Tíminn - 26.01.1955, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.01.1955, Blaðsíða 2
B. TÍMINN, miSvikudaginn 26. janúar 1955 20. blað. Er lykilinn að þróunarsögu mann- kynsins að finna i Góbíeyðimörkinni? Ekki er langt síðan, að rússneskur vísindamaður kom heim úr merkri rann- sóknarferð um Góbíeyði- mörkina. Þessi eyðimörk hefir af mörgum verið tal in eyðilegasti staður í heimi. Þessi vísindamaður j heitir S. K. Radjeventsky } og minna niðurstöðurnar í af leiðangri þessum mjög á bók enslca skáldsins H. C. Welles, „í leit að horfnum heimi“. Munurinn er aðal lega sá, að Welles lét sér i nægja að lýsa þeim dýra- i tegundum, sem vitað er að til voru á jörðinni fyrir ör- ófi alda, en Radjeventsky flutti með sér heim fjölda beinagrinda af dýrum, sem engan hafði órað fyrir að til væru. Eins og kunnugt er, þá liggur Góbíeyðimörkin mitt á milli Mong- ólíu og Kína. Hún hefir hingað til verið talið eitt óhugnanlegasta brunasandsflæmi í heimi, þar sem engri lifveru væri fært að þróast. Stöðugur og mikill hiti. Það er mjög heitt í Góbíeyðimörk jnni, eða vanalega um fjörutíu stiga hiti á celsíus um daga og tutt- ugu stig um nætur. Einstaka harð- gerðir hópar hjarðmanna halda sig í útjöðrum eyðimerkurinnar, en á- væða ekki að halda mjög langt inn á sandflæmin. Þeir, sem þangað .hafa farið, hafa sjaldnast átt aftur kvæmt. Síðan Rússar urðu mikils ráðandi um málefni Asiuþjóða, hefir hugur rússneskra fornleifa- íræðinga beinzt mjög að þessum stað, enda er talið, vegna veður- farsins á þessum slóðum, að eyði- mörkin hafi geymt öðrum stöðum betur, menjar frá löngu liðnum öld um risadýranna. Drekagrafreitirnir. Það var maður að nafni Valdi- Útvarpið iÚtvarpið í dag. Fastir liðir eins og venjulega. r.8.55 íþróttir (Atli Steinarsson). :19.15 Tónleikar: Óperulög (pl.). '10.30 Óskaerindi: Sannfræði og upp runi Landnámubókar (Jón Jó- hannesson prófessor). .'21.00 Óskastund (Benedikt Grön- dal ritstjóri). 22.10 Upplestur: Kvæði eftir Gunn- ar Dal (Valdimar Lárusson leikari). .22.30 Harmonikan hljómar. — (pl.) : 23.10 Dagskrárlok. XJtvarpið á morgun. Fastir liðir eins og venjulega. .1915 Tónleikar: Danslög (plötur) :2030 Daglegt mál (Árni Böðvarsson cand mag) :2035 Kvöldvaka: a) Baldur Bjarnason magist er talar um finnska stríðið 1808 og töfra Runebergskvæða, — og Ingibjörg Stephensen les ljóð eftir Runeberg i þýðingu Matthíasar Jochumssonar. b) íslenzk tónlist: Lög eftir Sigvalda Kaldalóns (plötur). c) Ævar Kvaran leikari flytur efni úr ýmsum áttum. 122.10 Upplestur: „Aðmírállinn", smásaga eftir Agnar Þórðar- son (Helgi Skúlason leikarí). 22.25 Sinfóniskir tónleikar (plötur). :23.10 Dagskrárlok Árnað heilla .Hjónaband. S. 1. föstudag voru gefin saman :i hjónaband af séra Jóni Auðuns •íngfrú Sigurbjörg Ormsdóttir og Guðmundur J. Jóhannesson, Klepps yegi 98. mar Obroutchev, sem fyrstur hvitra manna fann menjar dinasára á þessum slóðum, en það var á sin- um tíma risavaxið skriðdýr. Aftur á móti er Radjeventsky sá fyrsti, sem kannað hefir eyðimörkina ræki lega Var leiðangur hans búinn beztu tækjum, svo sem sérstökum farartækjum, er nefnast sandépp- ar Tilgangur hans var að hafa uppi á beinagrindum risadýra forn aldar Hann fann meira af sliku en hann hafði vogað sér að láta sig dreyma um; hvorki meira né minna en heilan „kirkjugarð" með beina- grindum furðulegustu risadýra frá elztu tímum þróunarsögunnar Inn fæddir vísuðu honum á stað, sem þeim stóð mikill stuggur af og gekk undir nafninu, Drekagrafreitirnir. Var þar að finna slík kynstur beina grinda, að álykta má að dýrin hafi sótt til þessa staðar til að deyja. Fjölskrúðugt dýralíf. Rússarnir rannsökuðu svæði, sem er fimm þúsund ferkílómetrar að flatarmáli. Enginn vísindamaður hafði stigið fæti sínum á þetta land áður. Gerði leiðangurinn ýms- ar uppgötvanir, sem auka munu mjög við þá vitneskju, sem fyrir var um dýralíf á löngu liðnum tíma bilum jarðsögunnar. Þeir komust að því„ að það er vatn finnanlegt í eyðimörkinni. Lentu leiðangurs menn í úrliellisrigningu inni í miðri eyðimörk. Þeir rákust einnig á anti lópuhjairðir, veiddu endur, sem vógu tíu kíló og urðu að setja vörð um tjöld s'.n að næturlagi til að bægja frá ásæknum hlébörðum, cr virðast lifa þarna góðu lííi. Góbí- eyðimörkin er því ekki eins auð og tóm og haldið hefir verið fram hingað til. Eitt sinn, er leiðangurs- menn voru að opna sykurkassa til að gera sætt teið, skreiö eitursnák ur af áður ókunnri tegund upp úr kassanum. Vísindamennirnir íundu heil fjöll af litkvarsi, einnig áður óþekkta steintegund, sem virðist vera úr frumefnum, sem ekki hafa verið þekkt til þessa. 120 smálestir af fornleifum. Meðal beinagrinda þeirra, sem Okinawa Stjörnubíó sýnir mynd um bar- dagann við japönsku eyjuna Oki- nawa, sem var sú fyrsta af jap- anska eyjaklasanum, er Bandaríkja menn gerðu innrás á í siðasta stríði. Þarna geysuðu hörðustu' orrustur Kyrrahafsstríðsins og voru Japanir heldur ósérhlifnir í þeim leik, beittu meðal annars sjálfsmorðsflugmönn um, en sagt er að fieiri hafi sótt um þær stöður en fengu. Myndin fjallar um bandarískan tundur- spilli, er átti í högri við slík fyrir- bæri, en er að öðru leyti lítt frá- brugðin venjulegum stríðsmyndum, sem nú eru löngu úreltar. Stjörnubíó á heiður skilið fyrir að svíkja mann ekki um frétíamynd ina á- sjö-sýningu og er jafnvel fyrirgefanlegt, þótt farið sé að slá í Politikenmyndina, sem nú er sýnd, en nokkuð langt er nú síðan Gott- wald dó og Hammarskjöld var sett- ur í embætti. V. Hroíuu örin Nýja bió sýnir nú indíánamynd með James Stewart í aðalhlutverki. Mynd þessi er með þeim skárri þeirrar gerðar, sem heyrir undir skæruhernað við indíána. James Stewart er þess háttar leikari, að illmögulegt er að hugsa sér hann standa í manndrápum, enda er lít- ið um þau og hetjuskapurinn hvergi ýktur, þótt nóg sé af honurn. Sem sagt, allbærileg mynd um viðskipti rauðra og hvítra á landnámsöldinni vestra. I. G. Þ. leiðangursmenn höfðu heim með sér til Moskvu, má nefna óskemmda beinagrind af dinasár, sem bersýni- lega var dýraæta, en ekki jurta- æta, eins og þeir bræður hans, sem bein. hafa verið að finnast af til þessa. Leiðangursmenn fundu einn- ig divasor, sem hafði höfuð og (Framhaia a 7. siðu). Vinniif ötnlietja að útbreiðslu TÍMAJVS jjj Jarðarför móður okkar og tengdamóður GUÐLAUGAR ÞORSTEINSDÓTTUR, fer fram frá Þjóðkirkjunni í IIaf?zarfirði laugaroaginn 29. janúar og liefst kl. 13,30 með bæn f?‘á heimili hinn- ar látnu, Herjólfsgötu 12, Hafnarfirði Guðm. Gíslason, Sæmundur Gíslason, Hlíf Böðvarsdóttir. Allt hcimilið gljáfægt Á N ÓÞARFA NÚNIN G ST Já, nú getið þér gljáfægt allt húsið miklu betur en áður — og þó án nokkurs óþarfa núnings frá upphafi til enda. Fyrir gólfin. Johnson’s Glo-Coat, hinn undra- verði vökvagljái, sem er fyrir öll gólf. Þér dreifið honum aðeins á gólfið, jafnið úr honum — látið hann þorna — svo er því lokið! Og þá er gólfið orðið skínandi fagurt, með nýjum, varanlegum gljáa. Ferskt, skínandi, hart yfirborð, sem spor- ast ékki og gerir hreinsun mun auðveldari. — Reynið þennan gljáa í dag. Fyrir húsgögnin. Johnson’s Pride, hinn frábæri vax- vökvi, sem gerir allan núning óþarfan við gljáfægingu húsgagna. Þér dreifið á — látið hann þoma og þurrkið af. Og gljáinn verður sá fegursti, sem þér hafið séð. Það er svo einfalt, að hvert bam getur gert það, og svo varamlegt, að það endist marga múnuði. Kaupið Pride í dag, og þér munuð losna við allan núning hús- gagna eftir það. Og fyrir silfrið. Johnson’s Silver Quick, sem gljáfægir silfurmuni yðar á augabragði. EINKAUMBOÐ VERZLUNIN MÁLARINN H/F, Bankastræti 7, Reykjavík. Tilboð óskast iM‘ðait}íi’eiiidar bifreiðar: 1 — Forcl Ranrhwagon smíðaár 1953 1 stk. De Soto fólksbifreið smíðaár 1953 2 — De Soto fólksbifreiðar smíðaár 1951 Bifreiðarnar verða til sýnis hjá Arastöðinni við Há- teigsveg föstudaginn 28. þ. m. kl. 10—3 og verða til- boðin opnuð í skrifstofu vorri sama dag kl. 4. Saia sctuliðseigna rtkisins. Bróðir minn, ÁGÚST JÓNSSON frá Torfastöðum, andaðist á Eyrarbakka 24. þ. m. Sveinn Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.