráðaneytið skuli vera farið frá, og halda fram fullkomn- um stjórnlagalegum rétti konungs til þess að víkja Zahleráðaneytinu frá, og mynda bráðabirgðaráða- neyti, sem Iáti kosningar fara fram, en síðan velji konungur sér ráða- neyti í samræmi við hið nýkosna þjóðþing. Blöð Radikalaflokksins (Zahleflokksins) segja að það sem skeð hafi fari í bága við þá þing- ræðisvenju er sé í Danmörku. Jafnaðarmenn álíta að konungurinn hafi framið stjórnlagarof. Fulltrúaráð verklýðsfélaganna hefir samþykt að allsherjarverkfall skuli hafið þriðjudaginn 6. apríl, nema gengið sé að launakröfum verkalýðsins, þingið sé kallað sam- an, og syndikalistar þeir sem i fangelsi sitja séu látnir lausir. Þó mikið sé um að vera, virðist þó vera útlit fyrir að samkomulag geti orðið, og mikilsverðar sam- komulagstilraunir fara fram. Það er ekki rétt, þar sem sagt hefir verið í útlendum blöðum að bar- dagar hafi átt sér stað (revolution- ære Uroligheder). í Kaupmanna- höfn og öllu landinu ríkir ró og spekt. Luttwitz, sá er reyndi að gera byltingu á Þýzkalandi fyrir skömmu. er enn á lífi. Það var lygafregn, að hann hefði framið sjálfsmoið, segir blað frá Hamborg, er hing- að hefir borist, dags. 22. marz.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.