Tíminn - 15.05.1956, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.05.1956, Blaðsíða 7
T í M I N N, þriSjwdaginn 15. maí 1956. 7 að auka verzlunarskipti vi en menningartengsS mjö Hollenzkir bændar og faglært fólk flyzt í * þúsundatali til annarra landtf á ári hveriu Von á merkri tillögu um landhelgismál frá lagaeefnd S. þ. - Rætt við dr. D. U. Stikker, r ambassador Hollendinga á Islandi í vikunni sem leið afhenti dr. D. U. Stikker forseta ís- lands embættisskilríki sín sem ambassador Hollands á ís- landi. Þessi víðkunni stjórnmálamaður hefir gegnt sendi- herrastörfum á íslandi, jafnframt sendiherrastarfi í London síðan 1952, og á að baki merka sögu í stjórnmálum Hollend- inga og í alþjóðlegu samstai'fi seinni ára. Dr. Dirk Uipko Stikkor er lög- fræðingur að mennt, og gegndi for stjórastörfwm við merkar banka- og verzlunarstofnanir fyrir stríð, en varð kunnur stjórnmálamaður á endurreisnartímabilinu et'tir strið- ið. Hann stofnaði þá Frelsis- og lýðræðisflokkinn árið 1946, varð þingmaður og síðan utanríkisráð- herra, á árunum 1948—1952. Ilann tók mjög virkan þátt í samslarfi Evrópuþjóða, varð forseti Efna- hagssamvinnustofnunar Evrópu (OEEC) 1950—1952, og gegndi mörgum öðrum trúnaðarstörfum. Auk sendiherrastarfsins í Bret- landi og hér á landi, gegnir hann fulltrúastarfi fyrir Holland í efna hagsráði SUmeinuðu þjóðanna. Kemur af fundi efnahagsráðsins. Blaðamaður frá Tímanum ræddi við dr. Stikker á sunnudaginn á Hótel Borg. Þetta er í annað sinn, sem hann kemur hingað til lands. Hingað kom hann nú frá New York, en þar hafði hann setið fund efnahagsráðs S- Þ., en heldur bl'átt áfram ferðinni til Hollands og það an til London. Sendiherrann kvað sér ánægju- efni að geta starfað að auknum kynnum og samskiptum íslend- inga og Hollendinga, en segjast yrði, að þau væru ekki mikil. fslendíngar góðir viðskiptainenn. Viðskipti eru nokkur í milli landanna, einkum kaupa íslend- ingar ýmsar hollenzkar iðnaðar- vörur, og er verzlunarjöfnuður mjög hagstæður Hollendingum. Sendiherrann kvað erfiðleika á auknum vörukaupum héðan fólgna í því, að Hollendingar eru sjálf- um sér nógir utn fisk og flytja ekki inn fiskafurðir íil manneldis að neinu ráoi. Væri erfitt um vik að fir.na leiðir til aukinna við- skipta, en að því væri unnið. Hann taldi að lítil samskipti þjóðanna á sviði menningarmála og minni kynni en æskileg væru stöíuðu einltum af því, að tungu- mál væri til hindrunar. Fáir, ef nokkrir íslenzkir námsmenn sækja á Jiollenzka háskóla, sem eru víð- lcunnar menntastofnanir. Sendi- lierrann benti á, að á sumri hverju efnir háskólinn í DELFT til nám- skejða fyrir útlendinga, og er þá kennt á helztu alþjóðlegum tungu málum. Taldi hann hcppilegt, að íslenzkir námsmertn kynntusf ltol- lenzku háskólalífi, t. d. með því að sækja þessi námskeið. Raunar kvað sendiherrann varla gcta verið mikla erfiðleika á því fyrir stúdenía, sem t. d. hefðu undirbúið sig undir nám í Þýzka- landi að sækja í þess stað hol- lenzka háskóla. .Málið yrði ekki mikill þröskuldur í vegi. Fjöldi námsmanna héðan byrjar á ári- hverju nám við þýzita háskóla. Þjóðverjar eru vissulega mikil menningarþjóð, en ekki væru Jþýzku háskólarnir þó búnir að ná sér eftir innilokun nazistatímabils- ins og hörmungar stríðsins. Endur reisn af því tagi tæki langan tíma. Þetta væri íhugunarefni íyr- ir þá námsmenn, sem til útlanda lcita. Mundu hollenzkir bændur t. d. vilja flytja til íslands? Talið barst að því, að árlega flytja þúsundir Hollendinga úr landi. Sendiherrann benti á, að Holland er eitt allra þéttbýlasta land jarðarinnar. Mikill hluti lands ins er lægri en sjávarmál og rækt unar- og útþenslumöguleikar litlir. Þótt atvinnuleysi sé ekkert í land- inu, er sámt nauðsyn að fólk flytj- ist úr landi vegna fjölgunar. Hol- lendingar eru líka vel séðir inn- flytjendur og eftirsóttir t. d. í Kan ada og^stralíu. Flytzt þangað ár- lega mikill fjöldi manna, helzt faglært fólk t. d. í landbúnaðar- störfum. Spurningu um það, hvort I-Iol- lendingar mundu geta hugsað sér að ílytjast til íslands, kvað sendi- herrann ekki hægt að svara ákveð- ið. Málið væri ókannað. Mundu ís- lendingar kæra sig um hollenzka innflytjendur? Hollenzkt fólk, sem vill sækja út fyrir landsteinana, | kærir sig ekki um bráðabirgða-1 vistráðningar. Þeir, sem fara, flytj ast á brott fyrir fullt og allt. Lítið | mundi þýða að biðja um fólk í sumarvinnu t d. Um viðhorf hol-1 lenzkra bænda væri erfitt að segja. i Aðstæður hér eru mjög ólíkar því,1 sem þeir eiga að venjast. En Hollendingar eru nafn- kunnir ræktunarmenn og bændur, j og hinir mestu hirðumenn og fljót ir að kynnast aðstæðum og stað- háttum. E.t. v. væri þetta mál, sem ástæða væri til að ræða frekar. Landlielgismálin í athugun lijá SÞ — von á merku áliti. Sendiherrann svaraði spurningu um viðhorfið til landhelgismálsins á þá leið, að viðhorf hollenzku stjórnarinnar í því máli væri ó- breytt. Hún teldi að útkljá ætti slík mál með alþjóðlegu samkomu- lagi. Ilollenzka stjórnin er einn þeirra aðila, sem mótmælti friðun- arlínu íslendinga á sinni tíð. Sendi j herrann kvaðst þeirrar skoðunar, að allar þær umræður, sem nú eru ! uppi um landhelgismál víðs vegar ! um lönd, mundu að lokum falla í sama farveg og leysast með alþjóð- legu samkomulagi. Málin eru nú til umræðu á vegum Sameinuðu þjóð- anna, sem kunnugt er, sagði sendi- herrann og í athugun hjá laga- nefnd samtakanna. Ilann taldi ástæðu til að ætla, að frá þeirri nefnd mundi koma merkilegt álit, sem íslendingum mundi væntanlega þykja sann- gjarnt. VærL rætt um 12 míiua réttindi í nefndinni. Mundi álit þetta væntanlega koma frain í haust. NATO-efnahagsmál. j Dr. Stikker svaraði spurningu um NATO og aukna samvinnu áð- ildarríkjanna á sviði efnahagsmáls á þá lund, að ekki væri að vænta mikils árangurs af starfi „vitringa ^ nefndarinnar“,- sem kosin var um daginn, ef Bandaríkjamenn breyttu í engu tollapólitík sinni. Aukin efnahagssamvinna og bætt við : skipti eru nátengd iollastefnu Bandaríkjamanna og erfitt að sjá, livað unnt er að gera til að auka innbyrðisviðskipti umfram það sem þegar er gert, að óbreyttu við- horfi vestan liafs. Eins og nú standa sakir er Efnahagssamvinnu stofnun Evrópu bezta tækið til að j vinna að bættum samskiptum og * aúknum viðskiptum og hefir unn- Dr. D. U. Stikker ið gagnmerkt starf á því sviði. Dr. Stikker taldi O. E. E. C. eina hina ailra gagnlegustu alþjóðlegu stofn ui;. síðari tíma. Aukinn áhugi á málefnum íslands. I framhaldi af þsssu gat sendi- herrann þess, að hvarvetna yrði nú varl við aukinn áhuga á mál- efnum íslands, síðan varnarmálið komst á dagskrá á ný. Hann sagði frá því, að hann hefði nýlega verið staddur í smabæ vestur í miðríkj- um Bandaríkjanna, og átt viðtal við hóp skóianemenda. Þeir hefðu ekki hafl neinn áhuga á störfum hans í London eftir að þeim var ljóst, að hann hafði ekki verið í borginni þegar stóð yfir heimsókn rússnesku leiðtoganna. En þegar það upplýstist, að dr. Stikker var lika sendiherra á íslandi. þá rigndi yfir hann spurningum. í ljós kom, að þessu fólki var ekki ljóst, hvert stefnt var með ályktun Alþingis, né um forsögu málsins. Og um inngöngu íslands í NATO 1949 vissi þetta fóik ekkert. En nú var áhugi vaknaður. Dr. Stikker íaldi að þetta viðhorf mundi víða vera. Menn þekktu fréttirnar frá í dag, en enga forsögu. Hann kvaðst hafa kynnt sér málin þessa daga, sem har.n hefir dvalið hér, og svo þá sérstöku erfiðleika á sviði efna hagsmála, sem íslendingar eiga við nð i'triða. Virtist sér vandamálin erfið við- fangs, til dærnis á sviði útflutn- ingsverzlunarinnar, þar sem stór hluti framleiðslunnar er seldur í vöruskiptum. Har.n kvaðst óska ís- lendlrtgum, að þeim tækist að gréiða úr þeim málum öllum á heppilegan hátt og vona að auðn- a?t mæt.ti að halda áfram þeirri miklu endurreisn, sem hér væri hafin. Ðulles baff um að fresta aííökunm á Kýpur 1 Washington, 10. maí. — Banda- ; ríska utanríkisráðuneytið tilkynnti í dag; að John Foster Dulles hafi farið þess á leit við brezku stjórn- ina a'ð fresta aftöku afbrotamann- 'anna á Kýpur, sem líflátnir voru 1 fyrir dögun á fimmtudaginn, sak- 1 aðir um morð og hermdarverk. - Ráðuneytið sagði, að Dulles hefði (rætt Kýpur-vandamálið við Sel- , win Lloyd í París á NATO-fund- ' inum. © r „Að frumkvæði mennfamálaráðherra" Lesendur Mbl. munu flestir hafa haldið að „landsfundurinn“ væri búinn að verpa í hreiðrið þegar blaði'ð birti fleiri tugi dálka af „samþykktum“ þegar í fyrri viku. í þeim pistlum var einkum lögð áherzla á „for- göngu“ menntamálaráðherra og ,,atbeina“ dómsmálaráðherra. Meira að segja var um það rætt í landsfundarsamþykkt, að Bjarni Bcncdiktsson hefði ver- i'ð bjargvættur sönglistarinnar í landinu. En í sunnudagsblaðinu síðast kom í ljós, að ekki var allt komið í hreiðrið. Örverpið var eftir. Það átti sem sé eftir að minna á enn eitt „frum- kvæði“. En það er svohljóð- andi: „Landsfundurinn fagnar því að sett voru lög um fjármál skóla að frumkvæði núverandi mcnntamáJaráðherra“. Auðskil- ið er, að fundurinn fagnar frum kvæðinu fyrst og fremst, en ekki lögunum, enda hefði verið allur munur ef slík lög hefðu t. d. verið sett fyrir atbeina fyrr- verandi menntamálaráðherra. Það cr orðið ,,núverandi“, sem gerir þarna gæfumuninn. ir þeirri skýringu, sem á að fylgja: Samkvæntt upplýsingum frá íhalds- og heildsalablaðinu Vísi i Reykjavík. Þannig tekst þessum blöðinn að viðhalda hringrás lyginnar og halda því sjálfsagt áfram fram yfir kosn- ingar. Annar liringur er þessi: Morgunblaðið þýddi rang- lega yfirlýsingu þá, sem NATO- fundurinn í París gaf út. Mbl. þótti ráðherrarnir ekki nógu skeleggir að tala um stríðið og hressti upp á orðalag til- kynningarinnar eftir sínum smekk. Og hann er þannig: f stað árvekni kom hernaðarvið- búnaður. í stað áminningar um að þjóðirnar mættu ekki slæva vöku sína, kom fullyrðing um að ekkert mætti draga úr við búnaði. Og svo til hagað, að ’.esið væri sem liervarnaviðbún- aður. Síðan taka fundamenn og fyrirlesarar íhaldsins upp þráð- inn. Mbl. segir frá ferð Bjarna Benediktssonar austur á land. Á Egilsstöðum hafði hann það eftir Atlantshafsráðinu, að ekk- ert mætti slaka á viðbúnaði. Þannig annnast áróðursmenn í- haldsins dreifinguna þegar í- haldsblaðið er búið að koma hringrásinni í ganginn . Hringrás lyginnar I þinglokin sendu frétta- Hvenær fara þeir að I menn Vísis símskeyti til erlendr reka? ar fréttastofu og sögðu þar að Og nú er Harry Pollitt fall- samþykkt Alþingis í varnarmál- inn á Bretlandi eftir að hafa ver inu væri kosningabrella og ið æðsti prestur kommúnista j[; mundi ckkert í málinu gert þar í áratugi. Það var Stalíns- nema kommúnistar og þeirra dýrkunin, sem varð honum að II fylgifiskar fengju fleiri full- falli. Enn vaknar þessi spurning trúa á þingi. Þetta þótti Þjóð- hér: Hvenær byrjar hreinsun- viljanum mikill matur og bjó m í kommúnistaflokknum hér? út stóra grein um að merkt „er- Hvenær fara þeir að reka Bryn- lent blað“ hefði þá skoðun á jólf og Einar, Kristin og Egg- franivindu stjórnmála á íslandi, ert og aðra dýrkendur? að brottför varnarliðsins væri Eða er ætlunin að svíkjast háð þingfylgi kommúnista. Æ- um að hreinsa til og freista tíð síðan hefur Þjóðviljinn ver- þess að láta Alþýðubandalags- ið að vitna í þetta erlenda blað, gæruna dylja ásýnd hinna I I síðast á sunnudaginn, en slepp- görnlu trúnaðarmanna Stalíns? . SS B í.. .-. 1 -Z -unmc- Aðalf undur Garðyrk juf élags Islands Nýlega var haldinn aðalfundur félagsins og skýrði formaður, E. B. Malmquist, ræktunarráðunaut- ur, frá starfsemi þess. Félagið átti 70 ára afmæli s. 1. vor. Var afmæl- isins minnst í útvarpi og blöðum. Landbúnaðarráðherra, Steingrím- ur Steinþórsson, flutti ávarp, sem birtist í nýútkomnu Garðyrkjuriti. Malmquist og Jóhann frá Öxney fluttu þætti um starfsemi fólags- ins. Hákon Bjarnason minntist hins mikla brautryðjanda Einars Helgasonar og viðtöl um garð- yrkju voru við frú Margrethe Schiöth og Árna Thorsteinssor.. Gefið var út stórt og vandað Garð- yrkjurit, þar sem m. a. er rakin saga fclagsins og birtar myndir af íæiztu starfsmönnum þess fyrr og síoar. Félagi 5 gekkst fyrir fræð- andi garðyrkjuiyrirlestfi.m í út- varpið og er svo einnig í vor lleldur félag'ð jafnan uppi mikilli fræðslustarfsemi með Garðyrkju- I ritinu og erindaflutningi og öúru hvoru gengst það fyrir garðyrkju- sýningum. Árlega eru gróðursetr,- ar trjáplöntur í Heiðmörk á veg- um fclagsins. Eitt af áhugaefnum þess er að á stofn verði settur gras garður í Reykjavík og er unrtið að því máli í samvinnu við bæjar- stjórn Reykjavíkur. Mun væntan- legum grasgarði ætlað vænt svæði í Laugardalnum. Verður gróðrar- stöð Eiríks Hjartarsonar, sem bær inn hefir nú keypt, kjarni gras- garðsins. Er grasgarðurinn áform- aður bæði sem kennslugarður og skrúðgarður. Þangað á að safna ís- lenzkum og norrænum plöntum og hafa nafnspjald hjá sérhverri teg- und. Jafnframt þarf að rækta þarna helztu tré, runna og skraut- jurtir. Getur slíkt auðveldað t'olki mjög að velja tegundir í garða sína og verið mikil hjálp við grasa Sjálfvirkar véíar aukast í Bretiandi London, 12. maí. Bretar eru nú að taka upp sjálfvirkar vélar í ýms- um iðngreinum. Mun við það fækka starfsliði í mörgum verksmiðjum og stendur verkalýðssamtökunum af þessu mikill stuggur. Eden for- sættisráðherra sagði í ræðu í gær, að sá ótti væri ástæðulaus, stjórn- in myndi gera ráðstafanir til að tryggja þessu fólki vinnu við önn- ur störf. Aldrei hefði verið meiri vinna en nú í Bretlandi. Hinum nýju sjálfvirku vélum bæri ein- mitt að fagna því að þær sköpuðu möguleika til aukinnar framleiðslu r Arni Eylands form. Þjóðræknisféiagsins Á nýlega afstöðnum aðalfundi í Þjóðræknisfélagi íslendinga var Árni G. Eylands stjórnarráðsfull- trúi kosinn forseti félagsins í stað dr. Þorkels Jóhannessonar rektors Háskóla íslands, er baðst undan endurkosningu. Aðrir í stjórn félagsins eru: Sigurður Sigurgeirsson, banka- ritari, Þórir Þóraðarson, dósent, Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri og Otto Ólafsson, fulltrúi. fræðikennslu skólanna. f gróður- húsunum í Laugardalnum er hægt að rækta suðrær.an gróður. stofu- plöntur og síðasl en ekki sízt jurt- ir til afnota við kennslu í skoium. Borgarstjóri hefir skipao Jónas B. Jónsson fræðslufulltrúa e.g Gunn- ar Ólafsson, skip- “tsstjóra í nefnd, sem ásamt fulltrúa Garð- yrkjufélagsins, Ingimar Sigurðs- syni, vinnur aö málinu. í stjórn Garðyrkjuíélags íslands eru nú: E- B. Malmquist, form., Jóhann Jónasson frá Öxn- ey; frú Hlín Eiríksdóttir: Ingólí'ur Davíðsson og Óli V. Hansson, garðyrkj ukennari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.