Tíminn - 15.05.1956, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.05.1956, Blaðsíða 12
VeSrið í dag: ; Léttir til með norðan ! stinningskalda 40. árg, Hiti á nokkrum stöSum klukkan U: Reykjavik 6 stig, Akureyri 5 stig, London 13 stig, París 16 stig, Berlín 12 stig, Stokkhólmur 12 stig Þriðjudagurinn 15. maí 1956 Framboð ákveSin í SuSnr-Múlasýslu Á aðalfundi Framsóknarfélags Snður-Mnlasýslu, sem lialdinu I var í Reyðarfirði í fyrradag, var ákveðið framboð Framsóknar- flokksins i sýslumii og verður listi flokksíns þannlg skipaður: 1. Eysteinn Jónsson, ráðherra, Réýkjavík. ' 2. Vilhjálmur Hjálmarsson, bóndi og alþin. að Brekku. 3. Steefán B. Björnsson, bóndi á Bernoesi. við- Reyðarfjöið 3. Stefán B. Björnsson, bóndi á Beruðesi: við Reyðarfjörð. Alþýðuflokkuriim býður ekki: fram í sýskrdói og jstyður framboðslista Framsóknarflokksins í sýslunni, —------------------------------------:■■)■:■!■■ ■ --i- Brezka þingiS ræ'Bir mál hiiis horláa froskmanns Jaínaðarmenn leggja hart að Eden aö gefa nánari skýriegar Hver gaf skipen em að rannsaka gestabók hótelsins, þar sem Crabb bjó? NTB—London, 14. maí. — Miklar umræður urðu í brezka þinginu í dag um hið dularfulla hvarf froskmannsins Buster Crabb, er hann týndist í Portsmouthhöfn sama daginn og beitiskip Krustjeffs og Bulganins konx þangað. Hugh Gait- skell, leiðtogi jafnaðarmanna kvaddi sér fyrstur hljóðs 1 um- ræðum um málið í þinginu í dag. Sagði Gaitskell, að það væri hörmulegt, hve mál þetta heíði spillt fyrir Englandi erlendis. Hann krafði ^tjórnina svara um mál þetta. Sagði hann, að það væri ein- kennilegt að leyna þingmenn þessu, þar sem opinberar orð- i sendingar hefðu farið á milli brezku og rússnesku stjórnarinn- ar. Gaitskell sagði> að ef það væri rétt að Crabb hefði lagt í för þessa án vitundar og vilja stjórnarinnar, þá væri það ljóst, að miklu væri ábótavant í stjórn , flotamálaráðuneytisins að slíkt gæti komið fyrir. Gaitskell krafð- ist svara frá stjórninni um hvern ig stæði á því, að Iögreglan hefði rifið þær blaðsíður úr gestabók hótelsins, er Crabb bjó á, þar sem hann hefði ritað nafn sitt. Einnig vildi Gaitskell fá að vita, A sunnudaginn vildi það slys til á brúnni yfir Miðfjarðará í Húna vatnssýslu að stór vöruflutninga- bíll frá Akureyri bilaði og fór út af ábrúnni og sat fastur, svo að öll umferð stöðvaðist þar í lengri tíma. Bíllinn var á suðurleið er óhapp ið vildi til. Umferð var þarna all mikil og stöðvaðist hún beggja vegna slyss staðarins. Enginn maður meiddist er þetta óhapp vildi til, en erfitt reyndist að ná bílnum upp á brúna og út af veg- inum, svo eðlileg umferð kæmist áfram um veginn. Varð að fá til tvær jarðýtur til að draga bílinn og aðstoða hann áður en hann losnaði af brúnni. Voru þá liðnar urn fjórar klukkustundir frá því að bíllinn fór út af veginum. L verður merki allra leigubifreiða Auglýst hefir. verið að bókstaf- urinn L skuli vera sérstakt merki á öllum leigubifreiðum og skuli merki með stafnum á sett annað hvort aftan við skrásetningarmerki bifreiðarinnar eða fyrir miðju þess að ofan eða neðan, segir í aug- lýsingu í Lögbirtingablaði í gær. Þetta geldir um allar bifreiðar sem taka allt að 8 farþega. liver hefði gefið skipun um að framkvæma þennan verknað og allar ástæður til þess. Eden verður fyrir svörum. Eden forsætisráðherra varð fyrir svörum, en var heldur fáorður. Sagði Eden, að hvorki hann né nokkur annar í ríkisstjórninni hefðu nokkru við fyrri yfirlýsing- ar að bæta. För Crabb froskmanns hefði verið farin án vitundar og I vilja brezku stjórnarinnar. Málum væri þannig háttað, að það væri ekki í þágu alþjóðar að gefa frek- ari skýringar í þessu máli. Gaitskell tók aftur til máls að ræðu Edens lokinni og krafðist þess, að stjórnin gæfi frekari skýr- ingar. Eden tók síðan til máls á ný, en sagðist engu hafa við fyrri orð að bæta. Voru þá komnir um 20 bílar, sem biðu þess að komast áfram, beggja vegna brúarinnar. Meðal þeirra var áætlunarbíll Norður leiðar, sein gengur rniiíi Akur- eyrar og Reykjavíkur og tafðist áætlunarbíllinn um 3—4 klukku stundir við þeíta óhapp. Marmaraplata Eng- landsdrottningar hátíðlega mölvuð. Nicosia og Aþena, 14. maí. — Brezkir hermenn skutu grísku- mælandi Kýpurbúa í dag tii bana, er haim sinnti ekki aðvörunum þeirra um að fara inn á tiltekin svæði. í tveiin sveitaþorpum fundust vopn og skotfæri var þeg ar sett útgömgubann I þorpunum. 15 ára piltur var í gær dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir að liafa brotið herlögin á eynni. Borgarstjórinn í Pireus, hafn- arborg Aþenu, mölvaði í gær há tíðlega marmaraplötu eina, sem sett hafði verið upp í borginni til heiðurs þeim Elísabetu Englands- drottningu og manni hennar. — Hélt borgarstjórinn ræðu v.ið þetta tækifæri og fordæmdi hárð lega aftöku piltanna tveggja, sem Bretar hengdu á uppstigningar- dag. Eysteinn Jónsson Vilhjálmur Hjálmarsson Fánastongin féll aft- an við bíl drottningar Fyrir fáutn dögum munaði litlu að illa færi fyrir Englandsdrottn- ingu og manni hennar, er þau óku í gegnum brezka baðstrandarbæinn Torquay. Stór og mikil fánastöng féll yfir veginn, þar sem drottning arbíllinn hafði farið um og lenti um það bil bíllengd aftan við bíl- inn og stöðvaði þá, sem á eftir komu. Drottningin ók í opnum bíl og þykir fullvíst, að stórslys hefði orðið, ef stöngin hefði skollið yfir bílinn. Stöngin féll svo á annan bíl, sem var með lokuðu þaki, og bjarg aði það fólki því, sem í honum var frá limlestingu. Fánastöngin var 8 metra há og hafði henni verið komið fyrir i olíutunnu, sem fyllt var með sandi og var ekki ætlaö að standa þarna nema rétt á með- an drottningarheimsóknin stóð. Rússar segjast mimika herafla sinn. NTB — Moskva, 14. maí. Það var tilkynnt í Moskva í dag, að rúss- neska -stjórnin hefði ákveðið að minnka herafla sinn um 1.2 milljón- ir fyrir 1. maí 1957. í hinni opin- beru yfirlýsingu sagði, að í allt yrðu 63 herfylki lögð niður, þar á meðal 3 flugdeildir og 30 þús. hermenn í Austur-Þýzkalandi. í til kynningunni var tekið fram, að flotin nyrði minnkaður sem svaraði minnkun landhers og flughers. Á- kveðið væri að 375 herskip yrðu tekin úr þjónustu flotans og not uð til annars. Tilkymiiiig Rússa NTB. 14. maí. — Tilkynningu rússn esku stjórnarinnar, að hún hafi í hyggju að minka herafla sinn, er tekið heldur dauflega í vestræn- um ríkjum. Fréttamenn benda á, að nýlega hefir verið haldinn af- vopnunarráðstefna undirnefndar S. Þ. í London, þar sem enginn ár- angur náðist vegna þess að Rússar vilja ekki fallast á alþjóðlegt eft irlit með afvopnun stórveldanna. Stór flutninpbílf stöðvaði umferð á Miðfjarðarbrú á sunnudaginE Dularfulít hvarf danskrar ungl ingsstúlku upplýst að fullú Verkstjórinn í plastverksmiðjunni, þar sem hún vann, myrti hana i Aö undanförnu hefir hvarf ungrar stúlku í Danmörku vakið geysimikla athygli í blöðum og meðal almennings. Þetta mál er nú upplýst og reyndist vera morð í senn ótrúlegt og óhugnanlegt. Stúlkan, sem hvarf, var 15 ára gömul, Ina Laursen að nafni. Hún vann í plastverksmiðju í Vejle og hvarf frá vinnu sinni fyrir hálfum mánuði og fannst ekki. Nú hefir verkstjórinn í verksmiðju þessari játað, að hann hafi myrt stúlkuna. Daginn, sem Ina hvarf, hafði j hún komið of seint til vinnu, og lum kvöldið ætlaði hún að vinna ein fram yfir í 20 mínútur sem á vantaði til -þess að vinnudagurinn yrði fullkominn. Hún varð því eft- ir, er fólk fór frá vinnu, en síðan spurðist ekkert íil hennar. Reiðhjól hennar fannst í skógi nokkuð utan við bæinn, en hvernig sem leitað var, fannst hún ekki. þögreglan hefir síðan unnið að rannsókn málsins og í því sam- bandi yfirheyrt fjölda manna, eink- um samstarfsfólkið í verksmiðj- unni en ekkert kom á daginn, sem bent gæti til, hver orðið hefóu aídrif stúlkunnar. Meðal þeirra, sem yfirheyrðir voru, var að sjálfsögðu verkstjór- inn, Poul Hanseen, 31 árs að aldri, kvæntur og átti 7 ára son. Hann neitaði að vita nokkuð um stúlkuna, og böndin bárust ekki sérstaklega að honum fyrst í stað. Þc kom ýmislegt fram í vitnis- burði hans, sem ekki þótti með öliu eðlilegt, ýmiss konar smávegis mótsagnir, en þó fengust engar sannanir gegn honuin. Eftir langar yfirheyrslur fór þó svo, að hann bognaði og játaði á sig morðið eftir langa yfirheyrslu, er hann hafði verið flæktur í mörgum mót- sögnum. Hann játaði þó ekki fyrir lögregl ur.ni, heldur bað í miðju réttar- haldi um að fá að tala við konu sína, játaði grátandi glæpinn fyrir licnni, og hún skýrði síðan rétt- inum frá. Samkvæmt játningu verkstjór- ans er lausn þessa dularfulla máls á þá leið, að þegar Ina var ein orðin í verksmiðjunni, kom Han- Danir heyja landsleik við Rússa NTB., 14. maí. — Kaupmannahöfn. Það var tilkynnt í Kaupmanna- höfn í dag. að ákveðið hefði ver ið, að danskir knattspyrnumenn muni heyja landsleik við Rússa í vor. Ákveðið er að landsleikurinn tari fram í Moskva þann 23. þessa mánaðar. sen til hennar og gerðist nærgöng- ull við hana, en þegar hún vildi ekki þýðast liann, tók hann um háls hennar og kyrkti hana. Kveðst hann hafa gert þetta í einhverju æði, en ekki hafa ætlað að drepa stúlkuna. Fól hann síðan líkið í poka í hliðarherbergi undir plast- rúllum. Rétt á eftir kom kona hans og sonur í verksmiðjuna til hans, og þau drukku kaffi þarna í herbeijg- inu. Síðan skildi Hansen við þiÍM' og fór í kvikmyndahús. Meðan á sýningu stóð braut hann heilann um það, hvernig liann ætti að íela líkið. Að sýningu lokinni fór hann lieim til foréldra sinna, sótti skóflu og hólt til verksmiðjunnar. Þar tók hann lík stúlkunnar og reiddi það á hjóli út fyrir bæinn í pok- anum og gróf það í sorphaug. Eft- ir það fór hann með reiðhjól stúlk unnar út í skóg og fór síðan með áætlunarvagni til bæjarins aftur. Var þá klukkan tvö að nóttu, er hann kom heim til konu sinnar, og kvaðst hann hafa farið á aðra kvikmyndasýningu, sem stóð fram uadir miðnætti. □ Fjögra daga allsherjarverkfallinu á Kýpur, sem hófst í mótmæla- skyni við þá ákvörðun Breta að taka tvo unglinga af lífi, er nú lokið. Enn er mikil ólga á eynni. Brezk yfirvöld á Kýpur dæmdu í gær 15 ára gamlan skóladreng í 10 ára fangelsi fyrir að bera heimagerða sprengju. Annar ligg ur dauðarefsing við því á Kýpur að bex-a sprengju. Landskeppni við Dani og Hollendinga í sumar Á fundi nieð blaðamönnum í gær skýrði stjórn Frjálsíþrótta- sainbands íslands v frá því að á- kveðið væri, að landskeppni í frjálsíþróttum verði háð við Dani í Kaupmannahöfn um miðjan júlí og við Hollendinga í Hollandi, borg ekki ákveðin — milli 20. og 25. júlí. Keppt verður í öllum venjulegum landskeppnisgrein- um. Nánar verður skýrt frá þessu á íþróltasíðu blaðsins. Fimm íslenzk met sett í Sundhöllinni sl. sunnudag Á sunnudaginn fór frain innan- félagsmót í sundi hjá Ægi og ÍR í Sundhöllinni í Reykjavík. Frá- bær árangur náðist í mótinu og 5 ný íslenzk met voru sett. Ágústa Þorsteinsdóttir, Ármanni, sem nýlega er orðin 14 ára, setti met í 200 m skriðsundi kvenna. Synti hún vegalengdina á 2:47,9 inín., en eldra metið sem Helga Haraldsdóttir, KR, setti í fyrra var 2:59,6 mín., svo hér er um mikla framför að ræða. Helgi Sigurðsson, Ægi, bætti met sitt í 500 m. skriðsuudi. Synti á 6:18,1 mín., en eldra met- ið var 6:24,0 mín. I 50 m. flug- sundi synti Pétur Kristjánsson, Árinanni, á 31,8 sek., en Ari Guð- mundsson, Ægi, liafði nýlega sett met í þeirri grein 32,0 sek. í 5tt m. flugsundi kvenna synti Sigríð- ur Sigurbjörnsdóttir, Ægi, 5 42 sek., en ekki hefir áður verið keppt í þeirri grein, svo liér er um íslenzkt met að ræða. Fimmta metið var sett í 4x100 m. bringu- sundi karla. Sveit Ármanns synti á 5:20,8 mín., en eldra metið var 5:28,4 mín., sett af ÍR 1948. í sveit Ármanns voru Einar Krist- jónsson, Pétur Kristjánsson, Ólaf ur Guðmundss. óg Þorgeir Ólafs- son. .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.