Tíminn - 13.01.1955, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.01.1955, Blaðsíða 6
 TÍMINN, fimmtudaginn 13. janúar 1955. 9. blaS> ÞJÓDLEIKHÖSID ÓPERURNAE Pagliacci Og Cavalería Rusticana Sýning föstudag kl. 20.00. Þetr honia í haust Sýning í kvöld kl. 20.00. Sýning laugardag kl. 20. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15—20,00. Tekið á móti pönt- unum. Sími: 8-2345, tvær línur. Pantanir sækist daginn fyrir sýn ingardag, annars seldar öðrum. 1. apríl árið 2000 Afburða skemmtileg, ný aust- urrisk stórmynd, sem látin er eiga sér stað árið 2000. Mynd þessi, sem er talin vera einhver snjallasta „satíra", sem kvik- mynduð hefir verið, er ívafin j mörgum hinna fegurstu Vínar-J stórverka. Myndin hefir alisl staðar vakið geysiathygli. Til j dæmis segir Aftonblaðið í Stokk hólmi: „Maður verður að standa skil á . ví fyrir sjálíum sér hvort maður sleppir af* skemmtileg- ustu og frumlegustu mynd árs- ins“. Og hafa ummæli annarra Norðurlandablaða verið á sömu lund. í myndinni leika flestir snjöllustu leikarar Austurríkis: Hans Mose, Hilde Krahl, Josef Meinrad. Danskur skýringartexti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. NYJA B10 — 1544 — Viva Zapata Amerísk stórmynd byggð á sönnj um heimildum um ævi og örlögj mexíkanska byltingarmannsins! og forsetans EMILIANOi ZAPATA. Kvikmyndahandritið j samdi skáldið JOHN STEIN- BECK. — MARLON RANDO, j sem fer með hlutverk Zapata, erl talinn einn fremstu .karakter* leikurum, sem nú eru uppi. Jean Peters, Anthony Quinn, Allan Reed. ‘ j Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ — HAFNARFIRÐI - Vanþahhlútt hjarta Itölsk úrvalsmynd ef'cir sam nefndri skáldsögu, sem komið hefur út á íslenzku. Carla del Poggio hin fræga nýja ítalska kvik- myndastjarna. Frank Latimore Danskur skýringartexti. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 184. HAFNARFjARÐARBÍÓ Vaneiitino Geysi íburðarmikil og heillandi ný amerísk stórmynd í ðlileg- um litum. Um ævi hins fræga leikara heimsins dáðasta kvenna gulls, sem heillaði milljómr kvenna í öllum heimsálfum á frægðarárum sínum. Bönnuð innan 12 ára. AUSTUR5ÆJARBÍÓ | Ferhciidur . . . Frænka Charleys Afburða fyndin og fjörug, ný,l ensk-amerísk gamanmynd lit-j j um, byggð á hinum sérstaklega j vinsæla skopleik, sem Leikfélag j jReykjavíkur hefir leikið að undj j anförnu við metaðsókn. Inn í myndina er fléttað mjög I j fallegum söngva- og dansatrið- | um, sem gefa myndinni ennþá j [ meira gildi, sem góðri skemmti- [mynd, enda má fullvist telja I | að hún verði ekki síður vinsæl J j en eikritið. Aðalhlutverk: Ray Bolger, Allyn McLerie, Robert Shackleton. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 2 e. h. GAMLA BÍÓ Sími 1475. Aslin sigrar (Tlie Light Touch) Skemmtileg og spennandi ný bandarísk kvikmynd, tekin í löndunum við Miðjarðarhafið. Aðalhlutverk: Stewart Grangcr, hin fagra ítalska leikkona Pier Angeli og George Sanders. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 12 ára. Sala hefst kl. 2 e. h. TRIPOLI-BÍO Sfmi 1182 Barharossa, konungur sjó- rænlngjanna (Raiders of the Seven Seas) Æsispennandi, ný, amerísk mynd í litiftn, er fjallar um ævin týri Barbarossa, óprúttnasta sjó ræningja allra tíma. Aðalhlutverk: John Payne, Donna Reed, Gerald Mohr, Lon Chaney. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum. »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ÍTJARNARBÍÓ Óskars verðlaunamyndin Glcðiilagnr í Róm ÍPRINSESSAN SKEMMTIR SÉR j (Roman Holiday) í Frábærlega skemmtileg og vel j ileikin mynd, sem alls staðar hef- j 1 ir hlotið gífurlegar vinsældir. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ■♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ HAFNARBÍÓ Slmi 6444 Eyja leyndar- dómanna (East of Sumatra) | Geysispennandi ný amerísk kvik Jmynd 1 litum, um flokk manna, !sem lendir í furðulegum ævin- (týrum á dularfullri eyju í Suð- j urhöfum. Jeff Chandler, Marilyn Maxwell, Anthony Quinn. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. j I Vandaðir trúlohmarhríngir JónDalmannsson gM.ÍÍ&Trdoufis SKÓLÁýoRéÖSTÍAZI - SÍMl 3445 (Framhald af 4. slðu). Norðurlandi, en hér hefir ver ið getið, og verður þeim þætti fararinnar gerð nokk- ur skil annars staðar. En alls staðar voru viðtök- urnar jafn ástúðlegar og höfðinglegar; ég nefni sem dæmi hina frábæru móttöku, er við áttum að fagna á ætt- arslóðum konu minnar í Þykkvabænum, í virðulegu boði Siglfirðinga, á Blöndu- ósi og annars staðar í Húna- bingi, á Selfossi, og enn víð- ar. Sagan var hin sama hvar vetna. Við sáum daglega ríku leg merki þess í heimferð- inni til ættlandsins, að orð Sigurðar Breiðfjörð um ís- lenzka gestrisni, er ég vitn- aði til í málsbyrjun, standa enn í fullu gildi, og að hún er eitt af djúpstæðustu og feg- urstu einkennum þjóðarinn- er, rótfest í mannást henn- ar og höfðingslund. Sam- runi þeirra tilfinninga er að alsmark manndóms hjá hvaða þjóð, sem um er að ræða. Gagiirýiiin . . . (Framhald af 5. síðul. Gagnrýni þessi hefir því góðu heilli borið verulegan árangur a. m. k. í bili. En Mbl. hefir «ð sjálfsögðu ekki manndóm til að viðurkenna þetta, heldur skrökvar því upp á Tímann, að hann hafi heimtað Helga Benediktsson undanþeginn lögunum, þegar Tíminn hefir raunve?ulega krafizt þess að sömu lög væru látin ná til hans og annarra. Slíkur útúr snúningur er svoi augljós, að hann ætti engan að blekkja eða dylja fyrir mönnum þá staðreynd, að umrædd gagn- rýni Tímans hefir orðið til þess að draga stórlega úr spill ingu í réttarfarinu, þótt því verði ekki komið í farsælt horf meðan stjórnmálaástand ið gerir ekki fært að leysa Sjálfstæðisflokkinn frá þess um og öðrum stjórnarstörfum. IJiii kirkjurækni (Framhald af 3. síðu). þennan „nýja“ hugsunarhátt „hvíla í friði“. Rvík, 1. jan. 1955. Kirkjugestur. PILTAR ef þið eigið stúlk- una, þá á ég HRINGANA. Kjartan Ásmundsson, gullsmiður, - Áðalstræti 8. I Sími 1290. Reykj avík. 1 IMIIIIMIIIIIIIIIIIIIMMIIIMIIIMIIIIIIIIIIMMIIIIIIIIIIIItllllMI | Blikksmiðjan | 1 GLÓFAXI I i HRAUNTEIG 14. — Sími 7236 = iiimniiiiiiiiiinimniuiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiinmiinf Pearl S. Buck: 33. HJÓNABAND Tveim dögum síðar, er hann gekk heimleiðis niður hæð- ina fann hann bréf í póstkassanum við hliðið. Það var frá! föður hans. Rithönd hans var orðin óstyrkari og ellilegri, sá hann. . „Kæri William. Ebse og maður hennar ætla að dvelja hjá okkur um þessa helgi áður en þau sigla. Okkur mömmu þinni datt í hug, að þú heíðir kannske gaman af að hitta hana, og hana langar til að sjá þig. Viltu ekki dvelja hjá okkur þessa helgi? Það yrði okkur mikil ánægja. Móðir þín sendir þér beztu kveðju. Pabbi þinn“. Jæja, þau vildu að hann hitti Elise, það var fyrsta hugsun hans, og móðir hans hafði ekki fengið sig til að skrifa honum. Hún hafði beðið föður hans að skrifa þetta bréf. Þar var ekki minnzt á Rut. Hann stóð stundarkorn kyrr með bréfið I bendínni og horfði á rithöndina. Þau óttuðust vandræði. Vafalaust hafði faðir hans sagt konu sinni frá fundum þeirra Rutar og frá feimni hennar og þögn. i — Það var eins og að sitja andspænis vinnukonu, fannsfi honum hann heyra föður sinn segja. Hann gat ekki hugsað sér, að Rut hefði minnt föður sinn á neitt annað. — Ó, elsku konan mín, sagði hann ástríðufullur og horfði á bláan, þöglan himin. En þó gat hann vel skilið foreldra sína. Þetta stafaði ekki einvörðungu af mikillæti þeirra. Það var sama ástæðan og hjá Rut, þeir þekktu ekki fólk af hennar bergi og óttuðusfi það því. Faðir hans hafði verið alveg eins vandræðalegur gagnvart Rut og hún gagnvart honum. Hann hélt af stað með bréfið í hendinni, gekk rösklega hsim að bænum. — Rut, kallaði hann. Plún stóð bak við húsið og var að hengja upp hvítan þvott, en goian var snörp og hún átti í vandræðum með að festa stæistu lökin Hún lyfti höndunum hátt yfir höfuð sér. — Svona vildi ég mála þig, hvílík mynd, hrópaði hanh ákatur, er hann sá hana. — Vertu ekki að masa um myndir, reyndu heldur að koma og hjálpa mér, kallaði hún aftur til hans. Hann var til lítils liðs við það. Hendur hans voru slett- óttar eftir málarastörfin, og fingraför hans sáust á hvítu líninu. i — Jæja, sagði hún glaðlega. — Farðu þá inn. Þá sá hann, að bréfið, sem hann hafði haldið á, fauk yfir grasflötinn. Hann þaut á eftir því og náði því, kom svo með pað til hennar. — Rut, segðu mér, hvað þú vilt að ég geri. Hann las bréfið fyrir hana og leit sem snöggvast í augu hennar yfir blaðið, hafði í laumi nánar gætur á brúnum hennar. Hún horfði beint framan i hann án svipbreytinga. — Hvað viltu gera sjálfur? spurði hún rólegá. — Aðeins það, sem þér fellur í geð, sagði hann. Ilún vék aftur að bréfinu. — Hver er þessi — Hún hikaði við að nefna nafnið eða mundi það ekki. — Elise? Æskuvinkona mín. — Langar þig til að sjá hana? — Ekki mjög mikið. — Hvers vegna ertu að spyrja mig um þetta? — Þetta eru foreldrar mínir. Og þá langar til að sjá mig. Sólin skein á hvítt og rjótt andlit hennar, en þar voru eTTgin svipbrigði. Blá augu hennar horfðu á hann efalaus og Þiklaus. Varir hennar voru aðskildar, og sólin skein á hvítar tennur hennar. Hún andaði djúpt og rólega, og fegurð- in Ijómaði af hreysti hennar. Svo sigu augnalokin. Hím laut eftir línstykki og bjóst til að halda áfram að hengja bvottinn á snúruna. — Það er ekki á mínu færi að segja þér, hvað þú átt að gera í þessu efni. Hann leit niður á háls hennar, hvítan og mjúkan undir brúnu hárinu. — Þú átt að segja álit þitt um það, sem varðar okkur bæ*i, sagði hann. — Ég geri ekki ráð fyrir, að það hafi nokkur áhrif á sam- band okkar, þótt þú farir. Hérna, taktu í þetta á móti mér. Við skulum vinda það betur. Hann gerði sem hún bað og hélt fast á móti henni, er hún sneri af afli upp á og vatt nokkra dropa úr lakinu. — Ef þér finnst réttast að ég fari, þá geri ég það, annars ekki. — Þú veizt, að ég segi ekki annaö en mér finnst, sagði hún. Mælti hún af öllum huga, eða lét hún aðeins svo, hugsaði hann. — Ég veit það, elskan mín, sagði hann. Hún var nú með allan hugann við þvottinn, og þegar hún laut næst yfir balanri og teygði sig eftir næsta línstykki, kyssti hanh á’ háls hennar og gekk brott. Og svo fór hann til húss foreldra sinna. Hann gi?ti þar og hugleiddi, hvernig það verkaði á hann. Var það gott að sofa í gamla rúminu sínu? Var það betra en hann hafði vænzt? Hann komst ekki að neinni niðurstöðu. Honum kom: allt rnjög kunnuglega fyrir sjónir, fannst sem hann hefði aðems verið dagstund að heiman, og móttökurnar voru á' þá lund, nema nú spurði enginn hann, hvar hann hefði verið eða hvað hann hefði séð. Hann gekk um húsið, lék á píanóið og skoðaði málverkin. Faðir hans var að gera út um viðskipti og sendi símskeyti til Rómar. Allt virtist óbreytc. • — Ég ætla að síma til Louise og Monty og vita hvort

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.