Tíminn - 23.01.1955, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.01.1955, Blaðsíða 6
6. TÍMINN, sunnudaginn 23. janúar 1955. 18. blað. «8« SfÍ|S5{ PJÓDLEIKHÖSID Óperurnar Pagliacci Og Cavalería Rusíicana Sýning í kvöld kl. 20.00. UPPSELT. þriðjud. kl. 20 og miðvikud. kl. 20 Aðeins tvær sýningar eftir. Gullna Miðið Sýning fimmtudag kl. 2ft£8 Pantanir sækist fyrir kl. 19.00 daginn fyrir sýningardag. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15—20.00. Tekið á móti pönt- unum, sími: 8-2345, tvær línur. Pantanir sækist daginn fyrir sýn ingardag, annars seldar öðrum. Crippc Creele Ofsa spennandi, ný, amerísk lit- mynd um gullæðið mikla í Colo- rado á síðustu öld. Mynd þessi, sem að nokkru er byggð á sönn- um atburðum, sýnir hina marg- slungnu baráttu, sem á sér stað um gullið. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. HrakfalSabálkur- inn Bráðskemmtileg litmynd með Mickey Rooney Sýnd kl. 3. NYJA BIO — 1544 — Brotna örin (Broken Arrow) Mjög spennandi og sérstæð, ný, amerísk mynd í litum, byggð á sannsögulegum heimildum frá þeim tímum, er harðvítug viga- ferli hvítra manna og Indiána stóðu sem hæst og á hvern hátt varanlegur friður varð saminn. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hið bráðskemmtilega Teiknimyndir og fleira. Sýnd kl. 3. Síðasta sinn. BÆJARBIO — HAFNARFIRÐI Vanþakklátt hjarta Carla del Poggio hin fræga, nýja, ítalska kvik- myndastjarna. Frank Latimore. Danskur skýringartexti. Sýnd kl. 7 og 9. ÁstarljóH til þín Bráðskemmtileg, amerísk dans og söngvamynd í eðlilegum lit- um. Doris Day Sýnd kl. 5. ÓróaflokkuHnn | með Koy Rogers. Sýnd kl. 3. Símí 184. HAFNARBIÓ Síml 8444 Ný Abotto og Costello-mynd . Að fjallabaki . (Comin’ round the Mountain) Sprenghlægileg og fjörug, amér- ísk gamanmynd um ný ævintýri hinna dáðu skopleikara Sýnd kl. 5, 7 og 9. LEÍKFÉLA6 REYKJAyíKD^ NÓI Sjónleikur í 5 sýningum. Brynjólfur Jóhannesson aðalhlutverkinu. Aðgöngumiðasala ftir kl. •. — j Sími 3191. Frtenka Charleys Sýning þriðjudagskvöld. Aðgöngumiðar seldir á morgun kl. 4—7 og leikdag ftir kl. 2. Simi 3191. AUSTURBÆJARBÍÓ Bjargið barninu mínu (Emergency Call) Afar spennandi og hugnæm, ný, ensk kvikmynd, er fjallar um baráttuna fyrir lífi lítillar telpu. Sagan kom sem framhaldssaga í danska vikublaðinu „Familic Journalen" undir nafninu ,Det gælder mit barn“. — Danskur skýringartexti. Aðalhlutverk: Jennifer Tafler, Anthony Steel, Joy Shelton. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 7 og 9. ■ j Frœnka Charlegs Afburða fyndin og fjörug, ný, j ensk-amerísk gamanmynd í lit- um, byggð á hinum sérstaklegaj vinsæla kopleik. Aðalhlutverk: Ray Bolger, Allyn McLerie. Sýnd kl. 5. Sala hefst kl. 2 e. h. gamlÁbí’ó* Blmi 1475. iljartagosinn (The Knave of Hearts) Bráðfyndin og vel leikin ensk- frönsk úrvalsmynd, sem hlaut metaðsókn í París á s. 1. ári. — Á kvikmyndahátíðinni í Cann„s 1954 var RENE CLEMENT jör inn bezti kvikmyndastjórnand- inn fyrir myndina. Aðalhlutverk'. Gerard Philipe Valerie Hobson Joan Greenwood Natasha Parry. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BIO Síml 1182 Vaíd örlagunna (La Forza Del Destino) Frábær, ný óperumynd. Þessl ópera er talin ein af allra beztu óperum VERDIS. Hún nýtur síii sérstaklega vel sem kvikmynd, enda mjög erfið uppfærsla á eik sviði. Leikstjóri: C. Gallone. Aðalhlutverk: Nelly Corrady, Tito Gobbi, Gino Siniberghi. Hljómsveit og kór óperunnar í Róm undir stjórn Gabriele Santinni. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Næst síðasta sinn. Bönnuð börnum yngri en 14 ára Bomba á inanna- veiðum Sýnd kl. 3. TJARNARBÍO Óskars verðlaunamyndín Glcðidagnr í Róm jPRINSESSAN SKEMMTIR SÉRj (Roman Holiday) Sýnd kl. 7 og 9. Golfmeistararnir (The Caddy) Sýnd kl. 3 og 5. Iliim dæmalausi Jcromc (Framhald af 5. síðu). því að ég veit, hve ómótstæðilegur hann er.“ Þeir tímar komu að hinn hættu- legi úlfur frá Wallstreet var grip- ínn leiða á þessum endalausa dansi kringum gullkálfinn, og ákvað þá oft að lifa eftir það rólegu lífi á- samt konu sinni, en alltaf hélt hann þó aftur í „strætið" og geystist út í hið ólgandi líf á ný.... og þá fór kliður um Breiðgötu og hvíslað var manna á milli: „Jerome er kominn aftur....“ og þá var öllum ljóst, að í hönd fóru ævintýraríkir dagar. Staðfastur gagnvart til- vonandi tengdasonum. Þessi maður, sem hafði svo sveigj anlega skapgerð, var aftur mjög staðfastur þegar til þess kom, að velja þurfti eiginmenn handa hin- um þrem fögru dætrum hans. Þegar rætt var um mögulega gift ingu þeirra Jenny, dóttur hans, og Randolphs Churchills lávarðar, yngsta sonar hertogans af Marl- borough, sem flestir aðrir amerískir feður hefðu orðið mjög uppveðr- aðir af, várð Jerome síður en svo hrifinn af þeirri hugmynd vegna þeirrar ensku venju, að yngri synir lordanna skyldu lifa af heiman- mundi konu sinnar, enda þótt þeir hefðu til að bera nóga eiginleika til að sjá fyrir sér sjálfir. Jerome fannst það rétt og sjálfsagt, að eiginmaðurdnn skyldl sj?Jl(fur sjá konu sinni farborða, en hún þyrfti ekki að leggja með sér fjárfúlgu, sem nægja myndi þeim til æviloka. Randolph lávarður, sem var grip- inn heitri ást, ræddi alvarlega um að brjóta þessa hefð, en um síðir varð þó samkomulag milli hans og hins tilvonandi tengdaföður, og skyldu ungu hjónin fá 10 þúsúnd sterlingspund á ári. Og Jerome áttí ekki eftir að sjá eftir þessum ráða- hag, því að ekki leið á löngu þar til Randolp lávarður varð eitt stærsta nafnið í opinberu lífi á Eng landi. Líktist bolabít. Leonard Jerome var ekki marg- faldur milljónamæringur, þegar hann lézt lézt. Hann tapaði of miklu til þess að slíkt gæti átt sér stað En þó gat hann skrifað í einu af síðustu bréfum £Ínum,til konu'sinn ar: „Ég á nóga peninga í bankan- um“. Jafnframt því sem hann dró sig meira og meira út úr viðskipta lífinu, urðu barnabörn hans hon- um til meri gleði. En Klara kona hans var ekki fyllilega ánægð með Winston litla Leonard. Hann hafði ekki hlotið í arf neitt af fegurð móður sinnar. Hann líktist mest „litlum, tjpekkum, rauðuim bola- bít, og sýndi ekkert merki um gáf- ur, nema þá helzt í leik sínum að tindátum." Og vitnisburður kenn- ara hans var heldur ekkí góður. En Jerome hafði engar áhyggjur. Hann dæmdi menn samkvæmt þekk ingu sinni á hestum og hélt því fram, að þegar ættarblöndunin væri hin rétta, sem hún að hans áliti var í þessu tilfelli — hlyti allt að fara vel. „Látið hann eiga sig“, sagði hann um drenginn, „piltar ná góðum árangri í því, sem þeim finnst sjálfum þeir vera fallnir til að gera.“ Þetta var ein af síðustu ráðlegg- ingum hans, áður en hann fékk hægt andlát. (•IlillillllililiiillllliiillilllilllllilllillliiiliiliillUllilllliiii i Notið Chemia Ultra- [ | sólarolíu Qg sportkrem. — Ultra- \ | sólarolía sundurgreini" sólarljós- É | ið þannig, að hún oykur áhrif = = ulra-fjólubláu geislanna, en bind | | ur rauöu geislana (hitageislana), = | og gerir því húðina eðlilega 1 | brúna en hindrar að hún brenni. § | — Fæst í næstu búð. | miiifiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiic 1 — Þú verður að vera heiöarlegur og hreinskilinn, Monty, sagði hún. Hann brosti. — Auðvitað, góða mín. I-Iún var því raunar fegin, að hún átti engin börn. Eina barn þeirra hafði fæðzt andvana, og hún kærði sig ekki um að leggja aftur á sig það erfiði, sem barnsburður var. Nú leit hún á William. Hvar hafði hann í raun og veru lifað þessi ár, og hvernig var lífi hans háttað? Forvitni henn ar um það stóð þó ekki djúpum rótum. Oftast var hún of þreytt til að hugsa um annað fólk. Þar að aukj hafði hún tekið góð og gild orð móður sinnar á þá lund, að bezt væri að hugsa sem minnzt um þessa giftingu Williams og fjöl- sky’du hans. — William veit, að hann er ætíð velkominn hér á heimili sitt, sagði móðir hennar. Louise fannst það ágætt. En nú var William ósköp þreytulegur ,fannst henni, og hann var líka hnugginn. Urðu kannske allir þreyttir, þegar þeir hættu að vera ungir? Eða átti William i einhverjum erfiöleikum? Svo hvarflaði hugur hennar frá William og iífi hans. Hún hafði næga erfiðleika sjálf að hugsa um, sambúðina við Monty í ýmsum álfum heims. Þegar móðir hennar spurði hana nú, hvaða fólk þessir gestir þeirra væru, svaraði hún eins og Monty hafði lagt til. — Þau eru eitthvað skyld Monty, mamma. Auðvitað þarftu ekki að taka á móti þeim, ef þér þykir það miður, en þau voru í heimsókn hjá okkur. — Ef þau eru ykkar gestir, eru þau auðvitað velkomin, sngði móðir hennar. Louise sá samt undrun og vanþóknun í svip hennar, en hún hafði ákveðið að vera virðleg og gest risin húsmóðir. Hún reyndi að vera glöð og skrafhreifin en átti bágt með að stilla skap sitt. William veitti skapbrigð um rnóður sinnar athygli og var þögull. Hún tók eftir þögn hans og sneri sér að honum. — Jæja, William, komdu nú út úr þessu græna híði þínu. Svo sneri hún sér að ungu og ókunnu stúlkunni. — Sonur minn er eiginlega hjarðmaður, sagði hún. Hann kvæntist bóndadóttur og málar nú allt, sem hann sér út um glugg- ann hennar. — Mamma, kallaði hann sár og undrandi. Hún hafði aidrei talað þannig við hann fyrr, aldrei reynt að særa hann þannig. — Nú, er það ekki satt, William? sagði hún. Þú ert orð- inn íáskiptinn og þurr á manninn við alla. Beiskja orðanna var sama kyns og óþolinmæði hennar grgnvart honum áður fyrr, hafði aðeins skipt um ham með aldrinum. Þessi óþolinmæði hafði oft blásið urn hann á hernskuárunum sem napur vindur af eyðimörku. Hann reyndi nú að láta sem ekkert væri, og sneri sér að ungu stúlkunni, begar hún ávarpaði hann. — Þér ættuð að koma til Austurríkis. Þar er nóg aö mála, sagði hún. Augu hennar drógust saman, er hún horfði á hann. — Ég fullvissa yður um það, að ég er aðeins föndrari í þessari listgrein, sagði hann og reyndi að brosa. Það gat ekki teygzt úr samtalinu, og William fannst hann ekki geta lengur dvalizt í hópi þessa fólks. Hann reis brátt á fætur, bauð góða nótt og hélt litlu síðar heim á leið. Hafð'i bað líf, sem hafði alið hann og nært til vaxtar, nú útskúf- að honum? — Mér þætti fróðlegt að vita, hvort Rut léti sér vel lynda að ég færi brott frá henni um skeið, hugsaði hann. Hann far.n allt í einu, að hann þurfti að komast í erfið lífskjör. Hann varð að lifa meðal fólks, sem lífið lék hart og þoldi neyð og skort, lauga sig í'kvöl þess og neyð. Viðkvæmni hans vegna einnar hunangsflugu, sem settist á málarastriga hans, virtist honum órafjarri á þessari stundu. Hann fann allt í einu, að hugur hans leitaði vitfirringar, stríðs, hættu, krossfestingar og sálarkvala. í þeim eldi skiröist sálin og reis til fullrar hæðar. Hvernig var hægt að brýna andann með öðrum hætti? Hann gekk hægt yfir sofandi landið og kannaði sál sína Hann fann, að hún lá þarna einhvers staðar inni í honum ósnortin eins og sverð, sem aldrei hefir verið dregið úr slíör- um. Hvernig átti hann að fara að því að.draga það sverð úr sliðrum? Til þess hlaut að þurfa átök, storm tilfinninga, seiú væri sterkari en hann sjálfur. Hann fann það allt í einu, bótt hann væri orðinn fjörutiu og sjö ára gamall, að hann var enn ungur og óreyndur, og þess vegna voru verk hans enn reynslulaus og óráðin eins og hann sjálfur. — En setjum nú svo, að ég gengi út úr húsi Rutar, alveg óráðinn um það, hvort ég kæmj þangað aftur, hvert ætti ég þá að fara, hugsaði hann. Þetta hús blasti nú við honum í mjúku húminu. í eldhús- glugganum var Ijós. Hann gekk hægt heim stíginn, opnafá dvrnar og gekk inn I eldhúsiö. Þar stóð Rut og hélt á svipu. Hall stóð andsþænis henni hinum megin við borðið og studdi höndum á það. Hún var að tala við hann, er William kom inn en þagnaði og sneri sér að honum. — Farðu út, Wyiiam, sagöi hún mjúklega. En honum var öílum lokið, gleymdi öllu öðru en því, áð hann varð að komá í veg fyrir refsinguna. — Nei, Rut, hrópaði hann. Þetta er ekki rétta aðferðin til þess að aga dreng. Hann sá andlit lieHnar verða harðara en hann hafði nokkru

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.