Tíminn - 03.05.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.05.1956, Blaðsíða 6
6 T í MIN N, fimmtudaginn 3. maí 195fi Útjefandi: Frajnaóknarflokkurinn, Ritstjórar: Hankur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Sfcrifstofur I Edduhúsi við Lindargötu. Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar B2323, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Kjósendurnir og glundroðinn TjÓTT MENN deili um * margt, eru þó lang- iestir sammála um eitt: Það /aníar festu í íslenzk stjórn- nál og efnahagsmál. Stefnu fugl og glundroði hefir um of sett svip sinn á þessi mál um :aær 20 ára skeið. Orsökin er 5Ú, að flokkarnir hafa verið of margir og stjórnin orðið að byggjast á samstarfi meira og minna andstæðra flokka. KOSNINGARNAR nú eiga að geta markað tímamót í þessum efnum. Með bandalagi umbótaflj* v anna, Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins, hefir risið samstæð fylking til vinstri, sem er þegar stærri en Sjálf- stæðisflokkurinn. Með þessu samstarfi er lagður grundvöll- ur að því, að hór verði fyrst og fremst tvær stórar fylkingar, sem takast á um völdin, handa- lag umbótaflokkanna og Sjálf- stæðisflokkurinn. Þetta skapar miklu hreinni viðhorf og gleggri línur en hér hafa verið um langt skeið. KJÓSENDUR verða að gera sér Ijóst, að til þess, að stjórnmái- in geti orðið heilbrigðari og glundroðaminni, verða þeir að stuðla að því við kjörborðin. Það gera þeir mest með því að láta ekki atkvæði sín falla á smáflokkana. Það læknar ekki neitt, heldur eykur aðeins glundroðann. Kjósendur eiga að velja fyrst og fremst milli hinin tveggja aðalfylkinga, þandalags um- bótaflokkanna annars vegar og Sjálfstæðisflokksins hins vegar. Með því stuðla þeir að því að gera línurnar hreinni og að draga úr glundroðanum. ÞAÐ VAL á ekki að vera neir,- um frjálslyndum og umbótr,- sinnuðum manni erfitt. Annars vegar er bandalag umbótaflokkanna tveggja, se:n er byggt upp af launþegum og bændum. Að sjálfsögðu mun það miða stjórnarstefnu sina við hag þessara stétta. Hins vegar er flokkur stórgróða- manna og milliliða, er miðar stefnu sína við hag beirra. Vissulega ætti þetta að gera bverjum frjálslyndum og um- bótasinnuðum manni ljóst, að har.n á að efla banaalag um- bótaflokkanna, en má ekki leggja Sjálfstæðisflokknum Jið með því að kjósa hai.n eða annanhvorn sprengifioickanna, kommúnista eða Þjóðvörn. Með því að efla bandalag umbóta- flokkanna vinnur hann gegn glundroðanum og stuðlar að frjálslyndri stjórnarstefnu, cr mun miðast við hagsmuni hins vinnandi fólks í landinu. Hlutverk „glókollanna£ SJÁLFSTÆÐISMENN tala um, að flokkur þeirra sé stöðugt að vaxa. Úr- slit undangenginna þingkosn- inga sýna hins vegar annað. Hlutfallstala Sjálfstæðisflokks- ins í kosningunum frá 1933 'hefir verið þessi: 1933 48.0% 1934 42.0% 1937 41.3% 1942 39.5% 1942 38.5% 1946 39.4% 1949 39.5% • 1953 37.1% imkvæmt þessu hefir fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkað um hvorki meira né minna en 10.9% síðan 1933 og hefir aldr- ei verið hlutfallslega minna en :í seinustu þingkosningum. Ástæðan til þess, að þing- sætatala Sjálfstæðisflokksins hefir heldur aukist í seinni tíð, sr ekki auknu fylgi hans að bakka heldur vaxandi glund- roða og sundrungu til vinstri. T. d. vann Sjálfstæðisflokkur- inn fjögur kaupstaðakjördæmi í seinustu þingkosningum, sem andstæðingar þeirra hafa unn- ið oftast áður. Það er af þessari ástæðu, sem Sjálfstæðisflokkurinn byggir ekki sigurvonir sínar nú á auknu fylgi, heldur á klofn- ingsstarfi smáflokkanna. Það er af þessum ástæðum, sem Ól- afur Thors kallar frambjóðend- ur Þjóðvarnar „glókollana sína“ og vill láta greiða fyrír þeim á allan hátt. Það er a£ þessum ástæðum, sem Mbl. er nú farið að tala vingjarnlega um Hannibal Valdimarsson. Frjálslyndir menn og vinstri sinnaðir munu hins vegar ekki láta blekkjast að þessu sinni. Þeir gera sér ljóst hlutverkið, sem íhaldið ætlar „glókollun- um.“ Það mun mistakast og með „glókollunum" munu sig- urvonir íhaldsins fara í gröf- ina. Sjálfstæðismenn og vamarvinnan ÞAÐ ER bérsýnilegt, að Sjálfstæðisflokkur- nn ætlar að byggja kosninga- stefnu sína á gullinu, sem fæst Eyrir varnarvir.nuna. Það er ekki aðeins meðal manna, sem vinna á Keflavík- .irvelli, heldur og meðal iðnað- irmanna og annarra þeirra, sem hafa hér óbeina hagsmuni að gæta, er áróðursmenn Sjálf- stæðisflokksins haga málílutn- mgi sínum á þessa leið: Ff her- inn fer, verður hér atvinru- ieysi og kreppa, og því verðið pið að kjósa Sjólfstæðisflokk- inn til þess oð tryggia það, að herinn verði kyrr. ÞESSUM ÁRÓDRI Sjálfstæöis- manna er na:sla auðvelt að svara. Batnandi friðarhorfur mun fyrr en síðar hafa þau á- hrif, að Bandaríkin hætta að leggja fé í hernaðarframkv æmd ir hér, jafnvel þótt við hæðum um. Þjóðin þarf því fyrr en síðar að horfast í augu við þá staðreynd, að þessar from- kvæmdir hætti. Allra hluta vegna er betra að það verði gert fyrr en síðar, því að breyt- ingarnar, sem þessu fylgja, verða því örðugri, er þær drag- ast lengur. Frá þessu sjónarmiði er það því beinlínis hættulegt að ætla að byggja afkomu þjóðarinnar á hernaðarvinnu, er getur hætt þá og þegar. Það nær svo enn síður nokkru tali, að ætla að fórna dýrmætum réttindum til þess að tryggja sér slíka vinnu. í ÞESSU sambandi er svo að gæta þess, að það mun alltaf kosta nokkurn mannafla, ef Is- lendingar taka að sér gæzlu og ERLENT YFIRLIT: Egyptaland, Saudi-Arabía og Yemen stoína hernaSarbandalag, sem er beint gegn yfirráðasvæðum Breta í Arabíu HINN 21. f. m. var undirritaður í Djidda í Saudi-Arabj,u nýr hern- aðarsáttmáli, sem talinn er boða það, að ekki verði friðsamlegt i nálægari Austurlöndum næstu ár- in, jafnvel þótt það tækist að koma á friði milli Araba og Gyð- inga. Þeim hernaðarsáttmála, sem hér var undirritaður af þremur Arabaríkjum, var nefnilega ekki stefnt gegn Gyðingum, heldur fyrst og fremst gegn Bretum. Samningur þessi var undirritað- ur að afloknum fundi milli Nass- ers, einræðisherra Egyptalands, Saud konungs í Saudi-Arabíu og Ahmad konungs í Yemen. Á fundi þeirra náðist samkomulag um slík an samning milli Egyptalands, Saudi-Arabíu og Yemen. MEÐ UNDIRRITUN. samnings þessa kernur Yemen fyrst verulega við sögu i átökum Arabaríkjanna út á við. Þátttaka þess í hernaöar- legu samstarfi Arabaríkjanna bendir til þess, að ætlun þeirra sé að snúa nú geiri sfnum að fleirum en Gyðingum, og þá fyrst og fremst gegn Bretum. Yemen hefir fram til seinustu ára mátt heita lokað land og lílt þekkt. Það liggur á vesturslrönd Arabíuskagans sunnarlega, er um 30 þús. fermílur að flatarmáli og hefir um 4,5 millj. íbúa. Konung- urinn þar er einvaldur og hefir ætt hans se(ið að völdum um 1000 ára skeið. Stjórnarhættir allir og lifnaðarhættir eru á fornaldarstigi og viðgengst þar bæði þrælahald og þrælasala. Frá náttúrunnar hendi er Yemen frjósamasti hluti Arabíu og var þar til forna mikil menning, einkum í atvinnuháttum, en hún leið síðar undir lok. Sök- um legu sinnar hefir Yemen verið sjálfstætt síðan í fornöld, að und- anskildum tveimur stuttum tíma- bilum, er Tyrkir.höfðu þar yfirráð. Um langt skeið var Yemen fjöi- mennasta ríkið á Arabíuskaga eða þangað til Saud konungur (faðir núv. konungs) sameinaði mörg smáríki þar og myndaði Saudi- Arabíu, sem nær yfir um 600 þús. fermílur og hefir um 7 millj. í- búa. viðhald varnarmannvirkjanna, eins og vafalaust verður niður- staðan, þegar herinn fer. Án efa mun þó þurfa minni mann- afla við þau störf, en þann, sem nú vinnur í þágu varn- anna. Þess má þó geta til spaugs, að út um sveitir reks Sjálfstæðismenn þann áróður, að gæzla varnarmannvirkjanna muni útheimta stóraukinn mannafla við varnirnar og að sveitirnar muni þá alveg :u-m- ast af vinnuafli! Þannig er ým- ist haldið fram, að brottför hersins muni leiða af sér of- mikla atvinnu eða atvinnuleysi — allt eftir því, sem talið er eiga við á hverjum stað! Er þetta vissulega glöggt dæmi um hinn fræga tvísöng íhaldsins, AÐALATRIÐIÐ í þessum mál- um er að sjálfsögðu það að búa svo í haginn fyrir íslenzkt at- vinnulíf, að íslendingar séu ekki neinum háðir atvinnulega. Til þess að koma íslenzku at- vinnuvegunum í það horf, þarf verulegt erlent fjármagn. Reynslan sannar, að það muni ekki ganga laklegar, þótt þjóð- in sýni sjálfstæðisvilja sinn í verki, heldur mun það aðeins skapa henni meiri virðingu. Þannig hefir þjóðin tvímæla- laust grætt á því, að hafa ekki bognað fyrir brezka löndunar- banninu. Og skemmst er þess að minnast, að rétt eftir að Bretar afhentu herstöðvar sín- ar í Egyptalandi, fengu Fgypt- ar lán vestan hafs til stærstu áveituframkvæmdar, sem enn hefir verið ráðgerð í heimin- um. n Saud konungur FYRIR SUNNAN Yemen eða á suðvesturhorni Arahíuskagans eiga Bretar litla nýlendu, en að sama skapi mikilvæga. Það er hafnar- borgin Aden, sem ræður yfir 150 fermílur lands og hefir um 150 þús. íbúa. Aden er ekki aðeins mesta hafnarborg á Arabíuskagan- um, heldur jafnframt sú borg', sem bezt liggur við sjósamgöng- um. Frá hérnaðarlegu sjónarmiði er hún lílca mikilvæg, því að það an má ráða yfir innsiglingunni 1 Rauða hafið. Umhverfis Adenborg og eítir 1 mestallri suSui'strönd Arabíu, ligg ur Aden-svæðið svonefnda, er samanstendur af nokkrura litlum sheik-dænmm, sem öll eru undir jvernd Brata. Adensvæðið er talið ná yfir 112 þús. fermílur og íhúar þar eru taidir 800—900 þús. í seinni tíð hefir nofckuð borið á því, að Yemen teldi sig hafa tii- kall til hafnarborgarinnar í Aden og nokkurs hluta Aden-svæðisins. Þá er og víst, að Saudi-Arahiá viil gjarnan ná undir sig noKkruir. liluta Aden-svæðisins. Formlega hafa þó engar slíkar kröfur verið bornar fr.am, nema Yemen hefir gert tílkail til Kamaraneyjar, er liggur undan strönd Yemen á (Rauðahafi, en Bretar stjórna henni nú. hendi. Nú hefir hins -vegar sá kvittur komið upp, að þar muni finnast olía í jörðu. í tilefni af þyí ! hefir nú risið upp allalvarleg d'úia mijli Breta og Saud konungs út af i einu sheik-dæminu, Buraimi Saiid lót hertaka það fyrir nokkru, en Bretar hröktu hermenn hans í burtu og fara þar með stjórn nú. Margt bendir til, að þessi deila j geti harðnað þá og þegar. ENN ERU ótalin tvö lítil shejk- I dæmi, er tilheyra Arabíu og bæði j erU undir vernd Breta. Annað er Bahrein-eyja, sem er I ekki nema 213 fermílur og er nú talin einn auðugasti blettur he''ms ins vegna hinnar miklu olíu- vinnslu, sem á sér bar stáð. Bahrein heyrði undir íran fram til 1882 og hefir íran gert kröfu til yfirráða þar, Frá sjónarmiði Breta mun það þó talið alvarlegra, að meðal eyjarskeggja, er telja um 120 þús., er risin upp allsterk sjálfstæðishreyfing. Hitt sheik-dæmið er Kuwait sem er um 9 þús. fermílur og telur um 150 þús. íbúa. Þar hafa fund- ist miklar olíulindir og er þar nú mikil _ og vaxandi olíuvinnsla. Bæði frak og Saudi-Arabía hafa gert tilkall til yfirráða þar. Fyrir Breta væri mjög tilfinn- anlegt frá efnalegu sjónarmiði að missa þá aðstöðu, sem þeir hafa nú í Kuwait og Bahrein, því að olíuframleiðslan á þessum stöðum er mjög mikilvæg fyrir þá. Vegna j aðstöðu þeirra sem siglingaþjóðrr , væri og mjög tilfinnanlagt fyrir þá að missa Aden. Það þykir ekki sennilegt, að Yemen eða Saudi-Arabía muni að sinni gera tilkall til Adens, en hins vegar muni valdamenn þess- ara landa, ýta ur.dir áróður þar gegn Bretum og styrkja sjálfstæð- ishreyfingu þá, sem þegar er far- in aö láta bera á sér. Víst er það, að Bretar telja hið áðurnefnda hernaðarbandalag ills vita. BRETAR HAFA víðar í vök að verjast á Arabaskaga en í Aden. í framhaldi af Adensvæðinu eða á suðausturliorni Arabíu-skagans liggur soldánsríkið Oman og Mu- cat, er nær yfir 65 þús. femiílur og hefir um 550 þús. íbúa. Raun- j ar er hér ekki um venjulegt ríki að ræða, heldur samsaín sjálf- stæðra lítilla sheikdæma, er sol- dán ríkir yfir að nafni til. Sam- kvæmt samningum Breta og sol- dánsins er Oman og Mucat vernd- arsvæði Breta. Önnur Arabaríki hafá látið þetla afskiptalaust hing- að til, þvi að Oman og Mucat eru mjög fátækt lönd frá náttúrunnar í ÁTÖKUM ÞEIM við Breta, sem eru framundan á Arahíuskaga'.ium, virðast Arabar ætla að fytgia þeirri starfsaðferð m. a. að tefla Bretum og Bandaríkjamönnum hvorum gegn öðrum. Bandaríkja- menn hafa fengið .sérleyfi til olíu- ’vinnslu í Saudi-Arabíu og hefir m. a. leitt af því, að Bandaríkjamerm hafa heldur dregið taum Saudi-Arabíu í deilunni við Breta um Baraimi. Þá hefir Yemen ný- lega veitt Bandaríkjamönnum sér- leyfi til olíuleitar þar í landi og er það fyrsta slíka sérleyfið, sem j Yemen veitir. Líldegt þykir, að þeir muni í staðinn krefjast stuðn- ings Bandaríkjamanna í átökum Yemens við Breta. Bæði Bretar og Bandaríkjamenn hafa að gæta mikilla olíuhagsmuna í þessum löndum og hefir þess nokkuð gætt í amerískum blöðum, að Bretar séu gagnrýndir fyrir yfirráð sín í Arabíu. Brezk blöð hafa tekið þetta óstinnt upp. Nokk ur ástæða er því til að óttast, að þessi mál geti valdið árekstrúm milli Breta og Bandaríkjanmanna. Arabía , AF IIÁLFU vesturveldanna mun hins vegar alin sú von, að ef til vill megi nota þessi mál til að draga úr samvinnu Egyptalands og Saudi-Arabíu. Saud konungi muni þykja orðið nóg um, hve Egyptar láti mikið á sér bera sem forustu- þjóð Araba. Hann hafi ætlað sjálf- um sér slíka forustu. Með vissum tilslökunum við hann á Arabíuskag anum kunni ef til vill að vera hægt að fá hann til að draga úr samvinnunni við Egypta. Á þessu er hins vegar sá hængur, að aÚir slíkir samningar myndu verða gerðir á kostnað Breta. Afstaða Rússa verður að sjálf- sögðu sú að reyna að gera vest- urveldunum sem erfiðast fyrir og skapa sjálfum sér áhrifaaðstöðu í þessum löndum. Þeir munu haga sér líkt á þessum slóðum og Þjóð- verjar gerðu áður fyrr. Það er erfitt að segja um það fyrirfram, hvernig mál þessi ráð- ast, en það er hins vegar víst, að aukinna tíðinda má vænta af Ar- abíuskaga á komandi missirum. — Þ. Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.