Tíminn - 13.03.1956, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.03.1956, Blaðsíða 7
T í MI \T N, þrigjudaginn 13. marz Um TUTTUGU ára skeið, á tímabilinu 1911 til 1931 dvaldist ég meoal Vestur-íslendinga, og í all-nánum tengslum við þá þau tœp tvo ár, sem ég var við nám á Englandi. Breytilegar kringum- stæður mínar ollu því, að ég hafði af þeim víðtækari kynningu, en kannske flestir aðrir. Leitaðist ég við að gera nokkra grein fyrir því í „Minningum", bæði beint og ó- beint,- og hefi raunar engu við það að bæta né nokkuð aítur að taka af því sem þar kemur fram, svo langt sem það nær. Hins vegar vildi ég mjög gjarnan geta brugð- ið upp viðhlítandi mynd og skiln- ingi á framvindu, horfum og að- stæðum þessa þjóðarbrots, sem ég raunar skoða að vissu leyti, sem séístaka þjóð og tekur óendanlega sárt 'til sem slíkrar. Vestur eftir 24 ára fjarveru. ívU HÖFUM við hjónin heim- sótt Vestur-íslendinga eftir 24 ára fjarvcru, og síðan við komum heim aítur, hafa þeir (V-ísl.) ver- ið mér svo þrálátt íhugunarefni, að ég íæ varla rönd við reist, nema kveða það af njér með ein- hverjum hætti, enda finnst mér vera kominn meira en tími til að kvitta fyrir þá margvíslegu ástúð, sem við urðum aðnjótandi á þessu ferðalagi, og til þess sé ég ekki annað ráð nærtækara, en að hripa upp eins konar ferðasögu-ágrip í bili, hvað sem síðar kann að koma upp á, ef til vinnst. En áður en lengra er farið kemst ég varla hjá því að drepa ögn á tildrög og tilgang þessa ferðalags. Að sjálfsögðu hafð okk- ur lengi langað til að skreppa vest ur, þar sem öll systkin okkar beggja og önnur nánustu skyld- menni eru þar búsett, og Margrét dóttir okkar komin þangað líka til náms og dvalar um óákveðinn tíma, og kona mín auk þess Vestur íslendingur. En að svo komnu dreymdi okkur varla eða ekki um, að slíkt væri framkvæmanlegt, því að svoddan ferðalög kosta nokkuð. Að blása í glæður þjóðrækninnar. EN SVO bar það til snemma í marz, að mér gafst óvænt kost- ur á ókeypis sjóferð til New York og heim aftur, á vegum Mennta- málaráðs og Eimskips. Var nú hóti nær að komast til ráðs við þetta fyrirtæki. En líklega hefir það sannast á mér, að mikið vill meira, því að þegar hér var komið gerði ég mig einhvern veginn ekki fylli- lega ánægðan með að úr þessu yrði einungis skemmtiferð, og hug kvæmdist mér nú hvort ekki mætti takast að hafa jafnframt einhver þjóðernisleg not af henni, sem sé, að blása ögn í glæður þjóðrækn- innar vestur þar, sem sagnir hermdu, að væri mjög að ganga af göílunum hin síðari ár. Og sam kvæmt minni fyrri reynslu þótti mér sem fátt mundi áhrifaríkara á þeim vettvangi en íslenzk söng- list. En vitanlega gerði þetta ferð ina langtum umfangsmeiri alla vega. M. a. varð ég þá að fá all- niikið tekið upp á segulbönd hjá útvarpinu, og mun meiri gjaldeyri en ella. Annars var þessi hugmynd ekki ný, og var mér vel kunnugt um ao Steingrímur Steinþórsson, ráðherra, Árni Bjarnason, bókaút- gefar.di og margir fleiri mætir menn og þjóðræknir höfðu að und anförnu haft ýmis slík eða hlið- stæð plön í huganum í því skyni að efla íslenzka þjóðrækni vestan hafs, og örfaði það mig til að reifa málið á þeim vcttvangi, enda stóð þar ekki á fyrirgreiðslum. Leyfi ég mér í því sambandi að nefna til þjrá menn sérstaklega, ráðherrana Steingrim Steinþórsson og dr. Kristinn Guðmundsson, og síðast en eldd sízt, Vilhjálm Þ. Gíslason, útyarpsstjóra og enda fleiri, svo sem Ólaf bankastjóra og Jakob, kaupfélagsstjóra hér á Akurevri, svo að eitthvað sé nefnt. 8—10 klst. flutningscfni á spólum. ÞANNIG hafði þessi för tvenns konar tilgang, persónuleg- an og þjóðernislegan. Og vægast sagt bar ég ekki minni urnhyggju fyrir síðar nefndu er.indinu. Mér er svo farið, að sú rófa, sem ég tek í á annað borð, verður annað tveggja, að ganga eða slitna. Annnrs voru gjaldeyrismálin og enda ýmsar aðrar fjárreiður ekki komin á öruggari grundvöll en svo, 1956. Islenzk tónlist til að blása að glæðum þjóðrækninnar Björgvin Guðmundsson tónskáld segir frá ferð á fornar slóðir meðal Vestur-Íslendnga á síðastliðnu sumri að þegar við fórum frá Akureyri, j 1. jún„ þótti mér nokkur tvísýna á, að við kæmumst lengra en til Reykjavíkur. Og enda þótt góðvin ir mínir eigi hlut að málum, verð- ur það að segjast, að sú ímyndun mín orsakaðist eingöngu af hinni sann-íslenzku óreglu á bréfa skipt- um. Því að þegar til Reykjavíkur kom féll allt í ljúfa löð. Guðmund ur minn Sigurðsson, í gjaldelyris- deiglunni reyndist sama ljúfmenn- ið og ávallt áður, og hjá útvarpinu fékk ég alla þá fyrirgreiðslu, sem ég þárfnaðist, og enda meiri en ég þorði að fara fram á. Tóku þeir þar upp á segulband 8—10 klukku tíma flutningseEfni af íslenzkum söngverkum í ýmsum formum, og eftir velflest íslenzk tónskáld. Hugði ég gott til að spóla því inn í vesturíslenzka þjóðrækni þegar þangað kæmi. Vegna tímaleysis jaðraði um stund við tvísýnu, hvort við gæt- um fullnægt öllum skriffinnskum Bandaríkja-konsúlsins. En þá vildi svo vel til, að í Reykjavík var staddur Grettir Leó Jóhannsson, konsúll íslends í Winnipeg, og gat hann flýtt messunni svo að henni varð lokið í tæka tíð. — Fyrri grein — Vestur um haf. Svo hófst ferðin vestur um haf þegar Tröllafoss leysti landfestar kl. 8, þriðjudagskvöldið 7. juní 1955. Þá var veður heldur fúlt, og hélst það alla leið suðvestur í St. Lawrenceflóa, en sjór var fremur hægur. Aðbúð var hin bezta á skip inu, og minnist ég, í því sambandi skipstjórans, Jóns Steingrímssonar læknis Matthíassonar, og alveg sér staklega brytans, Helga Gíslason- ar. Reydist hann okkur með mikl- um ágætum, og því betur sem á leið, og fylgdi okkur loks í neðan- jarðarvagni yfir í New York City, þegar við yfirgáfum skipið. Þá voru og þernurnar indælar stelp- ur. Til New York komum við 16. júní um tvö leytið, en yfirgáfum ekki skipiö fyrr en kl. sex, eftir að Ilelgi og Albert M. Sciella, af- greiðslumaður Eimskipafélagsins, liið mesta lipurmenni, höfuu farið í land og atthugað flugferðir. En þær reyndust óhagstæðar þennan dag, og urðum við að bíða sex kl- st. á flugvelli í New York og aðra sex í Minneapoles, og til Winni- peg komum við á öndverðu nóni 17. júní. A 17. júní samkonui. ÞÁ UM kvöldið var 17. júní minnst með samkomu í Sambands- kirkjunni, og skrapp ég þangað um stund og hitti þar nokkra forn- kunninga, þ. á m. Árna Sigurðsson leikara og listmálara og Guttorm Finnbogason, fyrrum bankastjóra. Þaðan fór ég svo heim til systur- dætra Fríðu, Klöru og Guju, því að þar voru mæðgur fyrir. Hitti ég þar líka bróðir þeirra systra, Krist- ján skólastjóra og náfrænda þeirra Lárus lækni Sigurðsson, sem líka var fornkunningi. En húsbóndan- um, Guðmundi Sigurðssyni kynnt- ist ég þarna fyrst, hinum mætasta manni. Áttum við þarna indælli stund að fagna og oft síðan. Loks héldum við heim til Önnu systur- dóttur minnar að 706 Home str. Þar var Margrét dóttir okkar til heimilis, og þar varð okkar aðal- bækistöð gegnum allt ferðalagið. Fyrr um daginn höfðum við heimsótt Svein lækni og Maríu Björnsson, og þar snæddum við okkar fyrstu máltíð í Winnipeg, og þar hittum við vin okkar, Dóra íslendingar að Gimli eiga myndarlega kirkju, sem jafnframt er félags- heimiii safnaðarins til hvers konar samkomghalds. Þar er séra Bragi Frið- riksson þjónandi prestur. Björgvin Guðmundsson flutti þar tveggja klst. dagskrá á íslendingadeginum. Swan. Koma þau ágætis hjón mjög við þessa sögu, enda einstæðir vin ir og bjargvættir okkar á þessu ferðalagi. Daginn eftir fórum við norður til Lundar, í brúðkaupsveizlu Glad- ysar Felixdóttur, systursonar Fríðu og hitti þar flest af þcim ágætu systkinum, svo sem vin minn og fyrrum nemanda, séra Braga Frið- riksson, sem ætíð síðan rcyndist mér vinur í raun. Er hann afburða vinsæll vestur þar, bæði sem prest ur og maður, og á þann orðstír vissulega skyldan. Strax og við komum til baka úr þessu ferðalagi, fór ég til fundar við forseta Þjóðræknisfélagsins, séra Valdimar J. Eylands. Hafði ég frá öndverðu talið víst að Þjóð- ræknisfélagið mundi grciða fyrir erindi minu og enda taka það upp á arma sína að meira eða minna leyti. En i því sambandi varð ég fyrir vonbrigðum, forsctinn tók er indi mínu af fullkomnu áhugaleysi og á því varð engin breyting hvað hann eða Þjóðræknisfclagið snerli sem slíkt. Hins vegar reyndust þjóðræknisdeildirnar vestur við hafið mér með miklum ágætum og verður þess nánar getið síðar, og eins ýmsir félagsmenn í Winni- peg, svo sem séra Philipp Péturs- son, varaforseti Þjóðrækisfélagsins Jón Jónsson forseti deildarinnar Frón, ritstjórar íslcnzku blaðanna og fleiri. í heimsókn norður á milli vatna. Annars var nú hásumar, íólk yfirleitt á dreifingu, og því óhent- ugur tími fyrir samkomuhöld. Not uðum við því það sem eftir lifði mánaðarins til að heimsækja tengdafólk mitt norður á milli vatna, mágkonu mína og svila Sig urlaugu og Sigfús Sigurðsson, sem jafnframt voru fósturíoreldrar Fríðu, konu minnar, og þau af börnum þeirra, sem búsett eru þar norður um. Verður þessa ágætis- fólks minnst sérstaklega, svo og ýmissa fleiri vina og góðkunningja i Winnipeg og nágrcnni, og höfð- um við nóg fyrir stafni. Mcðal ann ars var ég viðflæktur kirkjuþing Lúterska kirkjufélagsins, sem var haldið að Gimli. Hafði ég boðið þeim dagskrár-atriði á einu ís- lenzku samkomunni, sem þar fór fram. En það mistókst vegna þcss að tækið, spólurokkurinn var al- gerlega ófullnægjandi, enda fannst mér þess litt saknað af þingheimi. Gat ég ekki belur fundið, á þessu tímabili en Vestur-íslendingar væru dauðskelkaðir við íslenzka tónlist, og kom það mér mjög að óvörum, enda brcyttist það sem síð ar getur. Hins vcgar fögnuðum við í þessari ferð fróbærri gest- risni hjá Sigrúnu tengdafrænku og Eiríki kaupmanni Stcfánssyni, og hittum ýmsa góðvini, 'svo sem Pál og Línu Pálsson, Grím og Sig ríði Sigurðsson og Lárus Nordal og Önnu dóttur hans. Þá lutti ég líka rúmlega klukkutima dagskrá af spólum n-.ínum, á elliheimilinu Betel, með aðstoð séra Braga, og var því tekið með miklum fögnuði I og hrifningu gamla íólksins. í lok mánaðarins fórum við svo |vestur í Vatnabyggð svo nefnda í | Saskatschsewan á vit við bræður . mína, sem þar eru búsettir, og ! dvöldumst þar til 25. júlí. I Áhugi fyrir spólunum vaknar. Vatnabyggðin er yngsta og um skeið fjölsetnasta íslenzk nýlenda vestanhafs, en þar hafa orðið frem ur einhliða breytingar, sem ég felldi mig ekki við. En auðvitað var það að mestu óviðkomandi sam BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON fundi okkar bræðranna og Sigur- björns mágs míns, sem þessi ferð var einungis gerð fyrir. Gistum við nálega allan tímann hjá Steina og Rænku. en Margrét dóttir okk- ar gisti hjá Huldu, kjördóttir þeirra hjónanna. Nokkrar nætur gistum við samt hjá tryggðarvini mínum Páli Tómassyni, og nú hafði Páll bróðir bíl, og ók hann með okkur til þeirra fáu kunningja sem enn fyrirfundust þarna í byggðinni. Þegar við fórum þarna vestur eftir stóð fyrír dyrum í Wynyard, kirkjuþing Sambands- safnaðanna. Þangað sóttu fyrr- nefnd læknishjón, Sveinn og María og tóku þau okkur öll með í bíl sínum ásamt Maju Eggertsson, systur Maríu. Var það allra skemmtilegasta ferðalag með gistingu í Dauphin, og komum við ekki til Leslie fyrr en seint á öðr- um degi. Nú hafði ég boðizí til að flytja nokkur lög af segulbandi á skemmtisamkomu, sem haldin var í Wynyard í sambandi við kirkjuþingið, en þegar til átti að taka, fannst mér áhugi fyrir því svo lítill hjá forustufólkinu, að ég hvekktist við, og varð ekki af flutningnum. En þar í Wynyard hitti ég samt fyrir frábæran á- hugamann, Sam Sölvason, útvarps fræðing, sem þar er þó fæddur og upp alinn. Hann hafði fyrsta flökks flutningstæki og varð þeim mun ólmari í að hlusta á spólur mínar, sem hann rendi þeim oftar í gegn. Vildi hann ekki annað heyra en við héldum samkomu í Wynyard áður en ég færi til baka og varð það úr. Fór hún fram í samkomusal Sambandskirkjunnar 17. júlí, og var sæmilega sótt víðs vegar úr byggðinni, en vakti, að mér fannst mjög takmarkaða hrifn ingu og varð mér lítt til ánægju. Eigi að síður varð þetta til þess að ég gerði fleiri ferðir til Wyn- yard en ella myndi, og rifjaði það upp söngæfingasnatt mitt þar um slóðir í gamla daga, þó að allmjög væri sneytt um vinahópinn. Þar var samt enn minn gamli vinur, Jakob Normann, og þar hitti ég fornvin minn og kollega, Stein- grím Hall tónskáld. Líka átti ég þar alltaf vísar ánægjustundir á heimili Hósíasar Péturssonar og konu hans, Svöfu, en hún er systir Huldu kjördóttur Steina bróður. Og þarna hitti ég líka fyrst Finn- boga Guðmundsson, prófessor og Kjartan Bjarnason hreyfimynda- smið. Voru þeir þar á ferðalagi um þessar mundir að sýna íslenzk- ar hreyfimyndir og rættist af vel. íslcnzk tónlist vinnur á. En áður en við fórum í þetta ferðalag hafði ég lofað íslendinga- nefndinni í Winnipeg, eins til tveggja klukkustunda dagskrá á íslendingadeginum að Gimli, og fór það allt fram samkvæmt áætl- un. Eg flutti þar tveggja tíma dag skrá, svo fjölbreytta, sem mér var mögulegt, og gekk það mjög að óskum. Þarna var til staðar kunn- áttumaður með fyrsta flolcks spólu rokk og all fullkomið hátalara- kerfi. Enda er það skjótast af að segja, að þessir tveir klukkutímar urðu örlagastund þess erindis, sem ég taldi einna mestu varða til- heyrandi ferðalagi mínu, en var hins vegar orðinn mjög uggandi um, af ástæðum, sem þegar hefir verið drepið á. Það var því líkast, að fólkið fengi allt annað en það hafði búizt við, enda var spáð held ur óglæsilega fyrir þessum íslend ingadagsflutningi, enda mun eitt- hvað hafa verið fengizt við svona lagaðan flutning á samkomum, og oft mistekist vegna ófullnægjandi áhalda. Lét ég mér það að kenn- ingu verða og notaði aldrei ann- að en dýr og vönduð tæki á sam- komum mínum. En hvað sem því líður er enginn vafi á að dagskráin þarna á íslendingadeginum vakti mikla hrifningu og viðhorfin gagn vart íslenzkri tónlist og tónflutn- ingi snerust algeralega við. Líka tóku nú ritstjórar íslenzku blað- anna ákveðna jákvæða afstöðu og er ég þeim báðum þakklátur. Eink um fannst mér muna mikið um ritstjórnargreinar Stefán Einars- sonar í Heimskringlu, enda er hann einlægur og heithjartaður ís lendingur. Annars lukkuðust allar samkomur mínar vel tæknilega, og athygli fólks á þessari spólutónlist var í sívaxandi uppsiglingu þar til ég varð að hverfa heim aftur, og spáðu margir að hún ætti eftir að grafa um sig betur, á þjóðernisleg- um ekki síður en tónrænum vett- vangi. (Meira síðar). Handknattleiks- meistaramótið Handknattleiksmeistaramót ís- lands hélt áfram á sunnudaginn og voru þá háðir þrír leikir. Úrslit urðu þau, að í 3. flokki sigraði ÍR Fram með 6—2, en í meistara- 1 flokki vann KR Aftureldingu með 19—14, og Þróttur vann ÍR með 11—8. Ekki voru þessir leikir sérlega vel leiknir, en leikur KR og Áftur eldingar var allskemmtilegur, því að lítill markamunur var, þar til rétt síðast, að KR náði yfirhönd- inni. Þróttur byrjaði mjög vel gegn ÍR og stóð 4—0 á tíma, og var sigur liðsins aldrei í hættu. Mótið heldur áfram í kvöld og leika þá Fram—KR í 3. flokki, en KR—Þróttur og FH—Afturelding í méistaraflokki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.