Tíminn - 28.03.1956, Side 5
í í MI N N, miðvikudaginn 28. marz 1956.
5
Jens.í Kaldalóni: Orðið er frjálst
Heyskapar og súgþurrkun
ÞAÐ HEFIR nú verið talað og
ritað svo mikið um þetta efni á
síðastliðnu ári og virðist svo sem
Stóráföll þuríi, til þess að málum
'Séu gerð nokkur skil og eitthvað
xeynt til úrbóta, — eitthvert neyð-
arástand þurfi að verða til þess að
opna augu ráðandi manna fyrir
því, að koma þurfi í veg fyrir hitt
og þetta. Bœndur geta mikið af
óþurrkunum lært, segja hinir vísu
og lærðu leiðbeinendur bændanr.a,
og búið í haginn fyrir næstu ó-
þurrkatíð, til þess að hún valdi
ekki stórtjóni.
Má skynja, að bændur hafi ver-
ið ósköp rólegir og sofandi fyrir
jþeim mikia vágesti, sem stórrign-
ingar og rosasumur hafa valdið
þeim tíðum.
EN ÉG segi hreint og beint:
Bændur geta ekkert lært af ó-
þurrkunum síðustu, nema þeim
séu sköpuð skilyrði til þess frá
þeim aðilum, sem ráða yfir fjár-
magni, er veitt yrði í þann farveg,
að bændur fengju þess notið til
störaukinnar hagsældar í afkomu
aliri til heyskapar og nýtingar
lieyja.
Það er opinberlega viðurkennt
af búnaðarmálastjóra, sem og öll-
um öðrum, sem reynt hafa, að
stórmunur sé á heyskap og hey-
gæðum hjá þeim bændum á ó-
þurrkasvæðinu, sem súgþurrkun
höfðu. Á þeirri reynslu byggðist
einnig sú ályktun síðasta búnaðar-
þings, sem það beindi til stjórn-
arvaldanna, að auka fjárlán til súg
þurrkunar til lfanda bændum.
Er þar komið að merg málsins:
Það hefir vantað fjármagn til þess
að bændur yfirleitt gætu komið
því hagkerfi á hjá sér í búskapn-
um, sem til stóraukins hagræðis
og öryggis yrði hverjum bónda.
Bændum er borið á brýn skeyt-
ingárleysi urn búskapinn, og vera
má að bændur sinni þeirri hey-
verkunaraðferð of lítið. En það
verður aldrei nema að vissu marki,
sem sú verkunaraðferð dugir. Vot-
heysgerð í stórum stíl er neyðar-
úrræði — og verður aldrei annað,
hvað svo sern sumir menn hæla
hen’ni mikið og halda henni fram.
Það er í fyrsta lagi ekkert öryggi
í því að verka mestallt vetrarfóð-
ur búpenings landsmanna þannig
að hætta sé á því að nokkuð eða
mikið af skepnunum drepist af
því á miðjum vetri.
RIÐUVEIKI í fé þekkja marg-
ir bændur, og það er ekkert aðlað-
andi að horfa upp á, oft fallegt fé,
drepast úr henni, jafnt á vordög-
um sem á miðjum vetri. Þótt þeir
bændur og fræðimenn, sem með
votheysgerðinni halda telji að þeir
fóðri svo og svo rnikið fé á vot-
lieyi, án þess að nokkur vanhöld
verði, breytir það ekki þeirri stað
reynd, að hjá mörgum hefir riðu-
veikin gert mikið tjón, og svo
mikið, að þeim bændum dettur
ekki í hug aö verka fóðrið þannig
í stórum stíl, að hætta sé á því að
féð drcpist af því. í öðru lagi er
votlíéýÍÁöftast að því leyti óþverri
að lyktin af því ef svo mætti segja,
eltir hiánninn sem með það fer
sílcnt og heilagt. Það er votheys-
lykt bg sterkja í öllum húsum, oft
áf' mióikiiitíi úr kúnum og því ó-
geöfellt í meðförum.
T 'þriðja lagi er votheyið svo
þiíhgt' í vöfum, oft með miklu
vatni í sér, að vandræði er með að
fara.
IIINS VEGAR neita ég því
ékki að vothéysgerðin er .nauðsyn-
légúr og óumflýjanlegur þáttur í
heyverkun bóndans, fyrir háar-
sláttipn og aðrar þær grastegund-
ir,' 'sé'ni jllt er að þurrka. En sem
einhliða heyverkun verður hún
aldrei til frambúðar.
Hitt er svo annað mál. að nauð-
synlegt er að eiga svo mikið af
votheystóftum að í þær megi
demba nokkuð miklu magni af
heyi ár og ár sem neyðarráðstöf-
un í sérstökum hrakviðrasumrum,
en eru þó ónothæfar venjulega
nema í botni þeirra sé öruggt frá-
rennsli, sem þó víða er erfitt að
koma við, svo að í góðu lagi sé,
þar sem jafnlendi er mikið og þær
grafnar nokkuð í jörð niður. Hin
aðferðin að þurrka heyið, svo sem
gert hefir verið frá örófi alda, á
enn um sinn svo sterka íhlutun í
hugum bænda og framkvæmd, að
til þessa verður að leita allra ráða
að það megi takast áfallalaust eða
sem áfallaminnst.
„Áreiðaniega verður reynsla lið-
ins árs ekki túlkuð öðru vísi en
sem sterk meðmæli með því, að
súgþurrkun verði sem almennust
og komi heist á hvern einasta bæ“,
sagði Búnaðarmálastjóri í útvarps-
erindi í janúar síðastliðnum.
Þetta eru sannarlega orð í ííma
töluð af raunsæi. Jafnvel í verstu
óþurrkum er þetta þá áþreyfanleg
reynsla, sem þessi merki maður
mælir svo eindregið með, að súg-
þurrkun þuríi að koma á hvern
oinasta bæ.
ÞAÐ MÆTTI segja, að það
væri lýgilegt, að það væri safa
grasið í súgþurrkunarhlöðunum i
vetur sem látið var í þær í sumar,
svo stór eru stakkaskiptin.
Að þurfa aldrei að raka upp hey
há, að þurfa aldrei að óttast um
að heyið fjúki, að geta hirt heyið
nokkurnveginn jafnóðum og það er
slegið — ef aðeins fæst af því
vatnið, og sjá svo þetta blessaða
gras skrúðgrænt í hlöðunni að
vetrinum, það er dásamlegt
öryggi og ánægja sem það
skapar hverjum bónda, að koma í
þá hlöðu sem loftið angar af skrúð
grænni ilmandi töðu, og sjá hverja
skepnu háma í sig grængresið eins
og nýgræðing á vordegi. En hvað
er það þá, sem gert hefir bændum
að taka ekki þessa heyverkunar-
aðferð í þjónustu sína, fyrst telja
beri, að hún þurfi að koma á hvern
einasta bæ, og heyið reynist svo
gott? Eru bændur svona áhuga-
lausir um velferð sína?
þeim bændum, sem hug hafa á því,
að koma upp hjá sér súgþurrkun,
að kynnast reynslu þeirra sem
þessar vélar hafa notað undanfarin
ár og kaupa þær. Það má segja
að margra ára reynsla sé ekki fyrir
hendi um vélar þessar frekar en
aðrar, sem notaðar hafa verið við
við súgþurrkun. Þar sem þessi
reynsla yfirleitt er ekki gömul,
þá hafa vélar þessar verið notað-
ar af það mörgum s.l 5 ár og leng
ur, að þar sem ég þekki til hafa
þær reynst með ágætum vel. I-Iefi
ég sjálfur haft slika vél í notkun
við súgþurrkun undanfarin ár og
reynst ágætlega. Þær eru þýðar í
gangi, einfaldar að gerð, gang-
vissar og eyða mjög lítilli brcnnslu
olíu miðað við hestaflastær'ö og
orku. Og enda þótt ég hafi ekki
á varahlutum þurft að halda, þar
cð ekkert hefir bilað, hefi ég kom
ist í kynni við það að Landssmiðj
an hefir ávailt á lager nægar birgð
ir af ölíum þeim hlutum til vara í
vélar þessar, af hverjum þeim hlut
sem þær samanstanda af, og gera
sér far um að leiðbeina bændum
svo sem frekast þeir mega að öllu
því er þessi atriði snerta.
REYNSLA síðasta óþurrka-
sumars ætti því að verða sú, að
bændum yrði gert kleift í stórum
stíl að koma upp hjá sér súgþurrk
unartækjum fyrir heyskapartíð
næsta sumars. Mun engan bónda
iðra þess sem þann hamar getur
klofið.
Munu bændur þá uppskera riku
legan ávöxt eftir erfiði og stór-
tjón síðasta sumars, og beint hug-
um þeirra er me'ð fjármúl og
tækni fara, að hollara sé að verða
við óskum og athöfnum bændanna
áður en höfuðskepnurnar hafa
neitt þá til þess af illri nauðsyn.
Bréf:
ÉG HELD, og ég veit, að það
er ekki það sem ræður. Það er
nokkuð til, sem heitir peningar,
og það eru einmitt þeir, sem þarf
til þess að koma þessum hlutum i
framkvæmd. Og það er ekker
leyndarmál að peningar hafa ekki
runnið í of stríðum straumum, eða
leitað sérstaklega í hendur bænda
að undanförnu, og er það opinbert
leyndarmál að fé hefir skort í stór
um stíl til þess að bændur gætu
komið búskap sínum í það horf,
sem æskilegt væri, enda þótt nokk
uð liafi áunnist frá því sem áður
var. Kemur það og enda fram í
fyrrnefndri áætlun búnaðarþings,
að svo virðist sem það hafi komið
auga á einmitt höfuðannmarkann,
sem sé vöntun á fjármagni til þess-
ara þörfu framkvæmda. Ef þeirri
ályktun yrði sinnt, og bændum
gert kleift að hagnýta sér þú
miklu tækni sem súgþurrkunin er,
og skriður kæmist á þetta mál.
helzt að súgþurrkunin komist á
iivern einasta bæ, mættu bændur
þakka forsjóninni fyrir hvern regn
dropa sem féll um of úr skýjum
himinsins á s.l. sumri — og halda
henni almenna þakkargjörð fyrir
að opna augu þeirra, er fjármagn-
inu ráða og þeirra, er komu auga
á, að það var einmitt það sem
vantaði, til að beita áhrifum sínum
í þá átt er til heiila mætti verða.
Nú er það svo, að vélar þær sem
til greina koma sem aflgjafi við
súgþurrkunarblásara, eru misjafn-
ar að gæðum og endingu. Er það
einn þáttur í þessari framtíðar
uppbyggingu að bændur þar fái
rétta reynslu og ávallt það traust
asta og bezta sem völ er á.
Landssmiðjan í Reykjavík hefir
flutt inn frá Englandi nokkuð af
súgþurrkunarvélum, en smíðar
sjálf heyblásarana.
ÞESSAR VÉLAR, eða sú teg-
und þeirra, sem heitir Armstrong
Siddeley hefir reynst alveg sér-
staklega vel — er bæði traust og
örugg í gangi og eyðir mjög litlu.
Vil ég alveg eindregið ráðleggja
Goshverir
í ísafold og Verði frá 30. á-
gúst f. árs birtist grein með nafn-
inu Geysir í Haukadal.
Þar er sagt frá því m. a. að
Guðmundur læknir Gíslason
haldi því fram, að Jón heitinn
Jónsson frá Laug hafi átt þá hug-
mynd að lækka vatnsborð Geysis-
skálarinnar árið 1935 með því að
höggva rauf í skálarbarminn i
þeim tilgangi að endurvekja hver-
inn.
Síðan segir höf. greinarinnar:
„Hver eigi einhverja hugmynd
skilst mér að geti verið vanda-
samt að dæma um og oft algert
álitamál“....
Þau ummæli gefa tilefni til þess
að þess sé getið, að laust fyrir
1918 hugkvæmdist Baldvin Frið-
laugssyni framkvæmdastjóra Garð
rséktarfélags Reykhverfinga, á
Hveravöllum, að lækka vatnsborð
Yztahvers í Reykjahverfi á þann
hált að höggva rauf í skálarbarm-
inn me'ð þeim afleiðingum að hver
inn tók strax að gjósa og liefir
gosið af og til síðan. Ilafa gos
hans mælzt að minnsta kosti 60
fet.
Um þessar tilraunir Baldvins vai
Jóni frá Laug vel kunungt, því
að honum var skýrt frá þeim af
manni, sem flutti héðan úr ná-
grenninu suður í Biskupstungur í
september árið 1921. Sagði hánn
Jóni frá þeim þegar, er hann Sá
Geysi rétt eftir að suður kom. Vai’
hverinn þá í svipuðu ásigkomulagi
og Yztihver áður en Baldvin kom
honum til hjálpar.
Má því furðulegt teljast að það
skyldi þurfa að dragast í 14 ár að
liefja sams konar aðgerðir á Geysi
til þess að.gera hann aftur virkan
sem góshver.
15. marz 1956.
fáll Árnason.
Rögnvaldur hlaut lofsamlega dóma
Rögnvaldur Sigurjónsson hélt
píanótónleika föstudaginn 23. þ.
m. í Osló og hlaut framúrskarandi
loflega blaðadóma í dagblöðum á
laugardag.
UNDIR fyrirsögninni „Islands
storpianist“ segir Dagbladet: Hann
hefir til brunns að bera alhliða og
háþroskaða tækni. Tónskilningur
hans einkennist fyrst og fremst af
skýrri hugsun, skapandi hæfileik-
um og yfirsýn yfir viðfangsefnið.
Leikur hans markaðist af sannri
tilfinningu fyrir tónlistinni. Hann
er gagnlekinn af henni á karlmann
legan, rólegan hátt, og skortir þó
hvergi hlýju eða tilfinningu“. Um
Schumann-verkin á efnisskránni
segir gagnrýnandinn ennfremur
að þau hafi öll verið „försté klass-
es klaverspill“.
UNDIR fyrirsögninni „Islands
virtuos“ segir Aftenposten: „Með
Rögnvaldi Sigurjónssyni hefir ís-
land tekið sér stöðu í keppninni
um fremstu sætin meðal hinna
miklu píanóleikara. Hér er á ferð
afburða píanóleikari sem gæti kom
ist í fremstu röð ef hann gæti gef-
ið sér tóm til þess að sökkva sér
niður í viðfangsefnin."
Arbeiderbladet: „Hann lék són-
ötu í H-moll eftir Liszt með glæsi-
legu píanistísku flugi. Sónatan eft-
ir Bentzon var afburða vel leikin
og vakti mesta athygli ásamt Schu-
mann lögnunum.“
MORGENPOSTEN: — „Frá
tæknilegu sjónarmiði réð hann auð
veldlega við hin erfiðustu viðfangs
efni, en jafnframt sýndi hann hæfi
leika til að komast til botns í hinu
djúpa, sálræna inntaki tónlistar-
innar. Rögnvaldur Sigurjónsson er
virðulegur fulltrúi tónlistarmenn-
ingar lands síns.
VERDENS GANG: „Sónata
Liszts var túlkuð af miklu fjöri og
tilfinningu og á köflum af miklum
þrótti og frjálsleik, ásamt skáldleg
um þokka. Sónata Bentzons hlýtur
að vera afar erfið, en píanóleikar-
inn flutti hana með glæsibrag og
frjálslegu fjöri.“
Af blaðaummælum má ráða, að
Rögnvaldur hafi í Osló leikið sömu
verk og hann lék nýlega á tónleik-
um sínum hér í bæ.
Fjölbreytt páskavaka
í Austurbæjarbíó
Á sunnudagskvöldið efndi Fél-
ag einsöngvara til svonefndar
páskaviku í Austurbæjarbíó og
tókst hún með miklum ágætum og
var söngvurunum og öllum
skemmtikröftum til hins mesta
sóma.
Á dagskránni voru eingöngu létt
sönglög, eftirhermur, gamanþættir
og dægurlög. Þessir söngvarar
koma fram á skemmtuninni: Svan-
hvít Egilsdóttir, Guðrún Á. Símon-
ar, Svava Þorbjarnardóttir, Þuríð-
ur Pálsdóttir, Gunnar Kristinsson,
Jón Sigurbjörnsson, Ketill Jens
son, Kristinn Hallssonn og Sigurð-
ur Olafsson. Einna mesta hrifningu
áhorfenda vakti „Old Man River“,
sem Jón Sigurbjörnsson söng með
sinni djúpu og fögru rödd.
Dægurlög og eftirliermur.
Sjaldan hefnr Karl Guðmunds-
son náð sér betur upp en á sunnu
dagskvöldið, en hann flutti bráð-
skemmtilegan og snjallan þátt um
söngvara í útvarpssal. Gestur Þor
grímsson vann það afrek að syngja
dúett-kvenrödd og karlrödd og
vakti óskiptan fögnuð.
Það var hcldur óvenjulegt að
heyra þau Guðrúnu Á. Símonar
og Kristinn Hallson syngja dægur
lög, en það gerðu þau á sunnu-
dagskvöldið. Kristinn söng hið vin
sæla metsölulag, „16 Tons“, sem
menn raula þessa dagana hver í
kapp við annan. Kristinn gerir
þessu góð skil með hjálp Björns
R. Einarssonar, sem leikur undir
af alkunnu fjöri. Guðrún söng lag-
ið „Little things mean a lot“, sem
hún varð að endurtaka við hrifn-
ingu áhorfenda.
Þuríður Pálsdóttir og Gestur
Þorgrímsson skemmta í ýmsum
gerfum og ferst þeim það vel úr
hendi Kynnir er Ævar Kvaran
sem syngur einnig á vökunni. Að-
eins eitt skyggði á — þrátt fyrir
að páskavökugestir kæmu tíman
lega, þá byrjaði skemmtunin ekki
stundvíslega og verður að átelja
það. Annars er óhætt að fullyrða,
að gestirnir á páskavökunni á
sunnudagskvöldið gengu í góðu
heim eftir ánægjulega kvöldstund.
Aðalfundur Tónskáldafélags íslands
Á aðalfundi Tónskáldafélags íslands 15. þ. m. var Jón
Leifs einróma endurkjörinn formaSur Tónskáldafélagsins og
STEFs.
Meðstjórnendur hans eru í Tón
skáldafélaginu Siguringi E. Hjcr-
leifsson og Skúli Halldórsson, auk
heiðursforsetans dr. Páls ísólfsson
ar, en í stjórn STEFs peir Snæ-
björn Kaldalóns, Sigurður lleynir
Pétursson hrlm., Þórarinn Jóns-
json og Siguringi E. Hjörieifsson,
en Skúli Halldórsson frá komandi
aðalfundi STEFs að telja.
Sem fulltrúar Tónskáldafélags
ins í Bandalagi íslenzkra lista-
manna voru kjörnir Helgi Pálsson,
Þórarinn Jónsson, Siguringi E.
■ Hjörleifsson Skúli Ilalldórsson og
Jón Leifs.
Samþykkt vóru einróma mót-
mæli gegn slyttingu hljómleika-
tímans fyrir íslertzk tónverk á
næsta norræna tónlistarmóti í
Iíelsingfors á komandi hausti.
Samþykkt um listamannaiaun.
Ennfremur var einróma itrekuð
áskorun til úthlutunarncfndar
listamannalauna um að meta ekki
við komandi úthlutanir tónskáidin
lægra en aðra höfunda. Einnig
samþykkti fundurinn fylgi sitt við
meginhugsun hins nýja frumvarps
Gunnars Thoroddsen um lista-
mannalaun, en lagði til að í því
yrði tekið fram að allar listgrein
ir skyldi vera jafn réttháar og að
við úthlutun til hinna mismun
andi listgreina skuli fara eftir
mati sérfróðra manna í viðkomandi
listgrein.
Gáð skemmtun barna
í Hafnarfiríi
Hafnarfirði, 26. marz. — .Nemend-
ur barnaskólans í Ilafnarfirði
héldu skemmtun í Bæjarbíói um
síðustu helgi til ágóða fyrir ferða-
sjóð sinn. Voru þrjár skemmtanir
á laugardaginn en eirr á sunnudág-
inn. Var húsfyllir • Öll skiptin.
Skemmtiatriðin voru' fjölbréytt,
kórsöngur, leiksýriirigar, dans og
mörg smáatriði. Önnuðust börnin
sjálf öll skemmtiatriðin undir
handleiðslu kennara sinna. Var
frammistaða þeirra góð og
skemmti fólk sér yél;1
Slíkar skemmtanir hafa nú verið
fastur liður í starfi skólans um 20
ára skeið, og hafa kennarar barna-
skólans lagt á sig mikið starf
vegna þeirra. Ágóði af skemmtun-
um þessum rennur til ferðalaga
barna, sem útskrifast á hverju ári.
Um 700 börn eru nú í skólanum.
Skólastjóri er Þorgeir Ibsen. —GÞ