Tíminn - 09.05.1956, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.05.1956, Blaðsíða 5
T í MIN N, miðvikudaginn 9. maí 1956. 5 „Hinir gætnari bændur 10000 kr. verðlaun í hugmyndasam- keppni um úrbætur í umferðarmálum Foringjum Sjáifsfæðisflokks- cr gætilegast fyrir bændur að þurfa sem minnst undir SjálfstæS isflokkinn að sækja í þeim efnum. ins ferst ilia að skírskota til gæfninnar — Stefna þeirra er ævintýra- og glæfrastefna Bjarni Benediktsson dómsmála ráðherra gerðist spámaður á Landsfundi Sjálfstæðismanna og spáði því, að „hinir gætnari bændur myndu nú yfirgefa Fram. sóknarf'okkinn og kjósa Sjálf- stæðisflokkinn, MislieBpnuð, gamansemi, Það er sízt að lasta, þó að stjórn málamenn reyni að vera gaman- samir, en það er misheppnuð gam- ansemi. í áróðri fyrir Sjálfstæðis- flokkinn: að skírskota fyrst til gætn innar. Þó að Ólafur Thors hafi ef- laust marga góða mannkosti iil að hera, verour það háð en ekki lof að kalla hann gætinn stjórnmála- foringja. Hann hefir breytt Sjálf- stæðisflokknum úr íhaldssömum og að ýmsu leyti gætnum stjórn- málaflokki í ævintýra- og glæpa- flokk. Fyrir það verður hans lengst minnst í stjórnmálasögu íslands. Afurðasölulögin eru undirstaðan. Hann var að tala um hlha gætn- ari bændur. Afkoma íslenzkra bænda síðustu áratugi hefir mjög hvilt á afurðasölulögunum og þeirri framkvæmd, sem þyggist á þeim. Afurðasölulögin settu Fram sóknarflokkurinn og Alþýðuflokk- urinn í haröri andstöðu Sjálfstæð- ismanna. Sjálfstæðisflokkurinn mun aldrei hafa barizt eins ó- sleitlega og afdráttarlaust gegn nokkurri umbótalöggjöf, — og er þá nokkuð mikið sagt. Svo mikið er vist, að hinum gætnari og reynd ari bændum finnst gætilegast að eiga sem minnst undir Sjálfstæðis- flokknum. Hér má enn minna á Bunaðar- ráð Sjálfstæðisflokksins, stjórrn- skipað sovét, sem átti að fara með það vald, sem Stéttarsamband bænda og framleiðsluráð hefir að lögum. Eigendur blaða og flokka. Bændur landsins hafa fengið mörg tækifæri til að þreifa á því eins og aðrir, að Sjálfstæðisflokk- urinn er eign nokkurra gróða- manna og eyðslumanna. Eigendum flokksins hefir meðal annars aldrei fundizt ástæða til að láta "lokkinn eiga blað í höfuðstaðnum. Stjórn- málamennirnir, sem mynda þing- flokkinn mega ekki ráða yfir blaði. Hins vegar eiga eigendur Sjálfstæð isflokksins blöð. Þau blöð styðja stjórnmálamennina meðan þeir eru hollir og trúir sameiginlegum eig- endum. En þessir menn, sem eiga bæði Morgunblaðið og Sjálfstæðis- flokkinn gera stundum ýmsar kröfur, sem illa samrýmast alþýð- legum hagsmunum bænda og verka manna. Þeir gera kröfur um láns- fé og gjaldeyri og ætlast til þess að það séu forgangskröfur. Nú eru þeir hræddir. Nú hafa þeir or'ðið hræddir og tala því sí og æ um hræðslu af því að þeir sjá að bændur og verka- menn hafa loksins borið gæfu íil að ganga samhuga til kosninga. Þeir vita, að sá samhugur boðar sigur og það þýðir að málum þjóð- Þeir stííddu kommúnista í verklýSshreýfingunni. .Bjarni Benediktsson sagði í sömu ræðu að íslenzk verkalýcjsfé- lög væru, í höndum manna, sem liafa þann yfirlýsta vilja, að lima sundúr og eyða hinu íslenzka þjóð- félagi. Sennilega hafa allir áheyrendur lians á landsfundinum vitað það, að Sjálfstæðisflokkurinn vann að því árum saman að efla kommún- ista til áhrifa, valda og forustu í verkalýðsfélögum landsins. Það eru beinir ávéxtir af störfum Sjálf stæðisflokksins úndir forustu Ól- afs Thors og Bjarna Benedikts- sonar að kommúnistar hafa náð þar þeim völdum, sem maðurinn talaði um. Svo segir liann, að hinir gætnari menn muni styðja slíkan flokk. Bjarni Benediktsson er sjálfsagt spámannlega vaxinn, en þetta er ótrúleg spásaga. Sænska samvinnusam- banáið veitir styrk tll námsdvalar á Sýð- háskóla Svikráðin vi'ð stofnanir landbún- aðarins, Þá er enn og ekki sízt á það að minna, að Framsóknarflokkurinn hefir bæði með blíðu og stríðu þurft að vaka yfir því í stjórnar- samstarfi með Sjálfstæðismönnum að Búnaðarbankinn væri ekki svik- inn um framlög í byggingarsjóð, ræktunarsjóð og veðlánadeild, svo að hann gæti sinnt lánbeiðnum bænda. Sú reynsla sannar, að það arinnar verði stjórnað með alþýð- lega hagsmuni fyrir augum en ekki samkvæmt geðþótta sérgróða- manna. Fjölmennustu stéttirnar ætla að sameinast um að láta full- trúa sína stjórna þessu landi án þess a'ð spyrja eigéndur Sjálfstæd- isflokksins og Morgunblaðsins um leyfi. Svo mikið er víst, að hinir gætn ari bændur bregðast ekki því sam- starfi. Halldór Kristjánssou. Sænska samvinnusambandið hef- ir ákveö'ió að veita 5 námsmönnum frá Danmörk, Finnlandi, íslandi og Noregi styrk til 5 mánað'a náms við Jakobsbergs-lýðháskóla í Sví- þjóð. Styrkurinn nemur 1000.00 sænskum krónum til hvers náms manns. Jakohsþergs-lýðháskóli er að nokkru leyti rekinn á samvinnu- grundveili, og eru námsstyrkir þessir þyi einkum ætlaðir þeim, er áhuga hafa á samvinnumálum. Námsgreinar, sem kenndar eru í skólanum, eru m. a. þessar: Viðskipíafræði, bankarekstur, bókfærzla, saga, bókmenntasaga, þjóðfélagsfræði, sálfræði og enska. Námskeiðið hefst 1. okt. 1956 og stendur ;ýfir . til 1. apríl 1957. Uinsóhair (á dönsku, norsku eða ..sjfnsku) um skólavist sem jafnfra«it eifu. umsóknir um styrk- inn þuyfa.fið-þ.arast skólanum sem fyrst og,eigi síðar en 15. sept. n. k. Uinsóknimum þurfa að fylgja upp}y§ipg^ ’um aldur, menntun og fypri.. .störf. Ennfremur þurfa að fylgja meðmæli tveggja eða fleiri vél metinna og þekktra manna, pg er nauðsynlegt, að þau gefi sem-. gl.eggsta mynd af um- sækjandanum. Kostnaður við skólavistina er áætiaður 315.00 sænskar krónur á mánuSi. Umsóknirnar sendist til Jakobs bergs folkhogskola, Sverige. Heillaríkt starf. S AMVINNUTRY GGINGAR eru merkilegt fyrirtæki og hafa miklu góðu komið til leiðar. Með stofn- un þeirra skapaðist nýtt viðhorf 1 tryggingamálum. Þeir tryggðu urðu allt í einu stór aðili í stjórn og starfi. Áhrif á iðgjöid á öllum sviðum hafa verið mikil. Endur- greiðslur nema stórfé. Alls lron- ar endurbótum hefir verið kornið á í þjónustu og starfi þeirra að- ila, sem við tryggingar fást. Suml hefir gerzt beinlínis fyrir for- göngu samvinnumanr.a, annaci er til or'ðið vegna þeirrar samkeppni sem sköpuð var. Með trygging'a- starfseminni hafa samvinnufétög in aukið þjónustu sína við almenn ing í landinu. Þessa njóta nú líka þeir, sem aldrei hafa sjálfir lagt hönd á plóginn og skipt við sam- vinnufélögin. Þannig verrðui' það ætíð. Samvinnustarfið gerir gagn miklu fleira fólki en því, sem beinlínis tekur þátt í því. Hugmyndagagnrýni og og sjálfsgagnrýni. SAMVINNUTRYGGINGAR aug- lýsa nú hugmyndasamkeppni um aukna umferðamenningu og úr- bætur í umferðarmálum. Sanv vinnumenn hafa um nokkurra ára bil haldið uppi mjög merkri fræðslustarfsemi á þessu sviði. Tryggingarnar hafa gefiö út á- gætt fræðslurit, hafa safnað gögn um og upplýsingum og hirt alls konar leiðbeiningar fyrir almenn ing. Allt hefir þetta gert gagn, en þó er mest um vert, að með þessu starfi liefir aukist skiln- ingur á því, að umferðarmálin eru stórfelld vandamál, sem þjóð- in hefir ekki megnað að ná taum haldi á. Þau snerta líf og heilsu æ fleiri manna og í þeim eru fólgnir ótrúlega miklir fjármun- ir, sem glatast þjóðinni. Hug- myndasamkeppni Samvinnutrygg inga er framhald á því ágæta starfi, sem þessi samtök almenn- ings um land allt hófu með út- gáfu- og fræðslustarfinu fyrir all mörgum árum. Og hvort sem merkilegar tillögur um úrbætur koma fram í dagsljósið með þess- um Iiætti eða ekki, er víst, að þetta framtak veldur því, sem mest á riður nú, en það er að auka almennan áhuga fyrir þess- um umbótum, skerpa almennings álitið gagnvart þeim, sem ábyrgð arlaust brjóta af sér í umferð- inni og auka áherzlu á bætta um gengnishætti ökunianna á stræti og þjóðvegi. Margir geta þar af mörkum lagt. Það er ekki slæm hyrjun aö hugleiða, hvað nú er helzt til ráða og senda tillögur í samkeppnina. Hugleiðingar af því tagi eru e. t. v. fyrsta skrefið til heilbrigðrar „sjálfsgagnrýni", sem nú er mjög í tízku innan sumra pólitískra flokka. í „um- ferðarflokknum" erum við öll. Við þurfum líka öll á gagnrýni að halda. Ef hún er nógu róttæk og sjáandi, ætti hún ein að geta valdið straumhvörfum í umferð- arslysamálunum. Málið er engum óviðkomandi. ÞAÐ ER ÓÞARFI að fjölyrða frekar um þetta. Þetta eru allt saman merkileg slysavarna- og fjárhagsmál í okkar þjóðfélagi. Augljóst er, að samvinnusamtök- in eru vel vakandi á þessu sviði. Það er ágætt og þakkarvert. Nú þurfa aðrir að taka í sama streng og svo við öll, sem ferðumst á götum og vegum, hvort héldur sem við erum í bíl eða bara gang andi. Umferðarmálin snerta alla. Allir ferðast meira og minna. Enginn er svo einangraður leng- ur, að honum beri ekki skylda til að leggja fram sinn skerf. Ég legg til að við tökum sem flest þátt í hugmyndasamkeppninni, keppum til verðlaunanna, og uj.'p skerum a. m. k. árangur af sjálf- könnun, þótt verðlaunapeningur inn sjálfur falli okkur e. t. v. enki í skaut. — Frosti. Erlendar fréttir í fáum orðum FORSÆTISRÁÐHERRA Grikkja, Ka- ramanlis, skýrði frá því í gærkv., að Grikkir mvndu kæra Breta fyr ir Evrópuráðinu, vegna ósæmandi hörku og grimmdar brezka hersins á Kýpur eins og segir í opinberri tilkynningu frá Aþenu. BREZKA UTANríkisráðuneytið vís- aði í gær á bug öllum getgátum um að Bretar hefðu gert leyni- samninga við Rússa um löndin fyr ir botni Miðgjarðarhafsins. Ráðu- neytið lýsti yfir fullum stuðningi við Bagdad-bandalagið og fagnaði því að Bandaríkin hafa nú gerzt virkur þátttakandi. Tjón af völdum bifreiða nema nú 20 millj. króna á ári Vegna síversnandi ástands í um- fer'ðamálum hafa Samvinnutrygg- ingar ákveðið að efna til hug- myndasamkeppni um úrbætur á þessu sviði og munu veita tvenn verðlaun fyrir slíkar liugmyndir: Fyrstu verðlaun 7.000.00 kr. og önnur verðlaun 3.000.00 kr. Hug- myndirnar eiga að koma fram í ritgerðum, sem mega ekki vera meira en 1000 orð, og eiga að vera svar við spurningunni: „Hvað er hægt að gera til að fækka umferða- slysuin qg árekstrum og auka um- ferðamenningu þjóðarinnar?“. Það er nú svo komið, að trygg- ingafélögin ein greiða árlega um 20 milljónir króna fyrir alls konar tjón á bifreiðum eða tjón, sem bif- reiðar valda. Er joað ekki einleik- ið, hversu mjög þetta hefur farið vaxandi, og er það skoð.un margra kunnugra,. a'ð .kæruleysi og óvar- kárni sé að veruleg.u leyti um að kenna. Afleiðingár hins slæma umferða- ástands eru margvíslegar, mann- tjón og meiðsli, vinnutap ög gífur- legur kostnaður í erlendum gjald- eyri fyrir varahlutum og óhjá- kvæmilega liækkandi trygginga- gjöldum fyrir allar bifreiðar, þar sem tryggingagjöldin verða að standa undir öllum þessum kostn- aði. Öllum heimil þátttaka. Öllum öðrum en dómnefnd og starfsfólki Samvinnutrygginga er heimilt að taka þátt í samkeppn- inni, ungum og gömlum, hvort sem. þeir hafa ökuleyfi eða ekki. Svör skulu berast til Samvinnutrygg- inga, Reykjavík, merkt „Sam- keppni“, fyrir 10. júlí næstkom- andi. í dómnefnd eiga sæti þeir Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri Samvinnutrygginga, Ólafur Jóns- son, fulltrúi lögreglustjóra, Guð- þjartur Ólafsson, forseti Slysa- varnafélagsins, Aron Guðbrands- son, stjórnarmaður Félags ís- lenzkra . bifreiðaeigenda, Berg- steinn Guðjónsson, formaður Hreyf ils, Benedikt Sigurjónsson, lögfræð ingur og Ólafur Kristjánsson, deild- arstjóri bifreiðadeildar hjá Sam- vinulryggingum. Ritgerðirnar, sem berast verða dæmdar eftir þeiin hugmyndum eða tillögum, sem í þeim felast, og þeim rökstuðningi, sem fylgir þeim. í heild skal svarið vera um 1000 orð. Úrslit verða væntanlega birt á 10 ára afmæli Samvinnu- trygginga 1. september næstkom- andi. Almenna bókafélagið gefur 5 félagsbækur fyrir 150 kr. Almenna bókafélagið hefir nú ákveðið félagsbækurnar fyrir árið 1957. Fá félagar 5 góðar bækur fyrir óbreytt fé- lagsgjald, 150 kr. á ári. Eftirtaldar bækur verða félags- bækur 1957 og kemur fyrri hluti þeiri-a út í október í haust, en síðari hlutinn í marz 1957. Ævisaga Jóns Vídalíns. Sr. Árni heitinn Sigurðsson, fríkirkjuprest- ur hafði safnað efninu og hafið ritun bókarinnar, er hann lézt, en próf. Magnús Már Lárusson lýkur samningu hennar. Eldur í Heklu. Dr. Sigurður Þór arinsson sér um útgáfu þessarar bókar í samvinnu við þýzka fyrir- tækið, sem annaðist prenlun hinn- ar glæsilegu myndabókar ,,ísland“. Verða um 60 myndasíður í bók- inni, þar af margar litmyndir. Inn gangsorð dr. Sigurðar verða ná- lægt 20 síðum, en auk þess ritar hann myndaskýringar. Allur frá- gangur bókarinnar verður með sama hætti og myndabókarinnar „ísland“. Frelsi eða dauði eftir Nikos Kazantzakis. Skúli Bjarkan þýðir þessa bók hins gríska höfundar, sem vakið hefir geysimikla athygli erlendis, enda er höfundurinn ial- inn standa einna næst því að fá Nóbelsverðlaunin í ár. Bókin verð- ur nálægt 500 bls. Nytsamur sakleysingi eftir Otto Larsen. Höfundurinn er norskur alþýðumaður, sem barðist gegn Þjóðverjum á styrjaldarárunum og segir frá ævintýrum sínum og reynslu af samskiptum við rúss- nesk stjórnarvöld. Guðm. G. Haga- lín, rith., þýðir bókina. Smásagnasafn eftir bajndaríska Nóbelsverðlaunaskáldið William Faulkner. Kristján Karlsson rit- stjóri veiur og þýðir sögurnar og ritár inngangsorð um höfundinn og verk hans. Loks mun svo koma út 1—2 hefti af Félagsbréfi. Aukabækur. Almenna bókafélagið mun á næsta ári gefa út allmargar auka bækur, sem félagsmenn geta feng ið á kostnaðarverði. Nú um mán- aðamótin kemur ein þessara bóka út. Er það úrval smásagna Þóris Bergssonar, sem gefið er út í til- efni af sjötugsafmæli höfundar s.l. haust. Myndabókin „ísland" er nú kom in aftur. Þeir félagsmenn, sem ekki fengu eintak þá, geta nú fengið eitt eintak keypt á 75 kr. Jörð óðutn að grænka í Þingvallasveit og útlit fyrir góða sprettu Frá fréttaritara Tímans í Þingvallasveit. Silungsveiði í lagnet er nú óðum að aukast hér í Þingvallavatni og er sihingurinn stór og feitur. All- ar líkur eru til þess að silungs- veiðin á þessu vori verði með bezta móti. Sömu góðu horfurnar eru hvað jörðina snertir. Hér í Þingvalla sveit er jörðin óðum að grænka. Þrátt fyrir það er enn nokkur klaki í jörð, en hann liggur það djúpt, að hann sakar ekki gróður. Nú í byrjun niaímánaðar er gróðurinn kominn á líkt stig og hann var í mánaðarlokin í fyrra. Bendir allt til þess, að árferðí verði gott til jarðarinnar í sum- ar, ef fer sem liorfir og engir teljandi kuldar eiga eftir að herja á nýgræðinginn. Ekkert kal liefur orðið á tún um í vor og engar líkur til þess að það verði héðan af, svo ekki mun það há sprettu. Menn eru því vongóðir um, að suniarið í sumar verði öndvert við sUm- arið I fyrra, þegar tíðin var hin erfiðasta, eins og menn minnast. G. E.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.