Tíminn - 16.05.1956, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.05.1956, Blaðsíða 4
A T í M I N N, miðvikudagurinn 16. maí 1956. T£' A 18. öld var alsiða, að ungir menn á írlandi næmu konuefni sín á brotf '(u it, ■ Á átjándu öld var það svo að segja alsiða í írlandi, að konur voru numdar á brott af væntan- legum eiginmönnum. Að þessu brottnámi stóðu félagasamtök ungra manna, sem unnu allopin- skátt, þ'ótt aðgerðir þeirra vörð- uðu við lög. Brottnám kvenna var orðið það viðurkennt meðal alþýðu manna á þessum tímum, að það vakti megna óánægju, er yfirvöldin létu skyndilega hend- ur standa fram úr erinum og greiddu brottnámssiðnum náðar- höggið með því að taka tvo menn af lífi, sem gerzt höfðu sekir um konurán. í sumum sveitum var það venj- an að þær stúlkur, sem voru í mestum efnum, yrðu fyrstar fyrir barðinu á framtakssemi einhvers athafnamikils ungs manns. Af þeim sökum munu þær systur, Ka- trín og Anna Kennedy, hafa vak- ið athygli í brottnámsklúbbnum í Kilkenny. Þær systur voru báðar ungar og fagrar, þó sérstaklega Anna, sem var yngri. Faðir þeirra var látinn og bjuggu þær hjá móð ur sinni. Framtíðin virtist blasa björt og heiðrík við þeim systr- um, þrátt fyrir það, að ýmsar hræringar væru með þjóðinni, sem gerðu meirihlutanum lífið grátt öðru hverju. Vinsælir biðlar. Þær _systur erfðu hvor um sig um tvö þúsund pund eftir föður . sinn. Þetta var töluverð fjárhaeð í þá daga, en þegar slúðrað hafði ver’ið' um þennan arf í nokkurn tíma, hafði hann aukizt það mikið, að þær systur voru taldar erfingj- ar firna auðæfa. - ' T\íe3í ^ibgir menn í nágrenninu, sem voru af góðum ættum, en ekki í neinum sérstökum efnum, þar sem þeir voru ekki elztu synir í fjölskyldunum, gerðu sér far um að kynnast systrunum. Menn þess ir hétu Garrett Byrne og James Stíange,, Þetta voru skapmiklir og frekir strákar, er sóttu markaði og sýningar og veðhlaup og aðrar skemmtanir þeirra tíma og bárust töluvert á. Báðir voru þeir með- limir í brottnámsklúbbnum í Kil- kenny, sem var skipulagður eins og hvert annað fyrirtæki, en hver meðlimur varð að sverja að að- síoða við að ræna ungum stúlk- um, sem höfðu fundið náð fyrir augum einhvers meðlimanna. Klúbburinn hafði njósnara í tengsl um við velflestar fjölskyldur í ná- grenninu, sem gátu gefið upplýs- ingar um fjárhagsástand, húsaskip an og aðra tilhögun innan hverrar fjöIskyWú- , >. . '■Lj' -X4 • - < '■ Flótti út í nóttina. Þau fjögur höfðu hitzt öðru hyerjú á almennum samkomum og í>ær systur munu hafa gefið í skyn, að þær hefðu enga andúð á Byrne og Strange. Byrne var gæflyndari og féíl veí á með Katrínu og hon- um. Áftur á móti virðist Strange hafa verið ofsamaður og óvæginn, og mun Anna hafa verið jafningi hans hvað skapgerð og óvægni sneríi. Hinn 14. apríl 1779 fóru þær systur ásamt móður sinni að sjá leiksýningu. í leikhúsinu komust j?ær á snoðir um að Byrne og Strange hefðu gert áætlun um að ræna þeim þá um kvöldið. Þetta vakti mikið uppnám í fjölskyld- únni og yfirgaf hún leikhúsið í skyndi og bjó um sig í húsi þar í nágrenninu. Þessi viðbúnaður hafði þó ekkert að segja. Dyrnar voru brotnar upp og Byrne og Strange ruddust inn í húsið ásamt aðstoðarmönnum sínum og klúbb- félögum, er höfðu dregið sverð úr slíðrum og mundað pistólur. Þeir félagar þrifu til stúlknanna og hröðuðu sér með þær út. Þar voru þær settar á hestbak og að því búnu þeysti hópurinn út í nóttina. Eftir næturlanga ferð var ein- hver prestur rifinn upp snemma morguns og stúlkunum hótað öllu illu ef þær færu að hafa á móti því að giftast Byrne og Strange. Þrátt fyrir mótmæli stúlknanna las presturinn stutta vígslu yfir þeim og síðan var haldið af stað að nýju. Endir var þó bundinn á þann sitS um 1780, er tveir menn voru teknir af lífi fyrir konurán, jirátt fyrir mikla andútj almennings á dau'Sadóminum .... höfðu dregiö sverS úr slíðrum og mundað pístólur Fimm vikna „brúðkaupsferð". Nú hófst mikið ferðalag og ann- ar prestur var fenginn til að reyna að koma vitinu fyrir stúlkurnar, sem höfðu fram að þessu verið hin ar erfiðustu mönnum sínum, þrátt fyrir vígsluna morguninn eftir ránið. En Katrín og þó einkum Anna mótmæltu þessum aðförum af miklum móði. Mennirnir hótuðu að fara með þær í kolanámurnar í Castlecomer, en þaðan hefðu þær ■ ekki ■ sloppið ‘framar. Þessar hótanir mýktu ekki geð stúlkn- anna og auk þess sauð upp úr, þeg- ar Strange sló Önnu utanundir með potti, svo að hún hlaut sár af. Næstu fimm vikur voru stúlk- urnar á sífelldu ferðalagi um ein- ar fjórar sýslur, enda hafði ráns- mönnunum verið veitt eftirför. En um þær mundir sem verið var að flytja stúlkurnar á skipsfjöl íáein- um kílómetrum frá Dublin, var bundinn endi á ferðalagið. Vopn- að vinalið stúlknanna komst um borð og náði þeim og fór með þær heim til móður þeirra, en þeir Byrne og Strange áttu fótum sín- um fjör að launa. Þeim tókst að flýja til Wales, en skömmu síðar voru þeir teknir höndum og settir í fangelsi. Dýr löðrungur. Þar sem' mennirnir höfðu gifzt stúlkunum, var ekki búizt við málssókn á hendur þeim. Því var fleygt að Katrín hefði verið mjög hænd að Byrne, enda mun hann hafa komið mjög vel fram við hana á ferðalaginu. En höggið, sem Strange hafði gefið Önnu, átti eft ir að verða honum dýrt og Byrne átti jafnfrámt eftir að gjalda þess. Það var végna takmarkalauss hat- urs Önnu, að mennírnir voru flutt ir heim til írlands og réttarhöld hafin í máli þeirra árið 1780. End uðu málaferlin með þyí, að Strange og Éýrne voru dæmdir sgkir og samkvæmt lögum frá 1707 voru þeir dæmdir til dauða. Svéitúngar þeirra félaga létu sér ekki koma til hugar, að dómi þessum yrði fylgt eftir. Mennirnir voru báðir af málsmetaridi ættum; þeir höfðu gifzt stúlkunum og yf- irleitt höfðu brottnám, sem þctta, ekki verið tekin alvarlega. Sterk áhrifaöfl unnu dyggilega að því að fá þá leysta úr haldi, en saksókn- arinn eyðilagði alla náðunarmögu- leika með því að tilkynna, að ef þessum mönnum yrði hlíft við líf- láti, yrði ékkert lát á brottnámi kvenna, né að nokkur kona hefði við það öryggi að búa, sem hún ætti þó rétt á að krefjast af lög- gjafanum. Með þessu hafði mál þeirra Byrne og Strange verið gert að nokkurs konar prófmáli og gerði það náðun erfiðari. Þegar aftakan fór fram, varð að kalla á herlið til þess að ekki kæmi til uppþots, þar sem yfirvöldin bjugg ust fastlega við því að reynt yrði að bjarga mönnunum úr höndum böðlanna. Líkkisturnar fyrir spilaborð. Nóttina fyrir aftökudaginn hafði líkkistum hinna dauðadæmdu ver- ið komið fyrir í fangaklefanum hjá þeim í þeim tilgangi að koma þeim í skilning um að endalokin væru fyrir dyrum. Vonuðu menn að þetta mundi verða til þess að þeir byggju sig undir dauðann. Þetta fór þó á annan veg. Nokkr- ir félaga þeirra fengu að vera hjá þeim um nóttina og skémmtu þeir sér með því að spila fjárhættuspil við fangana. Skelltu þeir líkkist- unum á hvolf og notuðu botna þeirra fyrir spilaborð. Byrne og Strange tóku dauða sínum með mikilli hugarró. Þær systur, Katrín og Anna, gift ust skömmu síðar. Katrín naut þess orðróms, að vel hefði farið á með þeim Byrnes og henni, og hlaut ekki mikla andúð. Hins veg- ar mátti Anna búa við það að vera kölluð öllum illum nöfnum, ef hún fór út fyrir dyr og sýnir það bezt, hve brottnámið hefir verið viður- tekin regla á þessum tímum. Bréfkorn Frá París Eftir Art Buchwald Kurteisi á erfitt uppdráttar Art Buchwald Athafnasamt tónlist- arfélag á Akranesi Frá fréttaritara Tímans á Akranesi. Síðastliðinn sunnudag hélt Tón- listarfélag Akraness söngskemmt- un í Bíóhöllinni á Akranesi. Komu þar fram söngvararnir Guðrún Á. Símonar, Þuríður Pálsdóttir, Krist inn Hallsson og Þorsteinn Hannes- son. Undirleik annaðist Fritz Weiss happel. Á söngskránni, sem var mjög fjölbreytt voru lög eftir inn- lenda og erlenda höfunda, einsöngs lög og tvísöngslög. Húsið var full- skipað og var listamönnunum frábærlega vel tekið. Bárust blóm- vendir og var óspart klappað lof í lófa. En listamennirnir guldu með því að syngja mörg aukalög. Eru þetta fjórðu tónleikarnir, sem félagið gengst fyrir að haldnir hafi veirð hér í bæ og sýnir hin góða aðsókn, að bæjarbúar kunna vel að meta það menningarstarf, sem félagið leysir af hendi, með því meðal annars að gefa bæjarbú- um tækifæri til að kynnast beztu listamönnum á þessu sviði. í vetur starfaði tónlistarskóli á vegum félagsins og var honum slitið 3. maí. Nemendur voru 32 og allir í píanóleik. Skólastjóri er frú Anna Magnúsdóttir, cn auk hennar kenndi frú Ipgibjþrg Ólafs- dóttir. GB UM ÞESSAR MUNDIR stendur yfir ■ í Frakklandi „krossferS fyrir kur- teisina." Er verið að skerpa tilfinn ingu þjóðarinnar fyrir kurteisi í umgengnisvenjum. Art Buchwald skrifar af þessu tilefni frá París: París í maí. OSS VAR NÝLEGA boðið að sitja blaðamannafund, sem efnt var til í sambandi við krossferðina fyrir kurteisina, sem hófst snemma í maí undir vernd sjálfs lýðveldis- forsetans. Tilgangur herferðarinn- ar, að því einn af leiðtogunum hermdi, er að viðhalda og efla kurteisi og vingjarnlega fram- komu, „sem til þessa hefir haldið á lofti nafni vors fagra og ástkæra föðurlands". Þessi talsmaður sagði líka, að fólk, sem afrekaði eitt- hvað sérstakt á sviði kurteisinnar, mundi fá viður- kenningu og heiðursmerki. - Nú er dóm- nefndin að leita að kurteisri „concierge," en þar er henni engu minni vandi á hönd- um en leikstj. að finna príma- donnu í frægt leikrit. í fyrra tókst að finna ráðs- konu, sem var vingjarnleg. Prófið var geysierfitt. Eftir að sambýlis- menn höfðu strengilega óskað eft- ir að hún fengi viðurkenningu, var hún vöktuð dag og nótt. Ilá- punktur prófsins var að knýja að dyrum um miðja^nótt án þess að geta erindis, og það varð flestum þessum ráðskonum að falli. Þá er gerð sérstök leit að kur- teisum leigubílstjóra, lögreglu- manni, strætisvagnstjóra og skatt- heimtumanni. Nefndin lét þess getið að hún hefði hug á að finna kurteisan blaðamann, en taldi það vonlítið verk. Betur gekk nefnd- inni I skólunum. Eftir að talað hafði verið við börnin um kurteisi var þeim uppálagt að gera stíla um kurteisi og teikningar til skýring- HÉR ER STÍLL eftir 12 ára dreng, sem sýndur var á blaðamannafund- inum: „Það voru sex kýr á þjóðveg- inum. Það var ómögulegt að kom- ast framhjá þeim. Tólf ára dreng ur var kúreki. Bíll kom akandi. Hann varð auðvitað að nema stað ar. Bílstjórinn rak hausinn út um gluggann, bólginn af vonzku: Hunzkastu út af veginum með beljurnar, sveitalallinn þinn“, öskraði hann. En drengurinn var rólegur. „Kýrnar þekkja ekki umferðarreglur,“ sagði hann. „Þú ert engu skynsamari," öskr- aði bílstjórinn. En drengurinn var rólegur sem fyrr. Loks sagði hann við manninn: „Nú kemstu fram hjá.“ Þetta horfði ég á sjálf ur. Þessi bílstjóri var eldci kur- teis. Honum hefði ekki veitt af að hlusta á það, sem kennarinn minn sagði um kurteisi.“ EINN AF VIÐSTÖDDUM blaða- mönnum kom með þá skýringu, að sennilega hefði manngarmurinn verið vakinn um miðja nótt af dómnefndinni og hefði síðan ekki sofnað blund. Aðrir blaðamenn héldu því fram, að drengurinn með kýrnar hefði verið i órétti, hann hefði ekkert leyfi haft til þess að reka kýrnar á miðjum þjóðvegin- um, og bílstjórinn hefði því verið í fullum rétti þegar hann sendi drengnum tóninn. Nú hófst hörð umræða um það, hvort bílstjórinn hefði haft rétt til að aka á kýrn- ar, eða hvort hann hefði átt að kalla á lögregluna. Málið var ekki útkljáð, er dómnefndin lét á ný til sín heyra. Hún sagði, að menntamálaráðherrann væri ákaf- lega áhugasamur um krossferðina fyrir kurteisina. Gerði stjórnin sér vonir um, að Frökkum mundu auðnast að rata meðalveginn í milli norrænnar og ítalskrar kur- teisi. í þá 10 daga, sem þessi her- ferð stendur yfir, munu umboðs- menn nefndarinnar fara Um stræt- in og virða fyrir sér kurteisa vegfar endur, stilla til friðar -þar sem nauðsyn krefur og flytja þjóðinni boðskapinn. NEFNDIN VÆNTIR þess, að hreyfingin geti orðjð alþjóðleg, og lætur þess getið, að Frakkland sé ekki í mestri þörf fyrir aukna kurteisi. En Frakkar vilja ekki að fornar dyggðir hverfi og því þarf að skerpa þær annað slagið. Nefndin lét þess að lokum getið, að hún vænti þess að blöðin vildu vinna með nefndinni að þessu marki. Þar næst varð henni það á, að tilkynna, að á eftir blaðamanna fundinum, mundu verða veitingar í næsta herbergi. Eftir það heyrð- ist ekki mannsins mál í salnum. Menn ruddust íram þangað sem veizluföngunum var raðað upp. Sumir sneru við þegar þeir voru komnir í fremstu víglínu, og sögðu í fyrirlitningartón: Fjandinn hafi það, þarna er ekkert nema tekex og vermouth. Þar næst hófust hrindingar og þústrar er fraúilín- an sneri við og tók stefnu á bar- inn í hinum enda hússins. En dómnefndin hristi höfuðið og lokaði augunum. Þetta var hroðalegt áfall fyrir kurteisina í landinu. (N Y Herald Tribune). r Söngskemmtun Oskars Guðmundssonar OSKAR GUÐMUNDSSON, ung- ur tenórsöngvari, sem numið hefir í Svíþjóð og á Ítalíu, hélt íyrstu söngskeinmtun sína í Gamla bíói s. 1. fimmtudagskvöld. Dr. Urban- cic lék á hljóðfærið. Það hljóta að vera erfið spor fyrir ungan söngvara að stíga fram á sviðið hér heima eftir námsdvöl erlendis. Aheyrendur bíða þess með eftir- væntingu, hvar á vegi söngvarinn er staddur; er hann orðinn þrosk- aður listamaður, eða stendur hann á miðri námsbraut? Óskar Guð- mundsson hóf að svara þessum spurningum með því að syngja aríur eftir Verdi og Flotov, al- kunn viðfangsefni hinna stóru. Þótt ýmislegt gott mætti segja um flutninginn, var svarið þó glöggt: Hinn ungi söngvari er á miðri námsbraut. Röddin ekki nægilega þjálfuð, þessi verkefni eru ofviða. Söngskcmmtunin staðfesti þennan yitnisburð., SÖngvarinn hefir mikið raddmagn, en blærinn er þving- aður, vald yfir röddinni virðist ekki nægilega öruggt. Einstakir glæsilegir tónar megna ekki að skapa samfelldan og hugstæðan heildarblæ. Söngvaranum gekk betur að fást við sönglögin en aríurnar. Fórk hann allvel með nokkur þeirra, einkum náði hann talsverðum tök- um á lagi Södermanns: „Kung Heimer och Aslög“ og nokkrum íslenzku lögunum. EINS OG SAKIR standa virð- ist Óskar Guðmundsson óráðin gáta. Hann hefir mikla og allglæsi lega tenórrödd, en skórtir þjálf- un og vald yfir röddinni til að túlka viðfangsefnin þannig, að list geti kallast. En hann er ungur maður. Hann hefir tímann fyrir sér. Vonandi auðnast honum að ná þeim áfanga á listabrautinni, sem hæfileikar hans gefa fyrirheit um. — Ac.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.