Tíminn - 19.01.1955, Side 1

Tíminn - 19.01.1955, Side 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Utgefandi: Pramsóknarflokkurlnn Skrifstofur í Edduhúsi Préttasimar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 39. árgangur. Reykjavík, miðvikudaginn 19. janúar 1955. 14. blað. Akveðið að byggja f élagsheim iii og skóla í Hrafnagiishreppi Þeg’ar myndarleg framlög frá hrcpp, ung- mcnnafélagi og kvenfél. til byggingarinnar Frá fréttaritara Tímans á Akureyri. Um síðustu helgi boðaði hreppsnefnd Hrafnagilshrepps til almenns hreppsfundar að Hrafnagili og lagði þar fram tillögu þess efnís að hafizt yrði handa um byggingu félags- beimilis í hreppnum. Var tillagan ' amþykkt einróma og ákveðið að hefjast handa sem allra fyrst. Seljalandsá brýzt yfir veginn Frá fréttaritara Tímans á Hvolsvelli. Seljalandsá undir Eyja- fjöllum hefir bólgnað all- mikið upp nú í frostunum og hlaupið yfir veginn hjá Seljalandi, svo að hann er nú ófær litlum bílum fyrir vatnselg, krapi’ og klaka. Mjólkurbílarnir og aðrir stærri bílar komast þó leiö- ar sinnar. Annars eru vegir snjó- lausir að kalla og léttir sem á sumardegi. Frostin hafa verið geysímikil hér um slóð ir en veður þó sæmilega stillt. Hefir frostiö komizt upp í 20 stig hér. PE. ------- .iMB » — ----- Ópernrnar tvö kvöld í röð Óperurnar tvær, I Pagliacci og Cavalleria Rusticana voru sýndar tvö undanfarin kvöld í Þjóðleikhúsinu, og voru það 12. og 13. sýning. Það er ekki venja að hafa tvær sýning- ar óperanna í röð, en til þessa ráðs var þó gripið í þetta sinn vegna hátíðarsýn ingar Gullna hliðsins á föstu dagskvöldið kemur og einn- ig vegna þess að aðsókn hefir verið góö að óperunum og nú munu aðeins vera örfáar sýn ingar eftir. Hið nýja félagsheimili á að reisa að Hrafnagili, þar sem fyrir er gamalt samkomuhús, og er ráðgert að nota- það á þann hátt að fella það inn í nýju bygginguna með svipuð um hætti og gert var í fé- lagsheimilinu Sólgarði í Saurbæj arhreppi. Einnf'r skóli. Þá er og ákveðiö að byggja heimilið svo, að þar verði einnig skóli sveitarinnar. — Halldór Guöjónsron, oddviti, hét þegar 10 þús. kr. til bygg ingarinnar af hreppsins hálfu. Ungmennafélagið Framtíðin hét 25 þús. kr. og kvenfélagiö Iðunn 20 þús. kr. Verður reynt að vinda sem bráöastan bug að bygging- unni og er fyrir því mikill á- hugi í hreppnum. Dísllraístöðvar seííar saman liér Landssmiðjan hefir tekið upp þá nýbreytni að setja saman rafstöðvar. Þetta eru þriggja kv. stöðvar taldar hentugar sveitabýlum. Kaup- ir smiðjan dísilmótor og raf- al hvort i sínu lagi, setur sam an og smíöar undir þá. Spar ar þetta um 30% gjaldeyris, sem til slíkra stöðva þarf en þær verða ekki dýrari en inn keyptar samsettar eins og verið hefir. Settar hafa verið samsn tíu slíkar stöðvar og ein þegar verið sett upp á Skinnastað hjá Páli Þorleifs syni, prófasti. Er talið hægt að setja saman rafstöðvar af stærri gerð hér. Nokkrir Eyjabátar með reknet við Heimaklett Frá fréttaritara Tímans í Vestmannaeyjum. Síldveiði vai’ð minní á ytri höfninni í Vestmannaeyjum í gær en í fyrradag, en þá fengu bátar upp í 40 tunnur í lagnet yfir daginn. í fyrradag voru um 10 bát ar við þessar veiðar og veiddu nokkrir ágætlega í lagnet. Síldin, sem veiðist þarna, er hafsíld og virðist vel fallin til beitu en á það reynir, þeg ar róið verður með hana á beittri línu í kvöld. í gær voru nokkrir bátar við þessar veiðar, en aflinn varð lítill. Sá báturinn, sem bezt aflaði, fékk um 10 tunn ur. Enda þótt ekki sé um mjög mikið síldarmagn að ræöa, veröur þessi síldveiði þó til þess, að bæta nokkuð úr þeim tifinnanlega beitu- skorti, sem fyrirsjáanlegur er í vetur, nema til komi inn- flutningur á beitusíld. Nokkrir bátar lögðu síld- arnet sín á ytri höfninni í Eyjum í gær og létu þau liggja í nótt. Fltmg i’iiai yfir AtUmishaS Þcssi fimmtugi AmeríkumaiJur, I.lax Conrad, flaug nýleffa yfir Atiants- l’"(fið einn síns llðs á mettíma. Myndin er tekin, er hann lenti í París. Ilann er ánægður en finnst annars ekki mjög til um af-«di sitt. Aðalfundur Frara- sóknarfélagsins á Selfossi Framsóknarfélagið á Sel fossí lieldur aðalfund sinn á fimmtudagskvöldið kl. 9 í Iðnaðarmannaliúsinu. — Fyrst verða venjuleg aðal- fundarstörf, en síðan fara fram umræður um hrepps- mál. Framsögumaður verð- ur Sigurður Ingi Sigurðsson. Allir Framsóknarmenn á Selfossi eru velkomnir á fundinn. Frystihólf handa öllum heimilum hreppsins Frá fréttaritara Tímans í Þykkvabæ. í sambandi við kartöflu- geymslu þá liina miklu, sem búið er að koma upp í Þykkvabænum, hefir hrepps félagið komið á fót mat- vælageym lu, þar sem hver einasta fjölskylda í hreppn urn getur fengi’ð leigt sitt frystihólf til að geyrna í matvæli og vetrarforða. Matvælageymslan er nú tilbúin, en tekur ekki til starfa fyrr en að hausti, þar scm mest not eru fyrir slíka starfsemi að haustinu þegar húsmæðurnar búa heímili sín undir veturinn. Eru menn því búnir að koma fyrir matvælum sín- um til vetrargeym lu, þeim sem geymd eru í frosti. En mikið hagræði verður að þessari matvælageymslu að hausti. Kartöf lugeymsla, sem kostar 1,5 millj. tilbúin í Þykkvabæ Frá fréttaritara Tímans í Þykkvabæ. í Þykkvabænum hefir nú verið tekin I notkun mikil kar- töflugevmsla, sem rúma mun um 7 þúsund tunnur af kar- töflum. Er hér um að ræða mikið mannvirki, sem má heita ; fullgert og kostar um hálfa aðra milljón króna. Hefir hrepps | félagið staðið fyrir þessum framkvæmdum. | Þykkvibærinn er eitt mesta ef ekki mesta kartöflurækt- arhérað á íslandi, og er því mikil þörf fyrir slíka geymslu þar. Áður höfðu margir bændur þar byggt sér kar- i töflugeymslur, en flestir i munu nú framvegis nota þessa fullkomnu geymslu, þar sem menn vona að hér sé um örugga og góða geymsluaðferð að ræða. Loftið kælt . Sama hitastigi er haldið í kartöflugeymslunni alla tíð, hvernig sem viðrar úti. Er þar um 2 stiga hiti og kæli- kerfi notað til að halda hit- anum reglubundnum. Venju lega þarf að láta loftið, sem dælt er inn um geymslurnar, fara í gegnum frystirör til að kæla það, þar sem loftiö er oftast hlýrra en tvö stig. Þessa dagana þarf þó ekki kælingar með, og er loftinu dælt beint að utan inn í geymslurnar. Er þetta hitastig talið heppilegast til að geyma við kartöflurnar. Er þessa dag- ana verið að ljúka við upp- setningu kælivélanna en því verki er lokið nokkru seinna en upphaflega var gert ráð fyrir. Kartöfluuppskeran í Þykkva bænum varð, þegar til kom í haust, vel fyrir ofan með- allag og uppskeran úrgangs- lítil, þar sem engra kvilla varð vart í kartöflunum í haust, en þeir hafa oft gert kartöflubændum mikinn skaða. Nýir samningar milli STEFS og útvarpsins í gær undirrituðu formað- ur STEFs og útvarpsstjóri nýjan samning milli STEFs og Ríkisútvarpsins. Eftir hin- um nýja samningi fær STEF sömu hundraðstölu afnota- gjalda og samkvæmt fyrri samningi, en vegna hækk- unar afnotagjalda verða greiðslur til STEFs fyrir flutningsrétt mun hærri en áður. Þá greiddi Ríkisútvarp ið STEFi einnig ákveðna upp hæð fyrir upptökuréttindi íslenzkra verka til síðustu áramóta. Leiða samningar þessir til þess, að hægt verð ur nú þegar að tvöfalda höf undalaun þau, er STEF greiddi íslenzkum rétthöfum fyrir áramót. Eyjabátur í þriöja róðri búið að beita hjá öðrum Sjóuieiui tclja niikiim fisk á miðniium, cn tckur illa kcitn vcgna inikillai* síldar Einn bátur í Vestmannaeyjum er búinn að rjúfa róðrar- bannið og byrjaður róðra, og annar var tilbúinn með beítta línu í gærkvöldi, en gat ekki róið þá vegna smávægilegrar vélbilunar. Það var hinn nýi Svíþjóð- arbátur, Frosti, sem hóf sjó- sóknina frá Eyjum í fyrri- nótt og fór langt með lín- una. Lagði hann austur af Portlandi, en aflinn var held ur lítill, eða um 3 lestir. Togarar ágengir. Togarar eru ágengir á þess um slóðum og togaði einn þeirra yfir línu bátsins með- an hann var yfir línunni og tók talsverðan hluta hennar með sér. Báturinn kom seint heim til Eyja í fyrrakvöld, en reri strax aftur þá um nóttina og fór þá mun styttra. Var lín- an þá lögð á heimamiðum skammt fyrir vestan Eyjar og fékk báturinn þá um 4 lestir af ágætum fiski. Var helmingur aflans ýsa, og er aflinn allur unninn hjá ís- félagi Vestmannaeyja, flak- aður og frystur. Skipstjóri á þessum nýja bát er kornungur Vestmanna eyingur, Ingólfur Matthías- son, sem byrjar skipstjórn sína á Frosta. Fiskilegt á miðunum. Segir Ingólfur, að fiskilegt sé á miöunum, en síld sé víða um sjó og fiskurinn ofarlega að elta hana og láti því illa við beitu á línu. Hinn Vestmannaeyjabátur inn, sem er að hefja róðra, heitir Skallagrímur. Beittu skipverjar bátsins í gær og átti að róa í gærkvöldi, en fresta varð sjóferðinni vegna smávegis bilunar i vél. Ekkert er að frétta af deil um útgerðarmanna og sjó- (Framhald á 7. slðu). u

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.