Tíminn - 25.01.1956, Qupperneq 4

Tíminn - 25.01.1956, Qupperneq 4
TÍMINN, miðvikuflaginn 25. janúar 1956. 20. blað; a Um marg'ra ára skeið hefir ver- ið rætt og ritað um samgöngumáí okkar Sunnlendinga. Koma þar fram mörg sjónar.mið, svo sem venja er til, þar fer ekki ævin- lega saman þekking á vegstæði, né vegalengdum, ekki heldur at- hugun á því, hvert er gildi þess að vegurinn sé lagður þar sem minnstar eru brekkur, sn jóalög og skafrenningur. Ekki-er heldur minnst á það hversu mikils það er vert að losna við þá veðurhæð svo og haustþokur í náttmyrkri, sem verður ævinlega á hæztu fjöllum. Ég vil leyfa mér að segja nokkur orð um okkar gömlu vegi og vegleysur, því ég hefi kynnzt því nokkuð síðastliðin 27 ár á austurleiðum. Ég hefi áður gjört nokkra lýsingu á vegunum bæði í viðtölum og bréfum. Á austufveg- um er ég búinn að striða við snjó og skafla, bæði í brekkum og á Sléttlendi, kynnst árennslum og úrrennslum. Ég er búinn að sjá' margt reiði- leysið og ráðaleysið, þar sem sum ar hæðir og hólar mynda sama skaflinn áratug eftir áratug án þess að nokkuð sé að gert. Já, og aðra staði hefi ég séð, þar sem unnið er að endurbótum' ár eftir ár, breikkaður og hækkaður, og hækkaður og breikkaður vegur og vegbútur. Þá staði sjáum við enn á austurleið, esm alltaf rennur úr á austurleið, sem alltaf .rennur úr oft um sumur líka. Ég sá það ár- ið 1930 og á hverju ári síðan, að sum af þeim skolrörum og skolp- rörum, sem lögð voru í gegn um veginn, hafa ekki getað flutt það vatn, sem þeim var ætlað að flytja, og jafnlengi hefi ég séð að sumir frárennslisskurðirnir, sem voru 25 til 30 em. á hæð og breidd hafa ekki heldur getað flutt það vatn, sem með þarf og þeir geta það ekki enn, því hæðin og breidd in er sú sama enn í dag og úr- rennslin því mjög lík. Já, vega- málastjórnin er víst sú hin sama, sem ekki hefir verið talin neitt hugsanarík. Margar ræður og rit um vegamál snúast mjög að því, hversu Krísuvíkurvegur sé snjó- léttur, og hversu miklu verðmæti hann hafi bjargað í samgöngu- kerfi Suðurlands. Vel má vera, að svo hafi verið, en ekki finnst mér hægt að ganga fram hjá því, hversu kostnaðarsamur sá flutn- ingur er á þeirri löngu og slæmu leið, þar sem vegalengdarmunur hefir ævinlega kostað 10 til 16 þúsund kr. á hverjum degi, þegar hann er ekinn. Krísuvíkurvegur er eitt af þeim verkum, sem unnin hafa verið á seinni árum, sem er mjög mis- heppnaður. Veginn þarf að laga. í fyrsta lagi þarf að breikka hann, frá Suðurnesjavegi suður að Vatnsskarði, og taka af honum beygjur, svo og. gera betri út- skot. Vatnsskarðsbrekkuna verður að laga, sprengja niður í skarðinu um 6 til 8 metra og 60 til 70 m. breitt. Gjöra uppfyllingu neðst á henni, færa brattann til og minnka hann niður í 1 m. móti hverjum 16 til 18 lengdarmetrum. Stefánshöfða, Emils- og Geirsbeygj ur á milli höfðanna ásamt Syðri- Stapa, verður að gjöra stimu skil. Það er mjög auðvelt að taka Ste- fánshöfðanna mikið niður svo brekkan minnki þar verulega, bæði til norðurs. og suðurs. Á sama hátt verður að sprengja burt Sy'ðri-Stapann. Það má furðu gegna að okkur skuli vera skipað að aka svo slæmar brekkur, eins og þar eru nú, meira og minna fullar af snjó, sem ævinlega eru ekki færar til aksturs nema send séu þangað og látin moka mokstr- ■ artæki þegar í stað, þá er við flýjum af Hellisheiði vegna snjóa. Nokkuð fyrir austan landa- merki Krísuvíkur var vegurinn lagður of nærri Geitahlíðinni í slæmri brekku, þar þarf að færa veginn til, suður á hraunsléttuna, til þess að losna við þann hættu- stað. Alkunnugt er við Hlíðar- vatn, hversu brekkan er slæm og hættulég/bæði í snjóum og -skriðu föllum. Þetta hættúsvæðf þarf að laga og það helzt með því að færa veginn alla leið suður fyrir Hlíð- arvatn. Margir hafa heyrt talað um Sel • vogsheiði. Hún er skráð 180 m. há, en landslag skammt suðaust- uur og nær sjó, liggur á sléttu og ' <er hagstætt vegstæði. Orðið er frjálst Ólafur Ketllsson: UM Þrjár mllljónir til Þrengslavegar Þáð óhapp vildi til, þá er verkfræðingar okkar voru sendir til að mæla fyrir veginum þar í kring, að Djöfuliinn narraði þá upp á Selvogsheiði, sýndi þeim riki véraldar og þess snjóadýrð, sem varð-tjl þess, að vegstæðið var ákveðjð þar. Síðan höfum við orðið að stríða þar við snjó og brekkur, og brekkur og snjó í marga vetur, en hvenær er von til að við losnum við slíkt? Jú, það verður þegar Þoriákshöfn hjá Thorarensen er orðin það stór, að byggðin nær alla leið út í Selvog. Haldið þið, lesendur, að það geti orðið fyrr? En hver lifir svo iengi? Jú, næsta kynslóð. Fyrir nokkrum óþarft er með öllu að láta okkurlþað heimsmet hvorutveggja. Þann heyra frá sér annað uin Austur- akstur allan er ekki hæg tað teija árum ritaði ég grein í ,,Tímann“/fþessari leið er um 200—252 m. um hinn gamla Hellisheiðarveg, en svo einkennilega vildi til, að blaðið sleppti úr greininni 4 máls greinum, þrátt fyrir það, þótt bú- ið væri að lofa mér að birta hana orðrétta. Út í þá sorgarsögu, sem ég sagði -þar, og sleppt var úr greininni,. fer ég ekki hér, en aðr- ar hliðar. á vegamálinu tel ég rétt að minnast á. Ég fæ máske önn- ur blöð-ttil að birta þá grein orð- rétfa. Þann 15. apríl 1946 voru sam- þýkkt lög á Alþingi um nýjan austurveg. Jafnframt því var vega málastjóri látinn gera kostnaðar- áætlun um veginn, sem varð svo há, að alþingismönnum hefir víst svimað við, en eru þó ýmsum töl- um vanir. Til framkvæmda með vegalagningu hefir enn ekki kom- ið, en öðru hvoru höfum við heyrt og séð að alþingismenn rámar eitthvað í það, sem þeir hafa lög- fest um veginn. Taka þeir þá það ráð að rita greinarstúf í blöð, og flytja tillögur á Alþingi um veg- inn. Skal hér minnst á tvö dæmi: Þann 24. okt. 1948 ritar Emil Jóns son, ráðherra, grein í Alþýðublað ið, sem var svargrein frá 22. s.m. þar sem getið er um vanrækt hans í þrjú sumur, að hafa ekki byrjað framkvæmdir á Austurvegi. í kafla úr svari sínu segir ráðherr- ann orðrétt: „í lögum um Austur- veg, sem afgreidd voru frá Alþingi .15. apríl 1946 eru engin ákvæði um það, hvenær hefja skuli verk- ið(. en hins vegar sagt, að fram- kvæmdir skuli miðast við að verk inu verði lokið á 7 árum ef viss skilyrði, sem þar eru nánar tiltek- in, séu fyrir hendi. Þann 21. okt. s á. sendi Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, svargrein til ráð- herra. Kafli úr þeirri grein hljóð- ar á þessa leið: „Hér hefir ráð- herrann óvart sleppt einu orði, sem ekki er þýðingarlaust. Lögin segja nefnilega „á næstu 7 árum“! Framkvæmdir áttu því að hefjast 1946 og nú ætti að vera lokið % hlutum verksins.“ Þetta skeði 1948. Síðan eru lið- in 6 ár og væri því full þörf fyrir þessa ágætu menn að líta í og lesa upp sín eigin lög, láta þau síðan koma til framkvæmda, eftir því, sem þau reynast rétt vera. Á síðasta Alþingi í des. 1954, voru samþykkt fjárlög, svo sem venja er til. í þeirri fjárlagasam- þykkt var ekkert fé veitt til aust- urvegar, sem vinna skyldi árið 1955. Þá er þeirri fjárlagasam- þykkt var að Ijúka, fluttu hinir hæstvirtu heiðursmenn, þeir Sig- urður Ó. &lafsson, Jörundur Bryn jólfsson, Jón Kjartansson, Helgi Jónasson, Gunnar Thoroddsen og Jóhann Hafstein þingsályktunartil lögu um að hefja framkvæmdir Austurvegar. Þótt áhuginn á því áúgnabliki væri mikill, létu þeir þó ekki hefja framkvæmdir um hávetur með engan pening í hönd unum. Nú, á þessu þingi, 1955, eru hinir sömu sómamenn farnir að tala um veginn, og lesa yfir þingsályktunartillöguna frá des- 1954 og hrósa henni hve hún sé heppileg. Ég vil vona, að áhugi þeirra alþingismanna um lagn- ingu Austurvegar, haldist fram á næsta fjárlagaþing og þeir hafi hug til að flytja hana í Fjárveit- inganefnd. Ég vil benda þessum alþjngismönnum og öðrum á,. að veg en aðeins eitt: Takið hann inn á fjáriög og veitið tii'hans þrjár milijónir króna. 3.000.000 krónur. Þá getum við Árnesingar lagt veginn alla leið af Svina- hraunsvegi yfir á Olfusveg. Þar með væri hægt að íramkvæma vegalögin frá 1946 og ljúka- þvi' verki, sem beðið hefir um ál-a- túgi. Vegstæðið iim svohetnda Þrengslaleið; hefir verið ákveðið sem leið liggur af Svínahraans- vegi norðan Draugahliðar, Blá- hoits og l ambafells jyfir Þrengsl- in um Eldborgairhráun, austur til Þóróddsstaða á Öifusveg. Mest af hæð yfir sjó og því oftast mun snjóléttari heldur en á Hellisheiði, sem er 122 m. hærri, eða 374 rii. há. í blaðagreinum, sem birtar hafa verið í vetur, er mikill á- greiningur milli manna, hvort leggja skuli nýjan veg ýfir Heil- isheiði, sem nefnd er öðrú nafni: bein og skemmsta leið, eða um Þrengsialeið, sem sögð cr í blaða- greinunum 6—7 km.-Jengri og af sumum miklu meir. Þar sem lýst hefir verið oddkrókum og Z-beygj- um á veglínunni, svo sem frá Lög- bergi til skíðaskála, frá skíðaskála suður að Vindheimum í Ölfusi. Frá Vindheimum norður til Hvera gerðis svo sem leið liggur til Sel- foss. Það er illt, að menn skuli vera svo ósammála um það vegstæði, sem lögfest hefir verið, en ég tel rétt að gjöra nokkurn samanburð á þessum tveim vegstæðum eftir því, sem þau koma mér fyrir sjónir nú. Hin nýja veglína um Þrengsla- leið frá Reykjavík til Selfoss er 61,3 km. en ný veglína um Hellis- heiði 57,8 km. Leiðin um Hellis- heiði er því 3,5 km. styttri en 120 m. hærri. Vegna þeirrar brekku, sem yrði á Hellisheiðarleið um- fram hina 120 m. hæð með halla 1:15 metrum væri brekkan því 1800 m. löng. Athugum nú, hvað tekur langan tíma að aka sléttan veg 3,5 km., sem er vegalengdar- munur Þrengsla og Kambaleiðar, þar við bætist 1,8 km., sem sam- svarar Kambabrekku og síðan líka 1,8 km. brekkan niður Hveradali — samtals 7,1 km. Jafnsléttur veg ur um Kamba er 54,2 km. plús 1,8 km. upp brekku og 1,8 km. niður brekku, samtals 57,8 km. Brekkuvegur á þeirri leið er því 3,6 km. umfram Þrengslaleið, sam anburður verður því á 7,1 km. Þrengslavegar og 3,6 km. Kamba- vegar. Gert er ráð fyrir að sléttur vegur sé ekinn á 45 km. hraða á klst., sem er 1 mín, 20 sek á km. 7,1 km. tekur því 9 mín. 28 sek. til aksturs. Aftur á móti er brekk an upp Kamba 1800 m. löng og ekin ‘ með 15 km. hraða á klst., sem svarar 4 mín. á km. Átján hundruð metrar eru því farnir á 7 mín., 12 sek. Tökum svo brekk- una niður Ilveradali 1800 m., sem ekin væri með 25 km. hraða. Sú leið er því ekin á 4 mín. 20 sek. Tíminn, sem þessar brekkur taka, er því 11 mín og 32 sek. Mismun- urinn er því: Kambavegur 11 mín. 32 sek. Þrengslavegur 9 mín. 28 sek., sem sem 2 mín. 4 sek., sem lengur væri verið að aka nýja Kambaleið. Verður því að telja að flutningskostnaður eftir henni þó að vegalengdin sé aðeins skemmri, heldur dýrari en Þrengslaleið. Ég fullyrði að motorslit, gíraslit, bremsuslit og keðjuslit, verður nokkru meir á brekkuleiðinni, en vaxandi gúmmíslit og viðgerðir á lengri leiðinni. Þessi reikningur minn er gjörður fyrir vörubíla og stóra fólksflutningabíla. Vísa ég því alveg á bug þeim tölum greinarhöfunda úr Flóanum og fleiri, þar sem haldið er fram, að Kambaleið sé ódýrari til aksturs. Þeirra reikningur er sennilega fyrir bændabíla, burgeisabíla og botnvörpubíla, eins og alþjóð veit, þá eru þeir undir sérstöku skatt- frelsi. og skattþunga. Líklega er nauðsyniegan énda hefir hann ekki verið tekinn inn í vísitöl- una. Nú- hafið þið séð mitt dæmi a nefndum leiðum og getið end- urreiknað það í rólegheitum. Ég gat þess áður, að miklar líkúr væru fyrir þvi, áð snjóléttara væri um þrengslaleið, því æviniega hef ir pað sannast með leiðina til Kolviðarhóis á mörgum árum, sem er mun snjéiéttari en Hellis- heiði. Ég vænti þéss, að menn tnuni nokkuð snjóþyngsli á Hellisheiði í vetur, sem ófær varð í 21 dag fyrir áramót, en 20 daga eftir ára mót, en mikill snjór mokaður á hénni árihari tima, þá er hún var farin. Leiðin til Kolviðarhóls var iítíð mokuð og oftast fær og ekin í 'skíðaferðir þegar óskað var. Við þetta tækifæri tel ég rétt að leggja fram skýrslu yfir þá ó- færðardaga sem verið hafa á Hellisheiði síðastliðin 27 ár: 1929 4 dagar 1942 0 dagar 1930 52 — 1943 4 — 1931 90 — 1944 68 — 1932 90 — 1945 23 — 1933 81 — 1946 5 — 1934 45 — 1947 7 — 1935 35 — 1948 12 — 1936 12 — 1949 87 — 1937 102 — 1950 38 — 1938 26 — 1951 115 — 1939 4 — 1952 84 — 1940 10 — 1953 11 — 1941 0 — 1954 27 — og svo frá nýári í vetur 20 Því miður á ég ekki til skýrslu yfir það, hversu marga af þess- um dögum var fært til Kolviðar- hóls. Ég hefi getið þess, að í vetur sem teljast má snjóléttur á lág- lendi, en meir en meðal snjóþung ur á Hellisheiði, hversu hverfandi lítill snjór hefir verið á veginum til Kolviðarhóls. Sömu sögu var að segja snjóaveturinn mikla 1937 þá er Hellisheiði var ófær í 102 daga með mjög djúpum snjó, og flutt var yfir hana mjög lengi á traktor með sleða aftan í, en ekið til Kolviðarhóls mestan hluta vetr ar. (Hversu sá timi var langur, mun vera hægt að sjá í bókum M. B. Flóamanna), en engin tæki voru til snjómoksturs önnur en handskóflur. Það sýndi sig þá mjög ve log sannaði hversu miklu munar með snjóalög, þar sem lægra liggur. Þetta hefir sannast alla vetur síðan akstur hófst að vetri til hér austur yfir Heiði. Ég vil biðja menn að kynna sér vel þessa sönnu sögu, en halda ekki dauðahaldi í hábrekkur Hell isheiðar, og hina kostnaðarsömu Krísuvíkurleið, (öðru nafni Löngu vitleysa), sem sem sumir greinar- höfundar gjöra. Ég vil aftur minna á það, að veturinn 1937 var mikið flutt yfir Hellisheiði öfan á snjóbreiðunni, sem gafst eftir vonum vél, með lítil og léleg tæki. Ennfremur var það þannig austnr á Fljótsdals- heiði fyrir fáum árum, sem nest- um ætti að vera í fersku minni. Læt ég Guðmundi Jónassyni eftir að segja þá sögu. Vel gæti svo farið, að snjðavet- ur gerði hér líkt' og 1920, þá er símastaurar fenntú í kaf á Hellis- rieiði og samfelldur, þykkur Snjór var í byggð, svo ekki sást fyrir neinni þúfu, þótt háár væru. Hvert rinmdu þá ráðamenn okkar itíma halda, sem ekki mega snjo sjá nema 1 tii 2 daga, én hringjá svo á aliar fáanlégar snjóýtuf til mokstúrs strax á þriðja degi.' Það þárf nú þegár að kynna sér vfel þá mdöguleika að íerðast ofan á snjón um, þegar mokstúr er ekki rtiögu-1 legur. Það er eitt- áf þeim málum, sem enn éru óleyst í landi Voru, en þörf er fyrir slík férðalögl víða um landið flesta vetiir, þótt Isnjó- léttir séu, og gætu átt rétt á sér yfir Hellisrieiði eins- og Iión ér nú suma vetur. Ekki væri óéðlilegt, þótt þjóðfélágið þýrftí eirihvern tíma að athuga og yfirvega þann kostnað, sem of löng bið ásamt snjómokstri fleiri kílómetra kost- ar, þær tölur eru aldrei birtar almenningi. Það er orðið tímabært að hefja framkvæmdir á Austurvegi, og velja hið rétta vegstæði, eins og hefir verið gjört. Á þéssum stað verður framtíðarvegur okkar, sem enginn má villast af. Okkur ber sannarlega að nýta það, að svo vel hefir viljað til, sem nær einsdæmi eru hér á landi með svo lágar heiðar, 200 til 225 m. á hæð, sem valdar eru sem veg stæði. Aðrar heiðar eru: Breið- dalhseiði 470 m.; Fagridalur 320 m.; Fjarðarheiði 620 m.; Fróðár- lieiði 360 m.; Holtavörðúheiði 390 m.; Kerlingarskarð 311 m.; Ódds- skarð 660 m.; Reykjaheiði 360 m.; Vaðlaheiði 520 m.; Vatnsskarð 420 m.; Þorskafjarðarhéiði 490 m. og Öxnadalsheiði 550 m., svó nokkrar séu nefndar. Mörgum ér kunn- ugur snjórinn á þéim • héíðum. Þess skal líka getið, þá er vega- málastjórnin villtist up‘þ! á Siglu- fjarðarskarð, sem skráð er 630 m. hátt og aðrir verða nauðúgir að villast á eftir, þar sem ekki ér fært nema þrjá til fjóra mánuði ársins vegna snjóa. Ég vil þakka það, þá er sama stjórnin rataði rétta leið, þar sem lítil þoka, litl- ar brekkur og íitla ræsagerð þarf með. Þar eiga allir samle.ið, öku- menn, fræðimenn og ritsnillingar. Að síðustu þetta: Ég vænti þess að hinir ágætu alþingismenn, sem allt vilja fyrir kjósendur sína gera, mögulegt og ómögulegt, leiti sér þegar lækninga við slæmum svima sem þeir fengu af hátim tölum um kostnaðaráætlun úm nýjan Austurveg. Ég vil veita aðstoð við þá lækningu. Ég vil vona, að sii lækning fáist áður én þeir af- greiða fjárlög fyrir árið 1956, til þess að hægt verði að grípá tæki- færið stráx eftir að þetta ár er liðið. Það ættu menn að inuna,, að á þessu ári er þörf nýrra manna, nýrra ráða og nýrra ákvæða til framkvæmda. Staddur suðaustan uridir 600 metra fjallshlíð 1955. UPPBOÐ Samkvæmt ákvörðun skiptaréttar verður húseignin Lækjargata 32 í Hafnarfirði (Málningarstofan) boðin upp og seld, ef viðunanlegt boð fæst, á opinberu upp- boði, sem haldið verður á eigninni sjálfri fimmtudaginn 26. þ. m. kl. 2 e. h. Einnig verða þá seldar vörur og efni (lager) tilheyr- andi Málningarstofunni og ennfremur tvær bifreiðar: Willys jeppi og Chevrolet sendiferðabifreið (árg. 1955). Skiptaráðandinn í HafnarfirSi, 24. [an. 1956. Guðm. í. Guðmundsson. Vinnið ötullega uð útbreiðslu T í M A S S

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.