Tíminn - 13.03.1956, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.03.1956, Blaðsíða 8
8 T í M I N N, þrigjudaginn 13. marz 1956. I slendLngajDættLr Dánarminning: María Jóhannsdóffir, Steintúni í Skaaatirði Kom drottins hönd og dreyp á þessi sár, kom drottins hönd og kældu þessi tár. María .Jóhannsdóttir lézt 1. nóv- ember síðast liðinn, 49 ára að aldri. Eitt af þeim málum, sem mest hafa dregið að sér hugsanir manns andans, frá fyrsta stigi hugsana- þroskans, er viðhorf við skilnað- inum við þetta jarðvistartímabil mannsævinnar, og þess vegna verður okkur það, þegar við verð- um íyrir þungbærum ástvinamissi, þá er spurnin hjá okkur, hvers vegna? Hvers vegna? Við þeiþri spurningu fáum við ekki svar í þessu lífi. María Jóhannsdóttir var fædd að íbishóli í Seiluhreppi 14. íebr. 3906. Voru foreldrar hennar Jó- hann Björnsson og Guðrún Jó- hannsdóttir. Þau eignuðust þrjár dætur og var María þeirra yngst Árið 1915 fluttust foreldrar henn- ar búferlum að Skíðastöðum í Lýt- ingsstaðahreppi og bjuggu þar til 1933, en brugðu þá búi. Árið 1934 giftist María eftirlif- andj manni .únum, Valdimar Jó- hannessyni. Bvrjuðu þau búskap í Gilkoti (nú Steintúni) og hafa búið þar af mikilli prýði. Sléttað og ræktað fallegt tún, leitt heim rafmagn, og íbúðarhús er í smíð- um. Mestan hluta æskuáranna mun María hafa dvalið á heimili íoreldra sinna, og hafa móðir og dóttir aldrei skilið, en nú eftir lát Maríu fluttist móðir hennar til dótiur sinnar, sent búsett er á Sauðárkróki. María var vel gefin kona, og þótt hún nyti ckki mikillar skóla- menntunar, þá aflaði hún sér með lestri góðra bóka haldgóðrar menntunar, hún var bókhneigð og sjálfstæð í skoðunum oínum. Hún var góð eiginkona og móðir, heim- ilið og fjölskyldan var henni allt. Þau María og Valdimar eign- uðust tvö börn, dreng og stúlku, en urðu fyrir þeirri sáru sorg, að missa stúlkuna þriggja ára gamla. En þá var það drengurinn þeirra, sem allar þeirra framtíðarvonir voru bundnar við, því hvað getur verið föður og móður meira brenn andi mál en framtíð barnsins síns, og drengurinn þeirra var prýði- lega vel gefinn, stóð hugur hans til að ganga menntabrautina, sem og hann líka gerði. Síðast liðið vor, 20 ára að aldri, tók hann stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri, með beztu einkunn, og í haust ætlaði hann í Háskól- ann; allt vipíist leika í lyndi. En þá kom þessi djúpa sorg. Drengurinn þeirra lézt af slys j förum, og með þessu sviplegn fráfalli þessa efnilega unga manns, á sjálfum morgni lífsins, hrundu allar vonir foreldranna, sem bund- ið h\ifðu fegurstu drauma' sína við hárm, og farsæla framtíð hans, þar ser.) allt var áður bjart var nú ekkert nema auðn. Þessa miklu sorg gat móður- hjartað, ekki afborið, og nokkrum vikum síðar var hún lögð til hinztu hvildar viö hlið barnanna sinna. Hún tíó af sorg. María var jörðuð að Reykjum í Lýtingsstaðahreppi að viðstöddu miklu fjölmenni og mikilli sam- úð allra viðstaddra. Það er sár harmur kveðinn að ástvinum þessa látna vinar, sér- staklega aldraðri móður, sem á að baki að sjá ástríkri dóttur og dóttursyni, sem var augasteinninn hennar. En sárastur harmur er kveðinn að eiginmanninum, sem allt hefir misst. Ég bið þess af heilum hug, að hönd guðs megi hlut yJkkar írétta og ,ha,pij Játi.jrósjr minninganna um ástvini ykkar spretta upp úr svartmyrkri sorg- ar og saknaðar, sem nú hvílir eðli- lega yfir sálum ykkar. Og vinur minn, sem sorgin hefir svo sárt leikið, við þig vil ég segja þetta, að sorgin getur stund um auðgað okkur, því í gegnum hana streyma ljósgeislar til okk- ar frá ástvinunum okkar látnu og' I við vitum, að þeir eru alltaf hjá ; okkur, að hjálpa okkur og leið- beina. Kristur sagði: Ég lifi og j þér munuð lifa. Þetta er það feg- ursta fyrirheit, sem okkur hefir j verið gefið, í því felst vissan fyrir því, að þegar reynslutíð okkar hér er á enda, þá fáum við að sam- einast ástvinum okkar aftur. Það er eins víst Eins og rós heitú rös rósir í klettunum spretta og allt .eins er víst eíns og ljóslS er Ijós , að Ijós býr í myrkrinú þétta og hönd guðs mun hlut ýkkar rétta. J. G. Afl Sovétríkjanna 75 ára: Sr.Björn Stefánsson fyrrum prófastur Séra Björn Stefánsson, fyrrum prófastur á Auðkúlu í Svínadal, er 75 ára í dag. Séra Björn varð ung- ur stúdent og tók prestvígslu að Tjörn á Vatnsnesi 1907. Um skeið var hann kennari í Hjarðarholti í Dölum, en gegr.di síðan prestskap á ýmsum stöðum unz hann íékk Bergsstaði í Svartárdal 1914. Árió 1921 varð hann prestur á Auðkúlu og þjónaði þar unz hann lét af embætti fyrir aldurs sakir. Hann var prófastur um 30 ára skeið. Séra Björn fluttist til Akureyrar er hann lét af embætti, en hin síðustu úr hefir hann átt heima í Reykjavík. Séra Björn á Auðkúlu er einn aí merkisklerkum sir.nar samtíðar og hinn mesti heiðursmaður í hví- vetna. (Framliald af 6. síðu.) ef nokkurnt tíma skylli á önnur heimsstyrjöld, þá hefði Kanada frá landfræðilegu sjónarmiði enga möguleika til þess að verjast ár- ásum. Ég svaraði því til, að okkur væri fyllilega ljós hernaðaraðstaða okk ar og einnig sú staðreynd, að við myndum aldrei verða fyllílega ör- ugg ef annaðhvort nágrannalanda anna væri okkur óvinveitt eða væru óvinveitt hvort öðru. HVER VARD SVO árangur- inn af þessari heimsókn? í fyrsta lagi, betri skilningur á hinu mikla hyldjúpi fáfræði og misskilnings, sem aðskilur konim- únistalöndin frá okkur. Þessi fáfræði og misskilningur ríkir auðvitað ekki aðeins hjá öðr um aðilanum. En af þeirra liálfu er hann geigvænlega mikill og á- takanlegur og án efa stórhættu- Iegur. Svo virðist sem þeir byggi skoð anir sínar á vestrænni — og þá sérstaklega bandarískri — stefnu og tilgangi hennar, á símsendum blaðafréttum, sem lýsa stjórnmál um og menningarmálum í hinum frjálsu löndum heims, mjög ein- hliða og óhlutdrægt. Það virtist vera algerlega ómögu- legt að sannfæra leiðtoga Sovét- ríkjanna — sem virtust byggja hræðslu sína við okkur á slíkum upplýsingum — um að þessar sögur væru rangfærðar og því ekki hægt að byggja neitt á þeim. Ég skýrði Krúsjeff frá því, að við kæmumst að sannleikanum með því að vega og meta mismun- andi og ólíkar skoðanir, sem öllum væri frjálst að láta í ljós, og yrðu að koma fram. Þetta var honum hul in ráðgáta. HIÐ SAMA VAR UPPI Á teningnum (hann hafði verið að tala um þá hættu, sem stafaði af bandarískum herstöðvum) er óg skýrði honum frá því, að af komm únistaflokkunum í öllum löndum stafaði mikill ótti og hætta þar sem þeir væru notaðir sem rússn esk undirróðursmiðstöð. Þá svaraði hann því einu til eins og við var að búast, að þetta væri þeirra eigin innanríkismál, óviðkomandi öllum öðrum, og ef við gætum ekki geng ið milli bols og höfuðs á þeim, sem við álitum þjóðhættu lega — eins og þeir myndu án nokkurs efa gera í Rússlandi — þá gæturn við sjálfum okkur um kennt. Honum var ómögulegt að skilja það að stjórnmálaflokki, sem mikill meirihluti landsmanna hefði megna andúð á, væri leyft að láta í ljós skoðanir sínar — en engum kommúnistaleiðtoga myndi takast að skilja slíkt. Hvað eigum við þá að gera, er við stöndum augliti til auglitis við slíkt? Við eigum að standa föstum fótum og örugglega saman gegn öllum tilraunum til að sundra og veikja samtök hinna vestrænu, þjóða, hvort heldur er með ógnun- um eða smjaðri.Á hinn bóginn megum við heldur ekki erta þá að óþörfu með orðum eða gerðum, sem auka þann ótta, er þeir þykj ast bera í brjósti, hvort sem sá ótti er sannur eður ei, fyrir því að friðinum í heiminum stafi hætta af stefnu vesturvelda í utanríkis málum. Við skyldum einnig hafa það hug fast, að sá skilningur, sem leið Hiarfanlega þökkum við hinum fjöimörgu vinum okkar og varcUmönnum nær og fjær fyrir auðsýnda samúð og hluttekn- ingu við andlát og jarðarför konu minnar og móður, Sigrúrsar Sigurjónsdóttir, Laugaveg 67 A. Matthías Eyjólfsson og börnin. Þakka innilega öil samúðarskeyti og minningarspjöld og aðra hluttöku við útför konu minnar, GuSrúnar J. Kjerúlf. Metúsalem J. Kjerúlf, Hrafnkelsstöðum. ORÐSENDING Frá og með deginum í dag að telja verður afgreiðsla :i vor opin sem hér segir: Alla virka daga kl. 10—12,30 ♦♦ og 3,30—6,00, nema föstudaga kl. 10—12,30 og « ♦♦ 3,30—7,00 og laugardaga kl. 10—12,30. Samvisinusp^risjédurisiii :: H it :: Hafnarstræti 23. Sími 82901. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦• ♦♦♦♦♦♦»♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦*■■“ H :: :: :: Miðstöðvarofnar Ofnarnir eru þrýstireyndir með 6 kg sm2 þrýsting. Sparnaður við að nota inn- lenda ofna er um % 1 er- lendum gjaldeyri. Fást í helztu byggingavöru verzlunum landsins. Framleiðum fyrsta flokks miðstöðvarofna úr stálplöt- um. Slíkir ofnar. hafa verið hér lendis í notkun um 30 ára skeið og reynzt ágætlega, enda eru stálofnar notaðir í vaxandi mæli um heim allan. Ofnarnir eru léttir í flutningi og spara því flutn- ingskostnað, auk þess sem þeir eru mun ódýrari en er- lendir ofnar. 1 1 S ♦♦ s I :: STÁLUMBÚÐIR H.F. Verksmiðja: KLEPPSVEGI — Sími: 80650. Skrifstofa: VESTURGÖTU 3. — Sími: 82095. togar Sovétríkjanna leggja í frið samlega sambúð þjóða í millum, byggist á samkeppni, og þeir eru sannfærðir um að þeir muni hrósa sigri í þessari samkeppni, auk þess sem þeir álíta sig einungis bundna af sínum eigin lögum og aðferðum. Þetta er ástæðan til þess að ég var reiðubúinn að leggja trúnað á orð Krúsjeffs og annarra, er þeir sögðu mér, eins og þeir gerðu oft, að þeir þráðu frið í heiminum, eða að minnsta kosti friðsamlegt tímabil. TIL VIÐBÓTAR ÞEIRRI hræðulegu staðreynd, að eí til stríðs kæmi gæti það leilt til al heimseyðingar — og þessir menn eru ekki haldnir sjálfseyðilegging arbrjálæði Hitlers — kemur sú sannfæring þeirra, að ef friður ríkir í heiminum, þá muni hinar frjálsu þjóðir bíða ósigur í sam keppninni, því þær myndu aldrei geta fært þær fórnir, sem áfram haldandi varnarráðstafanir hafa í för með sér. Bandalög þeirra og þá sérstaklega Atlantshafsbandalag ið mundu liðast í sundur. Ég var fullvissaður um það, að kommúnist ar væru betur undir það búnir að færa fórnir, heldur en hinar vestrænu þjóðir. Þeir væru þraut seigari, betur agaðir og þolinmóð- ari, er til lengdar lætur, heldur en við. Kommúnistaríkin mundu þar af leiðandi yfirvinna auðvaldsskipu lag hinna frjálsu þjóða í sambúð friðsamlegrar samkeppni. Eftir því sem ég sá og heyrði, er ég þess fullviss að Sovétríkin eru mjög öflug og byggist þetta afl á fullkoninu eftirliti og járn- aga. Okkur myndi skjátlast hrapa lega ef við legðum þann skilning í hina breyttu stefnu Sovétríkj- anna, að hún væriupprunnin vegna Véikleika þeirra eða hræðslu \i6 okkur. Krúsjeff lagði mikla áherzlu á þetta og geri ég ráð fyrir að hann hafi haft rétt fyrir sér. EN STYRKLEIKI OKKAR getur verið miklu öflugri bæði í þágu friðar og varna, ef við bara viljum, sökum þess að hann bygg ist á frelsi og jafnrétti allra þegna landsins. Kommúnistar álíta og eru raun ar sannfærðir um að þetta frjáls ræði okkar muni að lokum verða okkur að falli sökum þess, að það muni örva Ieti og ómeniisku. En við vitum, að ef frelsið er notað á réttan hátt, getur það verið mesta uppspretta afls oog þróttar, sem til er. ’ Það er undir okkur sjálfúm kom ið að sjá um að svo verði, og með því að gera það njupijm. við endanlega hrósa sigri í baráttu þeirri sem framundan er jtlLþess að korna á friði og öryggi.í íiéimin um, og sem á eftir að vérða bæði löng erfið og dýr. Frægur leikstjóri (Framhald af 4. síðu.) sýninga. Var farið í þrem flokk- um á 27 staði og tóku 14 lista- menn þátt í þessum ferðum. Að- sókn var hvarvetna mjög góð, og virtist fólk ánægt með þessa ný- breytni. Ég hefi haft tal.-af út- varpsstjóra, Vilhjálmi Þ., Gísla- syni, og sagði hann, að Útvarpið væri mjög ánægt með árangur- inn af þessum ferðum. Mundi þeim verða haldið áfram og færu næstu flokkar af stað með Vórinu. Áherzla yrði, eins og áður, lögð á að fara til hinna fjarlægari byggða, þar sem tónlistarjíf er fá- skrúðugra en í höfuðstaðiium. “ > {A “ ' Hámúódur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.