Tíminn - 16.05.1956, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.05.1956, Blaðsíða 5
T í MIN N, miSvikudagurinn 16. maí 1956. Norðmaður hugsar til „Ein- búans í Atlantshafi" Rifjmð upp orð ór bók Svens Brun Sven Brun, hinn norski íslands- vínur, skrifaði á stríðsárunum og eftir þau, bók um fsland, sem liann nefndi „Einbúinn í Atlants liafi.“ Formálinn er dagsettur 1949 og þess getið, að prófessor- arnir Magnús Olsen og Ólafur Lárusson hafi „farið yfir hand- ritið og komið í veg fyrir mis- skilning og ónákvæmni.“ Bókin kom út í Osló 1951. Höf- undur byggir hana á tveim ferða- minningum frá íslandi og kemur víða við. Hvað segir hann svo um sjálf- stæði íslands og væntanlega her- setu hér? Frá ásælni Ólafs kon- ungs hins norska fyrir 930 árum, gegir hann á þessa leið: „Ósk Ólafs konungs um Grímsey var svarað á Alþingi 1024. Á þeim árum hafði ekki myndast reglulegt íslenzkt þjóðfélag, sem skapað gæti ættjarðarást eða gæfi ástæðu til ákæru fyrir land- ráð. íslendingar og Norðmenn bjuggu í eins konar ættarsam- bandi, og á íslandi átti frænd- ræknin dýpri rætur og sterkari en í Noregi. Þar hafði konungs- stjórn hafið göngu sína.“ „fslendingar gátu ekki haft þegn skap og því síður þjóðfélagsskyld ur Við norskan konung. Ólafur konungur hélt heldur ekki slíku fram ,þegar hann bað um Gríms- ey. Einar Þveræingur bjó hættu lega nálægt eyjunni. Það er skýr- ingin á mótmælum hans og af- stöðu. Orð hans eru skynsamleg frá sjónarmiði sjálfstrausts ætta- samfélagsins. — Bróðir Einars, Guðmundur ríki á Möðruvöllum og margir aðrir þjóðhöfðingjar, vildu eftirláta Ólafi konungi Grímsey, og enginn mundi kalla þá lélega fslendinga eða land- ráðamenn. En landar Einars Þver æings, voru réttsýnir, þegar hann hafði lokið máli sínu. Þeir sögðu: Ókkur finnst að hann sjái flesta hluti gleggst. — Svo endurtók sagan sig 1946, þegar U.S.A., eft- ir stríðslokin, óskaði eftir að fá aðstöðu til flug- og flotahafna á íslandi. Raunsæ og eggjandi ræða Einars Þveræings endur- ómaði á fjölmennum stúdenta- fundi í Reykjavík 31. marz í ræðu Sigurbjörns Einarssonar, dósents, með þessum orðum: „Sjálfan sig selur enginn nema með tapi. Ég veit hvað við miss- um, ef við gerum þetta. Við glöt- um allra þjóða trausti og virð- ingu, fyrst og fremst þeirrar dug legu þjóðar, sem biður um sér- réttindi í landi voru. Við eigum þetta land ein. Það hefir fóstrað okkur á góðum og erfiðum tím- um. Enginn hefir elskað það sem við. Þess vegna verðum við að verja það nú og að eilífu.“ Með því að birta þennan ræðu- kafla í bók sinni, tekur höfund- urinn undir þessi alvöruþrungnu orð Sigurbjarnar Einarssonar, pró fessors, sem hann mælti á þeirri örlagastundu er æðimargir „Guð- mundar ríku“ hér í Reykjavík vildu orðalaust selja Bandaríkja- mönnum á leigu aðstöðu til her- bækistöðva. Þetta var gert síðar í nafni Atlantshafsbandalagsins, og við höfum fengið reynsluna. Munu ekki raunsæir vinir okkar á Norð- urlöndum, eins og Sven Brun, telja eðlilegt og sjálfsagt að segja „leigunni" upp? Eða eiga „Guð- mundarnir ríku“ á íslandi að ráða, og leigan að standa um alla eilífð? Á síðustu blaðsíðum bókar Sven Bruns eru þessar setningar. „ísland mun ekki sem fyrr verða „Einljúinn í Atlantshafi". Hvort heldur sem maður lítur á ísland sem skjöld Ameríku mót austri eða Evrópu gegn vestri, verður landið miðdepill loftferða yfir At- lantshaf. Efnisleg og menningar- leg þróun íslands er á fljúgandi íerð. Ég er þess fullviss að allir þeir, sem hafa haft þá ánægju að heim ( sækja ísland, og komast í snert- ingu við þjóðina, menningarleg verðmæti hennar og náttúru landsins, hugsa vonglaðir til ís- lands. Þeir munu óska þess að fáni þess aldrei falli, en svífi sí og æ yfir frjálsri þjóð, sem fæð- ir nútíð sína af ódauðlegri for- tíð sinni, er ætíð mun svala hug- um íslendinga og veita „Einþú- anum“ draumsýnir og þrár eftir göfugum og lýsandi takmörkum í framtíðinni.“ Hvað mundi sá erlendur maður, sem þannig endar bók sína um ís- lenzku þjóðina og land hennar, ráðleggja henni að gera, er taka skal ákvörðun um: Erlendur her eða ekki her í landinu? — S. Víkingur sigraði Val 2-1 V estmannaeyjabréf: Nú er bærinn af tur á fá á sig kyrrlátan blæ eftir annir vertíðarinnar Áthafnasöm bæjarstjórn í Eyjum Vestmannaeyjum, 6. maí 1956. ALLUR FJÖLDINN af aðkomufólk inu er nú farinn úr bænum og smám saman fær bæjarfélagið okk ar á sig þann svip, sem það hefir í rauninni 8—9 mánuði ársins, þennan fasta, kyrrláta blæ, sem minnir á einstakling, er gengur með föstum, einbeittum vilja að VAÐSromA/ FrumkvæSi kaupfélaganna. TVÖ KAUPFÉLÖG hafa nýlega gert ályktun um æsi- og sorprit- in og hafa ákveðið að hafa ekki rit þessi til sölu í bókabúðum sín- um. Auk þess samþykkti aðal- fundur annars félagsins almenna áskorun til bóksala um Jand allt að taka upp sömu stefnu. Það er eftirtektarvert, að þessi hreyf- ing kemur að neðan, frá fóikinu sjálfu, en ekki að ofan, frá stjórn arvöldum. Almenningur í landinu — ekki sízt úti um byggðir lands ins — sér og skilur, hvert er stefnt með sorpritaútgáfunni. Fólkið samþykkir ekki neina kröfu á hendur stjórnarvöldum heldur ákveður að vinna gegn meinsemdinni í sinni byggð og skorar á aðra að gera slíkt hið sama. „Sjoppurnar" eru drýgstar. HER SKAL ENGU um það spáð hver verður árangurinn af áskor- uninni til bóksalanna að stífla óþverralind þessa við upptökin. En samþykktirnar hafa þegar þau áhrif að vekja sérstaka at- hygli á vandamáli, sem er nýlegt hér hjá okkur, en er gamalt vandræðamál með erlendum þjóð um. En það er rétt að minna á, að bóksalar eru hér hvergi nærri einráðir. Þeir annast ekki dreif- ingti sorpritanna nema að litlu leyti. Það eru hin nýmóðins fyr- irtæki „sjoppur" kaupstaðanna, sem þar eru drýgstar. Út úr þeim liggur stöðugur straumur sorp- rita, ekki aðeins á venjulegum búðatíma heldur langt fram á kvöld og nætur. Ekki mun þykja . líklegt að sjoppueigendur leggi eyru við áskorun kaupfélaganna, þótt ýmsir gamalreyndir bóksai- ar væru vafalaust ásáttir með að útiloka verstu sorpritin. Almenningsálitið mun að lokum ráða. ÉG ER ANDVÍGUR höftum og bönnum og vissulega verður að umgangast bönn á prentuðu máli með mikilli varúð svo að ekki leiði til óeðlilegra hindrana í lýð ræðisþjóðfélagi, eða stefni til rit- skoðunar. En frelsið er komið út í öfgar þegar búðir, sem hafa söluleyfi fram á nætur á sælgæti og gosdrykkjum og öðru, sem menn leggja sér til munns, mega ástunda nokkurs konar bóksölu að auki og stuðla þar með að dreifingu sorpritanna umfram það sem eðlilegt er, og einkum meðal æskufólks. Á bak við sorp- ritin stendur fjárafiafíknin og ekkert annað. Þau gegna engu hlutverki öðru en því að fá út- gefendunum gróða, og dreifa stð- spillandi frásögnum út í meðal fólks í leiðinni. „Sjoppurnar" eru engir sérstakir þrifastaðir í bæj- unum, en hefir fjölgað ótrúlega síðustu árin. Og alltaf er maður að reka sig á nýjar „sjoppur". Svo mikil gróðabæli virðast þær vera, að það getur borgað sig að setja þær í dýrasta húsnæði, sem völ mun vera á í landi hér, við aðalgötu höfuðstaðarins þar sem hver fermetri í lóð og gólfplássi kostar ótrúlegar fjárhæðir. Þeir, sem þar búa, telja sig líklega eiiki þurfa að leggja eyru við sam þykktum kaupfélagsfunda úti á landsbyggðinni. En fólkið í iand- inu tekur eftir samþykktunum. Þar mun koma, að jafnvel vell- ríkir sjoppueigendur og skjól- stæðingar peningakónga og gróða afla þurfa líka að heyra almenn- ingsálitið. Að lokum mun það ráða. — Frosti. daglegum skyldustörfum án alls hávaða. Sífellt fjölgar þeim bát- um, sem taka upp net sín að fullu og hætta róðrum eða reyna annað veiðarfæri. Einstaka bátar hitta enn í fisk, og ennþá er næg at- vinna í hraðfrystihúsunum hjá því fólki, sem enn vinnur þa'r, en það er orðinn fámennur hópur móts við það, sem var á vertíðinni, þeg- ar bezt blés. EF TIL VILL má segja, að Gagn- fræðaskóli kaupstaðarins eigi dag- inn í dag. Hann heldur nú almenna sýningu á saumaskap stúlknanna, smíðum piltanna og teikningum alls nemendaskarans. Einnig er byggðarsafn kaupstaðarins nú til sýnis í skólatyggingunni. Það er í annað skiptið, sem almenningi er gefinn kostur á að sjá það. Þar eru nú um 300 hlutir, að mér er tjáð, og elzti hluturinn sé frá dög um kristnitökunnar. Það er blý- plata af kirkju Iljalta Skeggjason- ar í Þjórsárdal. Sú plata fannst við kirkjugarðinn á Skeljastöðum árið 1942. Nú munu um 10 ár síðan hér var hafizt handa um að koma byggðarsafni á laggirnar. Frá upp- hafi hefir það þróazt undir vernd- arvæng Gagnfræðaskólans og hef- ir húsrúm í skólabyggingunni. Vest mannaeyingum vex stöðugt skiln- ingur á gildi safnsins í framtíð- inni, og hafa margir gefið því gamla gripi, sem minna okkur eldra fólkið á æskuárin. „Minning jfeðranna er framhvöt niðjanna," virðist vera kjörorð þeirra, sem að byggðarsafninu standa. í 17 ÁR HEFIR Gagnfræðaskólipn hér gefið út ársrit sitt, Blik. Það hefir verið selt á götum bæjarins undanfarna daga. Þetta er orðin þó nokkur bók, alls 120 bls., og fjöl breytt að efni. Þar er sameinað efni frá gömlum tíma og líðandi stundu, ef svo mætti að orði kveða. Mesta athygli mína vekur smágrein um Jón bónda í Gvend- arhúsi, sem margir kannast við, þó að ekki væri nema frá bragnum, sem einu sinni var sunginn um mestan hluta landsins, að ég held. Þar standa þessar ljóðlínur: „Gamli Jón í Gvendarhúsum gekk þar fyrstur inn“, o. s. frv. Mér er tjáð, að yfir 600 eintölc seljist af ritinu hér í bænum, svo að það í sjötta leik Reykjavíkurmóts- ins urðu þau óvæntu úrslit, að Víkingur sigraði Val með 2:1, en éftir sigur Vals yfir KR var fél- agið talið npkkuð öruggt.með að sigra í mótinUj en nú liefir staðan breytzt svo, að fjögur fé- Iög liafa möguleika til að sigra í mótinu. Sigur Víkings var fylli- lega verðskuldaður og þéir voru nær því að skora fleiri mörk, en Valur að jafna. Aðstaða til knattspyrnu var afar erfið, ausandi rigning og völlur- inn því blautur og háll, er leikur- inn fór fram og mótaðist hann því mjög af því, *vo og að dómaranum, Guðbirni Jónssyni, urðu á mis- tök, en að því verður vikið síðar. Víkingum tókst betur en Vals- mönnum að leika á hinum blauta velli, enda liafa þeir ,,léttari“ leik- mönnum á að skipa en Valur, eink- um var það áberandi hjá hinum „þungu“ leikmönnum varnar Vals, Einari og Jóni Þórarinssyni, hve þeir áttu erfitt með að fóta sig. í þessum leik var vörn Víkings traust, og framverðirnir, Björn, Jens og Konráð Adolfsson, réðu yfir miðju vallarins, og náðu oft sæmilegu spili. Víkingsmarkið komst sjaldan í verulega hættu, en hins vegar var oft mikið rót við Valsmarkið, þótt Víkingar skoruðú ekki fleiri mörk en þessi tvö mörk, en eitt mark var dæmt af vegna rangstöðu. Víkingur hafði eitt mark yfir í hléi og skoraði Pétur Bjarnason það. Fyrst í síðari hálf- leik tókst Val að jafna úr víta- spyrnu, sem Einar Halldórsson skoraði óverjandi úr, en þessi dóm ur Guðbjarnar var svo fjarri lagi, að það tók leikmenn beggja liða langan tíma að átta sig á því, að hann var að dæma vítaspyrnu, svo ekki sé talað um áhorfendur. Leik urinn harðnaði mjög við þetta, og komu fyrir gróf brot hjá báðum. Um miðjan hálflíík tókst Gissuri Gissurarsyni að skora sigurmarkið, eftir að Valsvörnin hafði verið leikinn sundur. Valsmenn reyndu mjög að jafna en vörn Víkings gaf aldrei eftir. Af hinum 23 mönnum á leik- velli getur einn öðrum fremur, þ. e. dómarinn, haft áhrif á leikinn. Ef góður dómari dæmir leik verð ur hann sjaldan lélegur, eins og það er hins vegar staðreynd að lélegur dómari getur gjöreyðilagt leik. Starf dómarans er því- hið þýðingarmesta. í þessum leik missti dómarinn tök á leikmönn- um, sumir dómar hans voru hrein- asta ráðgáta og hleyptu illu blóði í leikmenn, og er líða tók á dæmdi hann ekki á grófustu brot, og not færði einstaka leikmaður sér það. Að vísu hefir Guðbjörn eina af- sökun og hún er sú, að aðstoð línuvarða þeirra, sem hann hafði á að skipa, var verri en engin. Reykjavíkurmótið er nú rúmlega hálfnað og næsti leikur þess verð ur milli KR og Víkings næstkom- andi mánudagskvöld. Staðan í mót inu er nú þannig: Víkingur Valur KR Fram Þróttur 3 2 0 1 6:3 4 3 2 0 1 5:3 4 2 10 1 5:3 2 2 1012:2 2 2 0 0 2 2:9 0 KR vann Þrótt 5-1 Fimmti leikur Reykjavíkur móts ins milli KR og Þróttar var háður á sunnudag. Sigruðu KR-ingar með fimm mörkum gegn einu. Leikur; inn var frekar lélegur í heild. f hálfleik stóð 2:1, en yfirhurðir KR voru miklir í síðari hálfleik og skoraði liðið þá þrjú mörk, sem Gunnar Guðmannsson átti allan heiður af. Dómari var Guðmundur Sigurðsson. Kári Guðmundsson, mjóIkureftirlitsmaSur ríkisins: Fullkomin kæling * 1 2 3 4 5 mjólkur mjög áríðandi yfir sumarmánuðina Að stöðva vöxt og viðgang gerla, sem komizt hafa í mjólkina, er í því fólgið að kæla mjólkina full- komlega, því að tímgun gerla er mjög ör í volgri mjólk. Þar eð spenvolg mjólk drekkur í sig hvers konar lykt eða daun, er áríðandi mjög að kæla mjólkina ekki í fjósinu, heldur í sérstöku mjólkurhúsi. Bezt er að kæla mjólkina í sírennandi vatni þegar að mjöltum loknum, og nauðsyn- legt er að hitastig kælivatnsins sé undir 10°C. Þess ber og að gæta, að yfirborð vatnsins sé hærra en fer svona næstum því inn á hvert heimili. AÐ ÞESSU SINNI hefst ritið á því, að minnzt ér heimsóknar for- setahjónanna hingað til Eyja í fyrrasumar. Birtar eru myndir af fórsetahjóiiunum ög móttökunum. Við Vestmannaeyingar höfðum gaman af að mega veita forseta- hjónunum góðar og virðulegar mót tökur. Það mun rétt hjá Bliki, að heimsókn þeirra til Eyja var merk asti viðburður ársins hér í bæ, að margra dómi. ÞAÐ LEIKUR ekki á tveim tung- um, að sá bæjarstjórnarmeirihluti sem nú ber hér ábyrgð á stjórn bæjarins, er athafnasamur. Þetta leikur ekki á tveim tungum, segi ég, og það er þannig að skilja, að andstæðingarnir segja ekkert þar (Framhald á 8. síðu). mjólkurinnar, og einnig að þétt- loka ekki ílátunum, meðan kæling fer fram. Rétt er að benda á, að loftkæl- ing mjólkur er ófullnægjandi, jafn vel þótt hitastig kæliloftsins sé viS frostmark. Eftirfarandi tafla sýnir glöggt, live áríðandi er að kæla mjólkina vel strax eftir mjaltir, ef koma á’ í veg fyrir, að gerlafjöldi nái að aukast í mjólkinni: • 1. Sé mjólk kæld niður í 5°C, helzt gerlaf jöldinn nokkurn veginn hinn sami fyrstu 12 klst 2. í 10 stiga heitri mjólk fimm- faldast gerlafjöldinn á 12 klst. 3. í 15 stiga heitri mjólk 15:fald- ast gerlafjöldinn á 12 klst. 4. í 20 stiga heitri mjólk 700-fald- ast gerlaf jöldinn á 12 klst. 5. í 25 stiga heitri mjólk 3000- faldast gerlafjöldinn á 12 klst. Skulu því allir mjólkurframleið- endur hvattir til þess að kæla mjólkina vel og gæta þess sérstak- lega, að sól nái ekki að skína á mjólkurbrúsana, hvorki heirha á hlaði, úti við þjóðvegi né á flutn- ingatækjum. Er mjög áríðandi, að mjólkurframleiðendur komi upp hið fyrsta við þjóðvegina litlum, snotrum skýlum yfir mjólkurbrús- ana og firri þá þannig sólskini og ryki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.