Tíminn - 16.05.1956, Page 1

Tíminn - 16.05.1956, Page 1
Skrifstofa Framsóknarflokksins er í Edduhúsinu, Lindargötu 9A, III. hæS, sími 6066. íbúð í nýju húsi fyrir 10 kr., ef heppnin er með. Nú líður að því að dregið verði í hinu glæsilega happdrætti Framsóknarmanna. 40. árg. Reykjavík, miðvikudagurinn 16. maí 1956. f blaðinu f dag: ^ Sjálfstæðisbarátta „Einbúnas í í Atlantshafi“, bls. 5. Rannsóknir í þágu uppeldismála á Norðurlöndum, bls. 7. Bréfkorn frá París, bls. 4. Hvenær fá leppríkin frelsi? bls. 6. 109. blað. aiiiiiiiMimiiiiniiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiii Vetrarstórhríð skall yfir á Norðurlandi í Nokkurt frost komið í gærkvöldi og öldasnjór á láglendi - Ileiðar óf ærar Eúizt við batnandi veíri í dag SííSdegis í gær var komin vetrarstórhríð víða á Norðurlandi. nokkurt frost í gærkveldi og öklasnjór á láglendi, en heiðar víða ófærar. Var norðaustan hvassviðri í gær, sjór fór vaxandi og krapahríð breyttist í hreina snjókomu, svo að festi alls staðar niður í sjó. Sauðburður er víðast byrjaður og allt fé á húsum. Menn óttast um gróður þann, sem kominn var. Veður snerist til kaldrar norðan- áttar s. 1. laugardag og hefir und anfarna daga verið norðlæg átt og snjóað i fjöll en veðrið herti um hádegi í gær, fyrst með bleytuhríð en síðar með mikilli snjókomu. Fréttaritari blaðsins í Skagafirði sagði, að þar hefði verið bleytu- hríð og dimmviðri, kólnað meira með kvöldi og varð alhvítt. Nokk- ur snjór mun vera kominn á heið- ar, en þó fær leiðin yfir Vatns- skarð og Öxnadalsheiði. Sauðburö- ur er áð byrja, og urðu menn að taka allt fé í hús. Drangar tepptur. Fréttaritari blaðsins í Siglufirði símaði, að þar væri versta hríðar- veðuf, snjór í bænum og skarðio algerlega ófært og liefir verið síð- ustu daga. Flóabáturinn Drangur komst ékki leiðar sinnar fyrir stormi og dimmviðri og lá mestan hluta dags í gær við Hrísey Lágheiði ófær. í ólafsfirði var kominn allmikill snjór, og Lágheiði var orðin alvcg ófær á nýjan leik. Mátti heita, að þar væri vetrarstórhríð síðdegis í gær og fór sjór mjög vaxandi. Bátar lágu þar innivið hafnargarð- inn. Sneru við á Vaðlaheiði. í gærkveldi var kominn ökla- snjór á götum Akureyrar og farið að frysta. Leiðir voru þó vel fær- ar urn héraðið, Síðdegis í gær lögðu nokkrir bílar af stað austur yfir Vaðlaheiði, en þegar upp á lieiði korn, var þar iðulaus stórhríð og allmikill snjór kominn, og urðu bílarnir að snúa við til Akureyrar. Aætlunarbíllinn milli Húsavíkur og Akureyrar komst ekki á milli. síðdegis í gær. Fréttaritari Tímans í Húsavík símaði í gærkveldi, að þar værí norðaustan stormur og snjókoma, nokkurt frost komið, en veður um leið heldur farið að birta. Þar var kominn nokkur snjór, og eins mun hafa verið frammi í hérað- inu. Á Norðurlandi var kominn all- mikill gróður, en nú er hætta á, að mjög kippi úr honum og getur jafnvel verið hætta á kali. Sauð- burður er einnig víða hafinn og verður að hafa allt fé á húsi, en slíkt er mjög erfitt um sauðburð- inn og ætíð nokkur hætta á van- höldum, þegar svo er. Kosninga- skrifstofan 1 Kosningaskrifstofa Framsókn | 1 arflokksins í Reykjavík er í § | Edduhúsinu við Lindargötu á 2. 1 i hæð. Sírnar skrifstofunnar eru: I I 8 2436 \ I 5564 i | 5535 i i Framsóknarmenn, hafið sain- i | band við skrifstofuna sem fyrst. \ iTiiiiiiiiiiiiiinimiiiimii/ivMiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiid Norðan hvassviðri og enginn Eyjabátur á sjó í gær var norðan hvassviðri í Vestmannaeyjum og engir bátar á sjó. Nokkrir bátar þaðan hafa stundað ufsaveiðar með sæmileg- um árangri, en ekki hefir gefið til veiðanna frá því um lokin. Einnig verður sjór stundaður á nokkrum trillubátuni frá Eyjum, þegar gef- ur, en afli liefir verið heldur treg ur hjá þeim það sem af er. Hér sést hluti af hin'um stóra fundarsal á Akranesi meðan hinn fjölmenni fundur umbótaflokkanna stóð yfir. Fjölmenni og ágætar undirtektir á fundi umbótaflokkanna á Akranesi Fjölmenni og ágætar undirtektir einkenndu fund bandalags umbótafiokkanna á Akranesi á mánudagskvöldið. Sóttu tæp- lega 300 manns fundinn, þrátt fyrir úrhellis rigningu, og er þetta meiri fundarsókn en var hjá Hannibal og á tveim trúðafundum íhaldsins öllum til samans. Frummælendur voru þeir Her- mann Jónasson, Gylfi Þ. Gíslason og Benedikt Gröndal, en auk þeirra töluðu Þórhallur Sæmundsson bæjarfógeti, Hálfdán Sveinsson kennari og kommúnistinn Þorvald- ur Steinsson, sem fór mestu sneypu för í ræðustólinn. Á Egiisstöðum ræddu menn stjórnmál f rá kl. 9 til kl. 3 um Og ailan tímann var troðfulit hús Stjórnmálafundur sá, sem um- bótaflokkarnir boðuðu til á Egils- stöðum í fyrrakvöld varð fjöl- mehnasti fundur af því tagi, sem haldinn hefur verið þar um Iangt árabil. Menn komu langt að til að hlýða á mál framsögumanna Leppríkisstefna Sjálfstæðisflokksins í dagsljósinu: Hernaðarvinnan á að bjarga gjaldeyris- skorti og gróðamöguleikum til frambúðar Blöð Sjálfstæðisflokksins snúast nú eins og köttur í kring- um heitan graut, fimbulfamba umræður, sem utanríkisráð- herra hefir haldið og ræður, sem þau segja að hann hefði átt að halda, hagræðá fréttum og rangsnúa orðum til þess að leiða athygli frá því, sem er undirstaðan í núverandi stefnu Leppríkjastefnan. foringja Sjálfstæðisflokksins í innanlands- og utanríkismái- ir hersítunnfer íygg'ð á íaSmun- um: Aframhaldandi hernaðarvinna til að leysa aðsteðjandij Um þess fólks, sem mestar tekjur efnahagsvandamál og gjaldeyrisskort. Gera þjóðarbúskapinn hefur af viðskiptum við herinn og svo háðan varnarvinnunni og tekjum af hersetunni, að ekki á viðhorfi heildsala og sjoppu- við ýmis konar framkvæmdir og til þess að verzlunarstéttin geti haldið áfram að velta sér í pen- ingum. verði aftur snúið síðar meir. Brezkur togari siglir á Herðu breið við bryggju í Neskaupst. Gat komið á bakborðshlið að aftan. Fyrirsjáan- legar tafir á áætlun skipsins vegna viðgerðar - Þegar strandferðaskipið Herðu- breið kom til Norðfjarðar í gær, varð hun fyrir áfalli, sem mun hafa í för með sér seinkun nýrr- ar áætlunarferðar hennar frá Reykjavík. Herðubreið var á suðurleið, en kom yið á Norðfirði til afgreiðslu þar. Águr en skipið gæti lagzt að hryggju. varð brezki botnvörpung urinn Xorthern Spray (GY 190), sem lá viS bryggju að færa sig. Þegar togarin hafði þokað og Herðubreið var lögzt upp að bryggjunni ætlaði togarinn að leggjast utan á Herðubreið. En svo tókst illa til, að togar- arhm sigidi beint á bakborðslilið Herðubreiðar að aftan og setti gat á hiiðin inn í lierbergi mat- sveins og dældaði skijiið niður að þilfarsrennu. Bráðabirgðaviðgerð á Herðu- breið var lokið klukkan hálf 5 nóttina eftir og sigidi skipið suð- ur á bóginn. Gert verður við skipið liér í Reykjavík og eru fyrirsjáanlegar tafir á áætlun skipsins vegna við- gerðarinnar. Þessu þora Mbl. og Vísir ekki að halda fram enn sem komið er, i en á fundum hér sunnanlands, þar j sem Sjálfstæðisforingjar ætla, að ■ margir hafi hagsmuna að gæta í: bráð í sambandi við framkvæmdir hersins er prédikað um eymd og atvinnuleysi, ef herinn verði lát inn fara. Þetta var tónninn í ræðu Bjarna Benediktssonar á Kefla- víkurfundinum á dögunum, og þetta er uppistaðan í áróðri út- sendara Sjálfstæðisforingjanna hér j á suðvesturhorni landsins. En þótt Mbl. og Vísir þori ekki að nefna þetta réttu nafni, glopra önnur íhaldsblöð því út úr sér. Þannig skýrði eitt blað flokksins svo frá um s. 1. helgi: „Það er vel hægt að segja þanii sannleika, að við þurfum á vest- rænum stuðningi að lialda — bæði fjármagni og þekkingu — til að geta haldið áfram liinu nýja landnámi. . .“ Þetta blað er mjög fylgjandi hersetu til frambúðar. Þegar búið er að rekja umbúðirnar utan af þesari staðhæfingu, stendur þetta eftir: Við þurfum á hernaðarvinnu að halda til þess að geta haldið áfram að maka krókinn í sambandi kónga, sem vilja að núverandi á- stand haldizt sem lengst, þótt því fylgi hrörnun íslenzkra atvinnu- vega, aukin dýrtíð og vandræði hjá almenningi, en ævintýralegur gróði fárra aðila, sem hafa vanið sig við eyðslu, sem jafnvel gengur framm af útlendum milljónerum. Viðbrögð Sjálfstæðisflokksins í dag eru sterkasta áminningin (Framhald á 2. síðu). og taka þátt í umræðunum. Ekki var boðið upp á neina skemmtikrafta að sið Sjálfstæðis- manna, sem stundum fara um hér uð með söngvara og búktalara til þess að hressa upp á fundarsókn. Fundurinn var auglýstur sem stjórnmálafundur og voru stjórn- málin rædd af miklu kappi frá kl. 9 um kvöldið til kl. 3 um nóttina, og var jafnan troðfullt hús og engu færri í fundarlok en í fundarbyrjun. Fundarstjóri var Þórarinn Þórar- insson, skólastjóri á Eiðum. Framsögumenn voru Eysteinn Jónsson ráðherra, Eggert G. Þor- steinsson, alþm., og Páll Zóphónías son, alþm. Síðan töluðu margir heimamenn. Undirtektir þær, sem mál framsögumanna fékk voru frá bærlega góðar. Á fundinum komu fram tals- menn allra hinna stjórnmálaflokk anna en mál þeirra fékk bókstaf- lega engar undirtektir. V«ru þeir gjörsamlega fylgislausir á þess- um fjölmenna fundi. Afhenti Finnlands- forseta trúnaðarbréf Hinn 14. maí síðastliðinn afhenti Magnús V. Magnússon Finnlands- forseta trúnaðarbréf sitt sem sendi herra íslands í Finnlandi. (Frá utanríkisráðuneytinu). Sendif erðabifreiðin endastakkst í árekstri við strætisvagn I gærkveldi klukkan tæpt ellefu varð mjög harður árckstur a horni Ægisgötu og Öidugötu rnilli Sólvalla-strætisvagns og sendiferðabifreiðar. Þótt merki- legt megi kalla, urðu engin slys á fólki, þrátt fyrir það, að árekst urinn var það liarður, að scndi- ferðabifreiðin endastakkst og snerist við. Lá hún á hliðinni, þegar bramlinu lauk. Bifreiðarnar munu báðar hafa verið á töluverðri ferð, þegar þær komu á liornið. Vildi það til láns, að um þetta leyti kvöldsins er venjulegast fátt fólk í strætis- vagninum á þessum stað og allt í sætum. Þó mun maðurinn, sem sat í sætinu aftan við strætis- vagnabílstjórann, hafa kastazt fram á hann. Skipti engum tog- um, að þegar strætisvagnabfl- stjórinn hafði hjálpað farþega sínum, var bílstjóri sendiferða- bílsins að skríða út uin hliðar- gluggann hjá sér. Þrátt fyrir þennan harða árekstur munu skemmdir á bif- reiðunum ekki vera ýkja miklar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.