Tíminn - 26.01.1955, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.01.1955, Blaðsíða 6
6. TÍMINN, miSvikudaginn 26. janúar 1955. 20. blaff. sfvili }j WÓDLEIKHÖSID < ÓPERURNAR Pagliacci OG Cavalería Rusticana Sýning í kvöld kl. 20. Uppselt. Næstu sýningar íöstudag og laugardag kl. 20. Síðustu sýningar. Gullna hliðið Sýning fimmtudag kl. 20. Uppselt. Aðgöngumiðasalan opin frá 1. 13.15—20.00. Tekið á móti pönt-' unum. Sími: 8-2345, tvær línur. Pantanir sækist daginn fyrir sýn ingardag, annars seldar öðrum. Okinawa Áhrifamikil og spennandi, ný, amerísk mynd. Um eina fræg- ustu orrustu síðustu heimsstyrj-J aldar, sem markaði tímamót í baráttunni um Kyrrahafið og þar sem Japanir beittu óspart hinum frægu sjálfsmorðsflugvél um sínum. Pat O'Br’ien, Cameron Mitchell. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. »♦♦♦»♦♦♦♦♦♦ NYJA BIO — 1544 — Brotna örin (Broken Arrow) Mjög spennandi og sérstæð, ný, amerísk mynd í litum, byggð á sannsögulegum heimildum frá þeim tírnum, er harðvítug vlga- ferli hvítra manna og Indíána stöðu sem hæst og á hvern hátt varanlegur friður varð saminn. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBIO — HAFNARFIRÐI - Vanþakhlátt hjarta Carla del Poggio hin fræga, nýja, ítalska kvik- myndastjarna. Frank Latimore. Danskur skýringartexti. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 184. HAFNARBIÓ Slml 6444 Oullna liðiðS (The Golden Horde) Hin spennandi ameríska litmynd um eina af herförum mesta ein- valds sögunnar, Djengis Khan. Ann Blyth, David Farrar. Sýnd kl. 7 og 9. Að tjaldabaki Bönnuð innan 16 ára. (Coming round the Mountain) Sprenghlægiieg, ný, amerísk gamanmynd með Bud Abbott, Lou Costello. Sýnd klr 5. LEIKFÉIAG, REYKJAVÍKbR IV O I Sjónleikur í 5 sýningum. Brynjólfur Jóhannesson í aðalhlutverkinu. Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngum.sala í dag eftir kl. 2. Sími 3191. AUSTURBÆJARBÍÓ Bjargið barninu tnínu (Emergency Call) Afar spennandi og hugnæm, ný, ensk kvikmynd, er fjallar um baráttuna fyrir lífi lítillar telpu. Sagan kom sem framhaldssaga I danska vikublaðinu „Familio Journalen" undir nafninu ,Det gælder mit barn“. — Danskur skýringartexti. Aðalhlutverk: Jennifer Tafler, Anthony Steel, Joy Shelton. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 7 og 9. ■ Frœnha Charleys • [ Afburða fyndin og fjörug, ný, ! ensk-amerísk gamanmynd í lit- jum, byggð á hinum sérstaklega [vinsæla kopleik. Sýnd kl. 5. Sala hefst kl. 2 e. h. GAMLA BÍÓ Slml 1475. Hj artagosinn (The Knave of Hearts) Bráðfyndin og vel leikin ensk- frönsk úrvalsmynd, sem hlaut metaðsókn í París á s. 1. ári. — Á kvikmyndahátíðinni i Cann^s 1954 var RENE CLEMENT jör inn bezti kvikmyndastjórnand- inn fyrir myndina. Aðalhlutverk: Gerar,d Philipe > Valerie Hobson ’ Joan Greenwood Natasha Parry. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ Slml 1182 Vald örtaganna (La Forza Del Destino) Frábær, ný óperumynd. Þessi ópera er talin ein af allra beztu óperum VERDIS. Hún nýtur slu sérstaklega vel sem kvikmynd, enda mjög erfið uppfærsla á eik sviði. Leikstjóri: C. Gallone. Aðalhlutverk: Nelly Corrady, Tito Gobbi, Gino Siniberghi. Hljómsveit og kór óperunnar í Eóm undir stjórn Gabriele Santinni. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sýnd enn vegna fjölda áskor- ana. [Bönnuð börnum yngri en 14 ára TJARNARBIO Óskars verðlaunamyndln Gleðidagnr I lióiii PEINSESSAN SKEMMTIR SÉR[ (Roman Holiday) Sýnd kl. 9. Síðasta sinn. Golfmeistararnir (The Caddy) Sýnd kl. 5 og 7. Síðasta sinn. fvnska knattspyraan (Framhald a: i 3. síðu. ) Newcastle 26 11 4 11 58-56 26 West Bromw. 26 10 6 10 50-55 26 Tottenham 27 9 6 12 47-52 24 Cardiíf City 25 9 6 10 42-48 24 Aston Villa 26 9 6 11 39-51 24 Bolton 25 7 9 9 37-41 23 Sheff. Utd. 26 10 3 13 43-58 23 Arsenal 26 8 6 13 43-46 22 Blackpool 27 7 6 13 36-49 20 Leicester 26 5 8 13 44-61 18 Sheff. Wed. 27 4 6 18 40-71 14 2 . deild. Luton Town 26 16 3 7 60-36 35 Blackburn 27 16 2 9 85-55 34 Notts County 26 14 4 8 49-42 32 Leeds Utd. 27 14 4 9 43-41 32 Rotherham 26 14 3 9 59-47 31 Stoke City 25 12 6 7 39-28 30 Fulham 25 12 6 7 54-48 30 West Ham 26 11 7 8 50-50 29 Swansea 26 11 6 9 55-50 28 Birmingham 24 11 5 8 48-26 27 Middlesbro 27 12 3 12 43-51 27 Bristol Rovers 26 11 4 11 52-47 26 Bury 26 9 8 9 49-46 26 Liverpool 26 11 4 11 57-58 26 Hull City 25 8 7 10 29-34 23 Lincoln City 26 9 5 12 44-52 23 Nottm. Forest 26 9 4 13 33-39 22 Port Vale 26 6 9 11 29-45 21 Doncaster 25 9 3 13 37-60 21 Plymouth 27 5 7 15 38-56 17 Derby County 26 5 6 15 35-53 16 Ipswich Town 26 6 2 18 40-64 14 í þriðju deildi syðri er staða efstu liðanna þannig: Leyton Orient 26 18 4 4 57-23 40 Bristol City 28 16 6 6 59-34 40 Southampton 28 16 5 7 49-33 37 í nyrðri deildinni. Accrington 28 16 6 6 62-41 38 Scunthorpe 27 16 5 6 50-29 37 Barnsley 27 16 3 8 51-31 35 Lundúnaliðið Leyton Orient hefir langmesta möguleika til að komast upp I 2. deild úr syðri deildinni, en keppnin í þeirri nyrðri er enn mjög tvísýn. Erlent yffrlit (Framhald af 5. síðu). og halda henni innan réttra tak- marka, en innan þeirra eigi framtak einstaklinga og félaga að hafa sem bezt svigrúm til að njóta sín. Ýmsir spá því, að núverandi stjórn Mendes-France kunni að falla fljótlega. Hitt eru menn liins vegar sammála um, að þeir Mendes- France og Faure muni eiga eftir að koma mjög við sögu næstu árin, ef þeim endist líf og heilsa, og undir forustu þeirra sé sósíalradikali- .flokkurinn líklegur til þess að fá aukin áhrif í frönskum stjórnmál- um. tllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllIIIIUIIIIIIIi UNIFLO. MOTOR 0IL Ein þyhht, I er hemur í stað j SAE 10-30 I Olíufélagið h.f. | SÍMI: 81600 lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllíl HJONABAND um ti! foreldra sinna. Hún spurði aldrei um þær, og hann var því feginn að þurfa ekki að lýsa þeim með löngum skýr- ingum, sem til þess þurfti að hún skildi hver áhrif þær höfðu á hann. —■ Var fólkið þitt frískt? spurði hún. öll þessi sambúöarár hafði Rut aldrei viijað heimsækja foreldra hans. Eitt sinn hafði hann lagt allhart að henni að koma með sér, en hún hafði neitað þvl algerlega. — Við móðii þín munum ekki eiga skap saman, sagði hún, og síðan bætti hún við: — Við erum báðar stórlátar, hvor á, sinn hátt, og hún getur ekki brotið odd á oflæti sínu — og ég ekki heldur. Það er bezt, að við sitjum hvor við sitt. Hann hafði ekki beðið hana oftar að koma með sér. — Já, þau eru véí frísk, svaraði hann núna: Hún spurði ekki fleira og þau lágu þegjandi nokkra hríð. Hún var þreytt eftir heitan og annríkan dag og mundi hafa soínao von b'ráðar. En hún var á verði gagnvart honum. Hún vissi af fyrri reynslu, að hann var ætíð eitthvað öðruvísi en venjulega, þegar hann hafði farið í heimsókn til foreldra sinna. Og þannig yar hann líka í kvöld, og hún fann það. greini!ega. Hún fann ætíð til afbrýði, er hún varð þessarar breytingar vör, og þótt hann hefði ætíð komið aftur til hennar úr þeim förum og mundi kannske ætíð gera það, mundi setja að henni ótta um það alveg eins og- þegar hún var ung. Hún hugleiddi það stundum, hvort hann mundi nokkru sinni hafa elskað aðra konu en hana, konu af sinni stétt. Hún var svo hrædd við þetta, að hún hafði aldrei bcrað að spyrja hann um það. Nú var sá ótti að mestu þorrinn fyrir áralangri tilfinningu um það, að hann tilheyrði henni einni. Hún kærði sig nú ekkert um að vita, hvað drifið hefði á daga hans áður en hann kom til hennar. Það var slæmt, að hann skyldi hafa komið inn í eldhúsiö áður en hún refsaði Hall. En við því varð ekki gert héðan af. Hún þrýsti sér enn fastar að honum. Hún elskaði hann heitar og heitar eftir því sem árin liðu — og betur. En nú hreyíði hann sig ekki, og henni til undrunar virtist líkami hans enn kaldur og ástríðulaus. Allt í einu blossaði afbrýðisemin vegna atburða kvöldsins upp í henni. Hann hafði verið allt kvöldið að heiman frá henni. Öll gamla afbrýðisemin blossaði upp á nýjan leik. L — Amar nokkuð að þér? sagði hún og sneri sér frá honum til hálfs. — Rut, sagði hann. Faðir minn álítur, að ég þyrfti að fara eitthvert burt. Hún gat engu svarað fyrst í stað, því að hún var dálitla stund að átta sig á því, hvað hann átti við. Líkami hennar varö þó stirður af ótta. Jæja, nú var að því komið, sem hún hafði ætið óttazt. Ef hann yfirgæfi hana, mundi hann kom- ast í kynni við allt, sem hann hafði farið á mis viö, er hann kvæntist henni. Hún minntist með afbrýði ljósmyndar, sem liann hafði sýnt henni af heimili foreldra sinna. — Ég mundi okki vilja eiga þar heima. Það væri allt of mikið verk að gera það allt hreint. Þetta er líkast gistihúsi, hafði hún sagt. Svo beið hún þess að heyra hann segja rólega: —Mér gezt líka betur að þessu húsi. En stundum minntist hún þess, að hann hafði lifað bernsku sína og vaxið upp í þessu húsi. — Hvað áttu við? sagði hún að lokum. — Ertu nokkuð íasinn, William? Og hvert gætum við farið, og hvernig ætti ég að komast burtu frá búskapnum hér einn einasta dag? Háls hennar var þurr. — Faðir minn álítur, að bezt væri fyrir mig að fara einn, sagði hann. — Hvers vegna? spurði hún skelfdri röddu, ævareið föður hans. — Hann álítur, aö ég hafi staðnað í list minni, og að ég þarfnist nýrra viðhorfa og umhverfis, sagði hann. Hann vissi og fann, aö hann særði hana djúpt með þessum orðum, en vegna fyrri atburða kvöidsins hafði hann hörku til að særa hana. Hann gat ekki gleymt því, hve liörkulega hún hafði lyft svipunni. Hann gat ekki fyrirgefið henni það enn, vegna þess að hún haföi gengið gegn vilja hans til þess að fullnægja sínum vilja, en þó fyrst og fre.mst vegna þess, að hún hafði sýnt honum, að hún átti til hörku, sem nálgaðist grimmd. — Ef þú ferð frá mér, kemur þú aldrei til mín aftur, sagði hún. — Jú, auðvitað kem ég aftur, sagði hann. — Nei, ég veit það nú þegar, sagði hún. — Vertu nú ekki kjánaleg, elskan mín, sagði hann létti— lega. — Allt, sem ég geri, er fyrir þig, sagði hún. — Ég hugsa helzt ekki um neitt annað. Ef þú yfirgæfir mig, William, væri öllu Jokið fyrir mér. — Nei, Rut, þú hugsar um fleira. Þú stendur í ströngu. Það er ekki óvenjulegt að listamenn ferðist víða, og konur þeirra verði að sjá um sig á meðan. Mér finnk’t ég hafa verið fylgispakur og heimakær eiginmaöur. Hann reyiidi áð vera gamansamur. Hann fann, að konan við hlið hans titraði. — Hvað amar að, elskan mín? Hann sneri sér að henni og faðmaði hana að sér. Honum fannst hún allt í einu vera orðin hjálparvana og úrræöalaus, en þess hafði hann aldrei kennt hjá henni fyrr. — Hvað er að, litla stúlkan mín, sagði hann lágt. Hann hafði ekki talað þannig til hennar fyrr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.