Tíminn - 02.07.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.07.1955, Blaðsíða 4
4 TÍMIN'N, Iaugardaginn 2. júlí 1955. 145. blád'; Ragnar Jókannesson: Kafli úr skélaslitaræðn Hávaði og ókyrrð í nútímaþjóðfélagi FVr’-r noi:kru vitjaði maður ruokkur í erlendri stórborg íæfcnis síns, og taldi að heilsu smni færi stórum hrakandi. Læknirinn rannsakaði sjúkl- inginn rækilega og komst að sömu niðurstöðu, maðurinn var sjúkur. Taugakerfi hans var í bágbornu ástandi og liann gekk með byrjandi magasár. Læknirinn vann verk sitt .samvizkusamlega og lét sér ekkf nægja að reyna aðeins að bæta úr meinum mannsins. Hann ieitaði líka orsakanna og at- hugaði eftir föngum ííf sjúkl íngsins. Það kom 1 ljós. að þetta var maður, sem lifði þvi lífi, sem kalla má venjulegt borg araiegt líf, var reglusamur og góður samfélagsþegn. En læknirinn komst að þeirrí niðurstöðu, að sjúkleiki hans stafaði að verulegu leyti af því, ag hann væri í sífelldu kapphlaupi vig lifið, ef svo mætti segja. Allur starfs- dagur hans var samfelldur flýtir og hávaði. Hann byrj- aði daginn með því að gleypa í sig í flýti svolítinn morgun- mat. Siðan hljóp hann eins og fætúr toguðu tU þe.ss að ná í strætisvagninn. Hann náði í skrifstofuna á síðustu stundu. Þar unnu margir og margar ritvélar glumdu og skörkuðu allan daginn. Sjálf ur gegndi hann óróasömu og vandasömu starfi, sem á- hýgg'júr og amstur fylgdi. Um hádegisbilið hljóp hann út í veitingahús í grenndinni og jleypti í sig nokkra munn- TÉIta meðan hann leit yfir fyr irsaghirnar í blöðunum, en hávær sjálfsalagrammófónn grenjaði nýjustu jazzlögin inn í eyrað á honum. Siðan sama argið í yinnunni; og oft altirvinna. Loks hlaup á eft- ir strætísvagninum t*l að komast heim, oftast í yfir- fullum vögnum. Kvöldunum eyddi hann í ýmis konar fé- lagsstörfum og skemmtun- um. Auk þess hömuðust loft- iwrar og vélar í nágrenni við íifimili hans. En niðurstaðan varð sú, að þessi góði maður og trausti borgari ættú sér sjaldan eða aldrei hvíld, — læknirinn dró jafnvel sjúk- dómslýsinguna saman í eJtt orð: hávaði. Þessi saga er ekki með öllu uppspuni. Og kemur hún okkur ekki nokkuð kunnug- lega fyrir siónir, þegar vér hugsum nánar um hana? Hávaðinn og eirðarleysið ein kennir langt um of líf nú- tímamannsins. Fyrrum var foögnin og einveran mörgum þungbær, gerði þá jafnvel ankannalega í augum heims ins, enda þótt margt slíkra manna væri spekingar. Enn er jafnvel talað um, að menn, sem koma úr fásinni, séu sveitaleeir. Um hitt er sialdn ar talað. hversu þeim. sem fá sinni eru vanir, lízt á borg- arbúar.n. Æitli þeim finnist ekki. er þeir athuga graud- gæfúega, sem óeðfolegrar ó- kyrrðar og taugaóstyrks gæti hjá mnrgum borgarbúanum, bótt sr.vrt'legur sé hann í yf- irbraeði og skapfallegur í á- sjónu? Hávaðinn og ókyrrðin eru óneitanlega fylgiflskar nú- tímamenningarínnar, menn- ingarsjúkdómur. Véltæknin færir mönnum mörg þæg- indi, en hún á sér líka skugga hliðar. Það væri fróðlegt að eiga aðgang að rannsókn- um á áhrifum hávaðans á sálarlif manna. En þau eru vafalaust mikil. Svokallaðir hávaðamenn æsa síg og aðra wpp með háværu tali og gaura gangi, og ná oft miklum ár-| angri. Ég vona að mér leyfist að segja hér gamaasama smá sögu, sem er þó nokkuð lær- dómsrikt í þessu sambandi. Hún er um blaðamann nokk urn, sem vann við stjórn- málablað í Reykjavík fyrir mörgu.m árum. Eitt af störf- um hans var að skrifa svo- kallaða leiðara, þ. e. forustu- grein dagsins um stjórnmál. í þennan tíma var allheitt i pólitíkinni, sem oftar, og þótti ekki annað sæma en borga hressilega fyrir sig og skamma andstæðingana ó- spart. Umgetinn maður var lika mestí ákafamaður í stjórnmálum og fleiru. En þegar hann átti aö fara að .skrifa skammargreinar dag eftir dag, fór hann ag fonast. Það fór að koma fyrir, að þeg ar hann kom til vmnu smnar á morgnana, var hann í góðu skapi eftir góðan . nætur- svefn og notalegt morgun- kaffi. Hann var ekki í bar- dagaskapi. En hann taldi bað skyldu sína að tro'ða illsakir við andstæðinga sína í stjórn málum. Hann varð að æsa sig upp — og hvernig fór hann að þv? Hann hafði hátt hann lokaði sig inni í skrif- stofu sinni. æpti skammar- yrði út í loftið og barði í borð ið og löðrungaði símann. Og sjá — eftir nokkrar mínút- ur var hann búinn að koma sér í svo æst skap, að hann greip pennan og skrifaði magnaða skammargrein. Ég held að þessi saga sé ekki með öllu tilbúnlngur. Ég hefi jafnvel þekkt áþekk dæmi sjálfur, mann sem ég vann með um skeið. En lær- dómur þessa dæmis ér: há- vað!nn æsir skaplð og kem- ur geðsmununum úr jafn- Yægi. En úr því að hávaði og ó- kyrrð daglega lífsins veldur fullorðna fólkinu meinum, jafnve! taugaveiklun og maga sári, getur þá verið annað en að þau hafi djúptæk áhrif á sálarlíf barnanna og ungl- 'nganna? Ég hygg, að það sé eigi síð- ur. Það ættum vér, kennar- arnir að sjá, öðrum fremur. Ótrúlega mörg börn og ungl- ingar bera með sér merki ó- eirðar og jafíivel taugaveikl- unar, og sum eru undir lækn 'shendi af béim ástæðum. Og eitt af þeim ágöllum, sem mér finnst einna erfiðast á'ð kveða niður i fari margra nemenda, er hávaðahneigðin. Ég á beinlínis við hávaða, því að ekki er önnur óspekt- arhneigð nærri alltaf sam- fara hávaðanum. Viðsjárver'ð ustu gallagripir í skólum eru ekki nærri alltaf háværir. ViÖ eigum á hverjum vetri í ítríði við unglinga, sern hafa svo hátt, að raun er a'ð. Þeir tala ekki eðl'legum málrómi, heldur kalla. Bregði kennari sér frá andartak, klappa þeir á borðin og gaula, og í frí- mínúlum æpa þeir og góla. Þetta er ekki falleg lýsing, en hún á við um marga. Ekki nærri alla, því að mörgum skólasystkinum þeirra er raun að þessum látum. Oft er það svo, að þetta er ekki beinlínis tilraun til að koma af at&ö vanðræðum eða apllla vinnufriði, heldur sterkur á- vani. Það kemur oft fyr!r í kennslustundum hjá sjálfum mér, e'nkum i neðri bekkjum, að nemandi úíti í kennslu- stofu þarf að fá skýringu og bera fram fyrirspurn, og þá kemur fyrir, að viðkomandi kallar fullum hálsi með m!kl imr hávaöa. Orð hans eru eigi að síður kurteisleg og skyn- samleg. Ég segi þá stundum við slíkan hávaðamann, að við skulum ekki tala saman e!ns og annar væri uppi á Fellsöxl og hinn niðri á Akra nesi og engínn sími á milli. Oft virðist nemandinn þá ekki taka eftir því, að hann haf' talað ne‘tt hátt. Ég hefi gert smáathuganir á þessum nemendum snmum, t. d. spurt þau hvort bau tali svona allt- af, þegar þau tala við annað fólk, bæði he>ma, við vmnu utan húss og leiki. Sum hafa svarað játandi, og einstaka sagt að þau gætu ekki talað öðru vísi. Það hefir þó reynd ar reynzt skakkt hjá þeim, því að öll er hægt að venja af þessum ós'ð, ef kennarinn leggur sig fram a'ð útrýma honum, og það' verður hann að gera, ef hann á að halda sæmilegri kyrrð. — En mér hrýs hugur v‘ð að hugsa til mannmargra heimila þar sem öll eða flest dagleg sam- töl fara fram með köllum og hávaða. Hávaðasamur ungl- ingur gefur sér ekki tíma til að hugsa um hlýðni og snyrfo mannlega framkomu. En þessi hávaðasemi er ein kenni ókyrrðar og eir'ðarleys is. Og' hvað getum vér í skól- unum gert, til að spyrna á móti. Fyrst er auðvitað að líta á það, að valdsvið heima gönguskóla í kaupstað er harla Iltið á móts við he!m- il!n. Þeir hljóta, í flestum at- vikum, að láta í minni pok- ann, ef fast er togað á móti, ems og stundum vill tU. Ég held, að oft fari gagnsemi skólanna mjög mikið efUr því, hver er afstaða he‘mil- anna til þeirra. Verði nem- andi var v‘ð óvild.og kala að* standenda sinna U1 skóla og kennara, er skóhnn býsna varnarlaus, nema nemand- inn sé því þroskaðri andlega. En lítt þroskaður nemand1 tekur fegins hendi aðkasti í garð skóla, sem honum geng- ur e. t. v. ekki vel í. En lítUl vafi getur leíkið á því, í aug- um athugulla manna, að skað legar afleiðingar af slíkri af- stöðu foreldra t!l skóla, skella þyngra á unglingnum sjálf- um, framtíð hans og sálar- þroska en á skólanum. Hvað getum við í skólun- um þá gert t‘l þess að bæla ni'ður hávaðann og óeirðina? Vafalaust margt og það reyn um við eftir beztu getu. Ýms ir þreytast aldrei á að kenna okkur e‘tt ráð: Börn‘n verða að óttast ykkur. Ég mótmæli þessu, hefi alltaf mótmælt þvi og mun allaf mótmæla því. Nemendur eiga ekki að óttast okkur, sitja e!ns og steinar, ganga eins og leik- brúður. Við erum ekki að ala upp hermenn, ekki munka, ekki nazista eða fasista. Við erum að ala upp hina ungu kynslóð lýðveldisins íslands, frjálsa og fullvalda. Við erum að grundvalla í þessari æsku höll frelsis og framtaks i mesta lýðræðisríki heimsins. Við eigum ekki að þurfa að halda á neinum þrælsótta til þess, heldur þeim anda, ,,sem engan vill neyða sem öllum er kær, sem elskar hvert hjarta, sem lifandi hlær, og þarf ekki á helvíti að halda.“ Það eina,. sem nemendur eiga að' óttast er bað. að gera ekki sjálfum sér smán, kenn urum sínum og ástvinum skapráun. Sé afstaða nem- enda til góðs kennara með þeim hætti, er öllu borgið. Mér hefir oft fundist eitt- hvað vanta í marga af okk- ar íslenzku skólum, sem sam einað getur hugi nemenda, lyft þeim og göfgað þá, um- fram bókalestur og daglegt nám. Eg held, að núlifandi æsku skorti hugsjónamál, er hrífur og sameinar. Framan af þessari öld var íslenzk æska gagntekin af miklum hugsjónamálum. Um það var ungmennafélagshreyfingin skýr vottur. Fyrri heimstyrj- öldin dró úr fluginu, sem ef til vill var fullævintýralegt á stundum. Milli styrjaldanna var því lægra risiö á hug- sjónaeldinum. Kreppuár eru engin upplyftingarár. Þó var áhugi á ólíkum stjórnmála- stefnum mjög sterkur á þeim árum hjá skólaæskunni, og bókmenntaáhugi nokkur. — Segja má, aö stjórnmálaá- huginn væri ekki með öllu sameinandi, en hann skerpti þó oft hugann og skýrði við- horfin. En hver eru helzt samein- andi áhugamál núverandi æsku, sem er gott, hraust- legt og myndarlegt fólk? Ég býst ekki við, að því sé fljót svarað. Og hræddur er ég um að fljótgróðahyggja stríðsár- anna og eftirstríðsáranna vaki víða undir sem fláráð undhraítía. Það er arfurinn frá miðaldrakynslóðinni. En unga fcynslóðtii brennur í skinninu eftir áhugamálum og átökum. Af því stafar ó-, kyrrðin meðal annars. Vér verðum að hjálpa henni til að finna sér verkefni, áhuga mál, stforf og skemmtanir við sitt hæfi Margir benda á trúna sem eitt hið mesta sameinandi afl og þurfi þess að gæta í skól- um meira en nú er. Mér dylst ekki sannleikur í þessari kenn ingu, þótt ég sé leitandi í þeim efnum eins. og margír. og fjölda margir l;tá svo á að rikisskólar -eigi ekki að gera sér ýkja milcið far uih' að móta. trúarskoðanir nem- enda sinna á þessum árum. En yfirleitt bera uhgligár mikla virðingu fyrir kristin- dóminxim, og er langt síðan að ég tók eftir því, að stutt bæna.hald eða ritningarlest- ur með sálmasöng hafði kyrr andi og friðandi áhrif á skóla lífið. Þegar söngur bætist við eru áhrif slíkra stunda ómet- anleg. En þessi skóli hefir löngum átt erftitt um söng- kennslu. En sl. vetur hefir ræzt úr þessu. Skólanum tókst að ná i vanan og mætan söng kennara, sem mjög hefir lagt sig fram til að glæða áhuga fyrir söng. Við höfum haft morgunsöng fjórum sinnum i víku þennan liðna vetur. Vik una höfum við byrjað með sálmasöng, ritningarlestri og bæn, og hefir þessi stutta lát lausa athöfn verið hátíðleg og róarndi. Síöari söngurinn hefir verið helgaður létari lögum, og oftast til þess að létta skapið og sameina^þug- ina. Eg vona, að þessi-.skóli þurfi aldrei framar að verða sönglaus skóli. Söngurinn er ;j, ómissandi, hafin. göfgar og stillir hugi og sálírjjrsamein- ar og mykir. , VVv _ Góður framhaldsskólingetnó ur mikfu áorkað til að sam- eina nemendur sína til átaka og vekja áhuga þeirra. :tii góðra mála. En til: þess þarf hann að njóta skilningsj'4>g vinát.tu borgaranna,sgm. hann er sv’o háður. Slik.>yið- leitní er rótlaus og árangJirs litil, ef hún baðast e.kki sóÞ - skini viösýni, þekkipgar (Framh 6. 6. sfðu.v

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.