Tíminn - 23.01.1955, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.01.1955, Blaðsíða 5
18. blað. TÍMINN, sunnudaginn 23. janúar 1955. 5. Hinn dæmalausi Leonard Jerome Iluiin vur ufi Winstons Churchills og treysti hinttm œrslafulla dóttursyni sínum, þótt öfírum œttniehnum litist elikert á drenyinn ! Sunnud. 23. jan. Dómur kommúnista um Nehru Sá dagur líður varla, að Þjóðviljinri stimpli núv. valda menn þjóðarinnar erindreka og undirlægjur Bandaríkj- anna. Á sömu lund eru líka dómar hans um aðra þá menn, sem vilja að þjóðin taki þátt í varnarsamtökum Atlantshafsþjóðanna til trygg Ingar friðinum í þessum hluta heims. Allt á það að Tera sprottið af erindrekstri fyrir Bandaríkin og - undir- lægjuhætti við þau. Ýmsir kunna að halda, að þessi áróður kommúnista sé eitthvað sérstaklega bundinn viö ísland. Því fer hins veg- ar fjarri. Áróður kommún- ista er alveg á sömu lund í Danmörku og Noregi vegna þátttöku þeirra ríkja í At- lantshafsbandalaginu. Þeir flokkar, sem standa að þátt- töku þessara ríkja í Atlants hafsbandalaginu, eru stimpl aðir erindírekajr og leiguþý Bandaríkjanna. Sama er sagt um forustumenn Bret- lands, Frakklands, Belgíu, Hollands, Ítalíu og Luxem- burg. Allir, sem til þekkja, vita þó vel, að Atlantshafsbanda lagið var ekki stofnað að frumkvæði Bandaríkjanna. Það var utanríkisráðherra hrezku jafnaðarmannastjórn arinnar, Ernest Bevin, er Vann manna mest að stofn un þessa bandalags, studdur af nær öllum frjálslyndum llokkum og mönnum í Vest- ur-Evrópu og þó alveg sér- ataklega af flokkum jafnað- armanna. Ástæðan til þess var óttinn við yfirgang komm únista, er höfðu lagt undir sig hvert Evrópuríkið á fætur öðru. Af hálfu Vestur-Evrópu þjóðanna var eindregið ósk- að eftir því, að Bandaríkin og Kanada yrðu með í sam- tökunum, þar sem þau yrðu of veik annars. Og enn mun fátt talið óæskilegra í Vest- I ur-Evrópu en brottför Banda ríkjanna úr þessum samtök- um. í umræöum í franska þinginu rétt fyrir áramótin, lýsti Mollet, foringi jafnað- armanna, yfir því, að friður inn í Evrópu byggðist á dvöl amerískra hersveita á megin landi Evrópu. Enginn fransk ur flokkur fylgdi líka hinu nýja varnarbandalagi Vest- ur-Evrópu jafn óskiptur og jafnaðarmannaflokkurinn. Stuðningur Vestur-Evrópu- * þjóðanna við Atlantshafs- bandalagið og varnir þess, er því síður en svo sprottinn af nokkurri þjónkun við Banda ríkin. Hann er sprottinn af þeirri nauðsyn, að sameigin legar varnir eru þessurn þjóðum óhjákvæmilegar eins og ástatt er í alþjóðamálum. Jafnframt er það hagsmuna mál þeirra, 'að Bandaríkin séu með í samtökunum, ef þau eiga að vera nógu öflug til að koma í veg fyrir styrj- öld. En það eru líka fleiri en þeir, sem standa að Atlants hafsbandalaginu, er fá þá dóma hjá kommúnistum, að þeir séu leiguþý og þjónar Bandaríkjanna. Sænsku kommúnistablöðin eru oft ó- spör á að gefa stjórn Svíþjóð ar þann vitnisburð. Yfirleitt mun það líka síður en svo Hinn kunni, danskj Tjlaðamaður, Jörgen Bast, hefir ritað eftirfar- andi grein um nýútkomna bók, scm Anita I.eslie hefir skrifað um liin ærslafulla ameríska f jármála- mann, Leonard Jerome, sem var afi stjórnmálamannsins heims- kunna, AVinstons ChurchiIIs. Greinin birtist í dagblaðinu Bcr- lingske Aftenavis. Á einu af stærstu augnablikum í lífi sir Winstons Churchiil, þegar hann ávarpaöi Bandarikjaþing, ár- ið 1941, komst hann m. a. þannig að orði: „Ég get ekki varizt því, að hugsa um, að ef faðir minn heföi verið Bandíarikjamaður en móðir mín ensk, í stað hins gagn- stæða, stæði ég ef til vill hér á þessum stað, án þess að þurít lreíði að bjóða mér hingað." Þessi orð Churchills vöktu upp mikla forvitni um hinn bandaríska uppruna hans. Þau vöktu einnig hugmyndaflug annars afkomanda hinna bandarísku forfeðra hans, Anítu Leslie, sem hóf að rifja upp gamlar sögur um afa Churchills og ömmu í Ameríku og reit loks bókina „Hinn dæmalausi Leonard Jerome“, sem fyrir skömmu kom út í London. Eins og nafnið bendir til, er að- alsöguhetja bókarinnar móðurr.fi Churchills — enda ber stjórnmála- maðurinn mikli nafn afa síns og heitir fullu nafni Winston Leonard Spencer Churchill. En bókin fjallar einnig um fleira. Hún er saga sam tíðarinnar og þess tíma, þegar Jer- ome-fjölskyldan skaut rótum beggja vegna Atlantshafsins Og strax í byrjun bókarinnar fær les- andinn þær athyglisverðu upplýs- ingar, að amma Churchills, Klara Hall, hin dökkhærða fegurðardís, hafi verið að einum fjórða hluta Indíáni, þannig að um æðar hins álitið, að Nehru hinn ind- verski sé leiguþjónn og er- indreki Bandaríkjanna „The Hindustan Times“ birti 29. nóv. síðastl. útdrátt úr mik- illi ræðu, sem Nehru flutti í New Delhi daginn áður, þar sem hann beindi geiri sínum einkum gegn indverskum kommúnistum. í ræðu sinni segir Nehru, að indverskir kommúnistar hafi hvað eftir annað stimplað: hann og stjórn hans '„lépp Breta,“ „ginningarfífl Bandaríkj- anna“ og „leynilegan erind- reka brezk-amerisku blakkar innar.“ Nehru vill þö síður en svo viðúrkenna, að utan- ríkisstefna hans verðskuldi þennan dóm. Sannleikurinn er sá, eins og líka kemur fram í ræðu Nehrus, að það er yfirleitt dómur kommúnista um alla heimsþskkta stjórnmálamanns rennur einhver vottur Indiánablóðs. Hulu gleymskunnar lyft. Þeir meðiimir fjölskyldunnar, er mest komu við sögu Evrópumc;in hafsins, voru Klara sjálf, sem kynntist í Evrópu mörgu heims- kunnu fólki, svo sem Tegelhoff sjó- liðsforingja, Milan konungi og Eu- géniu keisaradrottningu Prakk- lands — og svo dætur hennar þrjár, en ein þeirra, Jennie, £ iftist ítan- doiph ChurchiT lávarði og varð þanr.ig móðir síjórnmálamannsins Churchills, sem allur heimurinn kannast nú við. Og myndirnaV, sem bókin dregur upp af rikidæmi Habsborgaranna og af glæsileik þriðja keisaradæmisins eru meðal hápunkta tókarinnar, en því mið- ur er ekki mögulegt í blaða- rein að skýra írá öllum þeim punktum. í þessari grein munum við halda okkur við aðalpersónu bókarinnar, „hinn dæmalausa Leonard Jerome" — því að víst var hann dæmalaus og undraverður maður og er næsta undarlegt að hula gleymskunnar skyldi hylja slíkan mann, sem liin nýútkomna bók mun nú varpa ljósi yfir á ný. Eftir því, sem Aníta Leslie segir í bók sinni, bar þessi maður keim hins sanna Wallstreet-kaupsýs!u- manns. Hann vann og tapaði geysi legum fjárfúlgum á þeim tíma, þeg- ar verzlun í stórum stíl átti enn erfitt uppdráttar í Bandaríkjun- um. En þessi maður hlýtur að liafa verið gerður úr sérstökum efniviði, því að í. gegnum þykkt og þunnt gleymdi hann því aldrei, að hann var fyrst og íremst „séntilmaður". Hafði áhrif á forsetakjör og borgarastríð. Þessi bóndasonur, sem ásamt bræðrum sínum, myndaði einn hóp þá, sem ekki vilja fylgja ut- anrikisstefnu, sem i einu og öllu er þóknanleg Rússum, að þeir séu erindrekar og leiguþý Bandaríkj anna, en kommúnistar reyna nú að gera þau að sérstakri grýlu vegna þess, að þau eru langöflugasti andstæðingur kommúnismans. Með þessu hyggjast kommúnistar að draga athygli frá eigin flugu mennsku og rugla skoðanir manna um rétt eðli og til- gang varnarsamtaka eins og Atlantshafsbandalagsins. Þess vegna er nauðsynlegt að menn geri sér fulla grein fyrir þessum áróðri komm- únista og láti ekki blekking- ar þeirra verða þess valdandi að þeir hætti að greina stað reyndir, eins og í sambandi við uppruna og tilgang At- lantshafsbandalagsins. Lconard Jcrome árið 1887. hinna djörfu Kaupsýslumanna 1 Wa’lstreet, varð líka að einum fjórða hluta eigandi stórblaðsins The New York Times, og haíði með því að notfæra sér þá aðstöðu, mikil áhrif á val Abrahams Lin- colns í forsetastól og á hina blóð- ugu borgarastyrjöld. Eitt cr vist, aí hann notaði stjórn málin og viðskiptalífið aðsins sem tæki til cö mðta hina virðulegu persónu, en hemrar líkum höfðu Ameríkumenn haft lítil kynni af áður Og það eru ekki hin miklu auð æfi hans, heldur ekki síður hvernig hann notaði þau, sem gerir hann svo undraverðan Þaö ber að segja hér Jerome til hróss, að strax og honum var það i fært, lagöi har.n inn stóra fjár- upphæð á nafni konu sinnar, Klöru, svo aö hún þyríti aldrei að vera háð duttlungum í viðskiptalífi hans. í bókinni >r að finna góða lýs- ingu á þeim flokki fjármálamanna, sem kenndir voru við Wallstreet, en þeim flokki heyrðu Jerome- bræðurnir til, eftir að þeir gerðust virkir þáttakendur í viðskiptalíf- inu. Þeir bræður voru mjög vinsælir og ekki höfðu þeir fyrr lokað skrif- stofum sínum, en félarar þeirra úr viðskiptaheiminum- komu til skjalanna og vröu íá bræðurna með sér út til að spjalla um ný við- skiptaáform, og skemmta sér þá gjarna um leið. Oft var þá farið til einhvers hinna nýju gistihúsa, sem reist voru einmitt í því augna miði að hæna að sér verzlunar- mennina úr Wallstreet að loknum vinnudegi. Þessi veitinga- og gisti- hús gátu boðið gestum upp á djúpa stóla í afviknu horni, ef ræða þurfti um viðskiptamál, og vfirleitt lögðu gistihúsaeigendurnir sig íram við að gera allt, sem hægt var fyrir hina yfirspenntu og þreyttu kaup- sýslumenn, er litu inn til að létta af sér önnum dagsins. Einn eigandi virðulegs veitingahúss sagði i þá daga: „Ame-ikumenn leggjast i svall vegna fargsins, sem peninga- víxlararnir leggja á þá.“ Ók í glæsilegum hest- vögnum. Og Leonard Jerome prýddi hóp- inn með hinum glæstu ökutækj- um sínum og hreinræktuðu gæð- ingum. Hann vakti unörun manna með eyðslusemi sinni og sjálfs- trausti. Báðir þessir eiginleikar kornu fram í öllu, sem hann tók fyrir hendur: risavöxnum fyrirtækj um, óprúttnum ástamálum og glæstum veizluhöldum Hann vann, tápaði og vann aftur ótrúlegar fjárhæðir, og búizt var við að hann væri ekki minna en 10 milljón doli- ara virði Hann hafði mikla ánægju af hest um og átti á þessum tima nokkra af beztu gæðingum Bandaríkjanna Frásögnin af gæðingi hans „Ken- : tucky“ lifir enn í annálum veð- hlauparana. Hann var stofnandi „Knapaklúbbsins“ ameríska og lét gera eina fegurstu veðhlaupabr iut í Bandaríkjunum, „The Jerome ?ark“. Sem sannur ameriskur milljóna- mæringur varð hann vitanlega að kaupa sér gufusnekkju, en snekkj- an „Klara Klaríta" varð honum til vonbri- ða, þótt hún kostaði hvorki meira né minna en 125 þúsund doll- ara, og siðan hélt hann sig að seglsnekkjum oa varð mesti sigl- ingamaður beggja vegna Atlants- hafsins. Hann hafði yndi af hljómlist og söng — vafalaust var bað þess vegna sem hann komst í eitt mesta ástarævintýri sitt með hinni þekktu Adeline Patti. Hann byggði sitt eigið söngleikahús, þar sem oft voru sýndir þeir söngleikar, er mestrar hylli nutu, og hann lagði grundvöllinn að heimsírægð söng- konunar Minnie Hank, sem sumir sögðu að væri dóttir hans — á- vöxtur eins hinna mörgu ástar- ævintýra. Furðulegt hugmyndaflug. Það var óhjákvæmilegt, að lífs- venjur hans yrðu fremur af óvand aðri endanum. Hann var ærslafull- ur og fékk oft hinar furðulegustu hugmyndir. T. d. fékk hann mik- inn áhuga fyrir þeirri tegund hest vagna, sem við könnumst við úr sögum Dickens, því að vitanlega varð vagninn hans að vera fegurst- ur allra, enda var hann sjálfur hinn ágætasti ökumaður. Hann meðhöndlaði keyrið eins og fag- maður og hér höfum við samtíma frásögn af einni ökuferðinni: . Kát- ar og hlæjandi konur í skrautklæð um fylltu vagninn. Vel klæddir þjónar sátu í aftursætunum. Jer- ome sat i ökumannssætinu og' hélt í taumana. Hann var með stóran rósavönd í hnappagatinu og hafði hvíta hanzka, og með háum svipu- smellum geystist vagninn niður 5 breiðstræti, en vegfarendur hnipptu hver í annan og sögðu: Þarna er .Terome.“ Mesta ævihtýrið. Mesta hneykslisævintýri hans var samband hans við hina undurfögru frú Fanny Ronalds, sem hafði yfir- gefið mann sinn og barst mikið á í New York. Þegar hún á veturna reyndist vera miög svo áræðinn skautahlaupari, fylltist almenniug ur aðdáun og lotningu. Eiginkona Jeromes fyriraaf manni sínum lauslæti hans af ó- endanlegri ást. Þegar hún eitt sinn af tilviljun stóð augliti til auglitis við hina fögru Fanny, og menn biðu þess af eftirvæntingu að hún sneri við henni bakinu, rétti hún Fanny i stað þess hönd sína og sagði: „Ég áfellist yður alls ekki, (Framhald á 6. síðu). Fvrsta bréf Winstons Churchills til móður sinnar: „Elsku mamma. Mér þykir svo vænt um, að þú ætlar að heimsækja okkur. Ég fór út og baðaði mig í dag, það var indælt. Skilaðu kveðju til pabba. Kær kveðja —Winston".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.