Tíminn - 21.02.1956, Qupperneq 5

Tíminn - 21.02.1956, Qupperneq 5
íferlðiujiagihn 21, f«brðar. 1956. Islendingar eiga að taka olíu- flutninga í eigin hendur Síím Rússar gáfnst npp á olíuflutn- iogem hingað haf a Islendingar neyðst til aS greiSa geysihá olíuflutn.gjöld Eitt þeirra atriða varðandi olíu-] þó vafalaust vera hagkvæmar að sem mest hefir verið deilt. leigja skip til langs tíma, eins og og gert hefir verið hér á landi með 1 samningum við Shell, Esso og síð- ast Sovétríkin. málin um, eru flutningar á olíum benzíni til landsins. Er það að von um, því að flutningur á 250.000 smálestum svo langa leið er ekk- ert smáverkefni, og þetta er eina svið skipaflutninga til landsins, sem íslendingar talca enn engan þátt x sjálfir. Leiga á erlendum tankskipum til olíuflutninga kostaði íslend- inga á síðastliðnu ári samtals 25 milljónir króna, sem greiddar voru í erlendum gjald- eyri. Er því ekki um neiuar smá upphæðir að ræða. HvaSan kemur o!ían? íslendingar kaupa nú nálega alla olíu og benzín frá Sovéti'íkj- unum og- eru olíulindirnar við SvartaHaf. Þarf því að flytja vör- una sjóleiðis úr Svartahafi, frá liöfnum eins og Batum og Odessa, vestur endilangt Miðjarðarhaf og þaðart noröur til íslands. Áður en þessi kaup voni flutt til Sovét- ríkjanha fyrir hálfu þriðja ári, var olían keypt frá Suður- Ameríku, annars vegar af amerísk um olíufélögum, og kom olían þá frá Aruba, en hins ve gar af brezk- um félögum og kom olían þá frá Curacao, sem hvort tveggja eru hollenzkar eyjar við strendur Venezuelá. Er leiðin til Svarta- hafshafna 1000 km. lengri en til Suðui'rÁmerjku. Olíuflutningar eru nú orðnir ein umfangsmésta grein siglinga í lieiminum og eiga flestar þjóðir sín eigin ohuskip, enda þótt fáar séu sjálfum sér nógar á þessu sviði. Flest olíuskip eiga Banda- ríkjamenn og Norðmenn. Hvernig eru skipin leigð? Olíusjjtip er ýmist hægt að leigja með fþstum samningum til langs tíma (5—10 ár) og þá fyrir nokk- urn vegjnn, en .þó ekki algerlega, fast verð; eða til skamms tíma, einnar og einnar ferðar. Farm- gjöld þessara skipa eru háð mjög örunv breytingum og valda þeim ýmsir atburðir heimsmálanna og fleiri aðstæður. Þá er verulegur muniir á farmgjöldum að vetri og sumri fyrir siglingar til landa eins og íslands, svo sem sjá má á með- fylgjandi línuriti. Þegar gerðir eru fastir samn- ingar um leigu á olíuskipum, tryggja leigjendur sig að nokkru leyti gegn miklum verðsveiflum á hinum frjálsa markaði. Var það venja íslenzku olíufélaganna að hafa þennan hátt á, meðan þau fengu sjálf að ráða, hvar olían var keypt. Leigðu -íslenzku félögin þá skip frá hinum erlendu olíu- félögum, sem íslenzku félögin hafa umboð fyrir, og var mjög viðunandi árangur af þeirri að- ferð, enda voru íslandsflutningar þá aðeins þáttur í miklu meiri flutningum, sem félögin skipu- lögðu. Allir flutningar til íslands eru, þótt miklir séu, svo litlir á heirpsmælikvarða, að það er eng- an vpginn létt fyrir landsmenn eina að gera hagstæða samninga eða trygga til langs tíma. Þó kom að því um tíma, að hinn frjálsi markaður fór langt niður fyrir samriirigsverð, og tókst Olíufélag- inu li.f: þá að losa sig við hina föstu samninga og spara lands- rriönnum stórar upphæðir með því að fá lægri leigu. Það þarf að skoða olíufarm- gjöldin yfir langan tíma til þess að komast að raun um, hvort hent- ugra sé að leigja eftir föstum samningum eða frjálsum markaði( ; þogar-. urn það er að velja. Mun Rússar koma til skjalanna. Þear samningar voru gerðir við Rússa um að kaupa olíu og benzín af þeim, vildu hin erlendu olíufé- lög ekki taka þátt í flutningunum frá Svartahafi. Jafnframt óskuðu Rússar eftir að fá að annast þessa flutninga sjálfir, enda þótt þeir eigi ekki nógu mörg skip til að sinna öllum sínum flutninum og hafi orðið að leigja skip til þess að geta staðið við slíka samninga. Náðist samkomulag um þetta og var farmgjaldið svipað og íslenzku olíufélögin gátu þá fengið og mjög hagkvæmt. Þetta gerðist á miðju ári 1954, en samkomulagið stóð þó ekki I , . . . , . . . lengi. Seint á árinu óskuðu Rúss-! Hvi ekkl 'Slenzk skip? Þetta m.a. veldur því að ekki hef ir verið hægt að gera samninga iil langs tíma um olíuflutningana, eft- ir að Rússar gengu frá samning- um sínum. Hafa skip því verið leigð á frjálsum markaði og ekki verið um annað að velja en sæta mai'kaðsverði. Hefir Rússum þó jafnan verið gefinn kostur á að taka að sér flutningana, en þeir liafa ekki getað lagt fram skip fyr- ir lægra verð en ríkti á markaðin- um. Virðist því ríkja hjá þeim nákvæmlega sama viðhorf og á hinum kapitalistiska frjálsa skipa- markaði. Sumarið 1955 lækkuðu farm- gjöldin aftur um skeið, en síðan hófst geigvænleg hækkun með haustinu og hefir staðið til þessa (sbr. línurit). Hefir það og kom- ið til skjalanna, að verðlagsyfir- völdin innanlands hafa ekki vilj- að íeyfa það, að fullt iillit væri tekið til farmgjaldanna í verð- lagsútreikningi olíunnar og hafa olíufélögin í því sambandi snúið sér til yfirvaldanna og eðli- lega tjáð þeim, að þau geti ekki tekið þessa gífurlegu hækkun á sig frekar en orðið er. Kort þetta sýnir flutningaleið olíunnar frá Rússlandi til íslands og einnig með brotinni línu leiðina frá Suður-Ameríku, þar sem olían var áður keypt. ar eftir því að losna undan sanin- ingum þessum, enda voru þá horfur á hækkandi farmgjöldum á heimsmarkaði. Fyrir tilstilli ís- lenzku ríkisstjórnarinnar var svo gert og áttu olíufélögin því ekki annars kost en að leigja skip á hinum hraðhækkandi frjálsa markaði. Kom þetta þegar fram í stórhækkuðum farmgjöldum til landsins. Þessi þróun málanna var mjög óhagkvæm fyrir íslendinga, því að það er bæði erfitt og óhyggilegt að gera sanininga um skipaleigu til langs tínia, þegar farmgjöldin eru ört hækkandi. Gefur að skilja, að við slikar aðstæður semja skipa eigendur ekki nema um mjög hátt gjald, sem síðan mundi reynast óhagstætt leigjendum, þegar verð- lækkun verður aftur. Þegar allt þetta er athugað og línuritið skoðað, hljóta menn að sjá, að það er ekkert vit í öðru fyrir íslendinga en að reyna að eignast sín eigin olíuskip. Er að vísu líklegt, að íslendingar geti ekki rekið slíkt skip eins ódýrt og ódýrast gerist hjá Norðmön- um, Grikkjum, Panamamönnum og fleiri siglingaþjóðum, en á hinn bóginn mundu íslendingar geta varizt hinum gífurlegu sveifl- um, sem alltaf verða öðru hverju á flutningsgjöldum erlend- is. Er full ástæða til að ætla, og hefir raunar reynzt svo við ítar- lega athugun, að það mundi okkur stórkostleg búbót að eiga slík skip, reksturinn yrði sambærilegur við það, sem eðlilegt má teljast erlendis, og gjaldeyrissparnaður yrði gífurlegur. Samvinnumenn vorn fyrstir til að sjá þetta og hefjast handa. Sóttu SÍS og Olíufélagið um leyfi til kaupa á slíku skipi fyrir nokkrum árum, ítrekuðu þær umsóknir hvað eftir annað, en fengu ekki áheyrn. Þá gáfust ágæt tækifæri til að fá skip smíðuð á hagkvæmu verði og fá góð lán, og væri þjóðin þegar búin að spara sér verulegar fjár- liæðir, ef leyfi hefði fengizt þá. En livað sem því Iíður, þá er því betra sem þjóðin eignast sín eig- in olíuskip fyrr. Skipsverðið lánað erlendis. Það hefir verið fullyrt í Þjóð- viljanum hvað eftir annað, þrátt fyrir leiðréttingar, að Olíufélagið hljóti að eiga geysimikið fé hand- bært, úr því að það hyggst kaupa slíkt skip. Olíuskip 18—20 000 lest- ir, mundi að vísu ekki kosta 80 milljónir, eins og blaðið heldur fram, heldur um 50—60 milj., en hvað um það. Verð þessa skips verður tekið að láni erlendis. Á annan hátt geta SÍS og Olíufélagið vart keypt það, því að fjáröfl- un innanlands er óliugs- andi. Það er því ekki merki um auð þessara aðila, að þeir vilja leggja í slík skipakaup, heldur framsýni þeirra og stórliug, svo og bjargfasta trú á því, að slíkt skip með íslenzkri áhöfn og und ir íslenzkum fána mundi ekki aðeins tryggja olíuaðdrætti þjóð- arinnar, lieldur og greiða sjálft sig á viðráðanlegum tíma. (Næsta grein er um olíudreif- inguna innanlands). Þýzkur tækni- háskóli býður námsstyrk Frá menntamálaráðuneytinu. Tækniháskólinn í Aachen (Rein isch-Westfálische Technische Hoch schule Aachen) hefur boðizt til að veita íslendingi námsstyrk háskóla árið 1956—1957. Styrkurinn er að fjárhæð 250 þýzk mörk á mánuði. Umsækjend- ur verða að hafa stundað tækni- nám við háskóla að minnsta kósti í 2 ár eða nýlokið fullnaðarprófi frá Háskóla. Nægileg þýzkukunn- átta er áskilin. Eftirtaldar tækni- greinar er hægt að nema við há- skólann: húsagerðalist, bygginga- verkfræði, vélaverkfræði, raf- magnsverkfræði, námafræði og málmnámafræði. Ekki verða teknar til greina um sóknir frá stúdentum, sem eru við nám í Þýzkalandi eða hafa verið við nám þar í landi. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um styrkinn fást í menntamálaráðuneytinu. Umsókn- arfrestur er til 16. marz n.k. 100 95 90 85 80 15 70 65 60 55 50 45 ko 35 30 25 20 15 10 5 Shillingar pi~. tonrj Farmgjöld olíusklpa stór- hækka a helmsmarkaðl. RÚssum geflnn kostur á að flytjá olíuna, en þeir geta það ekki á lægra verði Russar óska eftir að flytja olíuna til íilands.- Fastir samrt- ingar við þá um svipuð farmgjöld og félögin fengu annars staðar 01íufélögunum tekst aftur að fa skip fyrir lægri farmgjöld Fra september 1955 miðaðist ,á fslandi við Olíttfélögin fá lækkar.di farmgjöld á frjálsum markaði RÍk isstjórnin losar Russa .undan samningum samkvæmt ósk þeirra. Olíufélögin neyðast því fyrirvaralítið til að leigja skip á hraðhækkandi markaðsleigu til november verðlag olíu farmgjald 'j>6 shillinga, en síðan þá er miöað við 51-52 shillinga, þótt farmgjöldin hafi verið allt.að 100 shillingum.. J F M M <v\ J N /95^ 1955 M t?S6 Líuurit þetta sýnir livernig farmgjöld fyrir olíu til íslands liafa breytzt síðustu tvö árin. Tölurnar til vinstri sýna farmgjöldin í ............ nij n Wtgum, eins og þau .eru venjulega reiknuð. . shill-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.