Tíminn - 24.04.1956, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.04.1956, Blaðsíða 5
T í MINN, þriðjudaginn 24. apríl 1956. 5 Skyld lífskjör og viöhorf tengja bændur, sjómenn og verkamenn í fylkingu Bændnr fagna því samstarfi, sem tek- er í vændum lý'ðræðissinnaS um- bótastarf. ÞaS er frá mínu sjónar- miSi eina vonin, ,sem nú er fram- ist heftir í milli Framsóknarflökksks nS'SSítTSl heilsteyptan grundvöll aS nýju og aS hér verSi raunveruleg hagsæld. Þegar Framsóknar- og AlþýSu- flokkurinn unnu saman aS stjórn landsins á árunum fyrir styrjöldina var hér unnið merkilegt umbóta- starf. Þá var lagður grundvöllur að þeirri merku félagsmálalöggjöf á mörgum sviðum, sem þjóðin býr nú við, og sem í mörgum greinum mun vera með því Wzta, sem þekk- ist af því tagi. Þessi félagsmálalöggjöf myndi þó njóta sín enn betur ef stjórn- arhættir yrðu í anda þeirrar stjórn málastefnu,sem flokkar þeir, Fram sóknar- og Alþýðuílokkurinn lofa nú að beita ef þeir ná meirihluta. Það fyrsta sem tryggja þarf, er fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinn því,S É® ©lkið, .sem aðallega fyllir j verða hörðum höndum að vinna ar' þessa flokka, á ‘svo líkra hagsmuna j fyrir brauði sínu. og AlfjýSiiflokksins Ræða Agústs Þorvaldssonar á Brúna- stöðum á stjómmálafimdi á Selfossi ÉG VERÐ að segja það, að þaö stundum yfir sig olæju frjáls- þa'ð gleður-mig, að nú hefir tek- lyndis og lætzt vilja félagslegar ist .samstaKa um höfuðstefnu í umbætur á kjörum almennings. En málefnum þjóðarinnar milli Al- ef framkvæmdar- og - :fjármálavald- þýðuflokksins og Framsóknar- j ið er í þess handum, þá er það tek- flokksins. Ég er einn þeirra, sem ' ið með annarri hendinni sem gefið al!a líð heíi álitiö að þessir tveir j er með hinni. flokkar. adtu óg gætu unnið sam- \ Dýrtíðarskrúfan er í liöndum an ;áð fléstuíri hinna þýðingar- slíkrar stjórnmálastefnu hið ákjós- meiri þjóðmála. janlegasta tæki til þess að gera hina Þessi. skoðun mín hefir þyggzt á ríku ríkari á kostnað þeirra, sem að gásta d lífsbarátlu sinni. ( Merinírig pess og lífsviðhorf eru ' Þróunin í menningarlöndum. nátengd vegna hinna skildu lífs- kjara. Samstaða, baráttunnar. Bóndinn, sjómaðurinn og verlca- maðurinn heyja baráttu sína á sama grundvelli, þar sem sækja verður eftir lifsbjörginni með þoli og þreki líkamskraftanna, og nátt- úran sker oft svo naumlega skerf- inn að neyta verður allra bragða, svo að nægi fyrir brýnustu þörfum. Þessar Stéitir hljóta því líka ad eiga það sameiginlegt að vilja vernda hiirn veika grundvöll af- koniu sinnar fyrir hvers konar ásækni af hendi þeirra sem vilja lifa á afrakstri þeirrar vinnu, sem þessar stéttir afkasta. En eins og kunnugt er þá hafa þessar stéttir löngum átt í vök að verjast með arðinn af vinnu sinni, fyrir ásækni ýmissa afla og er þar helst að nefna þá sem kaupsýslu stunda, og þá sem náð .hafa valdi yfir fjármálum og atvinnutækjum. Slíkir menn hafa stjórnmálasam- tök sér til styrktar. Hér á lándi lieita þau sámtök Sjálfstæðisflokk- ur. Víkja þarf gróðaöflunum til hliðar. Verzlunárstéttinn og gróðaöflin hafa löngum reynzt skammsýn enda miðað mest við það að fleyta rjómann ofan af framleiðslu annarra. Hið vinnandi fólk á að samein- ast til átaka fyrir því að arðurinn af striti þess verði því sjálfu og þjóðfélaginu sem heild til farsæld- ar. Þeim sem vilja hafa frjálsar hendur til -að græða á vinnu ann- arra verður að víkja hæfilega til liliðar. Bændurnir hófu viðnám sitt gegn auðvaldinu með stofnun sam vinnufélaga, sem gjörbreytt hafa lífsaðstöðu þeirra til hin betra. En síðar hafa þeir að meirihluta unnið að pólitiskum áhugamálum sínum í Framsóknarflokknum og fengið þar til liðs við sig fjölda frjáls- lyndra umbótamanna úr öðrum stéttum þjóðfélagsins. Sjómenriirnir og verkamennirnir urðu að fára nokkuð aðra leið sér til varnar, Þeir stofnuðu verkalýðs- og sjómannafélögin, sem hafa fært þeim mátt og megin og hækkað lífskjör þeirra og Alþýðuflokkur- inn varð þeirra pólitíska vopn. Að þessum samtökum bænda og verkalýðs1 liefir verið sótt frá ýms- um hliðum. Flokkur sérréttindamannanna er þar harðvítugur andstæðingur, og hefir nú í seinni tíð beitt hvers konar klækibrögðum til að halda aðstöðu sinni. Þegar íhald var íhald. Á æskuárum mínum var íhaldið íhald. Þá duldi það sig ekki undir neinuni frjálslyndishjúp. Þá var það á móti öllum auknum mann- í’éttindum til handa alþýðunni og barðist eins og boli við harðan stein. Nú á seinni árum bregður í flestum háþróuðum menningar- löndum verður sérréttindastefna í- haldsins að hopa á hæli nú orðið fyrir samstarfi lýðræðis- og um- bótaafla þjóðanna. Hér á landi hefir stjórnmála- stefna íhaldsins lifað á sundrungu hinna umbótasinnuðu manna, enda er óspart reynt að veikja samtök þeirra innan frá og eru kommúnist ar í því efni þarft verkfæri íhalds- ins. í þeim kosningum, sem í hönd fara, ætla þeir að læðast að kjós- endum huldir sauðargæru. Á þann hátt mun eiga að fleka vinnandi fólk í landinu, sem óskar samstarfs móti þeim flokki, sem mest metur sérrcttindi fárra manna til valda og auðs. Austræna þokan. Vonandi verður greind alþýðunn ar í sveit og bæ svo giftudrjúg, að sjá við þeirri villu, sem hin aust- ræna þoka vill leiða yfir hugi manna. I-Iinir óþreytandi boðberar hinna kommúnistísku trúarbragða hafa nú brugðið scr í nýja hempu og skal nú sýna fólkinu nýjar mynd- ir lýðræðisástar með sameiningar- hjali. Væntanlega gera menn sér Ijóst hvað undir býr. Sigurhorfur. Það er áreiðanlega hægt fyrir fólkið að vinna mikinn sigur í næstu kosningum með því að veita kosningabandalagi Framsóknar- og Alþýðuflokksins stuðning sinn. Þá Sjúkt efnahagslíí. Efnahagsástand þjóðarinnar er sjukt og eyðsla margra einstak- linga og þjóðarinnar í heild óhóf- legt. Við erum að komast fram á fremstu brún ferlegs gljúfurs. Það þarf að stöðva ferðina snögglega ef ekki á illa að fara. En það dugar ekki að setjast um kyrrt á gljúfurbarminum, lield- ur verður að sveigja fyrir ófæruna. Atvinnuvegirnir veroa að halda á- fram, svo að framleiðslan aukist og fólkið hafi vinnu. Áfranihalclancli framfarir. Framkvæmdir, sem styðja þjóð- arhaginn þurfa að aukast, því að framtíðin verður að byggjast á deg inum í dag og deginum á morgun. Þjóðinni fjölgar og kröfurnar vaxa með hverri nýrri kynslóð. Glingur og prjál verða íslend- ingar að Ieggja til hliðar, en láta fjármagn það sem þjóðin skap- ar með vinnu sinni þjóna liags- munum almennings. Þetta er sú hugsjón, sem samtök Framsóknar- og Alþýðuflokksins ætla að vinna að. Þetta er hugsjón, sem verðugt er að vinna fyrir og ég trúi ekki öðru en að margir komi til liðs við þessa stefnu og fylki svo liði að þessir flokkar fái það áhrifavald sem þeim nægir til þess að inóta nýja og farsæla þjóð- málaþróun á næstu árum. Stöndum saman. Ég óska flokkunum til hamingju með kosningasamstarfið í vor og ég skora á Árnesinga að veita full- trúum þessara flokka hér í sýslu brautargengi, hverjir sem þeir nú verða, við kosningarnar í vor. Sveit Harðar ÞórSarsonar spilar á Evrópumeistaramótinu í bridge Síðastliðið sunnudagskvöld lauk bridgekeppni milli íslands- meistaranna og sveitar Harðar Þóraðarsonar um réttinn til að spila á Evrópumeistaramótinu, sem háð verður í Stokkliólmi í sumar og hefst 26. júli og stendur til 4. ágúst. Spiluð voru 180 spil og sigraði sveit Harðar með að- eins 14 stiga mun, og sýnir sá litli munur glöggt hve keppnin hefir verið óvenjulega jöfn og tvísýn. Eftir 120 spil hafði sveit Harð- ar fjögur stig yfir, en það tald- ist jafntefli og var því ákveðið að spila 60 spil til viðbótar. Eftir 140 spil hafði sveit Harðar átta stig yfir, en þegar 160 spilum var lokið voru sveitirnar alveg jáfnar. í síðustu 20 spilunum tókst Herði svo að vinna 14 stig. Þess má geta, að í einu spili voru sveiflur 17 stig. Á öðru borðinu spilaði sveit Harðar sex grönd, en á hinu fóru Ólafur Haukur og Stefán Guðjohnsen í sjö tígla, sem töpuð- ust vegna þess, að tíglarnir lágu 5-0 úti. Ilins vegar var hægt að vinna sjö grönd, og ef þeir hefðu náð þeirri sögn hefði það nægt til vinnings. í sveit Harðar eru auk hans Einar Þorfinnsson, Gunnar Guð- mundsson, Kristinn Bergþórsson, Lárus Karlsson og Stefán Stefáns- son. Allir þessir menn eru mjög reyndir bridgespilarar, sem náð hafa ágætum árangri erlendis. Til dæmis varð þessi sveit eitt sinn í þriðja sæti á Evrópumeistara mótinu í bridge, ög eftir þá keppni voru þeir Einar og Gunnar valdir í sveit Evrópu, sem spilaði í heims meistarakeppninni á Bermuda. Sjálfvirkar bókhalds- véiar ryðfa sér tíi rúms Þýzkar vélar nýlega komnar hér á markao, og henta smærri fyrirtækjum, sem ekki hafa áður áít kost slíkra véla. Vélvæðxng á skrifstofustörfum er nú tekin að ryðja sér til rúms hér á landi. Fyrst komu samlagninga- og reiknivélar, sem núna eru í öllum skrifstofum. Næst á eftir kom notkun bókhaldsvéla, sem nota laus blöð í staðinn fyrir bækur og gera það kleift að færa aðalbók og dagbók, eða viðskipta- mannareikninga, viðskiptamannabók og dagbók með sam- ritun. Mörg fyrirtæki í landinu hafa' tekið upp fullkomnar, sjálfvirkar bókhaldsvélar. Fyrst í. stað riðu stór fyrirtæki á vaðið, en nú er hafinn innflutningur á véíum frá þýzkum fyrirtækjum, Taylorix og Zeiss Ikon, sem henta meðalstór- um iðnaðar- og verzlunar fyrirtækj um jafnt sem stórum. Meðal fyrir tækja, sem hafa tekið upp bókhald með sjálfvirkum þýzkum vélum, er Kf. Árnesinga á Selfossi og verzl O. Jóhannessonar og togarafyrir- tæki á Patreksfirði. Fyrir páskana kom í heimsókn hingað til lands Herbert Kupfer, einn af skipulagssérfræðingum Taylorix og Zeiss Ikon fyrirtækj- anna og leiðbeindi við nýjar að- ferðir í lausblaöabókhaldi ög notk- un allskonar bókhaldsvóla. Skýrði hann svo frá, að yfir 100 þús. fyrir- tækja víðs vegar um heim notuðu nú Taylorix bókhalds- eða skrif- stofutæki, enda hefði fyrirtækið um 30 ára skeið unnið að því að j finna upp og útbreiða fuilkomnari tæki til skrifstofuhalds. Taylorix og Zeiss Ikon bókhalds kerfið byggist fyrst og fremst á því, að fært er á laus blöð en ekki í bækur og margar færslur eru færðar samtímis. Er hægt að fylgja kerfinu hvort sem er í handskrif- uðu bókhaldi eða vélabókhaldi og ; fást vélar af ýmsum gerðum, allt frá einföldustu vélum fyrir minni fyrirtæki til hinna flóknustu og fullkomnustu. Zeiss Ikon vél t.d., er alveg sjálfvirk en samt ódýr. Hagnaður sá, sem er af notkun hinna nýju bókhaldstækja, er bæði vinnusparnaður, aukið öryggi og fullkomnari not af bókhaldinu, þar sem auðveldara reynist að fá hve- nær sem er nauðsynl. upplýsing- ar um viðkomandi rekstur. Skipulagning fyrirtækja, fjár- hagsáætiun, sérstaklega í iðnaði, sem verður brátt nauðsynleg á ís- landi, er ekki fyrir hendi án full- kominna upplýsinga um rekstur- inn. Með því að taka upp það bók- haldskerfi, þau tæki eða þá vél, sem er sérstaklega hæf fyrir ákveð ið fyrirtæki, er hægt að fá allar upplýsingar á réttum tíma. í við- bót dregur vélabókhaldið úr rekst urskostnaði við skrifstofur þeirra á margan hátt. Hefir reynsla þeirra fyrirtækja, sem hafa tekið upp laus blaðabókhald, sérstaklega með reiknandi vélum, verið rnjög góð, i enda fer þeirn stöðugt fjölgandi, sem afla sér slíkra véla. Samband ísl. samvinnufélaga annast sölu á Taylorix og Zeiss Ikon bókhaldsvélum hér á landi og ; veitir leiðbeiningar um bókhalds- 1 skipulagningu. Á tjarnarbakka í sólskini. FAGURT HEFIR veðrið verið hér sunnanlands fyrstu viku sumars- ins. Stundum hefir verið líkast því að komið væri fram á mitt sumar, einkum þó ef maöur hefir staðið á steinlögðu stræti og horft á vatn eða bláan himin. Gróður- inn er að sjálfsögðu aðeins skammt á veg kominn, og þó furðu langt. Ég var að velta þessu fyrir mér hér á dögunum, er ég stóð við tjarnarbakkann skammt frá miðbænum í hita sólskini og horfði á drengi, sem voru að sigla skipi sínu landa á milli. Þetta var fallegt skip með drifhvítum seglum og það klauf tígulega öldurnar og miðaði vel áfram. Þegar ég horfði á þetta og á sólglampann á vatninu og á berhöfðaða strákana í vaðstíg- vélunum, þá fannst mér svo sann arlega komið sumar — ekki að- eins sumarbyrjun, heldur liásum ar. Og vissulega staðfesta veður- fregnirnar hér og annais staðar, að svo sé í rauninni, hvað sem almanaki líður. Hér er dag effcir % dag lieitara i veðri en í Kaup- mannahöfn, París og New York. Þetta les ég í Tímanum og trúi því vel. Ævinfýralöngun drengja. EN AUÐVITAÐ er sumav víðar en á götunum í Reykjavík. Ég brá mér austur í sveitir um helg ina og þar var alls staðar sumar. Víðirinn við vegmn er að því kom inn að springa út, andahjón eru komin að tjörnum og læk.ium og svanir á heiðavötn. Stelkur stóð á þúfu úti í miðri tjörn Lóuhép- ar voru á hlaupum á túnum og grundum. Og hinn græni skrúði sumarsins er smátt og smátt að færast yfir landið. Di-engirnir úti í sveitinni vita líka að sumarið er komið. Það grípur ætíð ævintýralöngun stráka þegar sól er komin hátt á loft. Þá eru þeir til í allt. Ég ók meðfram Ingólfsfjalli í húðarrign- ingu, en hún spillti ekki fevða- gleðinni, því að veðrið var svo milt og fagurt. Fjórir strákar komu hlaupandi niður fjallsidíð- ina, rennvotir en samt í goðu skapi. Sumarið hefir rekið þá upp á fjall snemma morguns, á með- an dagurinn var enn óráðinn. Og vafalaust hafa þeir notið mikils útsýnis af fjallslindinum þegar sólin skein, eins og Ingólfur forð- um og því gerði ekkert til þótt þeir vöknuðu ofurlitið á heimleið- inni. Það var líka sumar í ferð og fasi þessara stráka, eins og í busli drengjanna í tjörninni í Reykjavík. Skammdegi á Sandskeiði. ÞAÐ SKIPTAST á skin og skúrir alla daga, bæði í náttúrunni og í manns eigin brjósti. Ég ók um íiellisheiði á austurleið. Áður en komið var á heiðina, á fjölförn- um vegi skammt frá Sandskeiði, (Framh. á 8. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.