Tíminn - 06.01.1955, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.01.1955, Blaðsíða 3
3. blað. 3 TÍMINN, fimmtudaginn 6. janúar 1955. Við 123. götu í New York borg, á. Riverside Drive, hátt yfir Hudsonfljóti, þar sem víð sýni er mikið og þar sem helzt er von svalra vinda frá ánrii á heitumnsumardögum, stend ur hús eitt mikið og nefnist International House, eða al- þjóðahúsið. Þetta er gistihús fyrir skólafclk. International House er sjálfseignarstofnun, stofnsett og starfrækt í anda samstarfs og bræðraþels, í von um að skilningur cg samskipti ungs fólks: frá- öllum löndum undir hagkvæmum skilyrðum, megi Verða til þé\á áð skapa auk- ihn skilning -milli þjóða og með honum4kapa varanlegan grundvöll fyrir friði í heim- inum. Grundvöllur að þessari gtarfsemi var lagður með því áð Harry Rdmunds og kona Ijans byrjuðu árið 1910 að bjóða á heimiH sitt á sunnu- öagskvöldum, erlendu skóla- fölki, sem dv.aldist í New York borg, sem þau gátu páð til. En árið 1924 gaf hinn gjaf- mildi mannvinur John D. Rockefeller jr. lóð og peninga til þess að þetta mikla gisti- hús gæti orðið'byggt. b U' r. « J : Skilyrði fyrir vist á þessum stað er að viðkomandi sé inn ritaður til náms við einhvern eeðri skóla i bórginni. í 30 ár hefir þessi stofnun starfað. í 30 ár hafa yfir 25 þúsund skólanemendur búið á þessum stað og notið þar gleði, aðhlýnningar og skjóls. Um 500 ungmenna eiga þarna heimili um lengri eða skemmri tíma. Eitt af þeim mörgu ung- mennum, ■ sem þarna hefir Leiötogar SÞ. heimsækja fræga skðlastofnun íslenzk stúlka var fislltrúl Evrojsm við það tækifæri .4 myndfnni sjást, talið frá vinstri: Hashim Hilli, einn af fulltrúum íraks; ungfrú Afríka; Rafik Asha, formaður fyrir 4. nefnd þings S. Þ.; ungfrú Evrópa (Hjördís Ólöf Þór); dr. Eelec van Kleffen, forseti S. Þ.; ungfrú Norður-Ameríka; dr. Mohamed F. Jamali, fyrrv. forsætisrádherra íraks; ungfrú Suður-Afríka; dr. Ralph Bunelc, aðstoðarframkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna; ungfrú Asía. notið góðs, lýsir þakklæti sinu eitthvað á þessa leið: „Ég var einn, aleinn, í þess ari óumræðilega miklu og mér ókunnugu borg. Það var tekið á móti mér með opnum örmum. Mér voru gefin skil- yrði til að kynnast mér áður óþekktum verðmætum, sem búa með mönnum af fjarskyld ustu þjóðflokkum. Við vorum ungt fólk frá öllum kimum veraldar, fræðandi hvert ann að, knýtandi bönd vináttu og skilnings.“ í hverri viku eru haldnir fundir á International House. Á þessum fundum mæta merk ir menn og leiðtogar og flytja þar erindi. Þetta er einn lið- urinn í því að gera dvölina á þessu stóra heimili ánægju- lega og fræðandi. Stuttu áður en 9. þing Sam einuðu þjóðanna var lokið, kom í heimsókn til Internatio nal House hinn þekkti hol- lenzki stjórnmálamaður, sem nú er forseti á þingi Samein uðu þjóðanna, dr. Eelco van Kleffens, ásamt nokkrum öðr um fulltrúum frá S. Þ. Við þetta tækifæri voru 5 stúlkur valdar sem fulltrúar í móttökunefnd fjírir þessa gesti, ein fyrir hverja heims álfu. fslenzk stúlka var val- in til þess að vera fulltrúi Ev röpu, en hún er Hjördís Ólöf Þór, sem nú býr á þessu stóra gistiheimili. Meðfylgjandi mynd var tek in við þetta tækifæri. Atinning; Mikkel Þorláksson F. 29.9. 1868, d. 29.11. 1954. Nú ertu horíinn gamli, góði vinur, Guð mun blessa heimkomuna þína. Af vina stofni hljóðlátlega hrynur, hér hafði éz fundið eina perlu mína. Það er svo margt að minnast frá þeim stundum, sem mótazt hefir djúpt í sálu mína, Ljúfa gleði og innri frið við fundum við föðurlega og hlýja samvist þína. Því sóttum við í Móa á mót þitt, vinur, að Móar áttu hlýjan, bjartan arin, í stormum æsku vorrar varstu hlynur, sem veitti skjól, en ert nú héðan farinn. Því vil ég minnast Móa veru þinnar og maka þíns, hún Unnur var þar drottning. Hún fann og skildi skyldur stöðu sinnar, við skulum minnast þeirrar konu af lotning, Þið voruð samhend allt hið góða að gera, sem göfugt hjarta framast mátti „fnst Ungum jafnt sem öldnum vilduð ver» veitandi, já sú var ykkar stefna. Það var alltaf rúmt í ykkar rannl og ræðan létt með fróðleik ýmsum gefnuai, svo var ykkar gleði að miðla mannj mörgum gæðum, þó af smáum efnum, I Þið áttuð mikið rúm í hjarta og huga, hvergi hik að bæta úr annars þörfum. (Framhald á 6. slðu.) UNDRA-ÞVOTTAEFNIÐ BLAA Æ3r Rúsmæður! ISeviiið OMð nadra ]ivottailuftið BLÁA. Aldrei hcfir verið eins auðvelt að þvo þvottinu Sáldrið hinu ilmandi bláa OMO yfir vatnið og hrærið í. — Leggið þvottinn i bleyti í OMO-þvæl- ið stutta stund. — Sjóðið þvottinn, ef þér álítið þess þörf, en það er ekki nauðsynlegt. — — j Ekkert þvottaduft, sem enn hefir verið fund- / iö upp gjörir þvottinn hvítari en OMO. ALLT 6R SVO HVÍTT SVO | /L/VIANDI/ £ OMO er algjiirlega óskaðlegt OMO er Iilátt OMO er liezt Pitðer BtÁTTÍ Það er árangunfríkast að nota OMO án þess að blanda það með öðrum efnum! — Reynið 0M0 — og sannfærist um ágæti þess X-OMO 2-1K44T

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.