Tíminn - 12.01.1955, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.01.1955, Blaðsíða 3
8, blað. TÍMINN, miðvikudaginn 12. janúar 195!L S Enska bikarkeppnin Á laugardaginn fór þriðja úmferð í bikarkeppninni fram én þá hófu liðin úr 1. og 2. deild keppni. Talsvert var um óvænt úrslit eins og alltaf í bikarnum, en leikirnir fóru þannig: Arsenal—Cardiff 1—0 Ílackburn- • Swansea 0—2 Blackpöol—York City 0—2 Bolton—Millwall 3—1 Bournem.—W. Bromw. 0—1 Brentford—Bradford 1—1 Brighton—Aston Villa 2—2 Bristol Rövéis—Portsm. 2—1 Bury—Stoke City 1—1 Chelsea—Walsall 2—0 Derby—Manchester C. 1—3 Everton—Southend 3—1 Pulham—Preston 2—3 (•lateshead—Tottenham 0—2 erinjsteT^-Wdlverhampt. 2—5 Haraeþóbi—Barlington 1-1 Öuddersfield—Coventry 3—3 #ulj—Birmingham o—2 Iþswich—Bishop Auckl. 2—2 Leeds—Turqúay 2—2 Lincoln—Liverpool 1 —1 Jjuton—Workington 5 -0 Middlesbro—Notts C. 1—4 Plymouth—Newcastle 0—1 Readíng—Manchester U. 1—1 Rochdale—Charlton 1—3 Rotherham—Leicester C. 1- 0 Sheff. Ú.—Notts Forest 1—3 Slieff. W.—Hastings 2— 1 Sunderland—Burnley 1—0 Watford—Doncaster 1—2 W. Ham—Port Wale 2—2 Eins og sést af þessu tapaði Blackpoqli • : meistarinn f rá 1953, heima fyrir 3. deildar liðinu Yórk, og er það aðal ósensationin“i Úrslitin voru iféttlát, þar sem Blackpool átti ekkéft svar við hinum stutta samleik Yorkaranna sém' höguðu iéik sínum miðað •yið þær aðstæður, sem völlur inn þauð upp á. Önnur 1. deild ár lið, sem slegin voru út, voru Cardiff, Portsmouth, Leicest ér, Sheff. Utd. og Burnley, en af góðum 2. deildar liðum má jaefna Bláckburn, Fulham og jMiddlesbro. Arsenal lék nú í fyrsta skipti í bikarkeppninni við Cardiff síðan 1927, er þessi líð lentu þá í úrslitum og Car diff vann með 1—0. Úrslit urðu þau sömu nú hvað marka tölu snertir, en Lundúnaliðið sigraði á marki, sem Lawton skoraði fimm mín. fyrir leiks lok til mikillar ánægju fyrir hina 51 þús. áhorfendur. Ar- senal var í stöðugri sókn síð- ústu 20 mínúturnar. Leikur Sunderland og Búrn ley var mjög góður, og úrslit fengust þar ekki heldur fyrr en 5 mín. voru eftir. Þá tókst Elliot að skora fyrir Sunder- land, sei. hafði yfirleitt átt meira i leiknum. Bezti maður á vellinum var Daniel, sem nú er á sölulista Sunderland, og fæst fyrir 28 þús. pund. Meistarinn frá í fyrra, West Bromwich sýndi litla getu gegn 3. deildar liðinu Bourne- hiouth, en tókst þó undir lokm áð skora eitt mark, sem Will- íam var maður fyrir. Bourne ihouth missti í byrj un tvö cp in tækifaeri. >; Efsta liðið í 2. deild Black- þurn, tapaði heima fyrir S>yansea--;;pg kom það mjög á óvart, þar sem Blackburn hafði-mý-lega sigrað í Swansea }»deildakeppninni. En þetta ýar einn af þeim dögum, þeg ár ekkert heppnaðist fyrir Blackburn. Briggs nýtti ekki qpin tækifæri, og átti svo tvö stangarskot. Swansea lék bet ur. Medvin og Jones skoruðu, en Burgess, áður fyrirliði Tott enham, var bezti maður liðs- ins. Bristol Rovers sigraði Ports mouth i góðum leik. Ports- mouth hafði yfir i hléi. Gord on skoraði, en Bradford og Roost skoruðu fyrir Bristol i síðari hálfleik. Preston, sem komst í úrslit í fyrra, hafði yfirburði gegn Fulham. Finney lék upp á sitt bezta, og skoraði eitt mark, en Higham hin tvö. — Bury fékk fimm opin tækifæri gegn Stoke í byrjun leiks, sem öll voru misnotuð, og auk þess skoraði liðið ekki úr víta- spyrnu. — Chelsea vann Wal- sall mjög létt, en sýndi þó fá merki þess. að liðið sé í nógu gott til að vinna bikarinn. — Leikur Huddersfield og Cov- entry var spennandi. Hudders fieid hafði‘3—1 yfir á tímabili en lokasprettur 3. deildar liðs ins færði .þvi næstum sigur. Newcastle lék illá gegn Ply- mouth og var heppnasta liðið í umferðinni með því að sigra Notts County vann Middles- bro örugglega «g er það fyrsti leikurinn í þrjá mánuði, sem Middlesbro tapar heima. Notts County hefir staðið sig mjög vel að undanförnu og er það mest að þakka einum manni, Jackson, sem kom í jólaleyfi til Englands frá Kan ada. Hóf hann að leika með liðinu og hefir skorað 17 mörk í þessum fáu leikjum, og er ákveðinn í því að ílengjast í Englandi. Á mánud. vann Aston Villa Brighton með 4—2, og Port Vale vann West Ham með 3—1. í dag fara þessir leikir fram: Bradford. City—Brentr- ford, Stoke—Bury, Darlington —Hartlepools, Bishop Auck- land—Ipswich, Torquay— Leeds Utd., Liverpoöl—Lin- coln, Manch. Utd.—Reading, en á morgun leika Coventry og Huddersfield. Frá Bindindisfélagi ökuraanna Sökum þess, að stjórn B.F.Ö. hefir orðið þess vör, að sumum þyki vera furðu hljótt um félagið, vill stjórnin biðja blaðið vinsamlegast fyrir þær upplýsingar, að félagið sé við góða heilsu. Félagar þess eru að vísu enn ekki nema um 60, en allgott lið verður það að teljast, og vaknaður er áhugi fyrir stofnun félagsdeilda ut an Reýkjavíkur. Flest félög verða að yfir- stíga einhverja byrjunarörð- ugleika en sígandi lukka hefir löngum verið talin bezt. Ökilj anlega tók það nokkurn tíma að leita tilboða í nágranna- löndunum um gerð bílmerkja félagsins, og var að síðustu samið við vinveitta aðila í Noregi. Nú eru merkin komin og eru hin glæsilegustu. Þau verða nú afgreidd bráðlega til félagsmanna og verður staður og stund auglýst þegar þar að kemur. Þá geta félagsmenn sett merkin á bíla sína, mun það og fleira stuðla til þess, að félagið minni fremur á til veru síná eh fram að þessu. Félagið mun svo efla sig eft ir föngum til þess að geta rækt það hlutverk sitt, að stuðla sem bezt að bættri am ferðarmenningu og reglusemi á því sviði. Með þökk fyrir birtingna. Stjórnin. Esperanto og S. Þ. Skömmu eftir heimsstyrjöld ina síðari fór fram víða um lönd söfnun undirskrifta, þar sem skorað var á hin nýstofn uðu samtök Sameinuðu þjóð anna að beita sér fyrir við- tækri notkun alþjóðamálsins esperantos á alþjóðavett- vangi. Árangur þeirrar undir skriftasöfnunar varð ágætur í mörgum löndum, og hér varð hann sá, að á 5. þúsund ein staklingar og félagasamtök með um 30 þús. félagsmönn- um skrifuðu undir áskorun- ina. Áskorunin var undirrituö af um einni milljón einstakl- inga og félagasamtökum 16 millj. manna og afhent í aðal stöðvum Sameinuðu þjóðanna í Lake Success við hátíðlega athöfn sumarið 1950. Siðan var málið afhent Menningar og vísindastofnuninni, UNES- CO, og tekið til umræðu á þingi stofnunarinnar, sem nú er nýlokið í Montevideo i Úrúg vaj. Á þiginu urðu málalyktir þær, að 10. des. s. 1. var sam þykkt eftirfarandi ályktur. með 30 atkvæðum, en mótat- kvæði voru 5. „Þingið hefir rætt skýrslu aðalritarans um hina alþjóð legu áskorun um esperanto og 1) sér þann árangur, sem náðst hefir með esperanto á vettvangi alþjóðlegra menn- ingarsamskipta og til að færa þjóðir heims hverja nær ann arri, 2) viðurkennir, að árangur þessi sé í samræmi við tilgang og hugsjónir stofnunarinnar, 3) leggur fyrir aðalritarann að fylgjast með áframhald- andi þróun esperantos í vís- indum, menntum og menn- ingu, og aö vinna í þeim til— gangi með Almenna esperanto sambandinu í þeim málefnum er báðar stofnanir varða, 4) veitir því athygli, að ým is þátttökuríki hafa lýst yfir því, að þau séu reiðubúin að taka upp eða auka kennslu í esperanto í skólum sínum og æðri menntastofnunum, og biður þessi þátttökuríki að veita aðalritaranum stöðugar upplýsingar um þann árangur sem næst á þessum vett- vangi“. Áður hafði þingið samþykkt að veita Almenna esperanto- sambandinu (Universala Es- peranto-Asocio) réttindi ráð gjafarstofnunar gagnvart Menningar- og vísindastofn- uninni. Nánari fregnir hafa ekki borizt enn þá, en eftir þessu að dæma má í náinni framtíð búast við frekari fréttum af framgangi alþjóðamálsins. (Frá Sambandi islenzkra esperantista). 1 Notið Chemia Ultra- I tólaroliu og •portkrem. — | Ultrasólarolía eundurgreiolr | sólarljósiS þannig, aB bún tjk | ur áhrif ultra-fjólubláu gelal- | anna, en blndur rautu gelal- | ana (hltageislana) og gerir 1 þvi húSlna eSUlega brúna ra * hindrar aS hún brenm. Feat I nseatu bút. Ólafsfirðingar halda tvö afrnæli hátíðleg Frá fréttaritara Tímans í Ólafsfirði. Á miðvikudagskvöldið í fyrri viku voru tvö afmæli haldin hátíðleg í sameiningu. Var það tíu ára afmæli Ólafsfjarðar- bæjar og sextugsafmæli barnaskólans. Barnaskólinn varð að vísu sextxugur 1. janúar í fyrravetur, en af ýmsum ástæðum dróst að minnast þessara merkilegu tímamóta í sögu skólans þar til nú, að horfið var að því að sameina þessi tvö merkilegu afmæli. Afmælishófið fór fram í nýja barnaskólahúsinu með sameiginlegri kaffidrykkju og ræðuhöldum og sátu það um þrjú hundruð manns. Jóhann J. Kristjánsson, for maður fræðsluráðs setti hófið og bauð gesti velkomna. Ragn ar Þorsteinsson, kennari, kynnti ræðumenn og skemmti þætti, síðan söng kirkjukór- inn sálm. Þá flutti sóknar- presturinn, séra Ingólfur Þor valdsson, ræðu, en á eftir söng kirkjukórinn þjóðsönginn. Rætt við elztu nemendur. Seinna í hófinu flutti for- maður fræðsiuráðs erindi, þar sem hann rakti sögu skólans frá upphafi. Þá voru fluttir tveir samtalsþættir við tvo elztu nemendur skólans, þá Kristin Jónsson og Árna Jóns- son. Sigursteinn Magnússon, skólastjóri, ræddi við Kristin, en formaður fræðsluráðs við Árna og höfðu gestir hina mestu skemmtun af. Góð klukka að gjöf. Kvenfélagið Æskan færði skólanum að gjöf klukku með átta daga verki, hinn mesta forláta grip. Þá bárust skólan um heillaskeyti, m. a. frá menntamálaráðherra og f ræðslumálast j óra. Bæjarafmælis minnzt. Þessu næst kom þáttur bæj arafmælisins. Ásgrímur Hart mannsson, bæjarstjóri, flutti ávarp og Þorvaldur Þorsteins son, forseti bæjarstjórnar, ræðu, þar sem hann rakti mál efni og sögu bæjarins. Bænum bárust mörg heillaskeyti frá I gömlum Ólafsfirðingum og vinum. Að síðustu afhenti bæj arstjórinn sundlaugarverði Hartmanni Pálssyni til varð veizlu verðlaunabikar þann, sem Ólafsfirðingar unnu í nor rænu sundkeppninni á s. 1. sumri í bæjakeppninni, Ólafs fjörður, Seyðisfjörður, Nes- kaupstaður. Bikar þessi var frá Seyðisfirði. Ennfremur af henti bæjarstjóri elzta þátt- takanda hér á Ólafsfirði í sömu keppni, Jónasi Jónssyni verðlaunabikar frá Neskaup- stað. Á milli þátta voru sungin ættjarðarljóð undir stjórn Sig urðar Guðmundssonar, kenn ara. Þegar kaffidrykkju var lokið var afhjúpuð mynda- stytta af Grími heitnum Grímssyni, fyrrv. skólastjóra. gerð af Ríkharði Jónssyni. Björn Stefánsson, kennari, af henti skólanum styttuna með ræðu fyrir hönd gefenda, sem voru nemendur og vinir hins látna, en Sigursteinn Magnús son skólastjóri þakkaði gjöf- ina með ræðu. Um allar veitingar í hófinu sáu þau Gunnlaugur Sigur- sveinsson, matsveinn, og Birna Friðgeirsdóttir, kennari og gerðu þau það með hinum mesta myndarbrag. Að lokum var stiginn dans til klukkan fjögur um nóttina. Hófið fór allt hið bezta fram og var bæði skólanum og bænum til hins mesta sóma. Höfum heldur þaðT sem sannara reynist Hannibal Vildimarsson hefir beðið Tímann fyrir eftirfarandi athugasemd, sem ekki hefir fengist birt í Morgunblaðinu. Tíminn telur rétt að verða við þess ari ósk. Morgunblaðið á þakkir skildar fyrir þá þöglu hæ- versku, sem það hefir til þessa sýnt hinni nýkjörnu stjórn Alþýðusambands íslands. En þann 5. þ. m. var brugð ið út af þessari lofsverðu venju og forustugrein blaðs ins helguð Alþýðusamband- inu og hinni nýju stjórn þess. Gætir þar því miður nokk- urra mlssagna, sem blaðið er hér með vinsamlegast beð ið að leiðrétta. í upphafi forustugreinar- innar í Morgunblaðinu seg- ir: „Um áramótin var öllum starfsmönnum á aðalskrif- stofu sambandsins sagt upp störfum". Það rétta er, að engum starfsmanni hjá Al- þýðusambandi ísiands hefir verið sagt upp störfum. Fráfarandi sambandsstjórn hafði hagað ráðningu allra starfsmanna i skrifstofu sam bandsins þannig, að ráðn- ingartími þeirra rynni út af sjálfu sér við áramót án upp sagnar það árið, sem Alþýðu sambandsþing væri haldið. Af þessu leiðir þá einnig, að þau ummæli síðar í forustu greininni, að nú hafi verið gripið til þess að „reka þá starfsmenn, sem stjórn lýð- ræðissinna“ hafi ráðið —er röng með öllu. Sama gildir um þessa mála grein í forustugrein Mbl.: „Það hefir þannig orðið hlut verk Hannibals Valdimarsson ar, sem enn situr á Alþingi sem þingmaður Alþýðuflokks ins að standa fyrir brott- rekstri nokkurra alþýðu- flokksmanna af skrifstofu heildarsamtaka verkalýðsins, en leiða kommúnista þar tií sætis í staðinn. Kommúnist- ar munu nú hreiðra um sig innan Alþýðusambandsins að nýju, enda þótt þeir séu I miklum minnihluta innan verkalýðssamtakanna í land inu“. Við þessa frásögn Mbl. er í fyrsta lagi það að athuga, að enginn alþýðuflokksmað- ur þarf undan brottrekstri að kvarta af skrifstofu heild arsamtakanna — og í öðru lagi: Um þau mannaskipti, sem urðu hjá Alþýðusambandinu, þegar ráðningartími fyrrl starfsmanna lauk, er þetta eitt sannleikanum sam- kvæmt: Við starfi alþýðuf lokks- mannsins Jóns Sigurðssonar (Framhald A 6. *RSu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.