Alþýðublaðið - 18.08.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.08.1927, Blaðsíða 3
ALPV iJUöLAiíIÚ Höfum fyrir íiggj'andi: Handsápur, mjög fjölbreytt úrval Kristalsápur í 56 kg. bölum. Sápuspæni. Sóda. ári út úr landinu fyrir kartöflur. Fanní aðrír gildar afsakanir, pá er sjálfsagt að taka þær til greina. En meöan ég þekki þær ekki, verð ég að líta svo á,. að fiér sé um hneykslanlegt ráðleysi að ræða, sem skrifa verður að langmesfu Ieyti á reikning þeirra manna, sem stýra eiga stórmálum þjóðarinnar. (Frh.) Stórkosíleoar framfarir í símamálnm. Viðtal við Björn G. Björnsson simaíræðing i New York. Eins og áður var getið um hér í blaðinu, er Björn G. Bjömson (sonur Guðmundar landlæknis) með frú sinni á skemtiferð hér á landi í sumar. Með því að Björn mun einna bezt að sér hérlendra manna í símamálum, bæði hvað lærdóm og reynslu snertir, hefir Aiþbl. átt viðtal við hann um ýmsar nýjungar i þeim efnum. „Hvenær fóruð þér til Ame- ríku?“ „Ég fór vestur að loknu stú- dentsprófi 1917 og las rafmagns- fræði við háskólann í Madison, Wiscounsin, og lauk þar fulln- aðarprófi í rafmagnsfræði árið 1922. Að loknu prófi starfaði ég um tíma hjá Westinghouse-félag- ‘inu i Pjtts'burgh, en síðan í áifslok 1922 hefi ég starfað hjá Bell Tele- phone Laboratories í New York. Það er verkfræði- og vísindarann- sókna-stofnun, sem er eign Ame- rican Telephone & Telegraph Company, en það félag á meiri hlutann í og stjórnar svo að segja öllum símafélögum í Bandaríkj- unum, m. a. hinu geysistóra verk- smiðjufélagi Western Electric. ÖIl símafélögin mynda eitt sam- felt kerfi, sem nefnt er Bell-kerfið (Bell system) í höfuðið á Graham Bell, uppgötvara talsímans.“ „Hvert er þá einkum starfsvið rannsóknarstofnunarinnar, sem þér vinnið hjá?“ „Flest stórfyrirtæki vorra tíma hafa að miklu leyti náð risavexti sinum fyTir vísindalegar og verk- fræðilegar rannsóknir, enda vinna nú rannsóknarstofur í gambandi við nær öll stærstu iðnfyrirtæki Bandarikjanna, og árlega vaxa fjárframlög stórfyrirtækjanna til tvíisindarannsókna í sambandi við starfssvið hvers fyrirtækis. Bell Telephone Labaratories er eins konar miðstöð allrar jreirrar þekkingar, sem viðhald og þróun hinna risavöxnu simakerfa Bamda- ríkjanna byggist á. Stofnun þess- ari er Iskift í 5 starfsdeildir. Fyrsta deildin er hrein vísinda- rannsóknarstofinun, þar sem efna- fræðingar, eðiisfræðingar, stærð- fræðingar og mikill fjöldi raf- magnsverkfræðinga vinna. Við þessa deild vinn ég. Önmur deildin er miðstöð fyrir uppgötvanir og endurbætur á tækjum (apparatus development). Þriðja deildin er miðstöð fyrir endurbætur á síma- kerfum og uppgötvanir viðvíkj- andi þeim (system development). Fjórða deildin rannsakar og lítur eftir gæðum allra áhalda og tækja, sem verksmiðjur aðalfé- lagsins búa til. Fimta deildin er einkaleyfastofnnn. I öllum rannsóknarstofunum vinna um 2000 vísindamemn og verkfræðingar, enda mun stofnun þessi vera langfullkomnust af stofnunum af þessu tagi í öllum heimi. Rannsóknarstofnun þessi hefir gert fjölda endurbóta og mppgötvtina í símafræði og grein- um þar að lútandi, en endurbótum á þessu sviði hefir fleygt mjög fram nú upp á síðkastið." „Hverjar eru þýðingarmestar nýjar uppgðtvanir í símafræði?“ „Ein af þýðingarmestu uppgötv- ununum í sjmafræði og „radio“ er vitanlega lofttæmdu lampamir (vacuum tubes). Þeir fullnægðu þörf, sem lengi hafði verið reynt að bæta úr, nefnilega ,að geta aukið rafmagnsbylgjur án þess að breyta þeim. Það er furðulegt, hve þessir lampar höfðu marga aðra eiginleika, sem menn hafa fært sér í nyt á örstuttum tíma. Þessir lampar hafa gert það unt að ná sambandi til allra landa, sem saman eru tengd og nú lík- lega bráðum yfir allan heim, með því að brúa höfin með „radio"*). Önnur mikilvæg uppfynding er „siurnar" (filtres), sem geta gert greinarmun á rafmagnssti-aum eftir tíðleika hans. Það er vitan- lega ekki unt að greina í stuttu máli frá ýmsum nýjungum, sem eru byggðar á lömpunum og sí- unum, og líklega bezt að nefna að eins eina þeirra, sem vel gæti komið að góðum notum hér á landi. Það er svonefnd „carrier current telephony". Með því er hægt að hafa alt að 5 samtöl á sama tfma yfir vanalega símalínu með tveim berum þráðum. Vana- lega er þó að eins einu eða þrem talsamböndum bætt við. Þegar þrem talsamböndum er bætt við, má líka bæta við mörgum rit- símasamböndum. Til dæmis má fá úr einni símalinu: 2 vanaieg „duplex" ritsímasam- bönd, 1 vanalegt talsamband, 10 vanaleg „duplex carrier" rit- símasambönd, 3 „carrier" talsambönd. Það er vitanlega erfitt að skýra fyrir leikmönnum í stuttu máli, hvernig þessu er komið i fram- kvæmd, þó að hægt sé að gefa þeim hugmynd um möguleikana. I vánalegu símtali samvarar tíð- leiki rafmagnsbylgjanna tíðleika hljóðanna í rödd manna. Til þess að vel heyrist, eiga símalínurnar að geta flutt rafmagnsbylgju, sem er 300—2800 sveiflur á sekundu. Þó að talsímalínurnar hafi upp- haflega að eins verið til þess ætl- aðar að flytja rafmagnsbylgjur af þessum tiðleika, þá hefir það reynst svo, að hægt er að flytja rafmagnsstraum eftir þeim af hvaða tiðleika sem er milli 0 og 35 000 sveifla á sekúndu. Vitan- lega berast ekki allir þessir raf- magnsstraumar eftir þráðnum eins vel, en úr því má bæta með „end- urtökurum" (repeaters), sem taka á móti rafmagnsbylgjumi og senda þær svo frá sér sterkari. Vana- legt símtal notar að eins raf- magnsstraum upp að 3000 sveifl- um á sekúndu. Það er því hægt að nota línurnar fyrir strauma af hærra tiðleika. Straumar af hærri tíðleika, kallaðir „carrier“ (berandi), bera líkingu hljóða mannsraddarinmar yfir línurnar. 'Á móttökuendanum er þeim b-reytt aftur í rafmagnsstraum af sama tíöleika og hljóð mannsraddarinn- ar og heyrast í heyrnartófinu *) „Radio“ er notað hér um send- ingu allra skiljanlegra tákna, sem send eru gegn iim loftið með raf- magnsbylgj'jiT!. eins og venjulegt samtal. Tíð- ieikasvið af kring um 2500 sveifl- um á sek. þarf til sambands í hverja átt, svo að mörgum sam- tölum má kom fyrir mTlli 3000 og 35 000 sveif’a á sek. Síur eru not- aðar við báða enda til að sund- urgreína hin ýmsu samtöl. „Car- rier current telephony“ er byggð á líkum iögmálum eins og útvarp- ið. Ef slík samtöl eiga að heppn- ast vel, þurfa símalínumar að vera í góðu lagi, en venjulega hefir það tekist með litlum til- kostnaði að lagfæra þær, og það ætti að vera hægðarleikur að gera hér á landi. Svona útbún- aður getur að eins borið sig á milli bæja, sem langt er á milli, þar sem talsimalínurnar eru dýr- ar og viðhald þeirra kostnaðar- samt. Hér á landi er það sér- staklega á milli bæja eins og Reykjavíkur og Siglufjarðar, Ak- ureyrar og Seyðisfjarðar, að svona tæki gætu borið sig. Þó er það sérstaklega á milli staða eins og Reykjavíkur og Siglufjarðar, sem nota símann mestmegnis á sumrin, að svona tæki gætu kom- ið að góðum notum. Annað má benda á, sem gæti komið að notum hér á Landi, og það er að tengja sarnan „radio“ og landssímalínurnar. Til dæmis: Hin fyrirhugaða símalína milli Víkur og Hafnar, í Hornafirði mun verða dýr i lagningu og sérstak- lega að viðhaldi. Það væri því athugávert, hvort ekki mætti koma á svona sambandi áð nokkru leyti milli þessara stáða. Talsambandið mTlli Ameríku og Englands, sem var opnað til almennings ajpota í vor, sýnir, aö það er unt að tengja saman „ra- dio“ og landlínur. Nú getur hver einasti símanotandi í Ameríku talað við hvern éinasta símanot- META hefir meiri hitakraft að geyma en spritt eða olía og er ólíkt fyrir- ferðaminna og þægilegra i allri notkun. Smábrot úr Metsa-töflu nægir til að hita upp „Príamss*4. Enginn skyldi þvi nota spritt til þeirra hlutá.. Meta-eldur logar reyklaust og engin aska myndast.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.