Alþýðublaðið - 10.08.1927, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 10.08.1927, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ alt anna'ö gog betra álit á Eiríki persónulega, heldur en höfundur greinarinnar, og er þaÖ honum þvi alveg ósammála um það, eins og það líka telur ummælin um Jóhannes í grein Eiríks óréttmæt. Þar eð álit þeirra á Ameriku er mjög sitt á hvorn veg, er sam- anburður við hana aliur annar í munni Eiríks en Jóhannesar. Undir iok greinar þessarar skýrir höf. tilgang sinn með 'fyrri skrifum hans um Ameríku. Eins og áður hefir verið tekið fram, mun Alþbl. fúslega ljá eftir föngum rúm greinum, er lýsa betri hliðum Am- eríku eða telja kosti hennar, ef jþað verður beðið fyrir þær. — Grein þessi hefir biðið um skeið. Atks. Alþbl.j Nýr ,,rithöfundur“ hleypur af stokkununr í Aiþýðubl. 1. þ- m, Hann er ,,makaiaus“! Nafn hans er Eiríkur Hjartar- son. Hann gerist málsvari Amer- íku, án þess að kannast við stór- glæpi hennar og siðspillingu o. s. frv. Eiríkur Hjartarson á svo sem erindi í blaðadáika siðmenniing- arlands! Hér er kjarninn úr grein hans. Þvílík rökfimi — takið of- an, piltar! „Én hefir yður aidrei fundist að það væri ánhver svivirðileg- asta aðferðin að ljúga, skapa rangar hugmyndir með þvi að segja satt.“ Hann bætir því við, að þessi ó- sköp séu gerð af ásettu ráði. Með, því 'ac segja satt bæði lýg- ur maður og gefur mönnum rang- ap hugmyndir, segir E. Hjartarson. Hann er svo sem ekki geggj- aður, maðurinn sá! Annars er ,,makaleysi“ E. Hjart- arsonar þegar fullsvarað. En með því, að E. Hjartarson „rithöfundur" fer á stúfana og gusar úr sér „innblásnum“ ó- kvæðisorðum um það, að ég sé ,,ábyrgðarlaus“; og með því að E. H jartarson kastar óréttmætum dylgjum að Reykvíldngum með því að gefa í skyn, að þeir séu isams konar illgresi og íbúar Bandaríkjanna og Kanada, þótt auðvitað sé hann, eins og ailir vita, svo „lítillátur" ,(af náð!) að þiggja þrifnað sinn nú í höfuð- borg fósturjarðarinnar; og með jþví, áð hann telur fóik hér alls ekki varða um, hvaö gerist er- lendis, t. d. í Ameríku; og um fram alt vegna þess, að ritgeröir mínar um Améríku Iiafa siðferð-. islega þýöingu og raunveruiegt menningargiidi sem áreiðaniegar upplýsingar um Ameriku og jafn- framt viðvaranir tii góðra og s.kynsamra manna, svo að þeir viti hvað bíöi þeirra sjálfra eða af- komenda jreirra, sem kunna siðar a'ð viija lei.ta „æf.intýra“ í Am- erjku vegna þóssa (ekki vegna , athugasemdar“ E. Hjartarsonar) veröur aö ræða þetta meira. E. Hjartarson auglýsir sig sem „sérfræðing við lækningar" með. vélum. Tugir þúsunda af skottu- tæknurn í Ameríku, sem aldrei nafa numið einn staf í Iadvnis- fræði (þeir bara kaupa „diplo- mur ) Leigja fínar og „flott nvubl- eraÖar“ læknhigastofur og gerast svo ’læknar fyrir lífið og græða stórfé. ívíieöal þeirra véla, er E. Hjart- arson hefir á boðstólum, er ein, sem ég minnist áð hafa séð mik- ið rausað og predikað um í am- erískum skrumauglýsingum og er kölluð „Renulife“, sem ,er bjög- uð enska og á að þýða, að hún (vél þessi er lík lírukassa og full af einhverri rafþráðaflækju) end- urnýi krafta og heilsu manna! Þótt það sé næstum ónauðsyn- legt, vii ég samt taka þaÖ fram bér, að ég viðurkenni að sjálf- sögðu gagnsemi rafmagnsvéla, sem notaðar eru á sjúkrahúsum 0g lækningastofum áifu vorrar. Mér er auðvitað kunnugt um — enda viðurkent yfirieitt — að full- komnar lafmagnsvélar, t. d. þýzk- ar, hafa gefist mjög vei til lækn- inga fjöida sjúkdóma, þegar þær eru í höndum góðra, lærðra lækna. Ég vil minna E. Hjartarson á, að hann er ekid lengur í. Arner- íku, og ég vil gefa honum heil- ræði með því að benda honum á, a'ð amerískt humbug er, sem bet- ur fer, ekki líklegt til að ná mik- illi útbreiðsiu hér á landi. fslenzka þjóðin er of vel mentuð til þess a'ð láta „draga sig á asnaeyrum", eins og tiðkast að fólk í Ameríku geri. Og ekki virðist líklegt heldur, að E. Hjartarson hafi ástæðu til að ímynda sér, að hann geti haft mikið upp úr þessum ummæjuin mínum. En geti hann (sem virðist með öliu óhugsanlegt) fengið sam- þykki beztu lækna Reykjavíkur og vottorð þeirra um, að „læknjs- dómar“ hans hafi veruiegt gildi, þá vex honum ásmegin fyrir þessi ummæli mín og hann getur þá auldð áiit sitt á þeim, enda myndu þau, ef svo færi, verða undir. eins afturkölluð. ,,Við bíðum og sjá- um, hvaÖ setur“, segir jafnað- armaðurinn Þorsteinn Erlingsson. Alþýða manna hefir nú tæki- færi til að dæma urn, hver er geggjaður í þessu máli. E. Hjart.arson hefir gert ó- drengilega árás á mig með því að reyna aö koma fólki til að trúa því, a'ð ég væri geggjaður. Ef ]>að tækist að koma fólki til að trúa því, að andlega heilbrigð- ur maður væri geggjaður, yr'ði sá maður með því sviptur öllum góð- um tækifærum í lífinu. En treysta ber íslenzkri aiþýðu í þessu sem öðru. Hún mun ekki látfl-neinum takast siíkt ranglæti gegn alsaklausum manni. Grein mín um Ameríku var dlls ekki persónuleg. Og ég tiefi aldr- ei gert neitt á hintg E Hjartar- sonar. Ég hefi eiginlega aldrei fyrri vitað, að hann væri til. Og te! ég það skaðlaust. Ég myndi sjálfsagt aldrei hafa skift mér neitt af honum að fyrra bragði. Eins og allir geta séð, notaði E. Hjartarson rúm sitt í blaðinu, ekki til að ræða neitt máiefni, heldur að eins til þess að ráðast á mig á þann hátt, sem hefði getað skaðað mig, ef einhver hefði tekið marlc á því, og jafnframt til að láta í ljós það álit sitt á Reykvíkingum, að þeir séu alls ekki siðferðisbetri en Ameríku- menn. Dæmi nú fóik óhlutdrægt um þetta. E. Hjartarson hlýtur að hafa fylst „beigri vandlætingu“ yfir því mikla r.úmi, sem „Vísir“ hefir „eytt“ og látið í té, er það blað lýsti morðunum í Eaiidarík|unum. E. Hjartarson hefir þar feng- ið ,,innbiástur“, er hann síðar meir getur kastað í nasir fteyk- víkinga, því að hann kennir þá efaiaust „illgresi“ höfuðborgar vorrar um alt saman! Það er svo sem auðvitað, að það hafa fleiri morð verið fram- in og eru og verða fleiri morð framin í Bandaríkjunum og Ka- nada en í öllum öðrum löndum jarðarinnar samanlagt! I síðast liðin 8 ár hafa fleiri menn verið myrtir í Bandaríkjun- um og Kanada en búa á öllu ís- landi — og mor'ðvörgunum fjölg- ar óðfluga. Á því éina herrans ári 1921 — og það hefir mikið versnað síð- an — voru 123000 glæpamenn setlir í varðhald í Chicago. Á- ætlað er, að enn fleiri hafi slopp- ið algerlega, því lögreglan í Am- eríku er oft í samvinnu við og í vitorði með glæpamannafélög- um, og þess vegna er það, að margir bófar í Ameríku komast aldrei undir manna hendur. Marg- ir af þeim glæpamönnum, sem tekst að draga fyrir lög og dóm, eru, hver fyrir sig, valdir að fjölda glæpa. Það má þvi ætia að glæpir í Chicago 1921 hafi verið í- það minsta 500 000. Með sama hlutfal 1 i hefði illgresi það, arfinn, §em E. Hjartarson talar um að finna megi hér í Reykjavik, gefið af sér í upp- skeru um 4 000 glæpi! Fjórir ' .smáinnbrotsþjófnaðir voru framdir hér í borg síðast I. vetur. Sökudóigarnir voru ung- iingar, og þeir gerðu þetta s.enni- lega af því, að þeir viídu ekki veröa rninni en miiljónir unglinga í Ameríku. — Amerískar kvik- myndir varpa miklum dýr'ðar- ljóma á svona afhæfi. Það hafa örfáir fleiri glæpir verið framdir hér í borg, óefað suniir í þeim tiigangi, að fara eins að og film-, lietjurnar" og film->,stjörnurnar“ í Ameríku. En þrátt fyrir ,,hjálp“ Amer- íku í fiessu eina efni (siðspill- nnigu og glæpum) verður samt ,arfinn“, sem E. Hjartarson seg- ir, að muni þrífast hér í Reykja- vík, eins og „krækiber í helvíti“ í sámanburði við amerískt illgresi af sömu tegund, þ. e. siöspiliingn og glæpi í Ameríku. Skýrslur sýna, að meira en 60 af hundraði karlmanna í Amer- íku sýkjast af kynsjúkdómum, og talið er víst, að enn fleiri konur séu sýktar, en skýrslur um þær eru næstum ófáanlegar. Vændis- konur eru dreifðar eins og mý, á mykjuskán um alt landið. Yf- irvöldin hrúga saman of fjár með mútuþágum fyrir yfirhylmingu iauslætis í Ameríku. Væri island sokkið ofan í sama dýkið og amerísku þjóðirnar, Bandaríkin og Kanada, eru að sökkva á kaf i, myndi tala glæpa hér á landi nema svo tugum þús- unda skifti og fara stöðugt vax- andi og lauslætið að sáma skapi. Ameriski ,,arfinn“ er „dáindis“ snotur! Von að E. Hjartarson sé hrifinn af ,honum! í staðinn fyrir þessi ókjör eru glæpir hér á íslandi fáir og sjald- gæfir, sem betur íer. Björg hét kona nokkur, sem- kom til baka frá Ameríku rétt áður en ég Jagði af stað þangað. Hún sagði sannleikann um Am- eríku. En enginn trúði henni. Ég ekki heldur. Hefði ég lagt trún- að á orð hennar, þá hefði ég aldrei þekt helvíti, hvorki þessa heims né annars, því þá hefði ég aldrei farið til Ameriku. Ég var gintur til Ameríku af náfrændum mínum. Þegar fóik þetta gat ekki haft mig fyrir leik- sopp (það lézt 'vera mjög trúað og viidi gera úr mér prest), snér- ist það öndvert gegn mér og 1 rægði mig á allar lundir úr því. Sagan „Á refilstigum“ ein sannar, að ég hefi tekið of grunt, . en ekki of djúpt í árinni. Nú ættu allir að finna sérstaka hvöt hjá sér tii að lesa hana, Georg Brandes hefir sagt, að höfundur hennar væri einn af þremur beztu . rithöfundum Ameríku. Eins og er ofur-eðlilegt, þá ræð ég ungum mönnum og stúlkum alvarlega frá því að flytja til Am- eríku. Og það er engin ástæða fyrir ungt fólk að gera það, þvl hér eru öll nútímans þægindi, nema járnbrautir. En bifreiðar fylla það skarð. Þrátt fyrir bif- reiðafjölda Amerlku eru til ekki all-fáar smærri borgir og bæir þar, sem hafa ekki eins margar bifreiðar og höfuðborg vor. Ef þér ungu menn og ungu stúlkur trúið mér — ég ségi yður að eins sannleikann —, þá er yð- ur borgið í þessu efni. Ég ■ enda svo þessar línur með viðeigandi vísuhendingu, sem hljóðar jxannig: Vesturheimur, varmenskunnar álfa, vonariand hins spilta glæpa- manns. Ameríka er — Helvíti. Jóhannes Stefánsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Hallbjörn Halidórsson. Aiþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.