Tíminn - 01.05.1956, Blaðsíða 12

Tíminn - 01.05.1956, Blaðsíða 12
"Veðrið í dag: j Hægviðri — víðast léttskýjað. 40. árg, ______________________ Faívegi Jökuisár á Solheimasandi breytt, felur nú 500 m. austar til sjávar en áður I r • • • • Ain liafði eyðilagt lendingarstað Aost- ur-Fyfellinga en var ná bægt frá i, Jöki-Jsárnar hafa löngum verið Isiendingum þungar í skauti, einkum á Suðuriandi, þar sem þær br'-yta sífellt um farveg og eyðileggja grónar lendur. Með stórvirEum tækjum, sem íslend- ingar ráða nú yfir, eygist hins vegar iiokkur möguleiki til að hamla gegn eyðileggingarmætti þeirra. Einn slíkur sigur vannst uni síðustu helgi, er Rangæingar gerðu sér hægt uin vik, fóru að' Jökulsá á Sólheimasandi, sveigðu hana til hliðar og neyddu hana til að renna til sjávar . 500 metrum austar en áður var. Eyðilagði lendingu A-Eyfellinga. Austi«r-Eyfellingar hafa lengi stundað róðra á áraskipum, að vísu lí’ið undanfarna áratugi, en nú á s'ðustu árum hafa þeir að nýju Ííi:rrt í aukana. Hafa tvö skip róið þí ðan síðustu veturna. Nú bar svo við, að ekki alls fyrir löngu, að Jökulsá á Sólheima- sandi >;rauzl úr farvegi sínum og féll til. s'ávar 500 metrum vestar en áði r var og eyðilagði þar með skársta lendingarstaðinn, svo að í vetur hafa Eyfelliugar orðið að lenda austan árinnar þá fáu róðra sem farnir hafa verið. Ráðizt á malarkambinn. Vildu þeir ekki una þessu og hugðu að bægja Iienni frá aftur. Með tilstyrk vitamálaskrifstofuim ar var herförin ráðin, og Eysteinn Einarsson vegaverkstjóri fór sl .1 laugardag með ýtur sínar og vinnuflokk. Var unnið að þessu á laugardaginn og sunnudaginn, og Iiafði farvegi árinnar þá verið breytt. Lítið er í ánni núna, og gerði það hægara uin vik. Réðst Eysteinn fyrst á malar- kambinn, sem áin og sjórinn liöfðu hlaðið að austan, og ruddi mikið skarð í hann þar sem gamli farvegurinn var. Fór áin þá að renna lítillega um það skarð. Var þá ráðizt að ánni að vestan, ýtt að lienni og kreppt svo, að hún féll öll austur og síðan ýtt ósleiti lega upp í farveginn, svo að Jöklu var nauðugur einn kostur að fara þá leið, sem lienni var beiut. Baldur Mölier efstur í landsliðsfiokki FjórSa umferð á Skákþingi fs- lands var tefld síðastliðinn sunnu- dag. Ingi R. Jóhannsson vann Hjálmar Pétursson, Baldur Möll- er vann Óla Valdemarsson. Aðrar skákir í landsliðsflokki urðu bið- skákir. í meistaraflokki vann Kristján Theodórsson Pál G. Jónsson og Bragi Þorbergsson gerði jafntefli við Þórir Sæmundsson. Aðrar skák ir fóru í bið. í landsliðsflokki er Baldur Möiler efstur með 3,5 vinnmga, Freysteinn Þorbergsson næstur með 3 vinninga og biðskák. Er ekki útilokað, að hann kunni að ná jafntefli í þeirri skák. Ingi R. er búinn að sitja hjá og hefir nú 2,5 vinninga. Biðskákir verða tefld ar á miðvikudag. Fimmta umferð var tefld 1 gærkvöldi, en úrslit voru ekki kunn er blaðið fór í prentun. vano Fram 2-1 Reykjavíkurmótið í meistara- flokki hófst á sunnudaginn með leik milli Fram og Vals. Leikar fóru þannig, að Valur sigraði með 2:1. í fyrri hálfleik hafði Fram yfirhöndina og skoraði eitt mark, en Valur ekkert, en í síðari hálf- leik tókst Valsmönnum betur upp og tókst þá tvívegis að skora, og auk þess tvö önnur mörk, sem dæmd voru af vegna rangstöðu. Valur sótti gegn vindi í seinni hálf- leik. Einn hæsti fjallvegur landsins opnaður Á sunnudaginn var lokið við að ryðja veginn yfir Fjarðarheiði og er þessi hái fjallvegur nú opinn fyrir allri bílaumferð um það bil heilum mánuði fyrr en nokkru sinni áður. Snjóýta frá Seyðisfirði ruddi snjónum af veginum og lauk verkinu á 58 klukkustundum. [ F. I. 18 ára á morgon Fiugféiag islands hefir flutt 350 þús. farþega á 18 árum Sumaraætlun félagsins gengur í gildi í dag. Fer3um fjölgaí til Akureyrar, Egilssta^a og ísafjar^ar, — Efnt til ódýrra skemmtifer$a um Iielgar. Sumaráætlun Flugfélags íslands gengur í gildi í dag og er hún með svipúðu sniði og síðastliðið sumar. í innanlands- fluginu er fjölgað ferðum til Akureyrar, Egilsstaða og ísa- fjarðar. F. í. heldur uppi stöðugu áætlunarflugi til fimm borga erlendis, Glasgow, Hamborgar, Kaupmannahafnar, London og Osló. Á morgun 2. maí eru liðin 18 ár frá því að Flugfélagið hóf starfsemi sína. Hefir féiagið flutt samtals 350 þúsund farþega á þessum 18 árum og hefir starfsemin stöðugt færzt í aukana. Þess má geta, að fyrsta árið ferðuðust 770 farþegar með féíaginu, en á síðasta ári voru farþegarnir 55 þúsund að tölu. Samkvæmt hinni nýju innan- landsáætlun munu Faxarnir fljúga 666 klukkustundir á mánuði í inn- anlandsflugi sínu eða rúmlega 22 klst. á dag að meðaltali. Fjórar Douglasvélar og tveir Katalínaflug bátar munu annast flugið innan- lands í sumar. Til Akureyrar verð ur flogið 20 sinnum í viku — þrjár CFramhald á 2. sí'ðuj Hiti á nokkrum stöðum klukkan 18: Reykjavík 6 stig, Akureyri 5 stig, London lh' stig, Paris 10 stig, Kaupmannahöfn 3 stig, París 10 I riðjudaginn 1. maí 1956. stig, New York 19 stig. Búlganín og Krustjeff lomnir lieim - sk á brezka verkamannaf lokkinn „Allur heimurinn veit, vií reynum aí bæta fyrir misgjöríJir og mistök síÖari ára“, segir Krustjeff ,; London, 30. apríl. — Þeir Bulganin og; jfcrustjeff eru nu komnir heim til Moskva úr ferðalaginu tíl Englands. Láta þeir mjög vel af förinni og segja, að hún hafi orðið mjög til að efla vináttuna á milli ensku og rússnesku þjóðarinnar. Frá alþjóðlegu sjónarmiði hefði för þeirra haft mjög mikla þýðingu, hér hefði ísinn verið brotinn og jafðvegurinn undir- búinn undir batnandi samskipti þessara ríkja. Árangurinn hefði einkum verið athyglisverður, segja þeir, með tilliti til hinnar miklu tortryggni, sem ríkt hefði á 'milli Englands og Rússlands til skamms tíma. Friofmnur Ólafsson í framboði í Norðnr- ísafjarðarsýsln Alþýðuflokkurinn hefir ákveðið að Friðfinnur Ólafsson verði í framboði fyrir flokkinn í Norður- ísafjarðarsýslu við kosningafnar í sumar. Framsóknarflokkurinn býð- ur ekki fram í kjördæminu, en mun styðja framboð Friðfinns, samkvæmt samkomulagi flokkanna um kosningabandalag. Erlendar fréítir í fáum orðom □ Franska stjórnin hefir bannaS úti- fundi og kröfugöngur í Parísar- borg i dag. Er það í þriðja skipti í röð, sem það gerist. □ Shinwell, fyrrverandi landvarna- ráðherra í Bretlandi, hefir gagn- rýnt fyrirspurn Gaitskil, formanns brezka verkamannaflokksins, er hann spurðist fyrir um afdrif rússneskra jafnaðarmannaleiðtoga, sem varpað var í fangelsi í Rúss- landi. Gagnrýndi Shinvvell einkum, að þetta skuli ekki hafa verið gert í fuliu samráði við flokksstjórnina. □ Von Brentano, utanríkisráðherra Vestur-Þýzkalands er nú í London og ræðir nú við Selwyn Lloyd ut- anríkisráðherra Breta um ástand og horfur í alþjóðamálum. Enn- fremur verður rætt um aukna verzlun Breta og Þjóðverja svo og aukið samstarf þessara þjóða á sem flestum sviðum. □ Nehru, forsætisráðherra Indlands, hefir boðað aukna þjóðnýtingu iðn aðar landsins. □ Enn er ólga á Kýpur. 4 brezkir hermenn særðust í gær, er skotið var á þá úr launsátri. Tveir þeirra eru hættulega særðir. Faxaflóabátar afla vel í net við Snæfeilsnes Frá fréttaritara Tímans í Ólafsvík. Ólafsvíkurbátar afia heldur treg- lega á línu um þessar mundir. AI- gengastur afli er 5—8 lestir, en bát ar, sem stunda netaveiðar við Snæ- fellsnes virðast afla mun betur. Sækja margir bátar þangað til neta veiða frá Reykjavík, Hafnarfirði og víðar og munu þeir stundum fá um 20 lestir úr lögn. Einn bátur frá Reykjavik, sem stundar þorskveiðar í net við Snæ- fellsnes leggur afia sinn upp tif vinnslu hjá hinu nýja frystihúsi kaupfélagsins Dagsbrún í Ólafsvík. Er sá bátur með mun meiri afla en línubátarnir og fékk til dæmis 10 lestir í fyrradag, þegar aðrir voru með mun minna. í viðtali við blaðamenn hörmuðu þeir félagar, hve lítið tækifæri þeir hefðu fengið til að kynnast alþýðu Englands, eins og þeir orð- uðu það, en þeir kváðust vona, að brezkt alþýðufólk óskaði eftir friði, ekki síður en rússnesk al- þýð'a. Bulganin sagði, að Rússar vildu ekki spilla vináttu Breta og Bandaríkjamanna. Rússum væri hagur í því, að vináttan héldist á milli þeirra. Réðust liarkalega á Verka- mannaflokkinn. Bæði Bulganin og Krustjeff réðust harkalega á forystumenn brezka verkamannaflokksins. Sögðu þeir, að þeir væru þeir einu, sem reynt hefðu að spilla árangrinum af för þeirra til Bret lands. Deiidi Krustjeff einkum á Gaitskell, formann þingflokks verkamannaflokksins. en Gait- skell skoraði á þá Bulganin og Krustjeff, á meðan þeir voru í London, að leysa úr fangeisi hina fjölmörgu forystumenn jafnaðar- manna, sem kommúnistar hefða varpað í fangelsi bæði í Rúss- landi og íeppríkjunum. Sagði GaitskelL ,að margir þessara jafm aðarmamia væru persónulegir vinir brezkra þlngmanna. Krust- jeff sagði. að fyrirspurn og krafa forystumanna brezka verka- mannaflokksins liefði verið borin frain af einskærri illkvittni. For- ystumenn verkamannaflokksins vissu vel, eins og allur heimur- inn, að Rússár væru nú að reyna að bæta fýrir misgerðir og þau mistök, sem orðið hefðu í Rúss- landi á uiidanförnum árum. Vakin er athygli á því, að í ræðu sinni í Moskva þrætti Krustjeff ekki fyrir það, að jafnaðarmönn- um væri haldið í fangelsi þar í landi. Verksmiðja, sem framleiðir nagla, iekin til starfa í Borgarnesi Nýjar býzkar vélar framleiÖa þar um eina smálest af nöglum á dag og sííar ver’Öur þar einnig framleitt vírnet og gaddavír Síðastliðinn föstudag tók til starfa í Borgarnesi nýtt fyrir- tæki. Er það verksmiðja, sem framleiðir nagla, en mun síðar meir einnig framleiða vírnet og gaddavír. Fyrirtæki þetta, sem heitir Vír- net h.f., er stofnað fyrir forgöngu nokkurra Borgnesinga og hefir Kaupfélag Borgfirðinga og nokkrir einstaklingar í Borgarnesi og Reykjavík lagt fram hlutafé. Stjórn félagsins skipa Halldór Sig- urðsson sveitarstjóri í Borgarnesi, Loftur Einarsson, Borgarnesi, Hannes Guðmundsson lögfræðing- ur, Reykjavik. Verkstjóri er Jónas Gunnlaugsson, Borgarnesi. í febrúar í vetur var hafinn und- irbúningur. Keypti félagið hús í Brákarey, sem Kaupfélag Borg- firðinga átti og notað var fyrir geymsluhús. Er það hinn gamli veitingaskáli Vigfúsar Guðmunds- sonar, sem margir kannast við frá fyrri tímum. Miklar breytingar hafa verið gerðar á húsinu og er nýlega búið að ljúka við uppsetn- ingu vélanna og afla liráefnis til framleiðslunnar. Á sumardaginn fyrsta kom þýzk ur sérfræðingur til Borgarness frá fyrirtækinu, sem seldi hingað vél- ar verksmiðjunnar. Vinnur hann nú að framleiðslunni og kennir Borgnesingum handtökin við hina nýju íramleiðslugrein. Við verksmiðjuna munu fyrst um sinn starfa 4—6 menn, en mönnum verður fjölgað þegar verk smiðjan fær viðbótarvélar til fram leeiðslu á vírnetum og gaddavír. Verksmiðjan framleieðir allar þær stærðir nagla, sem mest eru not- aðar hér á landi, 3/4”—4” (tomm- ur). Afköst hennar munu geta verið meira en ein smálest á dag, þegar allt er komið í fullan gang. Nokkrum erfiðleikum er bundið að fá hráefni til verksmiðjunnar, þar sem illt er að fá það frá við- skiptalöndunum í Austur-Evrópu. En nokkur lausn hefir þó fengizt í bili með hráefni og framleiðsla því hafin af kappi. Engin fullkom- in naglaverksmiðja hefir starfað hér á iandi áður. Framleiðsla þess arar vöru í landinu sjálfu, enda þótt unnið sé úr erlendu hráefni, sparar töluverðan gjaldeyri, eyk- ur fjölbreytni í framleiðslu lands- manna og veitir aukna atvinnu þó að í smáum slíl sé. Hammarskjöld ræðir við Ben Gurion .Hammarskjöld fór í dag flugleið- is úl Tel Aviv frá Kaíró til við- ræðna við Ben Gurion og Mose Sharett. Sharett utanríkisráðherra sagði í dag, að Egyptar hefðu rof- ið grið á ísraelsmönnum á Gaza- svæðinu í g*ær, en 7 óbreyttir borg arar voi'U felldir þar í gær. Sagði Sharett, að að vísu hgfðu menn þessir farið yfir á landssvæði Eg- ypta, en landamærin væru mjög illa merkt og hefði það verið ó- viljandi gert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.