Alþýðublaðið - 16.08.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.08.1927, Blaðsíða 2
ALPYUUtíl^lJlU £ jALÞÝÐUBLAÐIÐ ! kemur út á hverjum virkum degi. j Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við j ! Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ► } til kl. 7 síðd. ! ! Sferifstofa á sama stað opin kl. | * 9!,/s —10!/3 árd. og kl. 8—9 síðd. j « Simar: 988 (a'greiðslan) og 1294 \ < (skriistofan). í < Verðlag: Áskriftarverð h r. 1,50 á } mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 j < hver mm. eindálka. { J Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan j } (í sama hús', sönru simar). Kosningarnar í Finnlandi. Eins og getið hefir verið um í erlendum símfréttum, fóru al- rnennar kosningar fram i Finn- landi 1. júlí s. 1. Úrsiit kosn- inganna urðu ekki kunn fyrr en tveimur vikum eftir kjördag. Á 'þjóðþingi Finnlands, sem að eins er í einni deild, eiga 200 þingmenn sæti. Eru þeir kosnir með hlutfaliskosningu í 15 stór« um kjördæmum, þó misjafnlega margir í kjördæmunum. Pannig eru 26 þingmenn í einu kjördæm- inu, en það er höfuðborg Finn- lands, Helsingfors, og nágrenn- ið, og voru þar nú við þessar kosningar greidd 145 155 atkvæði. Þátttakan í finsku kosningunum varð nokkuð meiri nú en víð næstu almennar kosningar þar á undan, sem frarn íóru 1924, en jþó greiddu ekki atkvæði fleiri en 60«o af þeim, sem á kjörs'krá voru. Alls voru greidd 905 552 at- kvæði, en 875 384 árið 1924. Jafnaðarmenn tóku við stjórn í Finnlandi á sfðast líðnum vetri, undir forystu Váinö Tanners pró- fessors. Pó að þeir væru sterk- asti þingflokkurinn, vantaði sanrt niikið á, að þeir hefðu rneiri hluta þingsætanna. Peir voru að eins tæpur þriðjungur þingsins eða 60 að tölu. Andstæðingar jafnaðannanna höfðu gert ráð fyrir því, að þeir myndu tapa þingsætum við þess- ar kosningar, því að þsir höfðu sætt ákveðinni andstöðu undir éins þegar þeir tóku við vöidum og mjög harðvítugum árásum í kosningahríðinni frá öllum öðr- um flokkum. En þessi hrakspá andstæðinganna varð að engu, Jafnaðarmenn bættu við sig 3000 atkvæðum, og lá rnjög nærri, að þeir hækkuðu fulltrúatöiu sína. Pannig vantaði þá að eins 63 at- kvæði í einu kjördæminu til þess að bæta við sig einu sæti. Flokkarnir í finska þinginu eru 6. Fyrir síðustu kosningar voru lýðræðisjafnaðarmenn 69 að tölu, sameignarsínnar 18, sænski þjóð- flokkurinn taldi 23, finski fiokk- urinn 38, finski framsóknarflokk- urinn 17 og finski bændaflokkur- inn 44- Úrslit kosninganna urðu þau, að lýðræðisjafnaðarmenn istóðu í stað hvað þingsæti snert- ir, sameignarsinnar unnu 2 þing- sæ’ti, sænski þjóðflokkurinn vann 1 sæti, fínski flokkurinn tapaði 4 og finski framsóknarflokkurinn 7, en finski bændaflokkurinn vann 8 sæti. Eftir kosningarnar er jafnaðar- mannastjórnin fastari í sessi en áður, þar sem hún hefir nú stuðn- ing 104 þingmanna, sameignar- sinna og sænska fiokksins, auk flokksmanna sinna, en þessir flokk- ar höfðu fyrir kosningarnar til samans 101 þingsæti. Við kösningarnar skiftust at- kvæðin þannig á flokkana: Lýð- ræðisjafnaðarmenn fengu 257 364 atkvæði, sameignarsinnar 108 566, sænski þjóðflokkurinn 110 846, finski flokkurinn 160 097, finski framsóknarfiokkurinn 60 743 og finski bændafiokkurinn 205 847. Kosningarnar snérust mest um starf jafnaðarmanhastjórnarinnar, og verður ekki annað sagt, en að stjórnin megi vei við úrslitin una. Sameignarsinnar bættu við sig 2 þingsætum og allhárri atkvæða- tölu. Á það án efa rót sína að rekja til þess, að nú gengu þeir til kosninganna sem löglegur stjórnmálafíokkur, en árið 1924 var flokkur þeirra bannaður með Iögum, en jafnaðarmannastjómin kom þyí til leiðar, að- þau lög voru úr gildi .numin og að sam- éignarsinnar þeir, er í fangelsum sátu, voru látnir lausir. Aftur á móti fengu sameignarsinnar við þessar kosningar bæði færri at- kvæði ög þingsæti en við almenn- ar kosningar, sem fram fóru 1922, því þá fengu þeir 27 þingsæti. Það er því auðsætt, að ekki verða stjórnarskifti í Finnlandi fyrst um sinn, því að bæði hafa jafnaðarmenn flestum þingsætum á að skipa, og lítið útlit er fyrir', að smáfiokkarnir bræði sig saman og myndi stjórn. Jafnaðarmanna- stjórnin hefir einnig þegar áunnið sér fiylli og ’fulla viðurkenningú verkamanna og margra annara. Hún hefir, þann stutta tíma, er hún hefir verið að völdum, komið á betri og fyllri tryggingarlöggjöf, áuk margs annars hagræðis fyrir efnaminni stéttimar. Æfintýrabarnið Wolfi Schneiderhan. Viðtal við frú A. Friðriksson. Það ber ekki við á hverju ári, að undrabörn heimsæki höfuðstað íslands. Fólk hefir. að eins heyrt og Iesið sagnir um undrabörn, en vart trúað þeim, og litið þau. líkt og æfin- týri væri. Nú eiga Ileykvíkingar von á, að ókunnur og merkilegur gest- ur berji að dyrum hjá þeim bráðum. Gesturinn er eitt af þessum æfintýra-undrabðrnum, fiðlusnillingurinn heimsfrægi, hinn ungii.1l ára Wolfi Sehnei- derhan. Það þótti hlýða. að afla sér nokkurra upplýsinga um þenna tilvonandi æfintýragest ok.kai'. Fór því Alþýðúblaðið lil frú A. Friðriksson, sem er umboðs- maður Wolfis hér, og bað hana að segja sér nokkuð gerla af æfintýrabarninu. „Eins og þér vitið“, segir frúin, „fengu mörg þýzk, ung- versk og austurrísk hörn vist á Norðurlöndum á fyrstu árun- um eftir stríðið. Neyðin heima fyrir í þessum löndum, bölið, sein af ófriðnum leiddi, gerði það að verkum, að gengist var fyrir þessum harnaflútningum. Fá af þessuni börnum komu hingað lil íslands, en flest þeirra fóru lil Danmerkur og Svíþjóðar. Meðal þessara fá- tæku barna, sem urðu að' flýja frá foreldrum síiium úr landi sínu, var Wolfi litli Sehneider- han. Fjölskylda i Svíþjóð tók hann að sér. Willy Klasen pró- fessor, tónskáldið og píanóleik- arinn þekti, komst þar í kynni við drenginn og sá, hvílíkum geysi-hæfileikum hann var gæddur, og með hvílíku valdi hann handlék fiðluna. Klasen og faðir drengsius, sem er leik- ari í Vínarborg, urðu ásáttir um að setja drenginn til náms hjá allra frægasta fiðlusnillingi Austurrikis, Sevcik’s. Þar lærði Wolfi í nokkurn tima, og kenn- ara hans undraði mikið, hversu djúpum hæfileikum hann var gæddur. Fyrst þegar Wolfi lék á fiðlu, var hann að eins fjögurra ára að aldri. Til, Kaupmannahafnar kom hann í vor og hélt þar marga hljómleika. Danir ern mjög vandlátir á hljómlist, en aldrei hafa blöðin verið eins sam- mála um snild neins snillings eins og þessa barns. Þau lýstu því hvað eftir annað yfir, að kraftaverk gerðust enn þá með- al vor og Wolfi væri einmitt Ijósasta dæmi þess. Nú mun þessi undradrengur koma hingað. Hann mun ekki dvelja leng'i hér. Hann fer til Ameríku héðan og hefir verið heðinn að halda þar um 100 hljómleika í haust. Klasen pró- fessor hefir fylgt honum síðan þeir kyntust, og kemur hann einnig hingað. Eg hið. yður að skila til lesenda Alþýðublaðs- ins, að hér sé eitt undrabarn æfintýranna að koma fram á leiksviðið, en sjón sé þó sögu ríkarP*. Alþbl. þakkaði frúnni fyrir söguna af þessu undraverða harni og kvaddi. Halldór Kiljan Laxness. „Hvert stefnir?" varð hugs- un mín, er ég heyrði, að Hall- dór Kiljan hefði í hyggju að' hverfa af Iandi burt til^ lang- dvalar í framandi löndum, fjari’i vinum, æskustöðvum og ættjörðu. En ríú verður mönnum ef til vill á að spyrja: Hver er þessi Halldór Kiljan? Hann er sá hinn ungi maður, sem dregið hefir að sér athygli, jafnvel að- dáun manna nú á síðari ái'um fyrir skrif sín og' skáldsagna- gerð. Þá vaknar önnur spurn- ing' í huga mínum: Hvers vegna festir þessi ungi og efnilegi mað- ur ekki vndi á ættlandi sínu? Svarið verður, mörgum til hryggðar, á þá leið, að honum bjóðist ekki sæmileg lifskjör hér. í sannleika má það sorglegt heita, hversu lítilfjörleg fjár- framlög ríkissjóðs eru til skálda og listamanna, til sam- anburðai' við ýmiss önnur til- lög', sem fáum eru til gagns og engum til sæmdar. En þetta þarf að lagfærast hið fyrsta. Hjá því verður ekki komist. Vér getiim gert oss það í hug- arlund, hvílik hætta er í vænd- um, ef andans mönnum þjóð- arinnar eru biargir baunaðar' hér, svo að þeir verða að flýja land og setjast að meðal þjóða, sem eru komnar á hærra þroskastig og' ltunna að rneta þá að maklegleikum. , Mér vei’ður á að spyrja: Er það tihetlun fjárveitingavalds- ins, að gera unga og' andríka íslendinga að útflutningsvöru, en skilja leirskáldin eftir sem feður og fyrirmyndir handa komandi kynslóðum — sálar- litla kjötskrokka? Það er gömul saga, að fyrsta sporið á framsóknarbrautinni sé ætíð erfiðast. Annað og þriðja sporið virðast ætla að verða Kiljan örðugri en hið fyrsta. Hann hefir eqn litla eða alls enga peningalega viður- kenningu fengið fyrir ritsfcJrf sín. Eg skal að vísu engan dóm á það leggja, hvort hann hefir enn þá afrekað nokkru þrekvirki á þvi sviði, en hitt mun flestum vera Ijóst, að mikið er í manninn spunnið, og að í honum búi það andlegt. verðmæti, sem alls ekki má láta glatast aí hirðu- og sinnu- leysi. Að endingu vil ég fara þess á leit við fjárveitingavaldið, hvort ekki myndi framkvæm- anlegt að veita ungum mönn- um, sem hafa vilja samfara góðum gáfum til þess að ger- asl plægingamenn í bókmenta- akri þjóðarinnar, svo ríflegan styrk, að þeir geti gefið sig alla við því starí'i. Eg er þess viss, að lestrarfýsn íslenzku þjóðar- innar er svo mikil, að hún vildi gjarnan taka á sig þá litlu g'jaldaaukningu, sem af því myndi leiða. Steinn K. Steindórsson. „Verðandi“-fundur verður í kvöld kl. 8.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.