Alþýðublaðið - 15.08.1927, Side 2

Alþýðublaðið - 15.08.1927, Side 2
ALP V£iUBL.ii)iti jALÞÝÐUBLAÐIÐ | í kemur út á hverjum virkum degi. | i Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við í j Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ► í til kl. 7 síðd. { \ Skrifstofa á sama stað opin kl. ► J 9Vs — lO’/s árd. og kl. 8—9 síðd. [ ; Simar: 988 (aigreiðslan) og 1294 ► < (skrifstofan). * IVerðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindáika. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama húsi, sömu símar). 5___________________________ Þegar vopnin féllu. Einvaldshugnr íhaldsins. Engir hafa verið tannhvássari í garð jafnaðarmanna en „Morgun- blaðið“ og ,,Vörður“. Pau hafa borið jafnaðarmönnum margt á brýn, sem jieim hefir fundist „passa í kramið" í það og það sinnið. Meðal annars hafa þau sagt, að jafnaðarmenn vildu koma af stað byltingum með blóðsút- hellingum og böli. Peir vildu ekki lýðfrelsi, he'.dur fámenna ofbeldis- og klíku-stjórn. Þau hafa búist við, að slíkar kenningar myndu kitla eyru Is- lendinga og varna því, að þeir að- hyltust menningarstefnu nútímans — jafnaðarstefnuna. En þetta hafa orðið sár von- brigði fyrir íhaldið. Islendingar hafa, þrátt fyrir all- ar rógburðarsögur valdhafanna, skoðað jafnaðarstefnuna í réttu ljósi, lesið um hana, kynt sér hana og aðhylst hana. Peir hafa fundið og skilið, að það, sem mest er ofsótt, hlýtur að bera farsæld fyrir land og lýð í skauti sínu. Þeir hafa ,séð, að fúasárin, mis- tökin og óréttlæti núverandi þjóð- skipulags er gagnstætt framsókn og framförum menningarinnar, en að skipu'ag það, sem jafnaðar- stefnan sýnir fram á, er í fullu samræmi við þarfir nútímans og kröfur líðandi dags og komandi ára. En það, sem hefir orðið íhald- inu að fótakefii, og það, sem ein- kent hefir alla afturhaldsmenn á Öllum tímum, er það, að þeir hvorki þekkja sína eigin þjóð eða þau öfl, sem verka í athafnalífi þjöðarinnar á hvaða tíma, sem er. Pess vegna hefir alt snúist öf- ugt við ætlunum auðvaldsins, og vopnin, sem það Jhefir notað á andstæðjinga sína, hafa snuist í hendi þess og sært það sjálft slæmu sári, sem seint mun gróa á svo ellihrumum líkama. Það hefir sprengt úr pyngjum sínum ógrynni fjár í þessa starf- semi sína. Það hefir þózt gera það af einiægri þrá eftir að gera gott. Pað befir haldið dýra menn á á- gætisfóðrum. Svo árum skiftir hefir það borið á herðum sínum blöð sin með miklu tapi. Næstum á hverju ári hefir það' eytt ó- grynni fjár í kosnin:ar. Arðfyr- irtæki ýmissa einstaklinga í I- haldsflokknum hafa orðið að kaupa fylgismenn fyrir flokkinn, t.. og orðið svo, meðal annars fyrir það, að fá eftirgjafir á skuld- um sínum við bankana. Alþingi sjálft hefir orðið að kauphöll í höndum þessara mánna. Bitarnir fyrir fylgi við íhaldið hafa verið gefnir margir. Er nokkur svo skyni skroppinn, að hann ímyndi sér, að þar hafi ráðið umhyggja fyrir landi og íýb? Vonandi ekki. Yfirgnæíandi meiri hluti þeirra manna, sem ráða í Ihaldsflokkn- um, eru „spekulantar", og þeir hafa ekki breytt út af venjunni á stjórnmálasviðinu. Það er haft eftir Jóni Þorláks- syni, að síðan hann fór að tala og starfa öðru vísi en hann á- lítur rétt vera, þá hafi flest af því, sem hann hafi komið fram með, verið framkvæmt, og flest hafi síðan gengið sér í vil. Ver- ið getur, að Jón Þorláksson hafi ekki sagt þetta, en hitt er víst, að þannig er það um þá marga, íhaldsmennina. En nú hafa vopn þeirra fallið. Þau hafa reynst ónýt, frekar þeim til ógagns en gagns. Þjóðin hefir snúið við þeim baki. Bóndinn og verkamaðurinn eru að hætta að trúa á víxlara- vald höfuðstaðarins, en treystir nú meir samtök sín, og treystir bet- ur brautryðjendum þeirra til stjórnmálalegra framkvæmda. En eftir standa íhaldsmennirnir, kyrrstöðumenn nútímans, og kreppa að bökum h-ins vinnandi Iýðs, til sjávar og lands, silki- mjúka hnefa víxilmenskunnar. Og nú er farið að skera og klippa. • Þegar árangur peninganna, sem kastað hefir verið, verður eins öf- ugur og raun er á, minkar „góð- gerðafýsn“ þeirra, sem ráða yf- ir arðberandi tækjum. Þeir hætta að vinna á þann hátt. Þeir tví- stiga á tvístringi. Óregiu nokkra má sjá í herbúðt- unum. Kortinu yfir hernaðaráætlunina er fiett í sundur fyrir augum al- þjóðar, og er þó víst ekki beint af vilja gert. Þegar þannig er ástatt, kem- ur ýmislegt fram í dagsbirtuna, sem sumir vissu, að fólst undir kuflinum, en fjöldinn sá ékki. Og þeir steyta hnefana að fólk- inu. „Morgunbiaðið" befir sagt: Ó- svífnir þjóðmálmlygarar hafa blekt þjóðina. Þjóðin veit ekki, hvað hún er að gera. Það er mátu- legt, að það komi henni í koll. Það hefir ymprað á göllum lýð- ræðisins og ta’að hógværlega um ýmsa kosti, sem ööru vísi stjóm- skipulag, reist á einræðisgrund- velli, hefðd. En það hefir verið mjög hógvært í þessu. Það má það eiga, blaðið. En ,,Vörður“ hefir verið vern, æstari og tvistigið meira. Fyrst byrjar Kr. Alb. og viður- kennir galla kjördæmaskipunar- innar. En það rnátti ekki — og því var mótmælt af flokksstjóm ihaldsins, eins og víð var að bú- ást. En ,,Vörður“ tekur nú öðru vísi á málunum. Ekki eins og ungu skáidi og hugsjónamanni sæmir, þó í álögum sé, eins og Kr. Alb„ hieldur eins og feitum og stór- um og státnum iðjuleysingja sæm- ir, eins og Árna frá Múla. Hann bindur með snæri upp í íhalds- klárana og teymir þá eftir göt- unni, sem Estrup ruddi í Dan- mörku, Mussolini á italíu — og fleiri á ýmsum tímum í öðrum löndum. Einhver, sem er hrifinn af stöðu sinni sem ,,hreppsnefndaroddviti“, skrifar grein í ,,Vörð“ fyrra laug- ardag. Þessi grein hefir brotist út úr dýpstu brjóstfylgsnum íhalds- ins. 1 henni kemur mjög fram hið sanna eðli, sem alt af hefir lýst sér við endimörk ihaldsseminnar —, líkt og þegar maðkarnir skríða upp á yfirborðið, þegar dimma tekur. Greinin er í fyrsta lagi ákúra til íslenzku þjóðarinnar. Henni er þar borið á brýn, að hún vilji einokun, eins og hiúm áður hafði, þegar Danir kúguðu hér; hún vi'lji fjárhagslegt hrun þjóðarbúsins, gjaldþrot 1930. Hún vilji banna alt einstaklingsframtak o. s. frv. I öðru lagi ræðst greinarböf- undur á lýðræðið og segir, að síðustu kosningar sýni ljóslega, á hvílíka glapstigu lýðræðið geti leitt þjóðina. Þeim munar þarna auðsjáanlega í einveldisbugmynd- ina og dreymir um, að einhver auðvaldsglanni, eins og Jón ÓI- afsson, leiki íslenzkan Primo de Rivera. En erfitt myndi hlutverk- ið það, þó æfingin bak við tjöld- in hafi verið nægileg. 1 þriðja lagi ræðst greinarhöf- undur á kjósendur með hrópyrð- um: „Lifi ofurvaid heimskrar höfða- töiu!“ hrópar hann. Það er lítið í þessu af um- hyggju fyrir þjóðinni. Það er að eins tvístig íbaldsins, reiði yfir ósigri og aðferð götustráks að hrópa: „Heimskingi!" framan í mótstöðumanninn. Það er „fram- tak einstaklingsins“ að koma fram í dagsljósið með skoðun íhaldsins á þjóðinni. Þab er „frjáls sam- keppni" um ósvífnina. Það er að- ferð „heldri stéttarinnar" að líta niður á vinnuh:ndurnar. Einvaldshugur íbaldsins er auð- sær, og vopnin, sem það þyrfti að nota, tæki það, bver sem þau yrðu. Það myndi ekki horfa í byltingar. Það myndi ekki horfa í neitt, þegar tefia væri um vald þess. Þab myndi feta í fótspor feðra sinna, einvaidsherra annara landa, og brjótast til valda. Jafnaðarmenn halda áfram sömu brautina, fullvissir um sigur. Þeir halda áfram að fræda ís- ienzku þjóðina um jafnaðarstefn- una, og tíminn muii sanna þáð, að afturhaid og íhald getur eigi tii iengdar þrifist á voru landi. Stephan G. Stephansson látinn. Sú fregn hefir borist hingað, að látinn sé Stephan G. Step- hansson, þjóðskáid vort Islend- inga vestan hafs. Er þar hnigið í valinn eitt merkilegasta íslenzka skáldið og mikilhæfasta — roerki- legt fyrir margra hluta sakir. Margt ljöða liggur eftir St. G. Stephansson, og alt ber þaðóræk, persónu'.eg merki um séreinkenni anda hans. Hann stældi engan viljandi né óviljandi, — ait, sem hann iét frá sér fara, var — í andlegri merkingu orðanna — meb eiginhendi ritað. Að þessu leyti var hann frumlegur, því að hver persónuleikur hefir sinn sér- staka blæ, þó að mikilmennin ein. geti látið hann koma í ljös nak- inn og sterkan, óhjúpaðan hvers- dagstötrum almenningsvenju og almenríingssanninda. Slíkt mikil- menni var St. G. Stephansson. Það er ekki tilætlunin meðþess- um fáu línum að gagnrýna skáld- skap St. G. Stephanssonar. Til þess hefi ég ekki tækifæri nú sem stendur. Margt má að kvæðum hans finna, en það er óneitan- iegt, að í þeim hefir hann num- ið land, áður óbyggt fyrir íslenzk- ar bókmentir. En það er antnað, sem ég vii benda á. Það er að vísu mikið að vera skáld, en það er þó meira, að vera madur — í fegurstu merkingu þess orðs. Fögur orð eru góð og geta haft mikil áhrif, en eitthvað verður hljómur þeirra dýpri og sterkari í eyrum vorum, ef vér vituirí, að, persónu'.eiki, beill og óskiftur maður, drengur góður, stendur á bak við orðin, —■ áð þau era sprottin upp af djúpri sannfær- ‘ingu og brennandi áhuga, neistar af báli sterkrar sálar. Þá fer að verða lítils vert, hvort niaður hef- ir sömu skoðanir og höfundurinn — sannfæringarafi hans og kyngi hrífur oss með sér, og vér sjá- um, að frá sjónarmiði hans hlýt- ur tilveran að líta svona út, —- þó að vér áskiijum oss rétt til að líta á hana frá vorum sjón- arhóli í daglegri baráttu lífsins. „Þótt þú iangförull legðir ’ sérhvert land undir fót, bera hpgur og hjarta samt þíns heimalands mót.“ Þessi orð sjálfs hans sönnuðust á St. G. Stephanssyni. Þótt hann œli mestallan aldur sinn i annarri heimsáifu, fjarri islandi, og þótt mörg af kvæðum hans lýsi ann- ariegu landj, eru þau öll með .{.slenzku marki. En hann var meira en góður Islendingur, — hann var góður maður, sem hataði alla kúgun og rangsieitni, bæöi and- lega og líkamlega, og djarfur maður, sem þorði að vera á öðru máli en fjöldinn. Hann var upp- reisnarma&ur í fegurstu merkingu orðsins, gerði uppreisn gegn því,.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.