Tíminn - 30.09.1955, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.09.1955, Blaðsíða 3
221. blað. TÍMINN, föstudaginn 30. september 1955. 3 / slendingajpættir Dánarminning: Rannveig Nikulásdóttir, Refstað Það eru kannske nútíma þjóðsögur á íslandi, að bezt menntar konur, kurteisastar og háttprúðastar hafi búið úti l í afskekktum sveitum, látið sér nægja miðstöðvarlausan sveitabæ undir torfi og tróði, tekið hestinn sinn og vippað sér í söðulinn, ferðast veg- leysur vfir meiri og minni vatnsföll, farið léttan og sköru lega og flutt með sér líf og gleði fyrir góðlyndi og velvilia og frábæra háttvísi til allra orðskipta og framkomu. Slík kona var Rannveig á Refstað. Hún var Nikulá-dóttir, Jaf- ets^onar, og systir Karls dýra- læknis, sem margir kannast við, og upprunninn hér í Rpvkjavík. Ekki verður hér rakin ætt hennar, en Jafet afi hennar var bróðir Ingibjargar konu Jóns Sigurðssonar for- seta, og ætti það fólk ekki að þurfa að kynna fyrir íslend- ingum. Rannveig ólst upp á Hjarð- arholti í Dölum hjá Jóni presti Guttormssyni, en hann var sonur Guttorms prófasts Pálssonar í Vallanesi, en það er stór ætthringur gáfu- og menntamanna, og mun heim- ilið í Hjarðarholti hafa borið svipmót mennta og háttvísi, eins og bezt gerðist hér á landi á þeim tímum. Rannveig féll inn í þetta svipmót. Hún var gáfuð og fíngerð að eðlis- fari, og átti því létt með að samlagast þessu fólki. Hún varð í rauninni eitt af Hjarð- arholtssvstkinunum, en þaiu voru gáfað fólk og hugsióna- auðugt, og átti bindindishug- siónin þar góða liðsmenn, og siálfstæðishugs.iónin ósyikna íslendinga. Rannveig mennt- aðist á bessu heimili, svo langt bar af menntun albýðu- kvenna, og gekk auk þess í kvennaskólann í Ytriey. Jón fósturbróðir hennar gerðist lækr'r á Austurlandi stuttu fvrir aldamótin og fluttist bá sumt af svstkinum hans austur og fylgdi Rann- veig beim. Hún kom fyrst til Seyðisfiarðar og var kennslu- kona á heimili Friðriks Wat- hne, sonar Ottós Wathne hins mikla athafnamanns á Seyð- isfirði. Var Seyðisfiörður þá í uppgangi og mennta- og at- hafnalíf í blóma. Tók Rann- veig þátt í kvenfrelsisöldunni, sem þá hafði risið á Seyðis- firði, og hvergi 'hærra í land- ihu en þar, að undanteknu vígi þeirra kvenna hér í Revkjavík, sem forgönguna höfðu. Var háttvísi og fram- ganga kvenna á Seyðisfirði víða rómuð, enda um stíl að ræða. áhrifamikinn. Árið 1897 gerðist Jón frá Hjarðarholti læknir í Vopna- firði og um líkt leyti fluttist Ránnveig til Vopnafjarðar á- samt Margrétu fóstursystur sinni. Var hin mesta liðsemd að þessu unga, gáfaða fólki frá Hjarðarholti í félagslífi sveitarinnar, þótt hér sé ekki rúm til að rekja. Leið svo yfir aldamót og var margt gott að frétta af Vopnfirðingum á þessum tíma. Árið 1903 giftist Rannveig Birni Pálssyni gullsmið, sem þá bjó á Vakursstöðum og var ekkjumaður. Hafði hann átt Margrétu Björnsdóttur frá Eyjólfsstöðum, Skúlasonar, systur Ragnhildar er Páll átti, l Ólafsson skáld. Björn var og þá um fimmtugsaldur. Átti mikið glæsimenni og höfðingi, hann tvær dætur á ferming- araldri meö konu sinni. Við þessu heimili tók hin unga vel mennta kona frá Hjarðar- holti. Var heimili þeirra með glæsibrag og virðingar um- fram flesta menn í sveitinni. Voru þau þó fáskiptin um al- menn mál, enda mátti Björn varla líta upp úr smíðunum, svo voru smíðisgripir hans eftirsóttir og viða um héröð, nærliggjandi. Vorið 1910 fluttust þau að Refsstað í Vopnafirði, og festu brátt kaup á þeirri jörð, sem þá var kirkjujörð, en hafði um marg ar aldir verið prestssetur. Höfðu þau áður búið í leigu- ábúð á parti af Vakursstöð- um. Tóku þau samstundis til nokkurra húsabóta í viðbót við lítið timburhús, sem þau keyptu og ekki fylgdi jarðar- húsum. Varð heimili þeirra þar strax í fremstu röð um allan búnað og umgengni, og heimilisbragur sterkur og fág- aður. Var Björn svo slyngur maður til allra verkbragða og mikilvirkur, að margt mátti af læra, en húsfreyja svo kurteis og snoturvirk, að af mátti hríf ast. Þau bjuggu eigi stórt, en héldu alla gripi vel, og var bú þeirra gagnmikið og fall- egt. Hestarnir áttu kyn að rekja til Stjörnu Páls Ólafs- sonar, og höfðu meðlæti í hlut falli við ætterni og hétu í ætt ina. Þannig bjuggu þau Björn og Rannveig á Refsstað fram undir 20 ár við jafna hagsæld og virðingar. Var Björn þá kominn hátt á áttræðisaldur og hafði alla stund stundað smíðarnar af frábærri elju. Árið 1929 brugðu þau búi og fluttust að Víðikeri í Bárðar- dal til Margrétar dóttur sinn- ar, er þar var gift Kára bónda og skáldi Tryggvasyni, en eigi varð dvöl þeirra þar til lang- frama, og fluttust þau stuttu síðar til Reykjavíkur og áttu þar heima síðan. Björn and- aðist þar 1944, nálega 89 ái’a gamall, en Rannveig dvaldi hjá Gunnari syni sínum, bíla- smið, og konu hans Margrétu Björnsdóttur, á Langholtsvegi 186, en hún er dóttir Mar- grétar Jónsdóttur frá Hjarð- arholti, fóstursystur Rann- veigar. Auk þeirra banxa, sem hér hefur getið verið, er Karl gullsmiður, kvæntur Júlíönu Jónsdóttur. Búa þau einnig hér í Reykjavík, en Kári og Margrét búa nú í Hveragei'ði. ■>annveig dó 9. júlí s. 1., litlu miður en áttræö að aldri, því fædd var hún hér í Reykja- 'úk hinn 26. nóv. 1875. Ég, sem þessar línur rita. átti heima í næstu grennd við þau Refsstaðahjón nálega alla stund, sem þau bjuggu á Refsstað. Ég hef því kunnug- leika til vitnisburðar um þau, óg mér er óhætt að segja það, að í öll þessi ár hevrði ég Rann veigu aldrei hrjóta misjafnt orð af munni, og það var ekki ■>ægt að vita hvort henni lík- vði betur eða ver nema eftir (Framhald á 6. siffu).' Þess skal getið sem gert er Svo sem kunnugt er starfar Húsmæðrakennaraskóli ís- lands hér á Laugarvatni ann að hvert sumar undir stjórn hins ágæta og áhugasama skólastjóra, Helgu Sigurðar- dóttur og samkennara henn- ar. Fyrir utan hin miklu dag legu störf þsirra stúlknanna, sem alloft sýnast fara þeim mjög vel úr hendi, hafa þær sem nú eru í skólanum, farið fleiri og færri í heyskap til bænda hér í þessum þremur glýjudögum, sem komið hafa hér í Laugardal á þessu sól arlausa sumri, og hjálpað bændum við heyskapinn og nú síðast í gær, 31. ágúst, sem er bezti dagurinn á þessu sumri fóru 9 tú þeirra bænda, sem verst voru staddir og unnu hjá þeim fram í myrk ur, fyrir engin laun, en mikið þakklæti og þóttu með ágæt um duglegar, og hjálpuðu þar með að burrka fyrstu heyhest ana sem þornað hafa á þessu sumri. Fyrir þessa óeigin- gjörnu fórnfýsi og skilning, sem kennarar og námsmeyjar hafa sýnt, eiga þær fyllsta þakklæti skilið. Ég óska þess, að öll störf þeirra í framtíð inni verði þeim og þeim, sem þær vmna fyrir, eins gæfurík og störf stúlknanna voru í gærdag vð hevskapinn. — Vinnan var eóð, en skilning urinn á þörfinni var þó enn betri. 1. sept. 1955. Böðvar Magnússon. •iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiniiiuiiiiiiiiiiiiiiniiiiinK { Ó. JOHNSON & KAABERHFÍ Brautryðjandi Nýlega átti einn af vor-1 mönnum okkar 85 ára af- mæli. Hann er enn svo ungur í anda, með sívakandi áhuga á vandamálum einstakUnga og þjóðar, að menn hrifast með lífsorkú hans og mann- viti. Þessi aldni æskumaður er Jónas Kristjánsson læknir. Jónas var um langt árabil héraðslæknir í erfiðum lækn ishéruðum, þar sem hann naut mikilla vinsæida. Þótti hann dugandi læknir og heppnaðist skurðaðgerðir á- gætlega. En þess gætti, að læknirinn á Sauðárkróki hafði alltakmairkaða trú á almætti lyfjanna. Á þessum árum gerðist Jónas alþingismaður, en festi ekki rætur í stjórnmálunum. Nokkru seinna lét hann af héraðslæknisembætti. En ekki tú að taka sér hvíld frá störfum. Heldur gerðist nú forgöngumaður, að stofnun Náttúrulækningafélags ís- lands og b.rautryðj andi að nýjum lifnaðarháttum þjóðar innar. Boðskapur hans er, að menn skuli borða lífræna fæðu úr jurtaríkinu, en hafna að mestu neyslu dýra og fiska og jarðargróðri ems og hveit is og sykurs, sem er sviptur lífrænum samböndum náttúr unnar, þegar hann er borinn á borð. En megin kjarninn í braut ryðjendastarfi Jónasar er: að efla hreysti gegn sjúkdóm um. að maðurinn lifi svo eðlilegu lífi samkv. lögmálum náttúr- unnar, að líkaminn sé ómót'- tækilegur fyrir sjúkdóma. að meira sé um vert, að fyrir- byggja sjúkdóma, en lækna þá. Til að vinna þessu máli gagn, leggur læknirinn fram alla orku sína, lífsreyslu og þekkingu, og fémuni sína. Nú hefir málum þokast svo áfram, að NLFÍ er búið að reisa allstóra byggingu í Hveragerði, sem tekin var í nokun á öndverðu sumri. — Rekur félagið þar hressingar hæli og getur tekið um 30 dvalargesti. Auk þess selur ] það einstakar máltíðir og er allur matur gerður eftir fyrir sögn læknisins. Geta 80—100 manns borðað samtímis í mat stofunni. Borðstofan er bæði björt og snyrtileg svo að af ber og öll bíður byggingin hinn bezta þokka. Og umgengnin er eftir því. Öldruð kona, dvaiargestur, kvað aðbúðina svo góða, sem á yrði kosið. Einlægnin í svipnum sagði þó meira en orðin. í ráði er að stækka bygg- inguna verulega. En fjárhag urinn er þröngur. Jónas lækn ir seldi húseign sína í Rvik til að geta lagt fram veru- legt fjármagn sjálfur til hælisbyggingarinnar. Bera einstök herbergi nöfn konu hans og látinna barna. Hann er sjálfur læknir hælisins og býr þar. Þættu kröfur hans tU búnaðar fyrir sjálfan sig ekki alstaðar miklar. Læknirinn gengur um allt teinréttur og kvikur á fæti. Hann er sá göngugarpur, að á níræðisaldri gekk hann tvisvar á Baulu með stuttu millibili og sama sumarið einu sinni á Eiríksjökul og 1 fyrra synti hann tvisvar sinn um 200 m. í norrænu sund- keppninni. Hann lifir eftir þeim lífs- reglum, sem hann telur giftu drýgstar til heilbrigði. Hann (Framiiald a B. Sl5u). Frá íþróttaskóla Jóns Þorsteinssonar Vetrarstarfsemi skólans hefst 1. okt. Leikfimi fyrir stúlkur á mánudögum og fimmtu- dögum kl. 7—8 síðdegis. — Innritun er hafin. Kennari: Ástbjörg Gunnarsdóttir, sími 3764. Baðstofan verður til afnota frá kl. 10 árdegis til kl. 10 síðdegis. Hún er opin fyrir almenning, sem hér segir: Á mánudögum kl. 4—6 síðd. fyrir konur, laugardögum kl 6—9 síðdegis fyrir karla. Eldri baðflokkar mæta á venjulegum tímum. — Nokkrir nýir baðflokkar geta fengið ákveðinn baðtíma á morgnana eða um miðjan daginn. Nánari upplýsingar í skólanum Lindargötu 7, sími 3738. Jón Þorsteinsson. I Námsflokkar Reykjavíkur Innritun hefst mánudaginn 3. október. ii: i: Innritað verður í Miðbæjarbarnaskólanum 1. stofu ;i; :i| (gengið inn frá norðurálmu frá Lækjargötu), kl. 5—7 ij; ;í; og 8—9 síðdegis. j;]: Kennsla hefst mánudaginn 17. október. Upplýs- jij i: ingar um stundaskrá og námsgreinar verða gefnar við jij jj: innritun. Kennslan fer fram kl. 7,45—10,20 á kvöldin. jij jjij Þátttakendur velj asjálfir eina eða fleiri námsgreinar. jjj ||j Nánari uppl. í auglýsingu síðar í þessari viku. j|:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.