Tíminn - 05.01.1955, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.01.1955, Blaðsíða 2
TÍMINN, miffvikudaginn 5. janúar 1955. 2. blaff, í Hver einstök hreyfing er afstæð og háð staðbundinni viðmiðun Flusvcl sýnist óhjákvæmilega á hreyfingu miðaS við jörðina, en kyrrstæð miðað við sjálfa sig. Svo segir í kennslubókum, að jörðin sé hnöttisr og hringsóli kringum sólina. Slíkt tilheyrir al- mennri vitneskju og hefir gert um langt skeið. Af jöfnu láglendi sýn- ist mynd jarðarinnar flöt, en úr háu lofti sjáum vér bungu hafs og Iands, sem eykst að sama skapi og við fjarlægjumst jörðina. Ásýnd hlutar er því bundin stöðu athugandans og svo er um hverja hreyfingu. Hugmyndir fyrri kynslóða um hreyfingu sólarinnar umhveríis jörð ina eru sprottnar af stöðu þess athuganda, sem skynjar ekki hreyf ingu þess hnattar, sem hann er Bjálfur bundinn við. Sams konar athugun gerð frá mánanum, fylgi- / þannig búningi ætla þeir að ferð- ast til mánans. Er þangað kæmi, fyndist þeim máninn kyrrstæður en jörðin hnita hringa. hnetti jarðarinnar, mundi því bera hliðstæðan árangur. Máninn myndi virðast kyrrstæður, en jörðin hmta hringa. „Sól, stattu kyrr“. Á björtu vetrarkveldi sjáum við stjörnurnar færast yfir himinhvolf ið, gagnstætt snúningi jarðarinnar; þá virðist okkur jörðin standa kyrr, en stjörnurnar hreyfast. Slík athug- un á hreyfingu jarðarinnar, gerð írá hverri þessari stjörnu — ef möguleg væri — myndi því bera heim við hugmyndir okkar um hreyfingar stjarnanna séð frá jörð- inni. Hver hnöttur, sem athugand- inn væri bundinn við, virtist kyrr- stæður, en hreyfing jarðarinnar yrði þá ljós. Má því segja, að jörðin standi kyrr, en stjörnurnar hreyfist og öfugt, og er hvort tveggja jafn rétt, þar eð hreyfingin er al: ild. „Spir.al“-hreyfing jarðar. í hverju sólhverfi er sólin föst stjarna miðað við þær reikistjörnur (plánetur), sem tilheyra kerfinu. Framvinda jarðarinnar, séð frá sól inni, er sporöskjulöguð hringferö umhverfis. En nú heldur sólin ekki kyrru fyrir frekar en aðrir hnettir á vetrarbrautinni, þótt hún breyti ekki afstöðu til fylgihnatta sinna eður grannsóla. Hún er á hraöferð um geiminn sem hluti af því mikla stjarnkerfi, sem hún tilheyrir. Þett.a þýðir, að athugun gerð utan sól- kerfisins, mundi leiða í ljós, að hreyfingar jarðarinnar sem annarra reikistjarna eru ekki hringlaga, held ur líkjast útdreginni gormfjöður (spiral). Ef um raunverulega hring ferð væri að ræða, mundi jörðin færast aftur að fyrra stað i geimn- um, en slíkt brýtur í bága við áfram hald sólar. Svipað má segja um hreyfing mánans. Ef þessi förunaut ur okkar væri rannsakaður frá sól- inni, kæmi í Ijós, að hann hagar sér gagnvart jörðinni allt eins og jörðin við sólina, séð utan sólkerfis ins, nema hvað innbyrðis snúningur inn er hægari. Hjólið. Eftirfarandi dæmi gæti orðið til skýringar, þótt ýmsu sé annan veg háttað. — Hjólreiðamaður fer eftir vegi og hjólhringirnir velta yfir brautina. Náið á hjólinu leikur hér hlutverk jarðarinnar, en lokinn í hringnum mánans. Miðað við náið er hreyfing lokans hringur, en mið- að við jörðina (brautina) er hún sem opnir sveigar, þar sem iokinn nálgast eða fjarlægist jörðina með breyttum hraða, þótt engin hraða- breyting eigi sér stað samanborið við náið. -- frá vinstri til hægri með sama hraóa og sýnist þá óhjákvæmilega á hreyf ingu miðað við jörðina, virðist kyrr stæð miðað við sjálfa sig og hrey.fist þá jörðin. Hvorttveggja er jafn rétt, en ljóst er, að við lifum í marg- slungnum heimi, þar sem hver hreyf ing er afstæð, háð staðbundinni við- miðun og sannleikurinn hefir tvær hliðar. B. Ó. Réttindi svertingja í Bandaríkjunum stóraukin Ne-yv York, 4. jan. — Félags- skapur í Bandaríkjunum, sem vinnur að auknum rétt- arbótum til handa svertingj- um og öðrum, sem standa höllum fæti um mannrétt- indi þar í landi, segir í árs- skýrslu sinni, að stórir sigrar hafi unnizt á s. 1. ári. Er þar fyrst talinn úrskurður hæsta réttar, að aðskilnaður svartra og hvítra í skólum var lýstur ólögmætur og bannaður. Enn fremur er fagnað ýmsum breytingum til aukins jafn- réttis á sviði menntunar, húsakynna, skemmtana o. s. frv. ! i I Notið Chemia Ultra- j | Bólarollu og aportkrem. — i i Ultrasólarolfa sundurgrelulr j | sólarljóslð þannlg, a8 hún eyk I | ur áhrlf ultra-fjólubláu gelal- \ \ anna, en bindur rauBu geUl- | E ana (hltageislana) og gerlr j | þvf húSlna eðUIegfi brúna r« j i hlndrar a« hún breniú. - | \ Fæat í næstu bú> Málaskóli Halldórs Þorsteinssonar Ný fjögurra mánaða nám- skeið í byrjenda- og fram- haldsflokkum hefjast 7. jan. í Kennaraskólanum. Enda þót't lítiö sé lagt upp úr tímafrekum þýðingum og einhliða málfræðikennslu í skóla Halldór Þorsteinssonar, eru meginreglur málfræðinn ar engu að síður kenndar með fjölbreytilegum stíl- og talæfingum. Reynslan hefir þegar sýnt, að þeir nemend- ur, sem hefja málanám með miklum talæfingum losna furðu fljótt við þá ófram- færni og talfeimni, sem háir sumum íslendingum, jafnvel langskólagengnum mönnum í skiptum sínum við útlend- inga. í Málaskóla Halldórs Þor- steinssonar er reynt að liðka tungutak nemenda og gera orðaforða þeirra eins tiltæk- an og lífrænan og unnt er, þvi að mörg þau erlendu orð og orðasambönd, sem nemend ur úr sumum eldri skólunum skilja á bók eða geta notað í stíl, kunna þeif ekki að nota þegar á reynir í daglegu tali. Úr þessu talæfingaleysi er reynt að bæta í skóla Hall dórs Þorsteinssonar og það er enginn vafi aö hann hefir mikilvægu hlutverki að gegna á sínu sviði. Bandaríkjastjórn takraarkar ferðir rússneskra borgara New York, 4. jan. --- Banda- ríkjastjórn gaf út í gær til- kynningu þar sem segir, að borgurum Ráðstjórnarríkj- anna, sem dvelja í Banda- ríkjunum, sé bönnuð umferð án sérstaks leyfis, á tiltekn- um svæðum í Bandaríkjun- um. Nema þaú samtals ein- um þriðja hluta af stærð land.sins alls. Reglur þessar eru hliðstæðar þeim, sem Rússar hafa sett um ferðir bandarískra og annarra er- lendra borgara, sem dveljast í Rússlandi. Reglur þessar taka ekki til rússneskra borg ara, sem vinna hjá S. Þ. í New York eða annars staðar í Bandaríkjunum. m m innin^arápj SJ.RS. mpppppppmmmæm þCRARmKjóitsscu LOGGILTUR SJtJALAÞÍOANDI • OG DÖMTOLiUJR I ENSK.U ° KIRKJ’JHVÐLI - simi 81655 Búðardiskur Vandaður eikar búðardiskur með mörgum skúff- i; um til sölu með tækifærisverði á Laugavegi 47, vegna flutnings. — Upplýsingar á staðnum. «$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$5 I Höfum til sölu | DODGE WEAPOX bifroiðar I | með eða án yfirbygginga, kerrur fyrir DODGE WEAPON | | og jeppa bifreiðir, vatnstanka, er taka 870 lítra og « | eru úr ryðfríu efni og vandaða sleða, er bera allt að | | tveim tonnum. I{ Sala setnliðseigna ríkisiits 1' | sími 4944 milli kl. 10—12 f. h. | - SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSÍ í Árnað heilla Hjónaband. Fimmtudaginn 30. des. voru gefin saman í hjónaband í Ólafsfirði af séra Ingólfi Þorvaldssyni ungfrú Halldóra Guðrún Gisladóttir og Hannes Sigurðsson, bílstjóri. Heim ili ungu hjónanna verður að Ólafs- vegi 5. Föstudaginn 31. des. voru gefin saman í hjónaband af sóknarprest- inum í Ólafsfirði ungfrú Halldóra Maggý Hartmannsdóttir og Gunn- laugur Sigursveinsson matreiðslu- maður. Heimili þeirra verður fyrst nrn sinn að Aðalgötu 5, Ólafsfirði. Föstudaginn 31. des. voru gefin saman í hjónaband af sóknarprest- inum í Ólafsfirði ungfrú Brynhildur Einarsdóttir og Konráð Antonsson. sjómaður. Heimili þeirra verður að Ólafsvegi 24, Ólafsfirði. Trúlofun. Á aðfangadag opinberuðu trúlof- wn sína ungfrú Aðalheiður Edilons- dóttir, Ólafsvík, og Sveinn Krist- jánsson, kennari, Laugateig 14. Hreyfin; in. Engin hréyfing verður skynjuð af einum hlut einum saman. Til þess að skynja hana, þarf tvo hluti, en eigi að ganga úr skugga um, hvor hinna tveggja hluta hafi hreyfzt, er nauðsyn hins þriðja óhjákvæmileg. Tökum til dæmis tvo athugendur, er staddir væru úti í geimnum, þar sem hvorki sæi til jarðar né annarra leiðarmerkja. Tæki nú bilið milli þessara athugenda að styttast eða lengjast, væru þeir gersamlega sviptir möguleikum til að komast að raun um, hvor þeirra hefði hreyfzt. Með tilkomu þriðja athug- andans væri málið auðleyst og gæti þá hvor um sig miðað hverja fjar- lægð milli sin og hins aðkomna við stöðu hins annars. Afstæð hreyfing. Hver steinn og fastur hlutur á yfirborði jarðar er kyrr og hreyíist hvergi, miðað við jörðina sjálfa. Samt geysist jörðin áfram og hinir föstu hlutir fylgja henni með snún ingshraða, sem nemur við yfirborð ið um 160 þús. km. á 24 stundúm. Flugvél, sem fer í kringum jörðina 'MiMiimiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiMiiimiiiiii ÚÉvegsmeim (Framh. af 1. síðu). Útvegsmenn á Akranesi gerðu hliðstæða samþykkt á fundi, er þeir héldu á sunnu- dag, eftir að þeim hafði bor- izt skeyti frá Landssam- band ísl. útvegsmanna. Út- vegsmenn í Keflavik hafa einnig ákveðið að róa ekki. mnilegt þökklæti til allra sem auðsýndw mér samúð f og vinsemd í tilefni andláts og jarðarfarar konn minnar DÓRÓÞEU GÍSLADÓTTUR. 't Ennfremur þakka ég öllum nær og fjær, er heiðntðu minningu hennar með margs Itonar minningargjöfum. Gnð blessi ykkur öll. Þorleifur Bergsson. I SSSSSSSSGi'WKXSSGSSSSS** BILASALAN KLAPPARSTÍG 37 árnar öllum viðskiptavinum sínum um land allt heillaríks komandi árs og þakkar viðskiptin á því Iiðna. Jafnframt leyfir hún sér að vekja athygli þeirra, sem ætla að kaupa bíla á hinu nýbyrjaða ári, á því, að hún hefir ávallt til sölu bif- reiðar af flestum gerðum, árg. frá 1933—1954. — Sér- staka athygli vill hún vekja á því, að hún hefir oft bifreiðar með stöðvarplássum. sssssssssssssssssggsgsggsssssssssssssssgieisgsssgsssssssssssssssassssss

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.