Tíminn - 13.03.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.03.1956, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, þriðjudaglnn 13. marz 1956, Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur 1 Edduhúsi við Lindargötu. Slmar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Leið, sem skylt er að reyna TjAÐ ER ekki ósenni- * legt, að þegar stundir 'líða fram, verði framsöguræða sú, sem Hermann Jónasson flutti á flokksþingi Framsókn- armanna, talin marka tímamót í stjórnmálasögu íslendinga. Hermann Jónasson sýndi fram á með glöggum rökum, hvernig núverandi ríkisstjórn væri strand, eins og flestar fyrri stjórnir, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefði staðið að, vegna sérhagsmunastefnu þeirr ar, sem réði flokknum. Hann vék síðan að framtíðinni og sagði: „ÞESS VEGNA legg ég til að nú eftir þetta síðasta strand, er Sjálfstæðisflokkurinn stend- ur að, verði reynt að bjarga málinu með samstarfi vinnandi íólks í landinu en þoka sér- hagsmunamönnunum til hliðar. Þetta álít ég að geti gerzt þannig: Að Framsóknarflokkur inn og Alþýðuflokkurinn komi sér saman um sameiginlega kosningastefnuskrá, kosninga- handalag og stjórn eftir kosn- ingar, ef þessir fiokkar fá nægi iegt fylgi tii þess að mynda rík- isstjórn. Það verður eitt af hlut verkum þessa flokksþings, að semja kosningastefnuskrá, sem, éf af kosningabandalagi verður við Alþýðuflokkinn, yrði samn- ihgsgrundvöllur. Það er vitanlega ekki hægt að segja um það með neinni 'fullvissu, hvernig kjósendur rhundu taka slíkri samvinnu. En ef reiknað er með þeim kosningatölum, er þessir flokk- ár höfðu við síðustu kosningar, og ef kjósendur tækju þessu Samstarfi vel, ættu þessir tveir flokkar að geta fengið meiri- • hluta á Alþingi. EG TEL NÆSTA augljóst, að hvort sem þessi samfylking Framsóknarflokksins og Al- þýðuflokksins í næstu kosning- um fengi meirihluta eða ekki, þá yrði hún a. m. k. lang- stærstu samtökin í þinginu og hefði því möguleika og rétt til þess að mynda meirihluta stjórn eða minnihluta stjórn, ef meiri hluti væri ekki fj'rir hendi. Ef um minnihluta stjórn væri að ræða yrði það að skeika að sköpuðu hvaða afstöðu aðrir flokkar í þinginu en Sjálfstæðis flokkurinn tækju til þessarar stjórnar. Slíkar stjórnir tíðkast víða erlendis, t. d. hefir slík stjórn verið mynduð í Frakk- landi og hefir aðeins lítinn hluta þings á bak við sig, en gleggsta dæmið eru Norður- lönd, þar sem slíkar stjórnir hafa setið að völdum m. a. í Danmörku nú síðustu árin. ÝMSIR MUNU segja sem svo: Hverju eru þið nær með þessu? Jafnvel þó að þið hefð- uð meiri hluta á Alþingi, yrði stjórn ykkar það veik, að hún gæti naumast frekar en sú stjórn, sem nú situr, haft full- komin tengsl við verkalýðinn, þar sem Sósíalistaflokkurinn er fremur en jafnaðarmannaflokk- urinn ráðandi í verkalýðshreyf- ingunni. En þessi ríkisstjórn myndi að sjálfsögðu um leið og hún tæki við völdum bjóða fulltrúum hins vinnandi fólks, alveg án tillits til þess hvaða flokkur stjórnar verkalýðshreyf ingunni, að skipa fulltrúa sína, sem ásamt fulltrúum ríkis- stjórnarinnar, hafi meirihluta- vald til þess að gæta réttar hins vinnandi fólks á öllum þeim stofnunum, þar sem hætt er við að arðrán ætti sér stað ella. Gildir þetta fyrst og fremst um þau mál og þær stofnanir, sem ég hefi nefnt hér að framan: Útlán bankanna, ' úthlutun erlends gjaldeyris, ákvarðanir um fjár- festingu, yfirráð verðlagseftir- litsins, yfirráð hinna stóru verkunarstöðva við sjávarsíð- una, fisksölu til útlanda eftir- lit með húsaleigu og í öðrum hliðstæðum málum. EF VINNANDI fólk fær á framangreindan hátt sannanir fyrir því, að það beri úr být- um það, sem framleiðslan getur hæst greitt og öllu verðlagi haldið niðri eins og unnt er og vill samt ekki una því, þá hlýt- ur sannarlega að vaka eitthvað annað fyrir þeim, sem hafa for ustu verkalýðsins en að fá rétt- lætinu fullnægt. Því skulum við ekki trúa að óreyndu. Þess vegna er skylt að reyna þessa leið.“ ÞAÐ MUN orðið öllum aug- ljóst, að vandi efnahagsmál- anna verður ekki leystur, nema nýjar leiðir verið fundnar í ís- lenzkum stjórnmálum. Ilér er á reiðanlega bent á þá leiö, serti vænlegust ér til góðs árangurs. Flokksþing Framsóknarmanna hefir fjallað um hana að und- anförnu og má vænta niður- stöðu þess í dag. Ef það telcst að opna þá leið, sem hér er rætt um, er ekki aðeins skylt að reyna hana, heldur er öll á- ‘stæða til að vona, að það muni marka mikilvæg og heillarík tímamót í íslenzkum stjórnmál- Fálæti í kring um „bjargráð“ Tj'ORINGJAR Sjálf- stæðisflokksins hafa líklega orðið varir við að fólkið í landinu lætur sér fátt um hinar svonefndu bjargráða- tillögur, sem einn af ráðherrum flokksins bar nýlega fram, og birtar voru undir heljarstórum fyrirsögnum í Morgunblaðinu. Blaðið er síðan að reyna að vekja áhuga fyrir tillögunuin, en treglega gengur. Ástæðan er augljós. Þetta eru ekki nýjar tillögur heldur gamall „grútur ‘ svo að notað sé orðbragð Mbl. Auk þess veit almenningur í landinu, að engrar framtíðar- úrlausnar í efnahagsvandræð- um þjóðfélagsins er að vænta úr herbúðum Sjálfstæðisflokks- ins. Hvort sem greitt er niður meira eða minna eins og nú er ástatt, grefur dýrtíð undan efna hagsöryggi þjóðfélagsins, og til- lögur Sjálfstæðismanna snerta ekki kjarna málsins. En kjarninn er sá, að fólk- ið í landinu þarf að geta treyst því að heiðarlega sé stjórnað og heiðarlega sé skipt arði. Þetta traust verður ckki vakið meðan peningakóngar Sjálf- stæðisflokksins ráða mestu í ýmsum varðstöðvum þjóðfé- lagsins, sem ættu að vera í höndum fulltrúa starfandi fólks. Þess vegna vekja þessar til- lögur Sjálfstæðismanna litla athygli. Þær miða í rauninni ekkert að því að útrýma höfuð- orsök þeirra erfiðleika, sem Rússlandsför Lester Pearson utannkisráðherra Kanada: Afl Sovétríkjanna hvílir á ströngu eftirliti og járnaga Krúsjeff gat ekki skilið hvernig unnt væri að leyfa stjórnmálaflokki, sem meirihluti þjóðarinnar hefði andúð á að láta í Ijós skoðanir sinar. Seint á síðastliðnu ári fór Lest-! er B. Pearson, utanrikisráðherra j Kanada, í heimsóku til Rússlands j og átti viðræður við forustumenn j Sovétríkjanna. Lester Pearson er i heimskunnur og áhrifamikill stjórninálamaður. Hann hefur í, starfi sínu sem utanríkisráðlierra aukið hróður Kanadamanna, túlk- að sjálfstæða utanríkisstefnu og áunnið sér traust nágranna og fjarlægra þjóða. Pearson hefur alla tíð verið einn af skeleggustu fylgismönnum Atlantshafsbanda- lagsins og eru viðræður hans við rússnesku stjórnmálamennina at hyglisverðar með tilliti til þess. Að lokinni ferðinni fiutti ráðherr ann útvarpsræðu, sem mikla at hygli vakti. Þótti hún skynsam legt og sanngjarnt yfirlit. Tíminn birtir hér á eftir aðalatriði ræð- unnar. FRÁ ÞVÍ AÐ ÉG KOM aftur úr ferðalagi mínu um Sovétríkin hefi ég oft verið spurður: hvers- vegna fórstu þangað, og hver varð árangurinn, ef hann varð þá nokk ur? Ég fór til Sovétríkjanna aðal- lega til þess að skipta á skoð- unum um helztu alþjóðamálin, sem nú eru á dagskrá, sérstaklega þau, sem að einhverju leyti snerta Kanada og Sovétríkin, og ég gerði mér vonir um að slíkar samræður mættu koma að einhverju gagni og jafnvel verða til þess að leysa einhver ágreiningsefni, eða að minnsta kosti veita mér betri skiln ing um í hverju ágreiningurinn er fólginn. Vissulega getur enginn látið sér standa á sama um þennan ágreining, einkum þegar hugsað er út í það, að ef ekki skyldi tak- azt að koma á varanlegum og ör- uggum friði í heiminum, þá gæti það orðið til þess að kjarnorku- styrjöld brytist út með þeirri ólýs- anlegu eyðileggingu, sem slík styrjöld hefði í för með sér. í VIÐRÆÐUM MÍNUM við leiðtoga Sovétríkjanna gerði ég mitt ýtrasta, hvenær sem tækifæri gafst, til að leiðrétta allan mis- skilning um þá stefnu, sem við Kanadamenn ásamt bandamönnum okkar fylgjum, með það fyrir aug- um að vernda öryggi okkar og koma á varanlegum friði. Ég reyndi að gera þeim það ljóst að við, sem búum í hinum vestrænu löndum heims, höfum eins mikinn hug á því og Sovét- leiðtogarnir sögðust hafa, að koma á friði og öryggi og gera það sem í okkar valdi stendur til þess að fyrirbyggja það að styrjöld geti brotizt út. En ég reyndi einnig að gera þeim ljóst, að við værum ekki reiðubúnir til þess að fella niður hin sameiginlegu öryggis- kerfi okkar, né lieldur varnir okk- ar, aðeins vegna liins svokallaða „Genfaranda“; og því síður, þar sem það kom í Ijós eftir síðari Genfarráðstefnuna, að sem grund- völlur í „skálaveizlum“ reyndist sá andi prýðilegur, en þegar setzt var við samningaborðið þá varð Iiann lieldur lialdlítill. steðja að þjóðarbúskapnum. Þær minna aðeins á, að Sjálf- stæðisflokkurinn er óhæfur til að leiða þjóðina út úr ógöngun- um. Til þess þarf aðra leiðsögu og aðrar úrbætur en þær, sem Mbl. boðaði með svo miklu yfir- læti. LESTER PEARSON Það er ekki nóg að vera tungu mjúkur og tala yfirlætislega um að minnka „spennuna í heiminum”, en gera á sama tíma ekkert til þess að finna lausn á þeim grundvallar ágreiningi, sem orsaka slíka spennu. Á MEÐAN Á HEIMSÓKN minni í Moskvu og á Krímskaga stóð, töluðum við um margvísleg efni — við töluðum um allt milli himins og jarðar — en einnig um Atlantshafsbandalagið. Krúsjeff, sem er mjög berorður og djarf- stakra landa ónauðsynlega. Ég gerði einnig mitt ýtrasta til þess að sannfæra þá um að Banda ríkjunum kæmi ekki til hugar að ráðast á Sovétríkin, né heldur að notfæra sér Atlantshafsbandalagið í þeim tilgangi. Ég benti þeim einnig á þá staðreynd, að ef að Randaríkin væru eins ófriðar- og heimsyfirráðagjörn þjóð og þeir vildu vera láta, þá myndi Kanada ekki vera sjálfstætt ríki i dag, það niyndi vera orðið að Ieppríki Banda ríkjanna, en eins og þeim va*ri sjálfum fullvel kunnugt um, þá væri slíkt fjarri veruleikanum. LEIÐTOGAR Sovétríkjanna töluðu einnig mikið um Þýzkaland. Þeir staðhæfðu afdráttarlaust, að þeir myndu ekki veita samþykki sitt til sameiningar Þýzkalands, j nema það segði sig úr Atlantshafs- bandalaginu. Krúsjeff sagði. að við ættum ekki að neyða Þýzkaland til þess að vera aðili að Atlantshafsbandalag í inu. Ég svaraði því til, að það eina sem við óskuðum eftir væri, að Sovétríkin leyfðu frjálsar kosning ar í Þýzkalandi, svo að það gæti sjálft ákveðið stefnu sína í fram tíðinni. Krúsjeff svaraði því til í aðvör unartón, að hvorki slíkar kosning ar né slík sameining kæmi til greina, fyrr en komið hefði veriS á fót því öryggiskerfi Evrópu, sem Ráðstjórnarríkin hefðu stung ið upp á að kæmi í stað Atlants hafsbandalagsins. Jæja, þannig voru samræður okkar, og að mínu áliti voru þær gagnlegar — og leiddu ýmislegt í ljós. SAMRÆÐUR sem þessar höfðu samt sem áður engin áhrif á þær góðu móttökur, sem við fengum. Þetta eru aSalstöðvar NATO í París. Lester Pearson segir frá því í þess- ari grein, að Krustsjeff hafi sagt það helzta áhjgamál Sovétstjórnarinnar að koma Atlantshafsbandalaginu fyrir kattarnef. mæltur maður, sem ekki eyðir tíma í kurteislegt orðalag, og Búlgan- in, sem er siðíágaðri og meiri heimsmaður en Krúsjeff (þessir tveir menn virðast nú vera æðstu leiðtogar Sovétríkjanna), voru ekki að fara neitt í felur með það fyrir mér að þeir væru ákveðnir í því að gera sitt ýtrasta til þess að veikja og eyðileggja Atlantshafs- bandalagið, þar sem það væri hættulegur andstæðingur Sovét- samsteypunnar. Ég skýrði þeim frá því að skoðun þeirra á Atiantshafsbandalaginu væri ekki á rökum reist; að það hefði verið stofnað eftir að Sam- einuðu þjóðunum hefði reynzt það um .megn að tryggja öryggi okkar gegn þeim hættum, sem að okkur, Gestgjafar okkar hefðú ekki getað gert meira fyrir okkur að því er snerti þægindi og skemmtanir. Hin mikla gestrisni, sem rússneska þjóðin er svo fræg fyrir — löngu fyrir daga byltingarinnar — virt- ist vera, og var, að því er ég held, bæði sönn og einlæg. Það var erf itt að efast um einlægni hinna óbreyttu hermanna. er þeir létu í ljós friðarþrá sína.*En allar þjóðir heimsins þrá frið, og öryggi, en óskir fólksins í þessu efni eru því aðeins núkilvægar, að þær hafi elnhver áhrif á síjórnmálastefnu ríkjanna. Þeir, sem ég átti tal við, létu í Ijós virðingu sína fyrir Kanada og virtu þann árangur, sem við höfum náð bæði stríði og friði. Ég held steðjuðu; að sterkur stuðningur I að mér sé óhætt að segja, að þeir við það myndi halda áfram að vera grundvallaratriði í utanríkis- og varnarstefnu Kanada, þar til að því kæmi að ástandið í alþjóða- málum eða Sameinuðu þjóðirnar gerðu öryggissamninga millum ein- geri sér fyllilega grein fyrir þeirri staðreynd, að land okkar er hern aðarlega mikilvægt, þar sem aðeins heimsskautið skilur á milli okkar. Krúsjeff fullyrti það til dæmis, áð fi’ramhald á 8. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.