Alþýðublaðið - 15.08.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.08.1927, Blaðsíða 3
ALP\;l)íj£5LAÐlÐ Höfum fyrir liggjandi: Handsápur, mjög fjölbreytt úrval Kristalsápur í 56 kg. bölum. Sápuspæni. Sóda. sem hann talcli úrelt, ómannlegt og Ijótt, og þorbi að veita övin- sæium málefnum fylgi, sbr. Víg- slóða hans. Fyrir pað á hann skil- ió, — þótt ekki væri annað, sem nóg er þó til, — að hans sé lengi minst. Hann hefir sjálfur reist sér þann bautastein, sem lengi mun stancla ,,óbrotgjarn í bragar túni.“ Að lokum vil ég kveðja Step- han G. Stephansson með þessum orðum sjá’Ifs hans: „Fjarst í eilífðar útsæ vakir eylendan þín, nóttlaus voraldar veröld, þar sem víðsýnið skín.“ Jakob Jóh. Smári. íslenzkur snillingur. Fyrir nálægt þremur tugum ára varð það hljóbært mjög austur í Árnessýslu, að neðarlega í Fló- anum væri drengur, sem myndi vera hálfgert undrabarn. Hann spilaði á hljóðfæri lög, er hann heyrði utan að, þótt hann væri svö ungur og sniár, að aðrir yrðu að stíga hljóðfærið fyrir hann. Þess var líka getið, að svo glögt eyra hefði drengurinn fyrir hljóði, að þegar hann heyrði hinar ýmsu raddir dýranna úti í náttúrunni, gæti hann, er inn kæmi, gengið að hljóðfærinu, s'tutt á nótu og gef- ið tóntegund þá, er hann heyrði úti. Því var þá spáð, að drengur- inn yrði snillingur, og sú spá hefir ræzt, því að drengurinn, sem þessar sögur gengu um, var eng- inn annar en Haraldur Sigurðsson í Kallaðarnesi. Hváð sem nú líður sögurn þeim, er af honum fóru sem litlum dreng austur í Kalláð- arnesi, þá er það víst, að hann hafði þegar, er hann var barn, ó- venjulega góða hœfileika til fíljómfístamáms. Orðstir hans síð- an hann náði fullorðinsaldri hef- ir sýnt, hvað í honum bjó. Það mun festum lesendum Al- þýðublaðsins kunnugt, að Harald- lur stundaði langt og erfitt nám í píanóleik á Þýzkalandi og lauk því með prýði, og 'að því loknu fluttist hann til Danmerkur, þar sem hann fékk vandasama stöðu, þótt um marga væri að ræða. Hefir Haraldur unnið sér traust og álit þar í landi, svo að han* er ta'inn með fremstu snil'ingum í sinni greiii. Væri nokkru áfátt í því, að Haraldur hefði fengið fulla viðurkenningu fyrir snild sína, þá myndi það helzt vera hér í hans eigin föðurlandi, að minsta kosti í verki. Fyrir nokkrum vikum kom Haraldur hingað ásamt frú sinni, eftir tveggja ára fjarveru. Þau hjónin skemtu bæjarbúum s'itt kvöldið hvort, hún með söng og hann með píanóspili. Sá, er þetta ritar, hafði því miður ekki tæki- færi til að hlusta á frúna, en var aftur á móti svo heppinn að geta hlustað á Harald knýja hörp- una. Það kvöld byrjaði þó ekki með óblandinni ánægju, því að það skal viðurkent, að blóðið leit- aði kinnannna, þegar svo var á- statt, að húsið — Nýja Bió —, var ekki alveg fullskipað, þegar Haraldur kom f.ann eftir að Reyk- víkingar höfðu ekki heyrt hann í tvö ár. Mér varð það fyrir að teygja mig að eyra eins þeirra manna, er oft skrifar um hljómlist, og spyrja: „Myndi nokkurt sæti ó- skipað, væri Haraldur danskur, norskur, eða éitthvað annað en íslenzkur?“ Og var ekki von, að ég spyrði? Undan farna viku höfðu Reykvikingar fylt Iðnó kvöld eftir kvöld, af því útlendur loddari var að sýna „kúnstir" sínar. Og kvöld eftir kvöld hafa þeir hlustað og horft á það, sem útlendingar hafa boðið og er lít- ils virði samanborið við það, er íslendingurinn Haraldur býður; en í þetta sinn skal ekki farið frek- ar út í það. Þess skal að eins getið, að kvöldið leið fljótt — alt of fljótt — og hrifning á- heyrendanna var greinileg af svip þeirra og fagnaðarlátum, sem seint ætluðu að linna, enda sýndi Haraldur sína venjulegu leikni og öryggi við leik sinn. Annað kvöld ætlar Hara’.dur að halda hljómleika í Gamla Bíó. Þau hjónin höfðu áformað að halda þá í félagi, en sökum þess, að frúin fékk tilkynningu um lát föður síns, gat það ekki orÖið. Haraldur verður því einn. Það er metnaðarsök fyrir Reyk- víkinga að láta ekkert sæti ó- skipað í Gamla B ó og bæta þar rneð fyrir þau, er aað Voru í Nýja Bíó um daginn, þótt fá væru. Þess rná geta, að litlar líkur eru til, að Haraldur verði hér aftur fyrri en 1930. Það glæðir andann og dreifir áhyggjunum að hlusta á annan eins shilling og Hara’.dur er. Og það ætti ekki að spílla til, að hann er landi. Þráinn. símskeyti* Khöfn, FB., 13. ágúst. Sacco veikur. Lítlar vonír um réttlæti i Bandarikjunum. Frá Boston er símað: Menn ala yfirleitt litlar vonir um það, að Sacco og Vanzetti verði náðaðir [dæmdir sýknir? Sbr. skeytið um, að hæstréttur Bandaríkjanna ætli að taka mál þeirra til rannsókn- ar]. Sacco er fárveikur. Hefir hann svelt s’ig í tuttugu og fimm daga. Yfirvmldin í stórborgum Bandaríkjanna hafa gert mjögvíð- tækar ráðstafanir til þess, að bæla niður óeirðir samfara vænt- anlegum mótmælaathöfnum út af þessu máli. írsku stjórnmálin. Frá Lundúnum er símað: Cos- gravestjórnin írska er nú í minni hluta i þinginu. Flokk andstæð- inganna fylla fjörutíu og fjórir jýðveldissinnar, tuttugu og tveir verklýðssinnar og átta þjóðemis- sinnar. Borið til baka. Frá Bukarest er símað: Bana- tilræðið við Geog Grikklandskon- png @13 uppspun! eáxffi. Khöfn, FB., 14. ágúst. Byltingartilraun I Portúgal. Frá Lissabon er símað: Tilraun hefir verið gerð til þess að steypa Carmona einræðisherra af stóli. Tilraunin misheppnaðist. Foringi uppreistarmanna hefir verið hand- tekinn. Frá Kina. Frá Shanghai er símað: Shan- tungherirnir ásamt Sun Chuan- fang sækja fram í sameiningu gegn Suðurhernum. Suðurherirun hefir mist utn þrjátiu þúsund manna á undanhaldinu. íbúarnir í Nanking eru famir að hafa sig á brott úr borginni. ísmeygileg auðvaldslýgi. Frá Lundúnum er símað: Þær fregnir hafa borist hingað frá Bo- liviu, að sameignarsinnar séu á- Iitnir vera frumkvöðlar að Indí- ánabyitingm ni. Stjómin hefir haf- ið sókn á hendur uppreistarmönin- um og hafa um eitt hundrað upp- reistarmenn fallið í bardögunum. (Bolivia er ríki í Suður-Ameríku, 1 333 050 ferkílóm, íbúatala um 3 millj. Af þjóðinnl eru 50°/o Indíán- ar, 12°/o hvítir, 27°/o Cholos (kyn- son á 10 mín. 4,1 sek. og þriðji blendingar) og 0,2<>/o b'lökkumenn. Bolivia er námuauðugt land. Stærsta borgin er La Paz með um 100 000 íbúum. Bolivia var eitt sinn spánversk nýlenda.) Dm dagiHas og vegiois. Næturlæknir er í nótt Guðmundur Guðfinns- son, sem kominn er heim aftur, Spitalastig 6, simi 1758. &i!íf !., Þenna dag árið 1887 andaðist hinn frægl danski rithöfundur Meir Aaron Goldschmidt. Hann var Gyðingur áð ætt, eins og margir aðrir merkismenn. í kirkjuræðu sinni í gær tók séra Friðrik Hallgrimsson fastlega undir við- vörun þá til fólksins, sem „Þrym- ur“ flutti hér í blaðinu i fyrra dag í greininni: „Á villigötum". Það er vel. Nú er að sjá, hvort yfirvöldin leggja sitt lið af fullu kappi til þess að leiða sannleik- ann í málinu í ljós. Minningargjöf. Stjórn í. S. I. færði Ingibjörgu Brands í gær skrautgripakassa fagran, er Ríkarður Jónsson hafði gert. Var það í minningu þess, að hún hefir nú kent sund og aðrar iþróttir hér í Reykjavík í 20 ár. Einkaleyfisumsóknir tv'áéf hefir Júlíus J. V. Nýborg, í Hafnarfirði sent stjórnarráðiniu nýlega. Er önnur um báthlera til að nota við síldveiðar og aðrar fiskveiðar ofarlega í sjó, hin um dragherpinót til að veiða ineð síld og annan fisk ofarlega í sjó. Um- sóknirnar eru til sýnis í skrif- sto fu atvinn u málaráðun eytisins. Sjómerki. -Við innsiglinguna á innri höfn- ina við Sandgerði er nú þess að gæta, að skúrinn á Býjarskers- eyri hefir verið rifinn. 1 hans stað verður væntanlega reist önnur vltabygging i haust, en sem stend- ur eru engin leiðarmerki til þess- arar innsiglingar, hvorki dagmerki né næturmerki. Ræðutunnur. „Mgb).“ segir frá því í fréttum i gær, að heill farmur af tunnum „segi ekkert". Skyldi það búast víð, að Mlfur farmur af tunnum héldi ræðu? Eða ætlar það e. t. v. bráðum að gæða lesendum sínum á ræðum eftir talandi tunnur? íslendingasundið fór fram í gær, eins og ákveð- ið hafði verið. Veður var gott. Úrslit urðu þessi: Hlutskarpast- ur á Islendingasundinu varð Jón Ingi Guðmundsson á 9 mín. 21,7 sek., og hlRut hann tslandsbik- arinn og titilinn sundkóngur Is- lands. Annar \urð Óskar Þorkels- son á 10 mín. 4,1 sek. og þriðji

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.