Tíminn - 22.01.1955, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.01.1955, Blaðsíða 6
6. TÍMINN, laugardaginn 22. janúar 1955. 17. blað. M^íí’ ÞJÓDLEIKHÚSID Þeir liomu í huust Sýning í kvöld kl. 20.00. Bannað fyrir börn innan 14 ára Óperurnar Pugllucci og Cuvuleríu Rusticunu Sýningar sunnudag kl. 20.00, UPPSELT. þriðjud. kl. 20 og miðvikud. kl. 20 Aðeins tvær sýningar eftir. Gullnu hli&iS Sýning fimmtudag kl. Pantanir sækist fyrir kl. 19.00 daginn fyrir sýningardag. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15—20.00. Tekið á móti pönt- unum, sími: 8-2345, tvær línur. Pantanir sækist daginn fyrir aýn ingardag, annars seldar öðrum. Crippe CreeU Ofsa spennandi, ný, amerísk lit-> mynd um gullæðið mikla í Colo- j rado á síðustu öld. Mynd þessí, j sem að nokkru er byggð á sönn- um atburðum, sýnir hina marg-j slungnu baráttu, sem á sér staðj um gullið. George Montgomery, Karin Booth. Bönnuð börnum innan 14 ára. j Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ — 1544 — Rrotnu örin (Broken Arrow) Mjög spennandi og sérstæð, ný,! amerísk mynd í litum, byggð áj sannsöguiegum heimildum frá j þeim tímum, er harðvítug víga-j ferli hvítra manna og Indiánaj stóðu sem hæst og á hvern háttj varanlegur friður varð saminn. James Stewart, Jeff Chandlér, Debra Pagct. Bönnuð börnum innan 12 ára.J Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hið bráðskemmtilega Jólu-„Shotv“ Teiknimyndir og íleira. Sýnd kl. 3. Síðasta sinn. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ BÆJARBÍO — HAFNARFIRÐI - Vunþuhklátt hjurtu Carla del Poggio hin fræga, nýja, ítalska kvik- myndastjarna. Frank Latimore. Danskur skýringartexti. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. >♦♦♦♦♦••»♦♦♦♦♦♦ HAFNARBIO Siml 6444 Ný Abotto og Costello-mynd Að fjallakaki . (Comin’ round the Mountain) Sprenghlægileg og fjörug, amer- ísk gamanmynd um ný ævintýri hinna dáðu skopleikara Bud Abbott Lou Costello ásamt hinni vinsælu dægurlagasöngkonu Dorothy Shay Sýnd kl. 5, 7 og 9. LEKFÉIAG SU^gEYKJAVfiOJg tffi Frœnku Churleys 63. sýning í dag kl. 5. IVðl Sjónleikur í 5 sýningum. Brynjólfur Jóliannesson aðalhlutverkinu. Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasala í dag kl. 4—7 og á morgun eftir kl. 2. Sími 3191. AUSTURBÆJARBÍÓ Rjuryið bttrninu tnínu (Emergency Cail) Afar spennandi og hugnæm, ný, ensk kvikmynd, er fjallar um baráttuna fyrir lífi lítillar telpu. Sagan kom sem framhaldssaga í danska vikublaðinu „Familie Journalen" undir nafninu ,Det gælder mit barn“. — Danskur skýringartexti. Aðalhlutverk: Jennifer Tafler, Anthony Steel, Joy Shelton. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Frœnku Churleys Afburða fyndin og fjörug, ný, j ensk-amerísk gamanmynd í lit-! um, byggð á hinum sérstaklegaj vinsæla kopleik. Aðalhlutverk: Ray Bolger, Allyn McLerie. Sýnd kl. 5. Sala hefst kl. 2 e. h. GAMLA BÍÓ Síml 1475. Hjartuyosinn (The Knave of Hearts) Bráðfyndin og vel leikin ensk- frönsk úrvalsmynd, sem hlaut metaðsókn í París á s. 1. ári. — Á kvikmyndahátíðinni í Cann„s 1954 var RENE CLEMENT jör inn bezti kvikmyndastjórnand- inn fyrir myndina. Aðalhlutverk: Gerar'J Philipe Valerie Hobson Joan Greenwood Natasha Parry. Bönnuð börnum innan 14 ára. . Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ Sími 1182 Vuld örluyunnu (láa Forza Del Destino) Frábær, ný óperumynd. Þessi ópera er talin ein af allra beztu óperum VERDIS. Hún nýtur síu sérstaklega vel sem kvikmynd, enda mjög erfið uppfærsla á eik sviði. Leikstjóri: C. Gallone. Aðalhlutverk: Nelly Corrady, Tito Gobbi, Gino Siniberghi. Hljómsveit og kór óperunnar £ Róm undir stjórn Gabriele Santinni. Sýnd kl. 7 og 9. Næst síðasta sinn. Bönnuð börnum yngri en 14 ára Rurburossu, konunyur sjórten- inyjunnu Sýnd kl. 5. TJARNARBÍÓ Óskars verðlaunamyndin Gleðidagur í Róm PRINSESSAN SKEMMTIR SÉR (Roman Holiday) Sýnd kl. 9. Golfmeistururnir (The Caddy) Sýnd kl. 5 og 7. Sagt upp vegna of mikils kynþokka Hinni fögru 29 ára gömlu Avis Scott, sem komið hefir fram sem kynnir i brezka sjón varpinu undanfarna 10 mán- uði, hejir nú verið sagt upp starfinu, að eigin sögn vegna of mikils kynþokka. Hún hringdi fyrir nokkrum dögum til allra vina sinna innan blaðamannastéttarinnar og tilkynnti þeim hinn sorglega atburð, en af því að ávallt er betra að athuga málin frá báðum hliðum, sneru þeir sér svo til BBC. En skýringarnar á uppsögn inni hafa orðið margvíslegar. Einn yfirmanna BBC, Clive Rawes, gaf þessa skýringu: Þulirnir verða að hafa virðu- lega framkomu, og tala á þann hátt, að auðvelt sé að skilja þá. Þeir mega ekki not fsera sér persónulegan „sjarma“, jafnvel þótt þeir hafi hann til að bera. Og Avis Scott sagði sjálf nýlega: Ráðamenn BBC hafa alltaf haft hálfgerða óbeit á hinu flegna hálsmáli á kjólun um mínum. Iliilliiiiilliliiliiiiiiiiiiflliiiiiiiiiiilliiiiiilliliillllliiiiiiiii | Svendborgar| | þvotíapottar | SCANDIA- ELDAVÉLAR ætíð fyrirliggjandi. | BIERING I | Einkaumboð fyrir 1 L. LANGE & CO. A/S | Svendborg. s i lllllllllllllllllllllllllltllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll — Þetta er mynd, sem sýnir aðeins venjulegt, amerískt landslag en þó harla einkennandi, sagði William. — Já, það er satt, sagöi faðir hans. — Það skeði undarlegur atburður meðan ég var að mála það, sagði William. — Býfluga hlassaði sér á það og festist í litaklessu. Mótið af væng hennar sat eftir, og mér fannst sem það tilheyrði myndinni. Barton gamli leit á son sinn. Hann hafði lagt frá sér gler augun og settist til þess að hvíla lúna fætur sína. Hann var orðinn mjög gamall, og honum var ætíð um geð að þurfa ?.ð tala um óþægilega hluti. En þau hjónin höfðu oft rætt um það sín á milli að tala alvarlega við William. . — Það er tilgangslaust að segja honum sannleikann, sagði hún fastmælt og þungbúin þennan morgun að loknum morg unverði. Aldurinn hafði gert hana bitra, kalda og efagjarna. Þannig fer ellin jafnan með konurnar. Maður hennar átti bágt með að skilja þetta. Hann sjálfur hafði orðið mildari, umburðarlyndari og geöhlýrri með aldrinum, eins og títt er um karlmenn. Hann herti allt í einu upp hugann, er hann sat þarna einn hjá syni sínum og ákvað að tala við hann af fullri hreinskilni. Bráðum yröi þaö of seint, því að hann sjálfur væri allur hvaða stund sem væri, og William tæki að eldast. — William, sagði hann. Þú hefir mikla listhneigö. Einu sinni hélt ég, að þú yrðir kanhske afburðamaður á þessu sviði. Hann leit á litlu myndina í horni bókasafnsins. — Mig dreymdi um, að hengja einhvern tíma mynd eftir þig upp í málverkasafni mínu. Ég hafði hugsað mér að hengja hana þar, sem síðasta mynd Corots hangir nú, og ég hafði hugs að mér, að það yrði með nokkurri viðhöfn gert að taka þá mynd niður og hengja þína mynd upp í staðinn. William reyndi að hlæja. — Nei, svo góður verð ég aldrei sagði hann. — Því gætir þú ekki orðiö það? sagði gamli gagnrýnand- inn. Hvers vegna ekki? — Listhneigð mín er ekki af neinum yfirburðum, sagði William og reyndi að leyna því, hve und hugar hans blæddi. — Nei, sagði faðir hans. Nei, listhneigö þin er stói’brotin, aðeins í viðjum. Moldin er of frjó, grænkan of safarík í verkum þínum. Mikilvægu formi er glatað. Þegar formið er ekki heilt, verður inntak myndarinnar ekkert. Mikil tækni drátta og lita er einskis megnug ein sér, William. — Haltu áfram, sagði William rólega. — Já, ég ætla að segja það, sem mér býr í brjósti, svar- aði íaðir hans. — Leitaöu einverunnar og reyndu að mála. Bráðum verður það of seint að leita hins nýja. Hann reis á fætur rólegur og fumlaus og sneri myndinni, sem hann hafði veriö að skoða, svo að hún vissi að veggn- um. —Þakka þér fyrir, sagöi William lágt. — Figum við ekki að koma inn til mömmu þinnar? sagði faðir hans. — Jú, svaraði William. Hann dvaldi í föðurhúsum langt fram á kvöld. Louise systir hans kom í heimsókn ásamt manni sínum og tveim kunningjum þeirra, ungri svarthærðri stúlku og ungum manni. Hann sá nú Louise og Monty tvisvar eða, þrisvar á ári, nógu oft til þess að viðhalda kunningsskapnum, en þó fannst honum hann vera einmana i þessum ættingja- og vinahópi. — Nei, ert þú hérna, William, sagði Louise. Já, komdu sæll, tautaði Monty og rétti honum langa og beinabera hönd. William tók kveðjunni dræmt og lézt ekki sjá hina fram réttu hönd. Hann fann allt í einu til megnrar andúðar á Monty. Monty var nú orðinn auðugur maður. Alþjóðleg bankaviðskipti virtust hafa fært honum auðinn. Þau hjón in dvöldu nú hálft árið í París. Barton gamli hafði heyrt um auðæfi Montys og séð þeirra vott í skartgripum Louise, Hann bað hann að kaupa málverk. — Ekkert er eins gott að eiga og góð málverk, sagði liann alvarlegur við Monty, — Þau veita gleði og hamingju og falla aldrei í veröi. En Monty leit köldum augum á málverk þau, sem tengda faðir hans dáði. Hann var af ööru sauðahúsi, og kunningj ar hans voru oft undarlegt fólk, eins og þessi hjú, sem nú komu með þeim. — Heldurðu, að fólki þínu mundi nokkuð þykja miður, bótt við kæmum með þessa gesti með okkur í kvöldverö til þeirra á morgun, Lou? hafði hann spurt. Hún þekkti þau ekki að öðru. — Mömmu gezt aldrei vel að því að fá ókúnnugt fólk í heimsókn, sagði hún kulda- lega. — Segðu henni, að þetta sé skyldfólk mitt, sagði hann. — En það er það ekki, Monty. Hann brosti háðslega til hennar. — Reyndu nú ekki að líkjast móður þinni, Lou, sagði hann. — Mér er ekkert um það gefiö að verða líka að fara að skrökva aö þér, góða mín. Það var einmitt .það, sem hún óttaðist, að hann mundi einhvern daginn fara aö Ijúga að henni, og þá væri hann henni glataður. Nú sagði hann henni, að þvi er hún áleit, allt sem hann gérðí eöa ætlaði að gera.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.