Tíminn - 01.05.1956, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.05.1956, Blaðsíða 5
TÍMINN, þrigjudaginn 1. maí 1956. 5 Fyrsta maí ávarp Alþjóðasam- bands frjálsra verkalýðsf élaga Bóndi í Siíðursveit ræðir dagleg vandamál: Unga fólkið þarf snemma að eignast líf- vænlega aðstöðu heima í sveitunnm Fulltrúafundir skaftfellskra bænda Verkamenn allra landa! Fyrsti maí er dagur verkamanna, dagur endurminninga og hátíða- halda. Þann dag lúta þeir hljóðlega höfði og minnast brautryðjend- anna, sem með ósérhlífnu starfi sínu og elju ruddu verkalýðshreyf- ingunni braut að þeim áfanga, sem hún nú hefur náð. Þann dag líta þei'r einnig stæltum hug til fram- tíðarinnar og bera fram kröfur sínar um hamingjusamara og betra líf til handa sér og börnum sínum. í NAFNI 55 milljón meðlima sinna í heimsálfunum fimm leggur Alþjóðasamband frjálsra verkalýðs- félaga eftirfarandi stefnumið und- ir úrskurð alþýðu allra landa og heitir verkamönnum hvarvetna full um stuðningi sínum við framgang þeirra: Að stefnt verði að því að veita öllum nægilega atvinnu. Að bcita sér fyrir því, að kaup verkamanna og vinnuskilyrði verði bætt alls staðar, einkum í þeim löndum, sem eru skammt á veg komin efnahagslega, en þar er kaup lágt og vinnuskilyrði ennþá hin hörmulegustu. Að vinnutími verkamanna verði styttur, einkum í iðnaðarlöndum og einnig á plantekrum, þar sem verkalýðurinn er hróplega arð- rændur. Að bætt verði skipan allra al- mannatrygginga, eða þeim komið á, þar sem þær eru ekki fyrir. Að lögð verði meiri áherzla á að koma í framkvæmd þeim áætl unum, bæði alþjóðlegum og ein stakra þjóða, er stuðla að skjótum efnahagslegum og þjóðfélagsleg- um umbótum í þeim löndum, sem . skammt eru á veg komin. Að miðað verði að því, að ný- lenduþjóðir öðlist sjálfstjórn og sj álfsákvörðunarrétt. Að verksvið hins pólitíska lýð- ræðis verði víkkað, þannig að það nái einnig á svið efnahags- og þjóðfélagsmála á sama hátt og stjórnmála, þar eð frelsi, jafn- ræði og réttlæti verða að njóta sín fullkomlega, ekki aðeins í • samskiptum manna á sviði stjórn mála, heldur og í samskiptum þeirra á sviði efnahags- og þjóð- félagsmála. Að stuðla að því, að komið . verði á. friði og almennu eftirliti með afvopnun, vegna þess að hug- sjónum verkalýðsins verður ekki hrint j framkvæmd, nema því að- eins að í heiminum ríki friður og skilningur meðal allra þjóða, en á þeim sviðum halda einvald- arnir .áfram að strá torfærum. VERKAMENN hins frjálsa heims! Þið hafið rétt til þess að krefjast þess, að skjótt verði brugð- izt við til þess að koma þessum kröfum ykkar í framkvæmd. Þið báruð þungar byrðar á tím- um skorts, og þið hafið sýnt ein urð ykkar við að verja allt það, sem bezt er í hinu frjálsa og lýðræðis- lega þjóðfélagi okkar. Sá árangur, sem þi'ð hafið náð í baráttu ykkar, mun hvetja bræður ykkar austan járntjalds og í öðrum einræðislönd- um, sem eru arðrændir og sviftir mannlegr.i virðingu, til þess að feta í fótspor ykkar. Einmitt nú hefur hin órjúfandi eining frjálsra verkamanna hrakið kommúnista á flótta og neytt þá til að breyta starfsa'ðferðum sínum og talsmáta. í stað þess að beita ruddalegum hótunum sækjast þeir nú eftir samvinnu við verkalýð- inn, en markmiðið er eitt og hið sama: cyðing lýðræðis, frelsis og þeirra afreka, sem verkalýðurinn hefúr unnið. Verkamenn í einræðislöndunum! Á þessum hátíðisdegi verkalýðs ins árið 1956 fullvissum við ykkur enn einu sinni um fullan stuðning verkalýðs hins frjálsa heims við baráttu ykkar og framtíðardrauma. Einvaldarnir eru þegar komnir á undanhald. Vegna vaxandi mót- Spyrnu almennings hafa þeir dregið dauða sökudólga upp úr gröfunum: Nú eru það Stalín og Bería, sem bera ábyrgð á hörmungum þræla búðanna. Allir Krústjoffar og Búlg anínar eru einnig guðir með fætur gerða úr leir. Það kemur sá tími, að þær molna og þeir falla í-duft- ið af fótstalli sínum. Verkamenn hins frjálsa heims! Undanfarin ár hafa verkamenn unn ið marga mikilvæga sigra. Amer- ískir verkamenn hafa sameinazt í eitt verkalýðssamband og eru byrjaðir að framkvæma áætlun um föst árslaun verkamanna. Verka menn í Vestur-Evrópu hafa notið góðs af bættum lífskjörum og betri vinnuskilyrðum, og þeir eru farnir að sjá árangurinn af aukinni bar- áttu sinni fyrir sameiningu stjórn mála og efnahagsmála. Mörg lönd Afríku hafa þegar eða munu bráðlega öðlast fullt sjálfstæði í samræmi við baráttu verkamanna. Áætlanir um efna- hagsmál og iðnaðarframkvæmdir, sem ná yfir margra ára bil, haía stælt hug íbúa margra Asíulanda. Verkamenn Suður-Ameríku, ásamt lýðræðissinnum allra landa, hafa fagnað falli einræðisvalds Perons í Argentínu. Samt sem áður getum við ekki látið staðar numið við þessa sigra. Það eru enn of mörg lönd í heim inum, þar sem fólk býr við ofríki einvalda, og enn önnur, þar sem miðar óhugnanlega hægt í áttina að sjálfstjórn og sjálfsákvörðun. Tveir þriðju hlutar íbúa heimsins geta ekki haldið áfram að lifa- í fátækt og eymd. Verkamenn allra landa! Ekkert getur heft sigurgöngu okkar, setn stefnir að því lokatak- marki að skapa frjálsari og sælli heim. Við skorum á alla verkamenn að sameinast undir merki Alþjóða sambands frjálsra verkalýðsfélaga, sem berst fyrir erfðaréttindum karla og kvenna alls staðar í heim inum —' fyrir brauði, fyrir friði og fyrir frelsi. Bréf frá húsmóður HÚSMÓÐIR hefir sent bað- stofunni eftirfarandi bréf, og vill leggja stallsystrum sínunt nokkur varnaðarorð, svo að þær hendi ekki sama slysni, og nýlega hafði nær brennt íbúð hennar og alla innanstokksmuni: „Sumsstaðar hér í bænum sjást skrautker nokkur í gluggum, fög ur á að líta og einföld að gerð, svo að í fljótu bragði virðist hér upp fundið gott ráð til að skreyta híbýli með smekklegum og ódýr- um hætti. En við nánari athugun kemur í ljós, að hér er um hina mestu hættugripi að ræða, sem hæglega geta svipt fjölskylduna eignum hennar og valdið slysi. Rós í glærri netakólu SKRAUTKER þessi eru búin til með þeim hætti, að sagað er gat á glæra netakúlu, sem er úr gleri. Vatn er sett í kúluna, og í vatnið falleg vatnsrós. Síðan er vandlega gengið frá tappa í gat- inu, sem síðan er látið snúa nið- ur. Nú er gengið frá kúlunni á snotrum þrífæti lágum, og hún síðan látin út í glugga eða á blómaborð við glugga. Rósin setzt á botnin, glitrar fagurlega í ljós- broti glersins og vatnsins, þegar sólin skín á kúluna og sýn- ist miklu stærri en eðlilegt er. Þetta er fallegt og sérkennilegt stofuskraut. Kveikt í gólfdúknum ÉG HAFÐI eitt svona skraut- ker í glugganum hjá mér, þótti það fallegt og grunaði ekki, að af því gæti staíað sú bráða hætta, sem nú er komin á daginn. Svo var það einn daginn núna, þegar sólin skein sem skærast og geisla brotin í skrautkerinu voru sem fegurst, að ég fann allt í einu ó- notalega sviðalykt í stofunni. — ■ Brátt sá ég að það fór að rjúka úr gólfdúknum á miðju stofugólf- inu. Það var ekki um að villast, það var að kvikna í dúknum. Eg skildi fyrst ekki hvernig á þessu gat staðið, en svo rifjaðist upp fyrir mér gamall barnaskólaiær- dómur. Kúlan safnaði geislum sólarinn ar eins og brennigler og beindi þeim brennipunkt á bólfið og kveikti í. Eg þakkaði mínum sæla fyrir, að ekki skyldi vera gólf- teppi á gólfinu. Þá hefði eldur- inn magnazt á svipstundu og kveikt í íbúðinni. VarnaSarorS ÉG SENDI baðstofunni þetta bréfkorn til þess að vara húsmæð ur við þessum fallegu stofugrip- um, sem nú eru til í nokkrum húsum. Hugsið ykkur til dæmis, að enginn sé heima um miðjan daginn. Sólin skín inn um glugg- an og gegnum kúluna. Hún safn- ar þeim í brennipunkt og geisli hans fellur á gólfteppið í stof- unni. Á svipstundu kviknar í, eld urinn magnast og allt brennur, sem brunnið getur í íbúðinni og kannske húsið einnig . Hér er þörf á varúð og vissast mun að fjarlægja þessi stórhættu legu skrautker.“ Húsmóðir. MÉR VIRÐIST að húsmæður ættu að gefa þessum varnaðarorð um stalisystur sinnar góðan gaum. Hér eru auðsjáanlega mikl ir hættugripir á ferðinni. Leikritin í útvarpinu ÞÁ ER HÉR orðsending til ríkisútvarpsins frá annarri hús- móður: „Mér þótti það mjög miður, er leikritin í útvarpinu voru á síðast liðnu hausti aftur flutt á laugar- dagskvöld. í fyrra var það upp tekið að hafa þau á sunnudags- kvöldum, og það fannst mér ljóm andi gott. Eg segi t. d. fyrir mig, að ég er vön að fara út með karl- inum mínum á laugardagskvöld- um, annað hvort til að spila við kunningjana eða í bíó eðaeitthvað annað. Eg veit, að þannig er þetta um margt kunningafólk mitt. — Hins vegar erum við allt af heima á sunnudagskvöldum, og þá er gaman að fá gott leikrit í útvarp- inu. Eg vil umfram allt beina því til útvarpsráðs að flytja leikritin á ný á sunnudagskvöldin. Eg er viss um, að það yrði vinsælt". ’ Eg kem orðsendingunni hér með áleiðis og þakka bréfin. — Hárbarður.. Pravda birtir ræðu Edens óstytta Moskvu og London, 28. apríl. Pravda birti í dag útvarpsræðu Sir Anthony Edens, sem hann flutti í gærkvöldi um viðræður Bulgan- ins og Krustjoffs við brezka stjórn- málamenn. Þykir þetta í frásögur færandi, því að ekki er vitað til þess fyrr að rússnesk blöð hafi birt ræður vestrænna stjórnmála manna nema þá í útdrætti eða rang færðar. Þeir Bulganin og Krustjoff sendu Eden Qg stjórninni skeyti og þökkuðu móttökurnar. gegna merku hlutverki í héraðinu Ræktun og húsabyggingar Að Ræktunarsambandi Mýra- og Suðursveita' standa Mýrahreppur og Suðursveit. Það á tvær belta- dráttarvélar, TA-6 og TA-14, með tilheyrandi jarðyrkjuáhöldum. TA -14 fylgir skerpiplógur, sem þykir mesta þing við plægingar, bæði fljótvirkur og vinnur jarðveginn djúpt. Nokkuð var unnið hér að ræktun síðast liðið sumar, en þó minna en gert hefði verið, ef gadd hefði leyzt fyrr úr jörðu. Á öllum bæjunum er kominn meiri eða minni túnauki frá því sem var, og til eru bæir, sem afla heyjanna nær eingöngu á ræktuðu landi. Mega það teljast mikil umskipti frá því, er var. Sveitin var heyskaparrýr, varð að reyta mest heyið saman á blautum, bitn- um og snöggum mýrum, viða langt sótt. En betur má ef duga skal. Alls staðar þurfa túnin að stækka og það að mun, til þess að hægt sé að auka bústofninn, svo lífvænlegt megi teljast á nútíma vísu. Nú býr enginn með 20—40 ær eins og víða var, þegar ég var að al- ast upp. Þá ærtölu þarf nokkuð að margfalda, ef vel á að fara með búskapinn. Búrekstur kostar orðið mikið, með öllum sköttum og skyldum, sem á honum hvíla, bæði beint og óbeint. Aðstaða unga fólksins Þá má ekki gleyma unga fólk- inu, sem sveitirnar ala upp. Það þarf að fá aðstöðu til að taka kaup sitt heima af afurðum síns eigin stofns, svo það þurfi ekki að afla sér fjár eftir öðrum leið- um, sem verður til að skapa meirr los á byggð sveitanna en margur hyggur. Nú er mikið talað um jafnvægi í byggð landsins á hærri stöðum. Ekki skal það lasta, en þá má ekki gleyma, sveitunum, ef vel á að fara. Flest heimili eiga dráttarvél, sem létta heim- ilisstörfin. Kemur það sér vel, einkum þar sem fólkið er fátt. Byggingar og nýbýli Mikið hefir verið unnið að bygg ingum undanfarin ár, bæði íbúð- arhús, hlöður og fjárhús. Reynt er að staðsetja hlöðurnar þar sem hægt er að draga heyið inn í þær, og þó við fjárhúsin. Við þessar byggingar þarf almenningur að leggja á sig mikið starf, þar hjálp ar maður manni án endurgjalds. Samhjálpin hér við byggingar er kannske aðalfjárhagsgrundvöllur að því að kleift er að byggja. Þrjú nýbýli hafa verið reist hér síðustu árin. Stofnun nýbýla fylgja miklir erfiðleikar, þegar allt þarf að byggja upp frá grunni; hús, ræktun og bústofn. Að mínum dómi er ekkert tilfinnanlegra fyrir nýbýlahafa en lítill.bústofn. Hann er eina tekjugjöf bóndans, hann fæðir og klæðir fólkið á heimil- inu. Stendur undir lánum, og ein- hverju af framkvæmdum. Fyrir þessa menn og fleiri kæmi sér vel bústofnslánadeild. Hún hefði átt að vera komin fyrir nokkrum ár- um. Það er vanskiljanlegt, hvað lóggjafarnir tvístíga lengi yfir að koma þessari stofnun á fót. Þar væri þó stigið spor í áttina að hjálpa efnaminni bændum að geta haldið áfram búskap með meiri blóma en oft vill verða. Fulltrúafundir bænda Nýlega er lokið fulltrúafundi bænda í þessari sýslu. Voru eink- um rædd mál og samþykktar til- lögur um það, er héraðið varðar. Meðal annars var samþykkt að reyna að fá einn mann í hverjum hreppi í Austur-Skaftafellssýslu til að skrifa sögu byggðarinnar í sýsl- unni, það er að segja hvers ein- asta býlis til 1850, og lengra aftur ef áreiðanlegar heimildir fást. Er þá meiningin að rekja ábúendatal að þeim tíma, dýrleika jarða, á- höfn í tíð hvers ábúanda, umbæt- ur á jörðunum, húsakost, höpp og óhöpp, og svo síðast sögulegir við- burðir, ef einhverjir eru, í sam- bandi við ábúanda eða fjölskyldu hans. Mestu fróðleiksmönnum hreppanna verður falið verkið, ef þeir fást. Tólf ár eru síðan þessir fundir hófust. Fimm fulltrúar mæta frá hveru búnaðarfélagi, en þau eru sex, og þá þrjátíu fulltrúar, sem mæta eiga. Til skiptis eru fundirn ir haldnir austan og vestan Horna- fjarðarfljóts. í lok hvers fundar eru tilnefndir þrír menn af því svæði, sem næsti fundur á að verða, til að 'undirbúa hann. Kalla hann saman og setja upp dagskrá. Þetta fyrirkomulag hefir gefizt vel, og nefndirnar rækt starf sitt af miklum trúleik. Sú þóknun, sem greidd er fyrir húslán tií fundarhalds, greiðir búnaðarsam- bandið. Fulltrúarnir gista á heim- ilum víðsvegar í þeim hreppi, þar sem fundir eru haldnir. Þykir heimilunum ánægjulegt að fá slíka gesti heim. Kaffi er veitt á fundarstað. Ornisundi fu„di, ' Fundir standa í tvo daga. Skaft- fellingar vilja ekki missa þessa fundi sína, enda hafa þeir mörgu hrundið áleiðis fyrir héraðið. Líka eru þarna flutt mál og afgreiddar tillögur um fleira en það, sem- Skaftfellinga eina varðar. Þannig var samþykkt tillaga á fundinum í fyrra, þar sem beint var til kven félagasambandanna að vinna að því, að stofnaður yrði sjóður, sem héti: „Orlofssjóður húsmæðra í sveitum", þar sem konur legðu ár- Iegt gjald til og ríkið tvöfalt á móti. Hvert kvenfélagasamband á að eiga sína séreign í sjóðnum eft ir því, hvað það telur margar félagskonur. Ætlunin er að kon- ur verji sjóðnum til lengri eða skemmri hópferða. Bústofnslánadeild Þá var samþykkt tillaga, sem beint, var til Búnaðarfélags íslands og Búnaðarþings 1955 að vinna að því við ríkisstjórn og alþingi að komið yrði hið bráðasta á fót Bústofnslánadeild sem starfrækt yrði í Búnaðarbankanum. Ég er hræddur um, að þessi tillaga hafi aldrei komið fram, eða ekki minn- ist búnaðarþingsfulltrúinn úr A- Skaftafellssýslu að hafa orðíð henn ar var á Búnaðarþingi. Annað hvort hefir hún aldrei verið send að heiman eða þá sofnað á leið- inni. Er illt til þess að vita, að svona merk tillaga skuli ekki hafa komið fram. Hún var þó lítið lóð í þá vogarskál, sem lyfta þurfti löggjafarvaldinu til alvarlegri hugs ana um þetta mál. Þá var loks samþykkt tillaga, sem var eitthvað á þá leið, að beint var til almenn ings að leggja niður þéringar í daglegu viðtali. Efni hennar var þetta, orðalag kannske ekki alveg rétt. Þessa tillögu hefi ég hvorki séð né heyrt um hana getið. Líklega einhvers staðar dottað. Nýjar álögur Ég held að flestir hér telji sig illa undirbúna fjárhagslega að taka á móti þeim nýju tollum, sem al- þingi var nýlega að leggja á. Að þcssu hefir flestum fundizt af- koman nógu erfið, hvað þá þegar nýjar álögur koma. Þegar ég skyggnist um í mínu héraði og lít yfir fjárhagsafkom- una eins og hún hefir verið, þá sé ég ekki, hvar allur almenningur á að taka gjaldeyri til að standa straum af öllum þeim kröfum, sem á því standa. Það skal viðurkennt, að atvinnuvegunum verður að bjarga, þegar í óefni er komið, ef þeir geta ekki flotið af eigin ramm leik. En hins verður að gæta jafn framt, að fólkinu sé ekki svo í- þyngt með álögum, að það geti ekki staðið straum af þeim. Þá er (Framhald á 8. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.