Tíminn - 23.01.1955, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.01.1955, Blaðsíða 2
TÍMINN, sunnudaginn 23. janúar 1955. 2. 18. blað Starfsemi líffærabanka vex ört og bjargar fjölda mannslífa árlega Ef svo illa stendur á, að þig vantar gerfiauga og átt heima í Bretlandi, þarftu ekki annað en útfylla þar til gert eyðu- blað og framvísa því í ráðuneyti, sem fjallar um styrkveit- ingar, og mun þá verða séð fyrir því, að þú fáir augað. Sama máli gegnir, ef þig vantar gerfifót, nema það eru aðrir aðilar, sem verða við beiðni þinni á eyðublaðinu. En þótt þróunin haíi leitt til þess, að hið opinbera er farið að hafa afskipti af málum þessum, eru gerfifætur eins gamlir í sögunni og stríð. Og gleraugu voru í notkun meðan kinversk menning var enn á unga aldri. í dag hafa orðið nokkr ar breytingar í þessum efnum. Miklu skiptirorðið að halda sjúkum á lífi og gera þá heilbrigða með hjálp annarra líkama, lifandi eða dauðra. Gerviraddbönd. Brezkur læknir hefir nýlega ritað grein, þar sem hann ræðir nokkuð helztu nýjungar á því sviði læknis- íræðinnar, sem fjallar um endur- nýjun bilaðra líffséra. Læknirinn segist nýlega hafa verið staddur á járnbrautarstöð og þá undrazt rödd eins járnbrautarstarfsmannsins. Að spurður kvaðst maðurinn notast við h'tinn raddkassa. Minntist þá lækn irinn þess að hafa heyrt getið um þetta tilfelli og síðar fann hann skurðlækninn að máli, þann, sem framkvæmdi aðgerðina, Barkarkýlið tekiff. Skurðlæknirinn sagði, að það væri ekki með öllu satt, að maður- inn gengi með raddkassa, en samt sem áður væri þarna um mjög évenjulegt tilfelli að ræða. Maður- inn gekk með sjúkdóm í barkakýl- inu, og þótt það væri tekið í burtu, Þótti sýnt, að loftgangurinn mundi stíflast seinna meir. Til að varna pví að loftgangurinn lokaðist, settu þeir slöngu í hann fyrir neðan til að halda honum opnum. Maðurinn hafði gaman af að synda í frístund um sínum, en vitanlega var honum drukknun vis, ef hann reyndi það með öndunarfærin í þessu ástandi. Hann var varaður við þessu, en :nú kom hugvit mannsins sjálfs til sögunnar. Hann leysti vandann með ;æki, er líktist einna helzt sjón- pipu kafbáts og synti eftir sem áður. Líffærabankar. Víðs vegar hefir verið komið upp ■ i'ííajrabönkum með góðum árangri. t:---- ■ ~-- --------- Útvarpid Ótvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. il,00 Messa í Laugarneskirkju. 3,15 Erindi: Hugleiðingar um Hávamál frá sálfræðilegu og siðfræðilegu sjónarmiði; síð- 'ara erindi (Símon Jóh. Ágústs son prófessor). .7,30 Barnatími. 20,20 Tónleikar (plötur). ,20,45 Leikrit: „Leikið á leirflautu", gamanleikur eftir Lars-Leevi Lestadius, í þýðingu Ragnars Jóhannessonar. — Leikstjóri: Ævar Kvaran. :22,00 Fréttir og veðurfregnir. .22,05 Danslög (plötur). : 23,30 Dagskrárlok. Ótvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. '20,30 Útvarpshljómsveitin. 20,50 Um daginn og veginn (Gísli Ástþórsson ritstjóri). 21.10 Einsöngur: Primo Montanari syngur; Fritz Weisshappel leikur undir á píanó. 31,30 Útvarpssagan: „Vorköld jörð“ eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson; V. (Helgi Hjörvar). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 32.10 íslenzkt mál (Bjarni Vil- hjálmsson cand. mag.). 22,25 Létt lög (plötur). 23.10 Dagskrárlok. Þar eru líkamshlutar geymdir, sem teknir hafa verið úr lifandi fólki, eða því sem er nýlátiö, og þessir hlutir síðan græddii' í sjúklinga, er þurfa endurnýjunar við. Allir hafa heyrt getið um blóðbankana og það eru fjölmargir, sem stöðugt eru reiðubúnir til að gefa blóð sitt. Þau líf, sem þessir blóðgefendur hafa bjargað, eru óteljandi. En þörfin fyrir blóðgjafir hefir aukizt að mun síðan stríðinu lauk. Hvitoíæði (Leu- kæmia) hefir farið mjög í vöxt síð- ustu árin. Sjúkdómurinn stafar af því, að hvítu blóðkornunum fjölgar óstjórnlega. í eðlilegu ástandi eru 7,500 hvít blóðkorn í fermillimetra, en þegar þessi sjúkdóimur hefir haldið innreið sína, teljast þau stundum 200.000. Þetta er tilefni nafnsins á sjúkdómnum, en það þýðir hvítt blóð. Dreyrasýki. Dreyrasýki er önnur tegund blóð- sjúkdóms, þar sem blóðbankinn kem ur í góðar þarfir. Margir þjáust af þessum ættgenga sjúkdómi og hefir hann lengi verið lægur í spönsku konungsættinni, svo að eitthvað sé nefnt. Dreyrasýkin er þannig, að stöðug hætta er á, að sjúklingnum blæði út, ef hann hruflar sig. Ef dregin er úr honum tönn, eða ein- hver önnur smávægileg aðgerð fer fram, er illmögulegt að stöðva blóð- rásina, af því að blóðið getur ekki storknað. Ættgengi þessa sjúkdóms er með einkennilegum hætti, þar sem móðir flytur sjúkdóminn til sonar, þótt konur fái ekki sjúk- dóminn og menn geti ekki borið hann. Þeir, sem þjást af dreyrasyki verða alltaf öðru hverju að fá blóð- gjafir. Slagæffabankar. Fyrir utan blóðbankana eru aðrir bankar starfandi, sem gegna merku og þörfu hlutverki. Meðal þeirra eru slagæðabankarnir. Nýlega fékk hátt settur maður í Bretlandi bót meina sinna vegna þess, að í hann var græddur slagæðarbútur og er hann nú við góða heilsu. Að vísu tókst þessi uppskurður ekki í Englandi, en sjúklingurinn var þá fluttur til Bandaríkjanna, en þar voru þessar aðgerðir fyrst hafnar, og þar var maðurinn læknaður. Stundum er stóra slagæðin (aorta) sjúk eða úr lagi gengin. Nú orðið er jafnvel hægt að græða nýjan hluta í hana og fjarlægja þann sjúka meö mjög vandasamri skurðaðgerð. Að sjálf sögðu er þá leitað til slagæðabank ans. Slagæðasjúkdómar hafa venju lega haft dauðann í för með sér, en nú er fariö að koma í veg fyrir hann með þessum aðgeröum og eiga bankarnir ekki minnstan þátt í aö gera það mögulegt. Skipt um vélhula. í þessu sambandi er vert að minn ast þess, að tekizt hefir með ágæt- um að skipta um vélinda í sjúklingi. Samt er enn of snemmt að segja nokkuð til fullnustu í þá átt, að aðferðin hafi verið fullkomnuð, en aðgerðin mun verða mikið notuð, þegar fullnaðarreynsla er fengin. Það eru margir, sem eiga við að striða sjúkdóma, sem gera það að verkum, að vélindað gegnir ekki sínu starfi. Verður oft og tíðum að gefa þessu fólki fæðu sína í gegnum magann. Þegar öruggt er að hægt sé að skipta um vélinda, mun þetta fólk geta kyngt á ný. Daufir fá heyrn og blindir sýn. Þegar hafa tekizt aðgerðir, sem veita daufum heyrnina í vissum til- viff skurffarborffiff fellum og blindum sýn. Heyrnar- leysið er læknað með uppskurði og er þá gervi-völundarhús sett í stað þess, sem ekki vinnur sitt starf. Þeg- ar um blindu er að ræða, er farið í hornhimnubankann. Hornhimnan er gluggi augans, og eins og á gler getur komið móða á himnuna, og þá er ekki hægt að sjá út. Þessum sjúkdómi er varizt með augnlokun- um, sem’ „fægja“ stöðugt „glugg- ana“ okkar. En stundum sýkist hornhimnan eða skemmist á annan hátt, þá er farið í bankann og sótt heilbrigð himna, sem er grædd á augað í staðinn fyrir hina. Þar eru einnig til starfandi beina- bankar. Oft gengur illa að græða saman bein í gömlu fólki. Þá er bein fengið úr bankanum og saumað við brotið, sem flýtir fyrir því að það grær saman og styrkir það. Hormafjarðarbátai* CFramhald af 1. 6íðu). og línupallurinn. Stýrishús iff fylltist af sjó, og nokkur ?jór fór einníg í háseta- klefa. Lítils háttar sjór fór í vélarrúm, en vélin stanz- affi þó ekki. Skipstjóri' á Sigurfara er Sigurffur Lár- usson. Lagffist undír Stokksnes. Eftir þetta hvarf báturinn frá innsiglingunni og leitaði austur fyrir Stokksnes. And- æfði hann þar um nóttina og varð ekki meira að. Leitaff aff línunni. Hvanney hafði átt eftir að draga 14 línur, er veðrið skall lá hún yfir línunni um nóttina og varð ekkert að hjá henni. í gær var komið sæmilegt veður. Fóru bátarnir þá út aftur að leita línunnar og fundu hana að mestu, Sigur- fari hafði átt ódregnar 20 línur og Helgi 24. Afli var lít- ill, því að bátarnir misstu mest af fiskinum af línunni við drátt í slíku veðri. í dag var ekki róið, en bú- izt við róðri í kvöld, ef veður spá verður ekki slæm. AA. sís (Framhald af 1. Bíðu). erfiðleikana heldur leggur djarfur til baráttunnar og sigrar. Aldrei hefir samvinn- an á íslandi staðið jafn traustum fótum og átt jafn- margra kosta völ í barátt- unni fyrir bættum líískjör- um þess fólks, sem notfæra vill sér félagskerfi og sam- hjálp samvinnustefnunnar. Starfsfólk SÍS og stjórn, sýndi það greinilega í þessu hófi, að menn telja það mikla gæfu fyrir samvinnusamtök- in í landinu, að þau skuli hafa átt þess kost að njóta starfs og leiðsagnar Vil- hjálms Þórs og fylgdu þeim hjónum margar góðar óskir frá samstarfsfólkinu. En jafnframt kom greini- lega í ljós, bæði í ræðum og samtölurn, að hinn ungi for- stjóri SÍS og kona hans eiga WWVWVWWWVWtfW<ftAiIWWWWWWWWWWWWWW,» I ÞAKKIR \ ;« Fyrir hönd sjúkrahússins að Egilsstöðum vil ég í færa kærar þakkir öllum þeim félögum og einstakling- ■; •l um á Fljótsdalshéraði, ásamt Kaupfélagi Héraðsbúa, ^ fýrir framlög sín smá og stór, til kaupa á Röntgentækj - 2« !; um fyrir sjúkrahúsið á Egilsstöðum. ;I ,* .. Ennfremur þakka ég öllum þeim, er góðfúslega ^ ;<‘ hafa hjálpað til við söfnun til kaupanna. >; í Megi öll samtök í þágu góðra málefna ætíð sigra. I* ;■ ■* *; Egilsstaðakauptúni, 14. janúar 1955. > ■■ •! .■ STEFÁN PÉTURSSON ;» í i WAV2'AVWA%VWA’VW,Wi^VAV.VWAWAW.'//rt Húseign á Akranesi til sölu Járnklætt timburhús á steyptum kjalla á mjög góð- um stað á Akranesi er til sölu og laust til íbúðar .nú þegar. í húsinu eru 3 herbergi og eldhús, þvottahús og geymslur í kjallara. Nánari upplýsingar veitir Valgarð ur Kristjánsson, Akranesi, sími 398. »5555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555: Húsmæðraskólinn á Hallormsstað mun halda námskeið í saumum og vefnaði er hefjast 1. marz og námskeið í matreiðslu og garðyrkju, er hefjast 1. april. Umsóknir sendist til forstöðukonunnar fyrir miðjan febrúar. ÁSDÍS SVEINSDÓTTIR. «ÍSS555SS555555555555555555555555555555555555555SSSSSS*55555SS5555S5S55 Tllkynning frá Skattstofu Reykjavíkur Frestur til að skila skattframtali rennur út 31. jan. næstkomandi. Skattstofan er opin til kl. 9 alla næstu viku og veitt aðstoð við framtöl. Skattstjóri miklum vinsældum að fagna meðal samstarfsfólksins. Enda mun það samdóma á- lit þeirra, sem þekkja Erlend Einarsson, að varla sé hægt að hugsa sér mann í þetta vandasama starf, sem hefir jafn mikla mannkosti og dugnað til að takast á við þau verkefni", sem hans hljóta að bíöa. En jafnframt þessa mikla starfstrausts hefir Er- lendur til að bera það göfug- lyndi, prúðmennsku og alúð, sem gerir það að verkum að hverjum samvinnumanni er það ánægja að veita sam- vinnustefnunni brautargengi við hlið hans. Jafnframt því sem þetta veglega hóf var til þess hald ið að kveðja forstjóra og heilsa öðrum var það líka árshátíð starfsfólks SÍS og dótturfyrirtækj a þess. (jfiierðiii (Framnald ar 1. slður- 50—100 bílar stórir og smá- ir, sem ekki komust leiðar sinnar einkum vegna þess að smábílar sátu fastir og tepptu leiðina. Vegagerðin sendi dráttarbíla og ýtur þangað og tókst að greiða úr og komust fólk og bílar leið- ar sinnar, en nokkuð var lið- ið á nótt, er greiðfært var orðið. Áætlunarbílarnir frá Reykj avík voru um 8—9 stund ir og kornu ekki til Keflavík- ur fyrr en kl. 1—2 í nótt. í gær var færð sæmileg þarna. Austan f jalls. Að því er Grétar Símonar- son mjólkurbústjóri tjáði blað inu í gærkveldi var mjög þung fært um sveitirnar austan fjalls í gær. Voru mjólkurbíl arnir mjög á eftir áætlun og voru að koma alveg fram á kvöld. Fimm eða sex bílar munu hafa öxulbrotnað í gær í ófærðinni. Heiðskírt veður var þar í gær, en skóf nokkuð. Mikill snjór í Hvalfirffi. í gær var unnið að snjó- mokstri á Hvalfjarðarleiðinni sem varð ófær í fyrradag. Var þar mikill snjór, einkum hjá Þyrli. Var unnið báðum megin frá, og í gærkveldi mátti heita lokið við að opna leið- ina, svo að hún verður væntan lega fær í dag. Iloltavörffuheiffi alófær. Ekkert viðlit er talið að koma bílum yfir Holtavörðu heiði. Til dæmis má nefna, að tveir Akureyringar lögðu af stað frá Fornahvammi í gærmorgun, en um hádegi voru þeir aðeins komnir að Krókslæk, og skruppu þá heim í Fornahvamm til að borða. / 7w&hm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.