Tíminn - 26.01.1955, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.01.1955, Blaðsíða 8
Mikið tjón á vélum og áhöldum er stórt geymsluhús brann á Grenivík I cldinum eyðilagðist dísiirafstöð, drátt- arvél, veiðarfseri, útgerðarvörur ©g fleira Frá fréttaritara Timans 1 Höfðahverfi. Sl. laugardagskvöld kom ztpp elitur í stóru geymslíihúsi tvílyftw á Grenivík og brann þaö til öskii á skömmum tíma og alit, sem í því var, þar á meöal ?iokkrar verömiklar vél- ar. Hefir eigandinn orðið fyrir stórtjóni, þar sem vélarnar miiTiu hafa verið óváti-yggðar og húsið heldar lágt vátryggt. Eigandi þessa húss var Þorbjörn Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri, og stóð það í fjöru skammt frá íbúöarhúsi Erlendar fréttir í fáum orðum □ Dómur var í gær kveðinn upp yíir Djilas og Dedijer í Belgrad. Hlutu þeir skilorðsbundna fan:avist. Yfirvöldin segja, að hér sé fremur um viðvörun að ræða en refsingu. □ Mikojan verzlunarmálaráðherra Rússa ög mikill valdamaður s. 1. 20 ár í Rússlandi, hefir látiö af því embætti. Hann er Ge- orgíumaður eins og Stalín. □ Brezka fjármálaráðuneytið hef ir gert áætlun um, að konur skuli í framtíðinni fá launa- jafnrétti við karlmenn. Verður áætlun þessi framkvæmd í 7 áföngum. Bandaríkjaþing ræðir tillögur forsetans Washington, 25. jan. Full- trúadeild Bandaríkjaþings ræddi í dag tillögur Eisenhow ers um, að Bandaríkin taki að sér varnir Formósu og Fiski- mannaeyja og veiti forsetan um heimild til að gera nauð synlegar ráðstafanir í því sam bandi. Utanríkismálanefnd deildarinnar leggur til, að tillögurnar verði samþykktar. Búizt er við að öldungadeild in ræði tillögurnar á morgun, en utanríkismálanefnd hefir þær enn til athugunar. hans. Húsið var uS mestu úr timbri, en þó steinveggir á tvær hliðar. Kviknaði út frá ljósavél. í húsinu var m. a. 12 kw dísilrafstöð, sem veitti raf- magn til heimilisins. Er tal- ið, að eldurinn hafi kviknað út frá þessari ljósavél. Vélin var nýleg og því mikils virði, og mun hún hafa eyðilagzt alveg í eldinum. Olíufötiu snrurígu. Fólk dreif brátt að en ekki varð ráðið við' eldinn með þeim slökkvitækjicm, sem fyrir voru, enda magn aðist hann mjög fljótt. í húsintí vorw nokkur hráolín föt og sprungu þan livert af öðru. Við það magnað- tst eldttrinn óskaplega. Dráttarvél eyðtlagðist. í húsinu voru ýmsar vélar, einkum landbúnaðarvélar geymdar yfir veturinn. Drátt arvél var þar og eyðilagðist sömuliðis múgavél, áburðar- dreifari og fleiri vélar og á- höld. Mikið af útgerðarvörum. í húsinu var einnig allmik ið af veiðarfærum, alls kon- ar áhöldum til sjósóknar og útgerðarvörur, sem allt eyði- lagðist í eldinum. Útgerðar- félag það, sem Þorbjörn veit- ir forstöðu, gerir út tvo báta frá Grenivík, og er tjón þess mikið og tilfinnanlegt. Mun varla of sagt, að tjónið af eld inum auk hússins nemf hnudr uðum þúsunda króna. Gott og stillt veður var þetta kvöld og tókst því aö verja næstu hús. SG. Bæjarkeppm í handknattleik miaii Rvíkur og Hafnarfjarðar Kqiiinsss Iieíst á fiistudag að Háðogalandi Á föstudaginn kl. átta liefst í Hálogalandi bæjarkeppni í handknattleik milli Revkjavíkur og Ilafnarfjarðar. Keppt Terður í öllum flokkum og mun keppnin taka yfir tvö kvöld. Keppt ve ðir* í vngri flokkunum á föstudagskvöldið, en í Bieistaraílokki karla og kvenna á sunnudagskvöldiö. Keppt verður um bikar, Eem Ásbjörn Ólafsson, stór- kaupmaður, hefir gefið og hlýtur sá bærinn bikarinn til varðveizlu, sem sigrar í fleiri flokkum. Liðin. Meistaraflokkslið Reykja- víkur verða þannig skipuð: Kvfl. Geirlaug Karlsdóttir, KR, Elín Guðmundsdóttir, Þrótti, Sóley Tómasdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir, og Fríða Hjálmarsdóttir, allar í Val, Sigríður Lúthersdóttir, Ármanni, Gerða Jónsdóttir, KR, Lára Hansdóttir og Helga Emilsdóttir, Þrótti og verður hún jafnframt fyrirliði. Karlaflokkur: Helgi Hall- grimsson, ÍR, Hörður Felix- son, Þórir Þorsteinsson, báð- ir KR, Hilmar Ólafsson, Fram, Karl Jóhannsson, Ár- manni, Pétur Antonsson og Sigurhans Hjartarson, Val, Sig. Jónsson, Reynir Þórðar- son og Ásgeir Magnússon, all ir í Víking, en Ásgeir er jafn framt fyrirliði liðsins. Enn flóð á Frakklandi París, 25. jan. Flóðin í Sigmi og Marne eru nú óðum að réna. Einnig dregur úr vexti ánna Rhone og Saone. Fólk, sem flúið hafði heimili sín í Rhone-dalnum og í Lyon er að hverfa heim aftur. Hins vegar er áin Garonne á Vestur Frakklandi stöðugt að vaxa. Hefir áin víða flætt yfir bakka sína og í borginni Bor- deaux er ástandið ískyggilegt. Fyrir skömmu hurfu mikils- verð skjöl, sem geymdu kjarn orkuleyndarmál í London og vakti það eigi lítinn þyt. Mynd in sýnir sir Henrv Self, en úr skrifstofu hans hurfu skjölin, svo að það er ekki furða, þótt hann sé áhyggjufullur á svip- inn. Scotland Yard reynir nú að upplýsa málið. Veglegt þorrablót í Borgarfirði Frá fréttaritara Tímans í Borgarfirði. Á laugardag verður haldið í Bæjarsveit hið árlega Þorra blót hreppsbúa, sem jafnan er ein vinsælasta og mesta skemmtun ársins. Hefst það með borðhaldi og verður hangikjöt á borðum að venju, en að því loknu upphefst skemmtan af ýmsu tagi. Flutt ar ræður, kveðnar gaman- vísur, ortar innansveitar um innlend efni og að lokum dans að. Hreppsbúar fjölmenna jafnan til þorrablótsins, sem oftast stendur langt fram á nótt. Menntamál Tímaritið Menntamál, sem kennarasamtökin gefa út, kom út skömmu fyrir jól, og fóru þar saman þrjú síðustu hefti árgangsins. Með þess- um heftum tekur Broddi Jó- hannesson, uppeldisfræðing- ur, við ritstj órninni í staö Ármanns heitins Halldórsson (Framhald á 7. sI5u). fftííögHi’ FertSmntíUifélags ísltmds: 2 Reist lítil gistihús og fenginn sérfræðingur til ráðuneytis Sljórn Fcrðamálafélagsins hélt fund með blaðamönnum í gær og ræddi meðal annars um gistihúsvandræðin í Reykja vík og möguleika á því að auka ferðamannastraum til lands ins, en landið er að flestra dómi valið ferðamannaland frá nátturunnar hendi. Agnar Kofoed Hansen, for- maður félagsins, hafði orð fyrir mönnum á fundinum og sagði frá þeim stórkostlegu möguleikum, sem taldir eru á því að fá mjög mikinn fjölda flugfarþega til að dveija nokkra daga á íslandi á leið milli heimsálfanna. Flugvélakostur landsmanna er nú orðinn mikill, en hins vegar mjög takmarkaðir möguleikar til að hýsa það fólk, er sækja vill landið heim, og útlendir og innlendir menn oft í vandræðum að koma sér fyrir til gistingar þegar hing að er komið. Vantar tvö gistihús. Telja forsvarsmenn félags- ins hæfilegt að hér í Reykja- vík yrðu byggð tvö hótel, hvort með um 60 herbergjum. Telur félagið að ekki eigi að stuðla að frekari landkynn ingu í því skyni að hæna hing að ferðafólk fyrr en búið er að sjá því fyrir svefnrúmi í landinu. Risahótelið. Ferðamálafélagið er mót- fallið þeirri hugmynd, er ríkti á nýsköpunarárunum að byggja bæri risahótel með 300 herbergjum, sem búiö var að teikna af útlendingi, en teikningin ein kostaði um 300 þús. krónur. Aðrar fram kvæmdir urðu ekki í því máli og þótti ýmsum óþarflega mik ið að gert. Lítil hótel eru tal in hæfa bezt staðháttunum Heilsulindir íslands. Gísli Sigurbjörnsson gat þess á fundinum, að heilsu- lindir íslands væru farnar að vekja athygli erlendis. Þann ig hefði kunnur læknir og sér fræðingur skrifað bók um lækningaböð og sagt, að ís- land hefði meiri möguleika til hvers konar leirbaða til heilsu bóta en nokkurt annað land í Evrópu. Benti Gísli á það, að gigtarsjúklingar binda von ir við slíkar lækningar og ef slík heilsuhæli risu hér, væri þar um öruggan ferðamanna straum að ræða, sem þar að auki væri ekki árstíðabund-< inn. Ferðalög útlendinga til landsins vaxa með hverju ári. Á síðasta ári sóttu landið heim um 6000 erlendir ferða menn og er talið að beir hafi flutt inn í landið um 9 millj. ónir króna, þótt lítill hluti þess gjaldeyris kæmi i banka. Reykjavík er verr sett. um hótelherbergi en margir aðrir staðir á landinu. Á sama tíma og byggð hafa verið tvö lítil gistihús í Mývatnssveit, hafa tvö gistihús verið lögð niður í Reykjavík og ekkert bætzt við. En Ferðamálafélag ið telur áríðandi, að nægilega mörg gistihús séu víðs vegar um landið. Tillögur ferðamálafélagsius nú eru þær, aö gefið verði frjálsræði til byggingar gisti húsa og stjórnarvöld stuðli að því að fenginn. verði til lands ins erlendur sérfræðingur, er leiðbeint geti landsmönnum varðandi móttökur erlendra ferðamanna. Ekki ástæða til að eiga fund með Malenkov London, 25. jan. — Brezka þingið kom saman í dag til funda að loknu jólaleyfi þing manna. Bevan og fleiri jafn aðarmenn báru fram ýmsar fyrirspurnir. Bevan spurði meðal annars, hvort sir Win. ston Churchill teldi ekki á- stæðu til að láta einhliða ráð stafanir Bandaríkjanna varð andi varnir Formósu til sín taka og einnig, hvort hættu- ástand það, sem skapazt hefði þar eystra gæfi ekki til efni til þess að ,þeir Churchill Eisenhower og Malenkoff ættu með sér fund. Forsætis ráðherrann taldi ástandið ekki svo alvárlegt, að ástæða væri til neinna slíkra aðgerða Síeppt í mælskulist á kvöld- vöku Stúdentafél. Reykjavíkur Stúdentafélag Reykjavíkur heldur kvöldvöku í Sjálf- stæðishúsinu annað kvöld. Er dagskráin vönduð að venju, en sérstök nýlunda er skemmtiþáttur, sem þar verð ur fluttur. í þætti þessum keppa stúdentar frá Mennta skólanum á Akureyri og Menntaskólanum í Reykjavík í mælskulist. Stjórnandi verð ur Einar Magnússon, mennta skólakennari, en keppendur verða Andrés Björnsson, cand mag., Barði Friðriksson, hér- aðsdómslögmaður, Bjarni Guðmundsson blaðafiilltrúi, Björn Th. Björnsson, listfræð ingur, Jón P. Emils, héraðs- dómslögmaður og Magnús Jónsson, alþm. Dómendur verða Einar Ólafur Sveins- son, prófessor dr. phil og dr. Halldór Halldórsson dósent. Keppendur verða að halda tvær tveggja mínútna ræð- ur um efni, sem þeir fá fyrst vitneskju um, er þeir skulu hefja mál sitt. Ekki mega þeir hika um of eða endurtaka sig, ef þeir vilja ekki hafa verra af. Verða alls kyns fleiri gildrur lagðar fyrir keppendur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.