Alþýðublaðið - 13.08.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.08.1927, Blaðsíða 3
A L Þ’ifluöEAÐiS ” 3 " Höfum fyrir liggjandi: Handsápur, mjög fjölbreytt úrval Krístalsápur í 56 kg. bölum. Sápuspæni. Sóda. „Morgunblaðinu“ unnað1) sannmælis. „Morgunblabjb1' og ég érum sammála um það, að Jónas frá Hriflu eigi ekki að ljúga. En — pessi skoðun okkar er sprottin af ólíkum ástœónm. Ég áiít óviöeigandi af Jónasi að beita slíku vopni, af því að hann berst yfirleitt fyrir gódwn málstad. „Morgu?ibladid“ bsrst yfirleitt fyrir illum málstaó. Lygin er kjörvopn þess, og mun pað líta svo á, áð með óslitinni notkun hafi það öðlast einkarétt á henni. 1) „unt“ á „Mgbl.“-má]i. Til þess að sanna þetta myndi nægja að leggja fram samfelda þá árganga „Mgbl.“, sem núverandi ritstjórar hafa stýrt. Þá myndi það koma í ljóls, aa lygarnar yrou alt aj fleiri en b/a&sídurnar. Til áréttingar þessari staðhæf- ingu set ég svo þessi niðurlags- orð: Qeti ritstjörar „Morgunblaðs- ins“ lagt fram eitf einasta blað úr sinni ritstjórnrrtíð, þar sem engu er logið, mega þeir höggva af mér hægri höndina! Svalacu pér mí Kýros! Þig hef~ ir lengi pyrst! H. C. Örsted. 14. ágúst 1777 — 14. ágúst 1927. Á morgun eru liÖin 150 ár frá fæðingu H. C. Örsteds, sem einna mesta heimsfrægð hefir hlotið norrænna vísindamanna. Hann 'fæddis't í Rudkjöbing í Danmörku 14. ág. 1777. Faðir hans var lyf- sali og setti drenginn snemma íii náms í Ivfjabúð sinni. Hneigð- ;sí hugar hans mjög að efnafræði. Það kom snemma í ljós, að Ör- sted var frábær hæfileikamaður. 17 ára gamall tók hann stúdents- próf í Kaupmannahöfn meö ágæt- iseinkunn í öllum námsgreinum, og 20 ára gamall tók hann próf í lyfjafræðd. Samhliða þessu námi lagði hann mikla stund á ýmsar aðrar námsgreinar, svo sem nátt- úrufræði, fagurfræði og heim- speki, og ritaði ungur bækux um þau efni. Rafmagnsfræðin var í bernsku á þeim tímum, og tók Örsted snemma að fást við til- raunir með rafmagn. Að loknu námi í Danmörku fór hann til útlanda og dvaldi langvistum á Þýzikalandi og Frakklandi. Kynt- ist hann á þessum ferðum helztu afreksmönnum í rafmagnsfræði. Hann kom heim aftur 1804 og gerði sér þá von um að fá kenn- araembætti í efnafræði við há- skólann. Það tókst þö ekkf þá. Menn litu hornauga til rita hans um náttúruvísindi, sem voru langt á undan þekkingu og skilningi samtíðarmanna hans á þeim efn- um. En lítils háttar síyrk fékk hann til fyrirlestra og tilrauna. Til Berlínar fór hann 1812 og gaf þar út eitt af merkustu ritum sínum um efnafræði. Kom hann þar fram með áður óþektar skoð- anir um eðli tíg vérkanif Ya"f- mögns. En hann stóð élnh uþþi með þær skoðanir um nokkurt skeið og hlaut enga viðurkenn- ingu. 1817 varð Örsted prófess- or . við háskólann í Kaupmanna- höfn o g gaf sig nú einkum að náttúruvísindum og eSlisfræði. Fyrir margskonar tilraunir skap- aðist sú skoðun hjá Örsted, að skyldleiki nokkur myndi vera milli rafmagns og seguimagns. Hann .leiddi .sterkan rafmagns- straum eftir platínuvír og tók þá eftir því, að segulnál, sem þar var nærri, tök að hpyfast. Þeg- ar hann liafði gert margar tilraun- ir um þetta, samdi hann rit um málið á latínu, sem kom út 21. júlí 1820, og var að eins 4 bls. að stærð. Þar var árangur þess- ara tilrauna sannaður með svo sterkum rökum, að öllum sérfræð- ingum í þessum efnum varð' þeg- ar Ijöst, að hér var um stór- merkilega uppgötvun að1 ræða, enda kom það betur á daginn síðar. Uppgötvun Örsteds á raf- segulaflinu varð uppistaða og undirstaða allrar rafmagnsnotkun- ar. Áður hafði rafmagnið verið nálega leikfang eitt. Eftir þetta varð það eitt af merkilegustu hjálpartækjum menningarinnar í athafnaliii ogvísindaiðkunum. Ör- sted varð nú á skömmum tíma heimsfrægur maður og þá auð- vitað dáður af sinni þjóð. Það virðist vera lögmál i menningu oíkkar, að þjóðirnar tefja fyrir framfaraforingjum sinum tog halda aftur af þeim á allar lund- ir, en miklast svo áf ágæti þeirra og þakka sér það, ef þeim tekst að brjótast áfram af eigin ram~. leik. Reyndar á þetta ekki sér- staklega við um Örsted, þvi að það verður ekki sagt, að hann væri einn af píslarvottum vísind- anna, eins og svo margir aðrir ágætismenn. Þó læimsfrægð Örsteds sé bundin við uppgötvun hans á raf- segulaflinu, þá var hún þó ekki nema einn þáttur í æfistarfi hajns. Hann var einn hinn mesti menn- ingarfrömuður á mörgum öðrum sviðum. Örsted dó 9. mai 1851. Á villigötum. Fyrir nokkrum árum kom ég tirhins alkunna fistóibæjar Gríms- býjar í Englandi. Méðal annárs, sem fyrir augu mín bar þar, voru tvö veitinga- hús, sem kunningi minn leiddi mig inn í, „til þess að sjá lífið“, ’eins og hann orðaði það. Veit- ingahús þessi voru nefnd stóra H.-víti og litla H.-víti. Ég kom inn í það ,,stóra“. Fyrir augu mín bar sorglega sjón: Veitingaskál- inn var fullur af fólki, körlum og konum, syngjandi, danzandi, bölV- andi, og látandi öðrum illum og ósið'egum látum. Barsmíðar voru annað kastið. Fó!kið var reykj- andj, svo að tæpiega sást handa sfcLl. Vínið flaut í stríðum straum- um. Koriur gleymdu öllu velsæmi, karimenn einnig. Á tjlsettum tíma kom lögreglan og rak a!Ia út, og húsinu var lokað. Þessj sjón kom mér í hug kv’öld eitt fyrir stuttu, er Runningi minri var að lýsa hinum nýja skemti- 'stað í nágrenni Reykjavíkur, Geit- hálsi. Honum sagðjst þannig frá: Á túninu fyrir neðan húsið eru reist stóreflis tjöld, tvö hvort við ánnars híið, og eltt minna. í störa -tjaldinu er þiljaður danzpallur, í hinu bekkir og borð til veitinga. í þriðja tjaldinu eru fram reidd- ar veitingavnar. Enn freinur eru útbúnar rólur fyrir fullorðna og börn, til að skemta sér við. Ut- an um þassi tjöld er útbúin girð- ing með h'iði á. Standa þar verð- ir við, er taka á möti inngangs- eyrihjá þeim, sem inn vilja kóma, sem- er alment 1 króna. Að sk :mti- :stað þessum sækir svo múgur og margmenni, konur og karlar, mest ungt fólk. Margir þeir, er um veginn fara, staðnæmast þar um stund og sumir dveljá lengur. AlJmargir koma þangað vei nestaðir úr horginni með ,.eina spánska upp á vasann“. Gleði og glaumur ríkir. Tvær harmonikur eru þeyttar fyrir þá, sem danza. Eftir þvf, sem líður á kvöldið, koma fleiri og fleiri úr borginni. Drykkjulæti aukast, jafnt hjá kon- um og körlum. Fólkið gengur ut umi lautir og miöa í kvöldkyrðinni, ört af vini, heitt af danzi. Vel- sæminu er gleymt, svo að áber- andi þykir. Peningaseðlar hrjóta í tugataii til þeirra, senii veita, en hverjir það eru, veit enginn. Þar er Geiri, Grímsi, Siggi og fleiri kunnir heiðursmerm, allir alsak- lausir við a5 hafa nokkuð með- ferðis. Fólkið skemtir sér úti í guðs grænni náttúrunni á gullfa’legum sumarkvöldum. — Þennig sagðist þessum kunn- :ingja mínum frá. Fölkið í bæn- um skrafar sín á irillli eitthvað á sama hátí. Menn tala um spill- ingu fólksins o. s. frv., o. s. frvl Er þá fullkominn fótur fyrir öllu þessu skrafi? Væri e'kki ástæða til þess, að rannsaka það? Eru hafðar óleyfilegar veitiugar þama um hönd? Væri ekki rétt fyrir viðkomandi yfirvöld að rannsaka, hvort þaróá' er að gróðursetjast siðspillingarbæii, sem tælir ung- lingana úr Reykjavik, Hafnarfirði og víðar að til sín, — stórt víti, sem leiðir þá á villigötur, hvað sem velsæmi og landsiögum líður Mammonsbæli, þar sem hugs- að er um það eitt að næla í peninga fólksins, sem það aflar sér með súrum sveita —? Þrymur. ÐáU ffiigmu *>(| vegiun., Næturlæknir er i nótt Níeis P. Dungal, Sól- eygjargötu 3, sími 1518 (í stað Árna Péturssonar), og aðra nótt Jón Kristjánsson, Miðstræti 3, simar 686 og 506. Sunnudagslæknir er á morgun Kjartan ólafsson, Lækjargötu 4, simi 614. Næturvörður er næstu viku í lyfjabúð Lauga- vegar. Haraldur Sigurðsson leikur á þriðjudagskvöldið á nýja flygilinn í Gam'a Bíó. Fer: hann með lög eftir ýmsa mestu tónsnillinga heimsins. I’arf ekki að efa, að þar verður unun að vera, þar sem alt fylgist að, frá’- hær leikur Haralds, ágætt hljóð- færi og gott hús. Þeir eru marg- ir, sem vilja hlýða á leik Har- aids, o-g hér fá menn 'tækifæri, en að’ eins þetta eina, því að hann lætur ekki heyra til sín aft- ur hér að sinni. Aðgöngumiðar fást í bókaverzlunum ísafoldar og Sigf. Eymundssonar. Messur á morgun: í dónxkirkjunni kj'. 11 séra Friðrik Hallgrímsson. I fríkirkjunni verður ekki messáð, því að verið er að gera við hana.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.